Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF t Þjónusta Rafbílarnir og litlu hjólastólarnir breyttu lífi barnanna „GETIÐ þið ímyndað ykkur hvernig það er fyrir lítið barn að geta ekki hlaupið bakvið mömmu þegar einhver ókunnugur birtist sem það er feimið við, eða ná ekki í leikfang þegar það rúllar í burtu og geta ekki farið afsíðis þegar það móðgast eða reiðist? Þannig er veruleiki margra fatl- aðra barna sem geta ekki hreyft sig sjálfstætt. Það er hinsvegar grundvallaratriði fyrir þroska allra barna að geta hreyft sig og uppgötva heiminn á eigin spýtur,“ segir sænski uppeldis- og sálfræð- ingurinn Karin Paulsson, sem nýlega flutti erindi á svokölluðum barnadögum Hjálpartækjabank- ans. Karen starfar við háskólann í Stokkhólmi þar sem hún sinnir rannsóknum og einnig vinnur hún hjá landsambandi fatlaðra í Sví- þjóð. Hún hefur kannað hvaða áhrif það hefur á félagslegan og vitrænan þroska hreyfihamlaðra barna að fá tæknileg hjálpartæki svo þau geti farið að hreyfa sig um án aðstoðar annarra. Karin gerði rannsókn á tólf hreyfihömluðum börnum á aidrin- um tveggja og hálfs árs til fimm ára. Hún gaf sér þær forsendur að farartæki (Gocart ,,bílar“) sem gerði börnunum kleift að ferðast um sjálfstætt myndi ýta undir félagslegan og vitrænan þroska þeirra. Tilgáta hennar var að líkamleg fötlun barnanna legði hömlur á þroska þeirra þar sem þau eru háð öðrum um hreyfingu. Rannsóknin mætti andstöðu Karin segir að nokkuð erfitt hafi verið að framkvæma þessa rannsókn. Henni hafi mætt neik- vætt hugarfar sjúkraþjálfara og lækna gagnvart rafknúnum far- artækjum fyrir svo ung börn. „Megin andstaðan fólst í að börn- in yrðu of löt, þau gætu meitt sig og þetta væri í rauninni bara leik- fang.“ Hún lét þetta ekki aftra sér og frá vöggu til grafar „HÉR fær fólk þjónustu frá vöggu til grafar," segir María Heiðdal, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu- stöðvar Hlíðahverfis í Reykjavík, þegar Daglegt líf tekur á henni hús um það leyti sem laufin eru að springa út á greinum tijánna. Ætl- unin er að fræðast um þjónustu heilsugæslustöðvanna í höfuðborg- inni. Það er oft líf í tuskunum á heilsu- gæslustöðvunum enda er óvíða veitt þjónusta fyrir jafn fjölbrejdtan hóp fólks og þar, allt frá bamshafandi konum sem koma til að láta fylgjast er með sér og ófæddum börnum sín- um, til aldraðra borgara sem hjúkr- unarfræðingar frá stöðvunum heim- sækja þegar skyggja tekur á ævi- kvöldinu. Þjónustan er ekki síður fjölbreytt en María segir að því miður séu þeir margir sem ekki vita að hægt er að leita tii hjúkrunarfræðinganna á heilsugæslustöðvunum með flest það sem snertir heilbrigði fólks, frá bólu- setningum og skiptingu sáraumbúða til ráðgjafar og fræðslu. Aukið samstarf lækna og hjúkrunarfólks Heilsugæslustöð Hlíðahverfís, sem er um 10 ára gömul, býr við þröngan húsakost í Drápuhlíðinni en öllu er svo haganlega fyrir komið að hús- næðið virkar ljómandi rúmt. í anddyr- inu taka falieg listaverk á móti gest- komendum, veflistaverkið Leið 4 eftir Haildóru Thoroddsen prýðir einn vegginn og Grettir og Glámur takast á höggnir í stein af Páli Guðmunds- syni í Húsafelli svo aðdáun vekur. Þrír heilsugæslulæknar í fullu starfi sinna heimilislæknaþjónustu í hverfinu en þar fyrir utan starfa DÝRLEIF Ármann, kjólameistari fær Védísi Húnbogadóttur, hjúkrunarfræðing, til að mæla blóðþrýstinginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg TOMAS Atii Ásgeirsson, 7 mánaða, er hinn rólegasti á meðan Anna Þóra Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á 3. ári, vigtar hann. Ólöf Örvarsdóttir, móðir hans, fylgist með. atta hjukrunarfræðmgar í 5,6 stöðu- gildum, tveir sjúkraliðar auk ritara á stöðinni. „Þjónusta heilsugæslu- stöðvanna fer mikið eftir því hvernig samsetning íbúanna er í viðkomandi hverfi,“ segir María. „Ef aldraðir eru í meirihluta er áhersla lögð á heima- hjúkrun og aðra þjónustu við gamalt fólk en ef barnafjölskyldur eru í meirihluta er mikið lagt upp úr þjón- ustu við þær.“ Heilsuverndarstöðin í Reykjavík, sem er tii húsa við Barónsstíg, var stofnuð árið 1956 en þegar borgin tók að þenjast út var gripið til þess ráðs að stofna heilsugæsiustöðvar í einstökum hverfum borgarinnar svo ÞESS er ekki langt að biða að barnið i þessum maga komi í heiminn. Lilja Einarsdóttir, ljósmóð- ir, hlustar eftir hjartsiætti barnsins. Karin Paulsson uppeld- is—, og sálfræðingur sem sinnir rannsóknum við háskólann í Stokk- hólmi og starfar einnig hjá iandssambandi fatl- Morgúnblaðiö Kristinn aðra í Svíþjóð. Þetta farartæki sem nefnist Go-bot er nýtt á markaðnum, framleitt í Bandarikjunum. Það hæf- ir börnum frá eins árs aldri og fram til sex til sjö ára aldurs. Börnin geta bæði setið og staðið í farartækinu og stjórnað því með höndum eða höfði. á hálfu ári tókst henni að finna tólf börn í Svíþjóð sem læknar voru fáanlegir til að mæla með rafknúnum hjólastól eða rafbílum við. Andleg geta barnanna var mæld með sálfræðiprófi og líkamlegur þroski og færni metin af sjúkraþjálfurum átta mánuðum áður en þau í r WB 1 V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.