Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF Hugrún Tískuljósmyndarinn „Huggy“ býr í London, þar sem hún hefur yrir þrjátíu hasla sér völl í starfi; hún sem fyrir- og tveimur sæta, hann sem aðstoðarmaður tísku- árum ákváðu hjónin María Eygló Norman og Ragnar Jökull Ragnarsson, sem þá voru um tvítugt, að taka sig upp með börnin sín þrjú, Hilm- ar tveggja ára og tvíbu- rasysturnar Hugrúnu ljósmyndara. Þau fýsti lítt til þessa fjarlæga lands í norðri en létu undan þrábeiðni móður sinnar og komu í heimsókn. Núna segjast þau nota hvert tækifæri til að heimsækja móður sína og sækja hingað orku og innblástur fyrir sköpunargáfu sína og athafna- semi. ærinn starfa, en fer jafnframt heimshorna á milli, til að taka myndir af ofurfyrirsætum og öðm frægu fólki fyrir blöð og tímarit, sem gefin eru út í milljónaupplagi. MYNDIR af henni birtust í ítalska og þýska Vogue, Elle, Burda International og mörgum fleiri. Hún vann með þekkt- ustu ljósmyndurum heims og sýndi föt nafntog- aðra hönnuða á tískusýningum í París, Mílanó og London. Þetta var fyrir daga ofurfyrirsætna. Samt þénaði Hugrún Ragnarsdóttir ígildi einnar milljónar íslenskra króna á dag þegar best lét. Hún segist hafa verið ósköp venjuleg sautj- án ára stelpa í Los Angeles, þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á vegum tímaritsins Teen Magazine sem haldin var í Disneylandi árið 1980. „Keppnin var sýnd í sjónvarpi og þótti mikill viðburður. Þótt ég væri meðal þeirra tólf sem komust i úrslit datt mér aldrei í hug að ég myndi vinna, enda var stúlka, sem núna leikur stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum um Murphy Brown, talin sigurstranglegust. Mér fannst ég vera alltof löng, mjó og krangaleg auk þess sem ég hafði djúpa og ófegurðar- drottningarlega rödd, gagnstætt hinum þátt- takendunum sem allar töluðu svo krúttlega.“ Skóluðtil íMadrid Með símanúmer Matt Dillons að stíga fyrstu sporin í Madrid. Ég var mjög heppin því hönnuðurinn Elena Benaroch, sem jafnframt hafði aðsetur í New York, tók mig undir sinn verndarvæng. Hún reyndist mér eins og besta mamma, ég lifði í vellystingum því innan tíðar var ég orðin ein aðaifyrirsæta henn- ar með næg verkefni út um allan heim.“ og Eyrúnu eins árs, og flytjast búferlum til Bandaríkjanna. Fjölskyld- an settist að í Los Angeles þar sem móðurafi og amma H barnanna bjuggu tímabund- ið. Afinn vann við húsamál- un og hjá honum fékk Ragnar vinnu, en María Eygló hóf nám í hjúkrun. Eftir fjögurra ára dvöl ytra, lést önnur tvíburasystirinn, Þau eiga ekki langskólanám að baki en hafa engu að síður náð langt, hvort á sínu sviði, og komið víða við á starfs- ferlinum. Á hátindi ferilsins, seint á níunda áratugnum, gaf Hugrún fyrir- sætustarfið upp á bátinn og sneri sér að tískuljósinyndun. Um _ 1 • • sama leyti söðlaði Hilmar um by Stkinín Og hóf að vinna að listsköpun af ýmsu tagi. Oft hafa leiðir i • i ai ymsu tagi. uri naia leio S30KJ3. OrKU þeirra legið saman hér og til TclcmHo þar ájarðarkringlunni, Lll lolailLIo stundum af tilviljun og stundum af ásettu ráði. Þau Með himinhá laun Hugrún segir að stundum hafi sér fundist nóg um alla athyglina sem að henni beindist. Þrátt fyrir himinhá laun fannst henni fyrirsætu- starfíð ekki merkilegra en mörg önnur. Þegar Eyrún, af slysförum. Fjölskyldan kom heim til að jarðsetja hana í íslenskri mold. Þrettán ár liðu og minningar systkinanna um ættlandið voru orðnar nokkuð þokukenndar, þegar foreldr- arnir skildu og móðir þeirra fluttist til íslands. Hugrún og Hilmar voru óðum að segjast alltaf hafa verið óskaplega samrýnd og þótt Hugrún búi í London og Hilmar í borg englanna hafa þau samband á hverjum degi. Þau systkinin voru stödd hér á landi í síðustu viku. Daglegt líf spjallaði við þau um starfið, lífið og tilveruna, fram- tíðina, fræga fólkið og sitthvað fleirra. Sú „krangalega" vann og eftir fegurðarsam- keppnina fóru hjólin að snúast. Þótt Hugrún fengi ótal tilboð um fyrirsætustörf og hlutverk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, ákvað hún að halda sig við fyrirsætustarfið til að byrja með. Eitt tilboðið var frá umboðsskrifstofu í París, en þangað hafði Hugrúnu lengi langað. „Ég var óskaplega feimin og óframfærin, all- sendis óreynd og kunni hvorki að ganga né bera mig eins og fyrirsætu sæmdi. Sem betur fer sendi bókarinn á umboðsskrifstofunni mig fyrst til starfa á Madrid á Spáni. Þar eru mi- stök fyrirgefanieg, en í París þykja fyrirsætur til háborinnar skammar ef þær eru ekki nægi- lega heimskonulegar." Sem „Huggy“ varð Hugrún þekkt sem fyrir- sæta og síðar sem tískuljósmyndari. Hún kann betur við að vera kölluð Hugrún hér heima á Fróni, en notar nafnið afar sjaldan í útlöndum. „Ef ég vil halda fólki í ákveðinni fjarlægð kynni ég mig sem Hugrúnu Ragnarsdóttur og legg ofurþunga á öll err-in. Flestum vefst tunga um tönn og hvá stórum." HUGRÚN tók myndir af Naomi Campbell fyrir viðtal, sem birtist í júlí 1995 í You, fylgiriti Daily Mail. Kvikmyndaleikarinn og hjartaknúsarinn Matt Dillon var einn þeirra sem kynntust Hugrúnu með öllum err-unum. Áður en hún hélt til Madrid vann hún ásamt hópi fyrirsætna við gerð auglýs- ingar um nýjustu kvikmynd Dillons. „Kappinn kom vitaskuld til að fylgjast með framvind- unni. Ég hitti hann fyrst þar sem verið var að farða mig og fannst ég vera hálfhjákátleg út- lits með einungis helming andlitsins farðaðan. Ef til vill fannst mér Hugrúnarnafnið gera mig ögn virðulegri undir þessum kringumstæðum,“ segir Hugrún og bætir við að sér hafi ekki þótt Dillon mjög aðlaðandi og líkað illa þegar hann gerði sér dælt við hana með klípum og kreistum. „Einnig þótti mér fádæma hallæris- legt þegar hann lét framleiðandann biðja mig um símanúmerið mitt til að Dillon gæti hringt næst þegar hann kæmi til Los Angeles. Eg spurði hvar Dillon væri, en boðberinn sagði að hann væri upptekinn í viðtali. „Því miður, sagði ég í gríni, einkaritarinn minn er ekki viðlátinn og Dillon verður sjálfur að koma til mín.““ Aðspurð segir Hugrún að Dillon hefði loks komið sjálfur, en númerið hafi hann ekki feng- ið. „Ég bað þess í stað um símanúmerið hans en hringdi auðvitað aldrei. Líklega hefði ég getað selt númerið fyrir offjár,“ segir hún hlæj- andi. Þótt Hugrún hafi verið ung og óreynd segist hún hafa haft nógu mikið bein í nefinu til að vita að sér yrði lítt til framdráttar að verða þekkt sem lagskona einhvers „Hollywoodsjarm- örsins". „Hilmar gætti þess vel að ég lenti ekki í vafasömum félagsskap, en hann var yfirleitt í grenndinni öll fyrirsætuárin. Mér fannst ekki amalegt að hafa hann nálægan þegar ég var myndir af henni birtust á síð- um þýska Vogue öðlaðist hún miklar vinsældir í Þýskalandi og var þar lengi með annan fótinn þótt hún byggi í Madrid. „Markmið mitt var bara standa mig vel í starfi. Ég hafði engan áhuga á að berast mikið á í einkalífinu. Glamúrlífið höfðaði ekki tii mín og ég varð dauðskelfd þegar ég var beðin um eigin- handaráritun í fyrsta skipti. Ég kaus að lifa eins venjulegu lífí og kostur var; þrífa heim- ili mitt sjálf og þess háttar. Utan vinnu vildi ég sem minnst þurfa að hugsa um útlitið. Ég man að mamma dauðskammaðist sín stundum fyrir útganginn á mér þegar ég kom til Islands. Hún sagði hann slíkan að ekki nokkur maður tryði því að ég væri að gera það gott í útlöndum." rnárie cl BRESKA aprílútgáfa Marie Claire skartar forsíðumynd af Karen Mulder eftir Hugrúnu. Dóttirin var sem himnasending Hjá Hugrúnu spannaði fyrir- sætuferillinn átta ár. Árið 1988, tuttugu bg þriggja ára, gift Breta og búsett í London, eign- ast hún dótturina, Ólafíu Ey- rúnu. Skömmu síðar fannst henni tímabært að hætta og snúa sér að öðru starfi, sem hún gæti sinnt samhliða móðurhlut- verkinu. „Ég réð ekki lengur yfir tíma mínum og var of upp- tekin af barninu til að hafa taug- ar í að sitja fyrir löngum stund- um og vera stöðugt á faralds- fæti. Þar sera ég var öllum hnút- um kunnug í tískuheiminum og hafði gott auga fyrir hvernig dubba mætti stúlkur upp til að verða góðar fyrirsætur, ákvað ég að greiða götu þeirra og koma þeim á framfæri. Hilmar var mér innan handar, því hann vann við að velja og stækka myndir af fyrirsætum og útbúa möppurnar þeirra. Samstarf okkar fólst í að hann tók mynd- ir af stúlkunum og ég fór með þær á umboðsskrifstofurnar." Þegar hér var komið sögu hafði Hilmar hug á að flytjast aftur til LoS' Angeles. Hugrún bað hann því að kenna sér að taka myndir til að hún þyrfti ekki að vera upp á aðra ljós- myndara komin. „Mér fannst stórkostlegum áfanga náð þeg- ar ég varð í fyrsta skipti ánægð með mynd sem ég tók,“ segir Hugrún, sem samfara aukinni færni varð æ eftirsóttari ljós- myndari. Undanfarin ár hafa myndir hennar margsinnis prýtt forsíður og innsíður víðlesnustu blaða og tímarita heims, þar á meðal bandaríska Vogue, The Sunday Times, Elle og fleiri. Sem dæmi má nefna að frá því nóvember í fyrra hefur hún ar. „Laun ljósmyndara fyrir eina slíka eru þó ef til vill ekki meiri en sem samsvarar fíörutíu þúsund íslenskum krónum. Verkefnin, sem yfir- leitt fylgja í kjölfarið, geta hins vegar gefið gífurlega mikið í aðra hönd. Núna sé ég varla fram úr verkefnum. í næsta mánuði tek ég myndir af Brooke Shields fyrir forsíðuviðtal í Interview Magazine og síðan af Isabellu Rossel- ini fyrir bandarísku og frönsku útgáfuna af Glamour. Ég hef ekki haft tíma til að fá mér umboðs- mann, en umsvifin eru orðin svo mikil að slíkt er orðið óumflýjanlegt. Hins vegar hef ég frá- bæran einkaritara, sem sér um alla samninga og þvíumlíkt, og lögfræðinga, sem gæta þess að ekki sé á mér brotið." Hugrún hefur starfað mikið með ofurfyrir- sætunum Lindu Evangelista, Karen Mulder og Naomi Campbell. Þeim er orðið vel til vina, enda segir Hugrún þær indælisstúlkur. „Naomi var fyrsta ofurfyrirsætan, sem ég fékk tæki- færi til að mynda. Hún sá myndir eftir mig á einni umboðsskrifstofunni og kannaðist við nafnið „Huggy", því skömmu áður höfðum við verið kynntar fyrir hvor annarri í matarboði. Þetta var um sama leyti og bók Madonnu var nýkomin út. Myndirnar í bókinni þóttu í djarf- ara lagi og gula pressan í Bretlandi býsnaðist yfir að þar voru myndir af Naomi og Madonnu, fáklæddum í rúminu. Naomi fannst tiltækið sárasaklaust en sárnaði viðbrögðin og bað mig að taka myndir sem bættu ímyndina." Heppnin var með þeim því Hugi-ún var beðin um að gera ljósmynd til að auglýsa uppboð breska Rauða krossins á skartgripum, sem frægt fólk hafði gefið til styrktar börnum í Sómalíu. Naomi sat fyrir hjá Hugi'únu og tók ekki, fremur en aðrir sem lögðu málefninu lið, krónu fyrir viðvik- ið. Þær stöllur voru sammála um að með tiltæk- inu hefði Naomi fengið uppreisn æru. átt fíórar forsíður á bresku út- gáfu tímaritsins Marie Claire og þegar er búið að biðja hana að taka myndir fyrir júní- og júlí-tölublöðin. OFURPYRIRSÆTAN Linda Evangelista neitaði að sitja fyrir á forsíðu- mynd spænska tímaritsins Woman nema Hugrún tæki myndina. Næg verkefní framundan Myndband fyrir konur Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Hugrún haft fleiri járn í eldinum en tískuljósmyndun. Hún samdi handrit og er jafnframt leikstjóri 57 mín- útna myndbands, sem ber heitið Another beautiful day and another day to be beautiful, og væntanlegt er á markað í september. „Mynd- bandið, sem einnig verður gefið út á tölvugeisla- diski, verður sýnt á ýmsum sjónvarpsstöðvum og jafnframt sett í sölu. í rauninni er þetta kennslumynd fyrir konur á öllum aldri. Cindy Crawford sýnir líkamsæfingar og Karen Mulder gefur hagnýtar ráðleggingar um hvernig klæðn- aður hæfir mismunandi vaxtarlagi, húðumhirðu, mataræði, hvernig hægt er að gera fatainnkaup og fylgja tískunni fyrir lítinn pening og síðast en ekki síst er ljóstrað upp um ýmis brögð, sem konur geta beitt til að ganga í augun á körlum. “ Hugrún ætlar ekki að láta staðar numið. Hún segir að í bígerð sé að hún verði handritshöfund- ur, leikstjóri og framleiðandi að kvikmynd i fullri lengd. Um efni hennar vill hún ekkert segja því samningar eru enn á viðkvæmu stig. Hún vonar þó að hugmyndin sé engri lík, mynd- in eigi eftir að slá í gegn og gefa mikið af sér. Hugrún segir að það þyki jafnmikil vegsemd fyrir fyrir- sætu og ljósmyndara að komast á forsíður slíkra tímarita og sé báðum ævinlega til framdrátt- Á íslandi eru frábær skilyrði tll myndatöku Ef allt gengur eftir varðandi fyrirhugaða kvikmynd ætiar Hugrún að láta gamlan draum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.