Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 B 5 DAGLEGT LÍF Hilmar Þúsund þjala smiður í Hollywood, sem býr til listaverk úr öllu , mögulegu, og hefur atvinnu af innanhússhönnun og híbýlaprýði af ýmsu tagi. ÞEGAR Hilmar ákvað að flytjast frá Lond- on til Kaliforníu árið 1989 hafði hann starfað í hringiðu tískunnar í áratug og langaði að breyta til. Hann hafði frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á ljósmyndun og lengst af starfað sem aðstoðarmaður tískuljós- myndara og sjálfstæður tískuljósmyndari. „Ég var smápatti þegar móðurafi minn, Karl Jóhann Norman, gaf mér fyrstu myndavélina mína. Þótt afi væri húsamálari var hann alltaf að taka myndir af öllu mögulegu í frístundum sínum. Við Hugrún erum sammála um að hann hafi verið mikill listamaður. Hann var þó ekk- ert að flíka verkum sínum og fæst þeirra hafa komið fyrir almenningssjónir." Þótt Hilmar fýsti að snúa sér að annarri list- sköpun en ljósmyndun og hefði margar hug- myndir um hvernig hann gæti skapað sér at- vinnu við gerð listmuna af ýmsu tagi, átti enn um sinn fyrir honum að liggja að vinna með fyrirsætum. Eftir á að hyggja segir hann það hafa verið hið besta mál enda varð starfið til þess að hann kynntist eiginkonu sinni, Jónínu Hafliðadóttur, sem þá var við nám í tísku- og markaðsfræðum. „Ég fékk strax vinnu sem bókari fyrirsætna hjá umboðsskrifstofunni L.A. Models og starf- aði svolítið með Hönnu Maju, förðunarmeistara, sem kynnti mig fyrir Jónínu, bestu vinkonu sinni. Ari síðar gengum við í hjónaband í Dóm- kirkjunni í Reykjavík.“ Lifir af iistinni Morgunblaðið/Jón Svavarsson SYSTKININ Hilmar og Hugrún á íslandi. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Hugrún hefur setið fyrir á mynd. MÓÐURAFINN, Karl Jóhann Norman, tók þessa mynd af tvíburasystrunum Hugrúnu og Eyrúnu heitinni, og móður þeirra, ömmu og frænku í bakgrunni, á Santa Monica Beach 1965. Hugrún og Hilmar segja myndina eina af mörgum, sem sýni glögglega listræna hæfileika afa þeirra. rætast og kaupa um 200 hektara Iands á ís- landi. Hugmyndir hennar um nýtingu þess eru nokkuð stórhuga og nýstárlegar því á jörðinni hyggst hún m.a. reisa kvikmyndaver, hafa opið svæði þar sem börn geta leikið sér innan um ijölda dýra. „Mig langar til að búa á íslandi hluta ársins. Hér er stórfengleg náttúrufegurð og hér finn ég fyrir forfeðrum mínum sem þraukuðu við óblíð skilyrði mann fram af manni og lögðu grunninn fyrir okkur afkomendurna. Veðráttan skiptir mig engu- máli, mér finnst rigningin og rokið yndislegt, og hér eru frábær skilyrði til myndatöku." Aðspurð segist Hugrún hafa fleiri áform á prjónunum. Hvenær hún láti af þeim verða og hvernig framkvæmdin yrði segir hún að tíminn verði að leiða í ljós. Á næstunni langar hana þó að frámleiða kvikmynd fyrir íslenska sjónvarpsstöð. „Ég er með hugmyndina næstum fullmótaða í koll- inum. íslendingar fylgjast öðrum þjóð- um betur með tískunni og því finnst mér tilvalið að gera tískuþátt, sem höfð- ar til allra aldurshópa. Einnig langar mig einhvern tíma að framleiða teikni- mynd um börn og fyrir börn um allan heim. Ég elska börn og mig langar til að færa börn allra þjóða saman, sýna hversu lík þau eru þótt þau búi við ólík skilyrði og í ólíkum löndum. Hugmyndin er að listamennirnir sjálfir séu foreldrar, hver frá sínu landinu, sem lýsi barnsins _ síns. í framtíð- inni lang- ar mig að setja á lagg- irnar alþjóð- lega stofnun til styrktar fólki með list- ræna hæfileika eða sérgáfu af einhveiju tagi.“ Hugrún segir velgengni sína fyrst og fremst helgast af því að hún hafi trú á lífinu, sjálfri sér og góðvild annarra. „Allir fæðast með einhverja sérgáfu. Sumir fá aldrei tækifæri til hlúa að hæfileikum sínum og miðla þeim til annarra. Ég veit á hvaða sviði hæfi- leikar mínir njóta sín best og ég vil deila þeim með öðrum, öðruvísi fæ ég ekki uppskorið árangur erfiðis- ins,“ segir Hugrún og er ákveðin í að hafa miðstöð athafnasemi sinnar á íslandi. Þau hjónin búa í Hollywood og gera það bara gott eins og Hilmar -segir. Þótt á brattan hafi verið að sækja ákvað hann að hætta sem bókari og freista þess að lifa af listinni. Hann lét gamlan draum rætast og kom sér upp stórri vinnustofu þar sem hann smíðar listmuni af ýmsu tagi. Gestir og gangandi geta keypt mun- ina, auk þess sem hann smíðar eftir pöntunum. „Vinnan hjá pabba og afa á unglingsárunum hefur líka komið mér til góða, því hjá þeim lærði ég að mynsturmála hús að utan sem inn- an með sérstakri áferð. Smám saman hefur fólk farið að leita til mín varðandi ýmis konar skreytingar til híbýlaprýði. Núna felst starf mitt að miklu leyti í að gefa ráðleggingar um innanhússhönnun." Hilmar segist aldrei hafa verið beðinn um prófskírteini til staðfestingar á hæfni sinni og kunnáttu. „Hér lætur fólk verkin tala. Mér virð- ist íslendingar leggja óskaplega mikið upp úr að þeir sem vinna við iðngreinar hafi réttindi og séu í stéttarfélögum. Ég hef hvergi annars staðar í heiminum verið spurður eins mikið út í slíkt og fólk verður alveg undrandi að ég skuli geta dregið fram lífið, sjálflærður, sjálfstætt stayfandi og án þess að vera í stéttarfélagi." í vinnustofu sinni unir Hilmar sér best. Hann smíðar úr alls konar hráefnum, m.a. járni, gleri og viði, og segist nýta ýmsa hlutj í verk sín, sem flestir væru löngu farnir með á haugana. „Hugmyndirnar eru óþijótandi og næg verkefiri framundan, enda er ríka fólkið í Hollywood ginn- keypt fyrir nýjungum og alltaf að breyta híbýl- um sínum.“ Verslun með Lindu Evangelista Linda Evangelista og sambýlismaður hennar, kvikmyndaleikarinn Kyle McLachlan, eru ein þeirra sem hrifust af verkum Hilmars. Nú eru í bígerð að Linda verði meðeigandi Hilmars, að jöfnum hluta, að listaverkaverslun sem Hilmar hyggst setja á laggirnar i Hollywood og ann- arri sem verður í New York. Hilmar hlakkar mikið til og segir að vitaskuld komi nafn Lindu verslununum til góða. Hann býst líka við góðri auglýsingu á næstunni í bandaríska Vogue, því nýverið var ljósmyndarinn Bruce Webber að mynda heimili Lindu fyrir tímaritið og lét ekki hjá líða að ljósmynda gripi Hilmars. Hugrún segir að Hilmar sé þúsund þjala smiður og listin sé honum köllun og ástríða í senn. Hilmar dregur svolítið í land, en segist varla geta hugsað sér að fást við annað en það sem hann er að gera núna. ValgerðurÞ. Jónsdóttir Nokkur verko Hilmars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.