Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 3
-r MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR3. MAÍ1996 C 3 IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR / NBA Morgunblaðið/Bjarni ins á Akranesi áttu ekki í miklum erfiðleikum með Leiftur, 6:2. Ólafur síðasta mark Skagamanna með góðu skoti. sr :bro, i í r or- tta- r not- Jikj- r gur lark ). Eiður Smári með í Dublin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék sinn fyrsta landsleik í Eistalndi á dögunum, er leikmaður með ung- lingalandsliðinu, skipuðu leikmönn- um 18 ára og yngri, sem leikur fyrri leik sinn gegn írum í Evrópukeppn- inni í Dublin á þriðjudaginn. Sigur- vegarinn úr viðureignunum kemst í úrslitakeppnina. Guðni Kjartansson, þjálfari, hefur valið liðið, sem er þannig skipað: Ólafur Þór Gunnars- son, IR, og Tómas Ingason, Val, markverðir, ívar Ingimundarson, Val, Rúnar Ásgeirsson, Valur Fann- ar Gíslason, Þorbjörn Atli Sveinsson qg Sigurður Elí Haraldsson, Fram, Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson, KR, Ásgeir Ásgeirsson, Fylki, Heiðar Sigurjónsson, Þrótti R., Arnar Viðarsson, FH, Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík, Arn- grímur Arnarson, Völsungi, Njörður Steinarsson, Selfossi og Eiður Smári Guðjohnsen, PSV Eindhoyen. KORFUKNATTLEIKUR Jordan og félagar fóru auðveldlega yfir fyrstu hindrun MICHAEL Jordan og félagar í liði Chicago Bulls komust auð- veldlega yfir fyrstu hindrunina á leið að markmiði sínu, sem flestir eru farnir að telja að þeir nái -að endurheimta NBA- meistaratitilinn. Chicago sigr- aði Miami Heat í þriðja leiknum í röð í fyrrinótt og New York Knicks afgreiddi Cleveland Cavaliers á sama hátt, þannig að Chicago glímir við Patrick Ewing og samherja hans í New York íannarri umferð úrslita- keppni Austurdeildar. Liðin mætast fyrsta sinni á sunnu- dag. Meistarar Austurdeildar í fyrra, Orlando, eru einnig komnir áfram; slógu Detroit út á miðvikudag. Chicago sigraði 112:91 í síðasta leiknum í Miami. Jordan gerði 26 stig þó svo hann léki aðeins í fyrstu þremur leikhlutunum. Hann hvíldi sig allan síðasta fjórðunginn vegna meiðsla í baki sem hann hlaut í öðrum leik liðanna, og kvaðst ánægður með að hafa lokið fyrstu umferðinni svo snemma, til að hafa þrjá daga til að jafna sig almenni- lega áður en baráttan gegn New York hefst. Scottie Pippen lék einn- ig mjög vel fyrir Chicago og varð fyrstur til að ná þrennunni eftir- sóttu í úrslitakeppninni að þessu sinni - gerði 22 stig, tók 18 frá- köst og átti 10 stoðsendingar. Sigur Chicago var auðveldur, lið- ið gerði 15 stig gegn 4 um tíma í fyrsta fjórðungi, staðan að honum loknum var 37:23 og í leikhléi stóð 62:44. Alonzo Mourning var stiga- hæstur hjá Miami með 30, en liðið átti ekki möguleika. Munurinn var minnstur 15 stig í seinni hálfleikn- um. New York sigraði Cleveland 81:76 eftir að hafa verið 19 stigum yfir á tímabili, 44:25, skömmu fyrir leikhlé og munurinn var 18 stig í hálfleik. Heimaliðið lék síðan afleit- lega framan af seinni hálfleik og gestirnir náðu að jafna, 70:70. En lengra komust þeir ekki og heima- menn fögnuðu í lokin. John Starks gerði 22 stig fyrir Knicks og Patrick Ewing 16 en hjá Cleveland gerði Terrell Brandon 19 og Dan Majerle 16. Þetta er þriðja árið í röð sem liðið er slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tveir fyrstu leikirnii' voru á heimavelli Cleveland en það dugði skammt. „Þar sem við byrjuðum heima og hefðum fengið oddaleikinn á heimavelli var reiknað með að við sigruðum í það minnstá í tveimur leikjum - en myndum ekki tapa svona," sagði Dan Majerle, leikmað- ur Cleveland. „Við reiknuðum með að komast áfram, en náðum einfald- lega ekki einum góðum leik," sagði hann. Jafnara í Vesturdeild I Vesturdeild tryggði Portland sér aukaleik á sunnudag í Utah gegn Jazz, með því að sigra í fjórða leikn- um á heimavelli 98:90. Arvydas Sabonis gerði 25 stig fyrir Portland og tók 13 fráköst. Jeff Hornacek gerði 30 stig fyrir Utah en Karl Malone - sem hafði gert 98 stig í fyrstu þremur leikjunum - skoraði aðeins 15 og John Stockton 11. San Antonio Spurs tókst ekki að ljúka ætlunarverkinu með því að slá Phoenix Suns út er liðin mættust þriðja sinni í fyrrinótt. Charles Barkley og félagar í Phoenix sigr- uðu þá á heimavelli, 94:93, og eygja' því enn yon um að komast áfram. Spurs er hins vegar yfir 2:1 og mun sigurstranglegra. Barkley gerði 25 stig og tók 13 fráköst, en hann skoraði hvorki í fyrsta né fjórða leik- hluta. Wesley Person gerði 23 stig og tók 9 fráköst. Hjá Spurs var David Robinson stigahæstur með 22 og Sean Elliott gerði 20 stig. Sigur á bláþræði Sigur Orlando á Detroit á útivelli á miðvikudag, 101:98, hékk á blá- þræði og vafasöm karfa í lokin skipti sköpum. Orlando var yfir 97:95 og fékk boltann er 36 sek. voru eftir. Liðið hélt boltanum þar til Penny Hardaway reyndi þriggja stiga skot í þann mund er tíminn leið, sem þeir höfðu áður en skot varð að ríða af; Hardaway hitti ekki - ekki einu sinni hringinn að því er virtist og þegar svo er á að dæma hinu liðinu boltann. Leikmenn börðust undir körfunni og endaði slagurinn með því að Horace Grant blakaði boltan- Ásgeir Logi Pt Þín spá 2 1 1 1 2 2 1 1 X 2 X 1 1 X X 2 1 1 1 2 1 1 1 1 1 1 X X X 2 2 1 1 X X X X 2 2 2 2 1 1 1 1 X X X 2 2 11 10 9 15 9 15 226 212 225 9,0 8,4 9,0 Bayless með þrenn verðlaun ÞEGAR körfuknattleiksmenn héldu lokahóf sitt á þriðjudagskvöldið, voru margar verðlaunir veittar eins og kom fram hér á síðunni á miðviku- _ daginn. Verðlaun voru einnig veitt þeim einstaklingum sem náðu best- um árangri samkvæmt tölfræðinni sem haldin er um leiki deildanna. Roland Bayless hjá Val var stiga- hæstur, var með bestu vítanýtinguna og náði boltanum oftast af mótherj- um síiium. Nýliði ársins, Bjarni Magnússon úr IA, nýtti þriggja stiga skotin best. Jón Arnar Ingvarsson úr Haukum átti flestar stoðsendingar vetrarins. John Rhodes úr ÍR tók flest fráköst og Milton Bell hjá í A varði flest skot. Penny Peppas hjá Grindavík varð stigahæst í kvennadeildinni, Audrey Codner hjá Tindastóli tók flest frá- köst. Betsy Harris úr Breiðabliki nýtti vítaskotin best allra. Björg Hafsteinsdóttir úr Keflavík nýtti hins vegar þriggja stiga skotin best og Signý Hermannsdóttir úr Val varði flest skot í deildinni. Linda Stefánsdóttir úr ÍR náði boltanum oftast af mótherjum sínum og hún átti einnig flestar stoðsend- ingarnar í vetur. um í körfuna. Staðan var því orðin . 99:95. „Boltinn fór í hringinn, þess vegna náði ég ekki að grípa hann," sagði Shaquille O'Neal, miðhetji Orlando. „Kannski hefur hann bara snert eina skrúfu, eitthvað var það." Brian Hill, þjálfari Orlando, var reyndar á öðru máli: „Hann hitti ekki hringinn heldur fór boltinn af Shaq í hringinn. Horace náði honum síðan og skoraði," sagði þjálfarinn og viðurkenndi að Detroit hefði átt að fá boltann. Dómararnir dæmdu hann reyndar fyrst af Orlando en breyttu þeirri ákvörðun og úrskurð- uðu körfuna gilda. Allan Houston gerði þriggja stiga körfu fyrir Detroit (99:98) er átta - sekúndur voru eftir, Anderson svar- aði með tveimur vítaskotum hinum megin og tvö þriggja stiga skot fóru forgörðum hjá Detroit í lokin. Anfernee Hardaway gerði 24 stig í leiknum, Nick Anderson 22 og Grant 16. Hjá Detroit gerði Allan Houston 33 stig, sem er meira en hann hafði áður gert í leik í úrslita- keppni og Grant Hill gerði 17. Hakeem Olajuwon gerði 30 stig er meistarar Houston sigruðu Los Angeles Lakers 104:98 á heima-. velli. Clyde Drexler gerði 16 stig, átti 11 stoðsendingar og tók 7 frá- köst. Leikurinn var jafn en í síðasta leikhluta skiptu heimamenn um gír, gerðu 15 stig gegn 3 á kafla og Lakers skoraði ekki í tpælega sex og hálfa mínútu. „Magic" Johnson, sem gerði 26 stig í sigri Lakers í öðrum leiknum, gerði aðeins 7 stig að þessu sinni, en tók reyndar 13 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Leikmenn Houston höfðu sérstakar gætur á Johnson og sú varnaraðferð gekk upp. Varamenn Seattle voru í aðalhlut- verkunum er liðið sigraði Sacra- mento á útivelli, 96:89. Shawn Kemp náði sér ekki á strik, lenti snemma í villuvandræðum og gerði aðeins 7 stig og tók 9 fráköst. Sam Perkins kom af varamannabekknum og gerði 17 stig og annar varamaður, Frank Brickowski, gerði 12 stig á 17 mín. Seattle var 8 stigum undir er 6 mín. voru eftir en sneri leiknum sér í hag. Þess má geta að varamenn Seattle skoruðu 42 stig í leiknum en varamenn heimaliðsins aðeins 14. GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF OPNA ENDURVINNSLUMÓTID í golfi verður haldið á Strandarvelli laugardaginn 4. maí. Leikinn verður 18 holu höggleikur, með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 08.00. Skráning rástíma hjá Golfklúbbi Hellu í síma 487 8208. GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.