Morgunblaðið - 03.05.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.05.1996, Qupperneq 4
ímm ptoír$M»M«í»tS> Dahlin í átta leikja bann SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspymu Martin Dahlin, sem leikur með Mönc- hengladbach í Þýskalandi, var í gær dæmdur í átta leikja bann fyrir að hafa gefið mót- herja sínum, Axel Roos i\já Kaiserslautern, olnbogaskot í andlitið. „Gladbach“ á aðeins þrjá leiki eftiur í ár, þannig að Dahlin getur ekki tekið út allt bannið, ef hann fer til ítal- íu. ÍÞRÚmR FOLK KORFUKIMATTLEIKUR / VIÐURKENNINGAR Best og efnilegust Morgunblaöio/Jón bvavarsson TEITUR Orlygsson úr Njarðvík og Anna María Svelnsdóttir úr Keflavík voru kjörin bestu leikmenn Islandsmótsins í körfuknatt- lelk, en kjörinu var lýst í lokahófi körfuknattleiksmanna á Hótel Sögu ð þriðjudagskvöldið. Á myndinni eru Anna María og Telt- ur með knettlna sem fylgja nafnbótinni besti leikmaður deildarinnar. Skagamennlrnir Bjarnl Magnússon, lengst til vinstri, og Sóley Sigurþórsdóttir, lengst til hægri, voru valin bestu nýliðarnir í deildunum. KNATTSPYRNA Bæjarar eygja fyrsta Evróputitilinn í 20 ár Reuter FRANZ Beckenbauer, forseti Bayern Miinchen, stjórnaði lið- Inu gegn Bordeaux og nærvera hans hafðl grelnilega góð áhrif á leikmennina - þelr voru mun ákveðnari en undanfarið. Sigrún og Kristín með heimsmet SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir setti heimsmet í 100 metra bringusundi þroskaheftra á opna hollenska meistaramót- inu i sundi sem fram fór um sl. helgi. Hún synti á 1.28,75 min. Kristín R. Hákonardóttir setti heimsmet í 200 m fjór- sundi í flokki hreyfihamlaðra, SM7, á sama móti og synti á 3.28,21 mín. Anna R. Kristjánsdóttir, sundfélaginu Óðni á Akureyri, synti 100 m bringusund á 2.10,19 mín, sem er innan við lágmark fyrir Ólympíumótið í Atlanta í sumar. Martha í 8. sæti MARTHA Ernstdóttir úr ÍR hafnaði í 8. sæti í Rotterdam- maraþoninu sem fram fór um sl. helgi. Hún hjjóp á 2.38,05 mínútum sem er besti tími sem íslensk kona hefur náð i mara- þonhlaupi. Tími hennar er 12 mínútum betri en lágmark Al- þjóða frjálsiþróttasambandsins til þátttöku í Atlanta en um tveimur minútumfrá lágmarki Ólympiunefndar íslands. Sigurvegari í kvennaflokki var Lieve Siegers frá Belgiu sem hljóp á 2.28,06 mín. Bel- aney Deusimo frá Eþiópiu sigr- aði i fjórða sinn i karlaflokki á 2.10,30 minútum og Daisuke Toikunaga frá Japan varð ann- ar. FRANZ „keisari" Beckenbauer stýrði liði Bayern Miinchen til sigurs i fyrsta leiknum eftir að hann tók við af Otto Rehhagel, sem hann vék úr starf i - í fyrri úrslitaleik Evrópukeppni félags- liða (UEFA-keppninnar) á mið- vikudagskvöld. Þjóðverjarnir lögðu franska liðið Bordeaux 2:0 á heimavelli og stefna ótrauðir að fyrsta Evróputitli félagsins í 20 ár - sá síðasti vannst er liðið sigraði í Evrópukeppni meist- araliða 1976, þá þriðja árið í röð. Nærvera Beckenbauers - sem stóð við hlið varamannabekkj- anna allan tímann eins og hann er vanur - hafði greinilega mjög góð áhrif á leikmenn Bayern. Hann vildi sjálfur ekki gera mikið úr þessu, en leikmenn liðsins voru mun einbeittari og ákveðnari en þeir hafa verið upp á síðkastið. Bayern sótti mun meira fyrsta hálftímann en leikmenn liðsins héldu ró sinni þó þeim tækist ekki að bijóta niður vel skipulagða vörn gestanna. Lítið var um færi en síðan lifnaði aldeilis yfir leiknum síðasta stundar- fjórðunginn. Litlu munaði að Borde- aux skoraði á 34. mín. er framheij- inn Didier Tholot komst einn i gegn- um vörn Bayern; hann Jék alla leið frá miðlínu inn á vítateig en Oliver Kahn, markvörður Bayern, bjargaði snilldarlega. Strax í næstu sókn náðu heimamenn hins vegar forystunni. Lothar fyrirliði Mattháus tók hom- spyrnu frá hægri og varnaijaxlinn Thomas Helmer skallaði kröftuglega í netið. Bordeaux lagði alla áherslu á varnarleik framan af en eftir markið sýndu leikmenn liðsins hvað í þeim býr og skömmu fyrir leikhlé varði Kahn mjög vel þrumuskot af stuttu færi. Kahn kom líka nokkram sinnum til bjargar í upphafi seinni hálfleiks- ins er Frakkarnir lögðust í sókn. Eftir klukkustundar leik gerði Me- hmet Scholl hins vegar út um ieikinn - lék glæsilega á þijá varnarmenn við vítateigshornið hægra megin og skoraði í fjærhornið. Bayern var nálægt því að mæta við mörkum, Gaetan Huard mark- vörður Bordeaux varði af snilld frá Scholl, Jurgen Klinsmann skallaði hárfínt framhjá og þrumaði síðan yfir af stuttu færi á lokasekúndunum eftir að Huard hafði enn einu sinni varið glæsilega. Þrátt fyrir sigur í þessari fyrri orrastu sagði Beckenbauer langan veg' frá því að Bayern gæti farið að fagna sigri í stríðinu gegn Bordeaux. Franska liðið tapaði einmitt 2:0 á útivelli gegn ekki ómerkara liði en AC Milan í undanúrslitum en sigraði síðan 3:0 heima. „Þetta er alls ekki búið og löng leið að titlinum. Við verðum að leika jafn agað í Borde- aux ef við ætlum okkur að sigra.“ ■ TOMAS Brolin, sænski sóknar- maðurinn hjá Leeds, mun gangast undir smávægilega skurðaðgerð í Svíþjóð í vikunni og missir því af síðustu tveimur leikjum félagsins, gegn Tottenham og Coventry. Til stóð að hann færi í uppskurð eftir tímabilið en Howard Wilkinson ákvað að senda hann strax. ■ VERONA, sem hefur unnið sér sæti í 1. deildinni á ítaliu á nýjan leik, hefur gert tveggja ára samning við hollenska miðjumanninn Michel Ferrier sem leikið hefur með Vol- endam. Hugmyndin var að tilkynna þetta ekki fyrr en eftir að Verona hefði gulltryggt sér sæti í 1. deild- inni, en eftir að kynþáttahatarar gáfu til kynna um helgina að þeir kærðu sig ekkert um að félagði keypti hinn tvítuga Ferrier var því flýtt. Forráðamenn Verona segjast ekki ætla að láta örfáa kynþáttahat- ara ráðskast með félagið. ■ FAUSTINO Asprilla, kólomb- íski leikmaðurinn hjá Newcastle, ’ ' var í gær dæmdur í eins leiks bann og til að greiða eina milljón króna í sekt fyrir að lenda í útistöðum við Keith Curle hjá Manchester City í febrúar. Asprilla tekur út bannið á næstu leiktíð. ■ BRASILÍSKI framherjinn Beb- eto, sem leikið hefur með Deport- ivo Coruna á Spáni, hefur verið seldur til Flamengo í Brasilíu og þar mun hann leika við hlið Rom- arios. Brasilíska félagið greiðir sem nemur 170 milljónum króna fyrir kappann. Hann gekk til liðs við Coruna árið 1992 og stóð sig vel með liðinu þar til í vetur, þá hefur hann átt í vandræðum og sam- skiptaerfiðleikum við John Tosh- ack þjálfara. ■ CARLO Mazzone þjálfari Roma hefur verið dæmdur í eins leiks bann og 200 þúsund króna sekt fyrir að móðga dómara eftir leik við Juventus um síðustu helgi. Læknir liðsins var einnig settur í bann, en til enda tímabilsins. Atal- anta var einnig sektað vegna þess að áhorfendur hentu drasli inná völlinn þegar liðið tók á móti Lazio. Signori fékk pening í höfuðið og þarf félagið að greiða 2 milljónir króna vegna óláta áhorfenda. ■ AC Milan hefur ekki enn ráðið sér nýjan þjálfara en líklegasti eftir- maður Capellos er talinn vera Osc- ar Tabarez frá Uruguay. ■ TÓLF leikmenn voru bókaðir og einn rekinn af velli þegar Gremio hóf titilvörn sína í bikar- keppninni í Brasilíu. Liðið mætti Botafogo og skildu þau jöfn, 1:1, í grófum leik, sem virðist vera ein- kenni Gremio. Dómarinn hafði mikið að gera því hann dæmdi 58 aukaspyrnur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.