Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • JMí rjjuiiMabÍlCi Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 3. maí 1996 Blað D eignaríbúðir 4Imennt og félagslegt íbúðar- tiúsnæði er til umræðu í grein Magnúsar I. Erlingssonar. Vekur hann m.a. athygli á að íúlji eigandi félgslegrar aignaríbúðar selja hlut sinn þá g-ildi einatt um það mjög íþyngjandi reglur. / 4 ► in :un;»»ní»»- Landskrá fasteigna Landskrá fasteigna verður kynnt á fundi í Reykjavík næstkomandi þriðjudag en það eru samtök um samræmd land- fræðileg upplýsingakerfi sem standa fyrir honum. Fjallað verður um tölvuskráningu slíkra gagna. / 24 ► T Gerir upp kirkjur og smíðar hótel KARL Ragnarsson húsa- smíðameistari í Vík í Mýrdal hefur undan- farin misseri unnið mikið við endurbyggingu gamalla húsa og hefúr ekki síst tekið kirlq- ur til meðferðar. Nýlega lauk hann við endurbyggingu Skeiðflatarkirkju í Mýrdaln- um en hún fagnar brátt 100 ára afmæli sínu. Endursmiði er þó ekki eina verkið sem Karl hefur fengist við á síðustu árum því árið 1993 settist hann niður og teiknaði hótelbyggingu sem nú hefur risið í Vík. Þar í sveit höfðu menn lengi rætt nauðsyn þess að auka við hót- elrými og var gengið í að stofna hlutafélag, Móklett, um hótelbygginguna og stóðu að því bæði allmargir einstak- lingar og nokkur fyrirtæki. Auk þess að teikna samdi Karl kostnaðaráætlun uppá 33 milljónir sem sumum fannst tæplega raunhæf en hún stóðst og hótelreksturinn hefur gengið vel. Karl og Guðmundur Elíasson sem rek- ur bensín- og veitingasöluna Víkurskála fyrir Kaupfélag Árnesinga greina frá hótel- byggingunni en Karl segir auk þess frá endursmíði Skeiðflatarkirkju. / 16 ► Hröð fjölgun íbúa í Kópavogi næstu ár FJÖLGUN íbúaí Kópavogifermjög vaxandi um þessar mundir og er gert fyrir að hún verði á bilinu 500 til 1.000 íbúar á þessu og næsta ári. Síðustu árin hefur íbúafjölgun verið á bilinu 200 til 250 manns með stökk- um einstaka ár uppí 400 til 500. íbúa- fjöldinn er nú um 17.800 og er gert ráð fyrir að hann verði 32 til 35 þús- und manns þegar bærinn verður fullbyggður kringum árin 2020-30. Bæjaryfírvöld hafa skoðað fylgni milli íbúða sem fokheldar eru í árs- byrjun við fjölgun íbúa og gert ráð fyrir að um 2,8 íbúar fylgi hverri íbúð. Hefur sú viðmiðun staðist nokkum veginn. Árin 1980-86 var Ástúnshverfíð í byggingu og þá voru fullgerðar kringum 100 íbúðir árlega, sum árin nokkru færri og fjölgaði íbúum þá um 200 og fór nið- ur í innan við 100 íbúa fjölgun árin 1985 og 1986. Næstu fimm ár eru Suðurhlíðar í byggingu og síðan Kópavogsdalur og Nónhæð. Þá eru fullgerðar kringum 200 íbúðir á ári og íbúafjölgunin er á bilinu 300 til 400 en mjög rokkandi. Síðustu árin hafa Lindir I verið byggðar, Lindir II eru í undirbún- ingi og Lindir III taka síðan við og þar á eftir byggðin í eystri hluta Fífuhvammslands sem verður orð- iö fullbyggt árið 2012 samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Síðasta íbúðahverfíð sem Kópavogur hef- ur yfir að ráða verður svo Vatns- endi en þar er gert ráð fyrir um fímm þúsund manna byggð að sögn Birgis H. Sigurðssonar skipulags- stjóra. Sagði hann þessar sveiflur ráðast af framboði lóða, ástandi í efnahags- og lánamálum og þegar lítið hefði verið byggt eins og und- anfarin ár kæmi að því að stíflan brysti og með því mætti að nokkru skýra mikla fjölgun þessi árin. í vikunni héldu bæjaryfirvöld árleg- an fund sinn með byggingaverk- tökum og fasteignasölum til að kynna þeim hvað framundan er og heyra viðbrögð og skiptast á skoð- unum um þróun íbúðabyggðar á næstunni. Fjölgun íbúa og íbúðabyggingar í Kópavogi i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i—i-—i—i— o 1981 ’84 '86 '88 ’90 ’92 '94 ’96 ’98 2000 Sendu inn umsókn eóa fáðu nánari upplýsingar hjáróðgjöjum Skandia Skandia I G N A L A N S K A N Skandia býöur þér sveigjanleg lánskjör ef þú þarft að skuldbreyta eða stœkka við þig Dœnii um mánaðariegar afborganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fcxtir(%) 10 ár 15 ár 25 ór 7,0 11.600 9.000 7.100 Fyrir hverja eru Fasteignalán Þá sem eiga lítið veðsettar, Skandia? auðseljanlegar eignir, en vilja lán lasteignalán Skandia eru fyriralla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem em til annarra fjárfestinga. að kaupa sér fasteign og: Kostir Fasteignalána Skandia Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki Lánstími allt að 25 ár. nægilega hátt lán í húsbréfakejrfínu. Hagstæð vaxtakjör. Þá sem vilja breyta óhagstafðum cldri eða styttri lánum. | Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. 7,5 8,0 11.900 9.300 7.400 12.100 9.500 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF., LAUGAVEGI 170, 105 REYKJAVÍK, SÍtVII 56 1 S 700, FAX 55 26 177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.