Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 16
16 D' FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYND hefur verið sett fram um stækkun á Hótel Vík. Nær er núverandi hótel á einni hæð en tveggja hæða bygging á bakvið yrði tengd eldra húsinu með tengibyggingu. Nú hefur Karl hins vegar uppi hugmynd um að lengja húsið frekar en að reisa nýja byggingu. Endurbyggir gömul hús og reisti nýtt hótel undir kostnaðaráætlun SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdalnum var vígð á ný eftir gagngera endur- byggingu sem fram hef- ur farið á kirkjunni innan sem utan dyra á síðustu þremur árum. Karl Ragnarsson húsasmíðameistari í Vík í Mýrdal hefur séð um endur- bygginguna innan stokks en eftir Karl liggja fleiri verk á því sviði og má segja að hann hafi að nokkru sérhæft sig í lagfæringu og endurgerð gamalla húsa. Má næstum segja að hann gangi svo langt að hann „smíði fomminjar" en þessar vikumar vinnur hann með Þórði safnverði Tómassyni að Skógum að því að innrétta kirkju sem á m.a. að hýsa ýmsa gamla muni sem Þórður hefur dregið að Byggðasafninu. En Karl smíðar líka ýmislegt annað því hann var einn fmmkvöðla að nýrri hótel- byggingu í Vík fýrir tveimur ámm. Teiknaði hann húsið, samdi kostn- aðaráætlun og stjómaði bygginga- framkvæmdum. Stóðst verkið Husasmíðameistarinn og hagleiksmaðurinn Kari Ragnarsson í Vík hefur á síðustu árum unnið við lagfæringar á gömlum húsum. Síðasta verkið á því sviði var Skeið- flatarkirkja og ræddi Jóhannes Tómasson við hann um það verk. Karl teiknaði einnig o g byggði Hótel Vík og kom því upp á lægra verði en kostnaðaráætlun sem var þó jafnvel talin of lág. áætlun og var raunar afgangur af framkvæmdafé og tekjuafgangur af rekstri hótelsins fyrsta starfsár- ið. Skeiðflatarkirkja var vígð alda- mótaárið og var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum kirkjusmiðurinn en sonur hans, Guðjón, varð síðar húsameistari ríkisins. Kirkjan stendur við bæinn Litla-Hvamm en næsti bær í vestur er Skeiðflöt. -Þetta er timburkirkja sem var reist hér eftir að kirkjan á Dyrhól- um fauk í óveðri, segir Karl Ragn- BRYNJOLFUR JONSSON Fasteignasala ehf, Barónsstíg 5,101 Rvk. Jón Ól. Þórðarson, hdl., lögg. fasteignasali Fax 552-6726 ✓ SIMI511-1555 EYJABAKKI 4ra herb. útsýnisíb. á 3. hæð. Parket á stofu og gangi. Verð 6,2 millj. Hagst. lán 2,3 millj. 3ja herb. FURUGRUND Mjög falleg íb. á 2. hæð i miklu fjölb. Parket. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Laus strax. Opið kl. 9-12.30 og 14-18. Laugardaga kl. 10-14. Kaupendur athugið Höfum fjölda góðra eigna á sölu- skrá sem ekki eru auglýstar Einbýli - raðhús GRETTISGATA Ca 110 fm einbhús á einni hæð f mjög góðu ástandi. Verð 9,9 millj. Áhv. byggsj. 3,4 millj. RAUÐALÆKUR - 2 ÍB. 180 fm parhús ásamt bílsk. Skipti á minna. 5 svefnherb. Verð 13,5 millj. VÍKU R BAKKKI Gott raðhús með bílsk. ca 180 fm + ca 40 fm kj. 5 svefnh. Verð 12,2 millj. Hæðir BREIÐAS - GBÆ Mjög góð ca 120 fm neðri sérh. I tvíb. Bílsk. m. gryfju. Verð 9,5 millj. Áhv. 5,8 millj. LAUGARNESVEGUR Mikið endurn. ca 75 fm jarph. Sérinng. Bíl- skrétfur. Verð 6,5 millj. VIÐ BARÓNSSTÍG Falleg endurbyggð rislb. Gott útsýni. Verð 6,2 millj. Ahv. 3,0 millj. AKURGERÐI Mjög faileg hæð/parh., nýtt eldh. Bílskrétt- ur. Verð 9,7 millj. LAUGARNESVEGUR Mikið endurn. cfa 130 fm efri sérh. ásamt 50 fm bilsk. Fallegt útsýni. SLÉTTURIMI Sem ný ca 90 fm glæsiíb. á 1. hæð. Verð 7,6 millj. Áhv. 2,5 millj. VIÐ LANDSPÍTALANN Mjög falleg ca 80 fm íb. á 2. hæð í tvíb. Verð 6,5 millj. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Atvinnuhúsnæði ÞINGASEL - 2 IB. Glæsil. einbhús á tveimur hæðum. 5 svefnh. 60 fm bílskúr. Skipti á minna SKÓGARLUNDUR GBÆ Glæsil. ca 150 fm hlaðið einbhús. Bílsk. Sólverönd. Garðskáli. Verð 12,9 millj. VÍÐIHVAMMUR - KÓP .Mjög góð efri sérh. (tvlb. 4 svefnh. Bílsk. Verð 10,9 millj. Áhv. 5,3 millj. 4ra herb. og stærrí VESTAST í VESTURBÆ Sem ný ca 175 fm útsýnisíb. Verð 10,9 millj. Hagst. lán 5,5 millj. VANTAR CA 300 FM Hef traustan kaupanda að ca 300 fm iðnhúsn. í Rvík eða Kóp. Góð aðkoma og góðar innkdyr skilyrði. Seljendur athugið Vegna mikillar sölu vantar góðar eignir á söluskrá nú þegar. arsson í samtali við Morgunblaðið. Um það leyti var einnig ákveðið að kirkjan að Skeiðflöt skyldi koma i stað kirkju í Sólheimum þegar hún var aflögð. Endurbyggð á fjórum árum -Hér var allt mjög illa farið, segir Karl ennfremur, -húsið var óeinangrað, hér blés vindur gegn- um allt og hafði hún ekki verið máluð að innan frá því 1939 og fengið lítið viðhald síðustu áratug- ina. En sóknamefndin ákvað fyrir fáum árum að ráðast í það mikla verk að endurbyggja kirkjuna og var bytjað á því að utan. Bárujám- ið var rifið frá, einangrað með steinull, klætt nýju timbri og síðan með nýju bárujárni. Þannig var tekin fyrir ein hlið á ári og síðasta haust var síðan komið að innviðun- um. Gluggar höfðu verið „augnst- ungnir", þ.e. settar heilar rúður í stað þeirra sex rúða sem voru í hveijum glugga og sagði Karl að strax hefði verið ákveðið að færa allt til upprunalegs horfs í kirkj- unni. -Það á sem sagt við um gluggana og smíðaði ég þá alla, hurðimar voru endumýjaðar og hafðar með upphaflegu útliti en við náðum hins vegar að breikka þær ofurlítið því það var nokkrum vandkvæðum bundið að koma lík- kistu út svo vel væri. Skírnarfontur þarfnaðist verulegrar lagfæringar og ekki síður sálmataflan sem er eins konar skápur. Framhlið hans er úr tekki en ekki var þörf á að nota góðvið í innra byrði skápsins. Þá endurnýjaði Karl alla kirkju- bekkina og hafði þá með sama sniði en leyfði sér tvær breytingar: -Ég hef örlítinn halla á bakinu og síðan er setan klædd þannig að nú er þokkalegt að sitja á þessum bekkjum. Það sofnar enginn á þessum bekkjum þótt þeir séu orðnir örlítið þægilegri en ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hveiju þeir voru alltaf smíðaðir í þessum stíl. Þá em rósettur á endum bekkj- anna. Panill í klæðningunni að inn- an var allur festur á ný, pússaður og skrúbbaður, bæði í lofti og veggjum og var mjög lítið sem þurfti að endumýja af honum. Var það helst á söngloftinu, aftan við orgelið en annars var öll klæðning- in í nokkuð góðu standi. Glannaleg litasamsetning Að lokum var allt málað á ný og segir Karl að einnig þar hafí verið notaðir upprunarlegir litir að mestu. -Litasamsetning kirkjunnar var dálítið glannaleg í upphafi en nú er hún með ljósum veggjum og loftið er blátt og gylltar stjömur málaðar á kirkjuloftið eins og rajög algengt er í þessum eldri kirkjum. Ég kannaði mjög vel málningar- leifar á hveijum einstökum hluta kirkjunnar og studdist líka við ljós- mynd frá árinu 1920. Síðan er bóndinn hér í Litla-Hvammi fjöl- fróður og mikill grúskari og safn- ari og hefur hjálpað mikið í þessum efnum. Hann hefur líka gaukað ýmsum munum að safninu að Skógum. Þá segir Karl að oft megi sjá áletranir á gömlu handverki í gömlu kirkjunum þannig að rekja má hver. eða hveijir hafí verið þar að verki. Við endurnýjun skírnar- fontsins ákvað hann að skrifa áletrun sína á viðinn að innanverðu og þar setti hann líka helstu upp- lýsingar um verkið þannig að þeir sem síðar kunna að vinna verk sem þetta geta séð hvað gert var. Kirkj- an er laus á grunninum og því segir Karl að vel lofti um hana en nauðsynlegt er að hún sé kynt. -Frumskilyrði fyrir góðri endingu og sem léttustu viðhaldi slíkra timburhúsa er annars vegar góð loftræsting og hins vegar kynding, segir Karl. -Best er að halda 14 til 15 stiga hita og ekki má heldur einangra þessi hús of mikið því með þessu móti verður jafnast HÉR eru þeir Karl Ragnarsson smiður (t.h.) og Guðmundur Elíasson framkvæmdastjóri Víkurskála við afgreiðsluborðið í hótelinu. Alls eru herbergin 21, öll tveggja manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.