Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 1
fltttrgtntMbifcife B 1996 LAUGARDAGUR 4. MAI BLAD ISHOKKI/HEIMSMEISTARAKEPPNIN Keuter Rúnar djarfari en Hvell-Geiri „RÚNAR þræddi sig upp vinstri kantinn með knöttinn af meiri leikni en saumakonur frá Ma- deira og var djarfari í leik sinum en sjálfur HveII-Geiri,“ segir í Gautaborgar-póstinum um Rúnar Kristinsson, sem átti stórleik með Örgryte gegn Djurgárden, 3:0. Rúnai’ skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hástemmd lýsingarorð voru notuð um Rúnai’ og er sagt að hann hafi borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellin- um. Rúnar var valinn maður leiksins hjá tveimur blöðum, Gautarborgar-póstinum og Arbetet, einn- ig sjónvarpsstöðinni TV 4, sem var með viðtal við Rúnar í gærmorgun. Þá fékk hann fjóra í ein- kunn af fimm mögulegum þjá tveimur biöðum, GT og Aftonbladet. Tveir leikmenn Ajaxtil AC Milan TVEIR af lykilmönnum Ajax fara til AC Milan eftir þetta keppnistímabil. Það eru landsliðsmenn- irnir Edgar Davids, 23 ára miðvallarspilari, sem hefuur leikið fimm landsleiki og Michael Reiziger, 23 ára bakvörður, sem hefur leikið sex lands- leiki. Reiziger mun ekki leika úrslitaleikinn í Evrópukeppni meistaraliða í Rómaborg, þegar Ajax mætir Juventus - hann er í leikbanni. Dortmund með fimm mörk LEIKMENN Dortmund bættu heldur betur fyrir tapið gegn Karlsruhe, 0:5, í sl. viku, með því að leggja Uerdingen að velli með sömu markatölu I gærkvöldi í þýsku 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu. Jtirgen Kohler gaf tóninn með marki eft- ir fimm mín., síðan komu mörk frá Jörg Heinrich, Stefan Reuter, tvö, og Michael Zorc. Dortmund er með þriggja stiga forskot á Bayern, sem ieikur í Köln í dag. Andy Möller lék á nýu með Dort- mund, eftir fimm vikna fjarveru vegna meiðsla. Kaiserslautern, meistaramir frá 1991, eru í mik- iUi fallhættu, eftir markalaust jafntefli í Freiburg. Spenna í Bratislava KNATTSPYRNA / SJONVARP Mikil spenna fyrir síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnará morgun Stöð 3 sýnir báða topp- leikina en ekkert á RUV r Gróft samningsbrot CSI, segir Ingólfur Hannesson íþróttastjóri RUV STÖÐ 3 verður með báða leikina ítoppslag síðustu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun í heild í beinni útsendingu — á sitt hvorri rásinni. Viðureign Middlesbrough og Manchester United annars vegar og IMewcastle og Tottenham hins vegar. Sá fyrrnefndi verður á dagskrárrás Stöðvar 3, hinn á einhverri annarri rás stöðvarinnar og er þetta í fyrsta skipti sem stöð hérlendis sýnir tvo knattspyrnuleiki í heild beint á sama tíma. Þar sem allir leikir umferðarinnar fara fram á sunnu- degi sýnir Ríkissjónvarpið ekki frá þessari síðustu umferð. Stöð 3 hefur einkarétt á ensku sunnudags- og mánudagsleikjunum hérlendis en Ríkissjónvarpið á laugardagsleikjum. GEYSILEG spenna og rafmagn- að andrúmsloft var í gærkvöldi í íþróttahöllinni í Bratislava í Slóvakíu þegar Kanadamenn lögðu Rússa að velli í bráðabana í vítakeppni 3:2, eftir að jafnt var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, 2:2. Kanadamenn jöfnuðu í leiknum og síðan 1:1 í vítakeppninni, með síðasta skoti sínu. Þá fór fram bráða- bani og Sergei Berezin, sem hafði skorað fyrir Rússa í víta- keppninni, skoraði, 2:1. Paul Kariya jafnaði 2:2 með glæsi- legu skoti — pökkurinn hafnaði upp í þaknetinu. Markvörður Kanada, Curtis Joseph, varði siðan skot Karpovs — sitt þriðja skot í vítakeppninni — og spenn- an náði hámarki þegar Yanic Perreault geystist með pökkinn að marki Rússa eins og elding, tók mjaðmasveiflu og lét skotið ríða af og pökkurinn þaut fram hjá markverðinum, hafnaði of- arlega í markinu, við nærstöng. Kanadamenn fögnuðu geysilega (sjá mynd fyrir ofan) og leika til úrslita gegn Tékkum, sem fyrr um daginn höfðu rústað Bandaríkjamönnum, skoruðu tvö mörk fljótlega í leiknum og lagt grunninn að öruggum sigri, 5:0. Tékkar vonast eftir að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil síðan 1985. Spennan er í hámarki því úrslitin í baráttunni um meistaratitilinn ráðast á morgun — hvort leikmenn Manchester United eða Newcastle fagna sigri í deildinni — svo og hvert þriðja liðið verður sem fellur niður í 1. deild. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með að geta sýnt báða leikina beint í heild í stað þess að flakka á milli þeirra á sömu rásinni. Við finnum fyrir gríðarlegri spennu og áhuginn er mikill," sagði Bogi Þór Sigurodds- son, markaðsstjóri Stöðvar 3, við Morgunblaðið í gær. Leikirnir hefjast báðir kl. 15 á morgun og tilkynnt verður á dag- skrárrás stöðvarinnar á hvaða rás hinn leikurinn verður sýndur. „Það má segja að við höfum verið heppnir að úrslitin réðust ekki á fimmtudag [þegar Newcastle lék gegn Nottingham Forest] þannig að Newcastle á enn möguleika á sigri í deildinni. Menn eru spenntir og ég hef heyrt margar sögur af því að menn ætli að stilla upp tveimur sjón- varpstækjum hlið við hlið,“ sagði Bogi Þór. „Gróft samningsbrot CSI“ Ríkissjónvarpið hefur sýnt frá ensku knattspyrnunni í fjölda ára en getur ekki sýnt frá lokaumferðinni á morgun sem fyrr segir. Menn þar á bæ eru ekki ánægðir með þá niður- stöðu og Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV, segir um gróft samning^brot að ræða af hálfu CSI, sem sér um sölu sýningarréttar frá leikjum í Englandi. „Við gerðum samning síðastliðið haust sem kveður á um rétt til sýn- inga frá öllum umferðum sem fara fram á laugardögum, þar á meðal síðustu umferðinni laugardaginn 4. maí og greiddum fyrir það,“ sagði Ingólfur í gær. „Við höfum síðan fengið margar staðfestingar á þess- um leikdegi, en síðan gerist það fyrir skömmu að síðasta umferðin er færð yfir á sunnudag, vegna frestaðra íeikja sem fram fóru nú í vikunni reikna ég með. Við fengum endanlega staðfest frá tæknideild CSI nú í vikunni að báðir leikirnir yrðu sendir út á sunnudag og allt sé klárt, en við þurfum að velja okkur leik. Svo fáum við fréttir af því að Stöð 3 ætli sér að sýna leik- ina og þá byijar ballið. En ég vil taka skýrt fram að það er enginn ágreiningur við Stöð 3 í þessu máli — stöðin er bara að gæta hagsmuna sinna, en við teljum aftur á móti að um sé að ræða gróft samnings- brot af hálfu CSI. Við erum búnir að borga fyrir leik í þessari umferð og þeir eru skuldbundnir að láta okkur hafa þá leiki sem um er að ræða,“ sagði Ingólfur. „Þegar svona frumskógarlögmál er í gildi bitnar þetta á þeim sem síst skyldi — ís- lenskum áhugamönnum um ensku knattspyrnuna sem búa utan út- sendingarsvæðis Stöðvar 3.“ KNATTSPYRNA: „SÁPUÓPERAN" í BÆJARALANDI / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.