Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 3
2 B LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ l -1- BÖRN OG UNGLINGAR lsland«v. Morgunblaðið/ívar Bikarmeistarar Keflavíkur KEFLVÍKINGAR sigruðu Grindvíkinga, 80:63, í úrslita- leiknum um bikarmeistaratit- ilinn í ungiingaflokki í körfu- knattieik, en leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Aust- urberg fyrir skemmstu. Bæði lið voru skipuð leikmönnum úr meistaraflokksliðum fé- laganna sem nokkru áður höfðu háð harða baráttu um íslandsmeistaratitlinn í úr- valsdeildinni. Sigurinn í þess- um leik var Keflvíkingum því nokkur sárabót. Efri röð f.v.: Einar Einarsson, þjálfari, Skarphéðinn Ingimundarson, Ásgeir Guðmundsson, Þor- steinn Húnfjörð, Unnar Sig- urðsson, Kristján Jakobsson, Halldór Karlsson. Fremri röð f.v.: Sveinn Magnússon, Sig- urður Stefánsson, Guðjón Gylfason, Elentínus Mar- geirsson, Gunnar Stefáns- son, Gunnar Einarsson. Hörkukeppni Unglingameistaramót Hafnarfjarðar fór fram laugdardaginn 27. apríl og tóku 70 ungmenni þátt í mótinu. Það er heldur færra en í fyrra vegna þess að nú var ákveð- ið að yngstu sundmennirnir væru ekki með. Eldri sundmenn kepptu hins vegar af krafti um veglega bikara í hveijum aldursflokki og titilinn Unglingameistari Hafnarfjarðar sem féll þeim í skaut er hlaut flest stig í þremur greinum. Eftirtaldir sundmenn sigruðu í sín- um flokki: Hnátuflokkur, 10 ára og yngri: Anna Ríkey Jakobsdóttir. Hnokkaflokkur, 10 ára og yngri: Eric Ólafur Wiles. Meyjar, 11 og 12 ára: Jóna Nikulásdóttir. Sveinar, 11 og 12 ára: Unnar Þór Þórunnar- son. Telpur, 13 og 14 ára: Klara Sveinsdóttir. Drengir, 13 og 14 ára - Var ekki keppt. Stúlkur, 15 til 17 ára: Hlín Sigurbjörnsdóttir. Piltar, 15 til 1-7 ára: Örn Arnarson. Öll fengu þau að launum farandbikara til varðveislu í eitt ár. URSLIT Körfuknattleikur Úrslitaleikir - íslandsmótið Drengjaflokkur: Haukar - Grindavík............56:66 Islandsmeistari: Grindavík 10. flokkur karla: KR-ÞórAk................ íslandsmeistari: KR 9. flokkur karla: Keflavík - KR........... íslandsmeistari: Keflavík Unglingaflokkur kvenna: Keflavík-Valur.......... íslandsmeistar: Keflavík Stúlknaflokkur: ÍR- Snæfell........... íslandsmeistari: Snæfell Handknattleikur ICE-Cup mótið 5. flokkur karla: 1. sæti............................ÍR 2. sæti......................Vfkingur 3. sæti:.......................Haukar Besti markvörðurinn: Finnur Eiríksson, Víkingi. Besti varnarmaðurinn: Bjarni Þór Jónsson, Haukum. Besti sóknarmaðurinn: Ægri Friðgeirsson, ÍR. 4. flokkur karla: Keflavík Valur FH Besti markvörðurinn: Val. Stefán Hannesson, Besti varnarmaðurinn: Valdimar Þórisson, Val. Besti sóknarmaðurinn: Þórarinn Kristjáns- son, Keflavík. 3. flokkur karla: Stjarnan ......FH Kiel Besti markvörðurinn: Thimio Gabriel, Kiel. Besti varnarmaðurin: Sverrir Öm Þórðar- son. Besti sóknarmaðurinn: Björn Másson, Stjörnunni. 2. flokkur karla: 1. sæti: FH 2. sæti: 3. sæti: Stjaman Valur Besti markvörðurinn: Jökull Þórðarson, FH. Besti varnarmaðurinn: Gunnar Narfí Gunn- arsson, FH. Besti sóknarmaðurinn: Lárus Long, FH. 5. fiokkur kvenna: 1. sæti:...........................Valur .........51:45 ..........69:47 ..........52:40 ..........32:38 2. sæti:..................................ÍRl 3. sæti:..................................IR2 Besti markvörðurinn: Anna Linda, ÍR. Besti varnarmaðurinn: Kristín Þóra, Val. Besti sóknarmaðurinn: Svanhildur Þor- björnsdóttir. 4. flokkur kvenna: í. sæti:..............................ÍR 2. sæti:..............................FH 3. sæti:.......................Völsungur Besti markvörðurinn: Simone Schlect, Turb- in Leipzig. Besti varnarmaðurinn: Þórdís Brynjólfsdótt- ir. Besti sóknarmaðurinn: Drífa Skúladóttir, ÍR. 3. flokkur kvenna: 1. sæti:.............................FH 2. sæti:..............................ÍR 3. sæti:..............Unglingalið íslands Besti markvörðurinn: Træff, Noregi. Besti varnarmaðurinn: Hafrún Kristjáns- dóttir, Val. Besti sóknarmaðurinn: Gunnur Sveinsdótt- ir, FH. 2. flokkur kvenna: 1. sæti:................Fururset, Noregi 2. sæti:...........Unglingalið íslands 2 3. sæti:...........Unglingalið ísiands 1 Besti markvörðurinn: Helga Torfadóttir, Unglingaliðnu. Besti varnarmaðurinn: Rut Steinsen, Ungl- ingaliðinu. Besti sóknarmaðurinn: Asa Karen Johann- esson, Furuset. Urvalshópur Frjálsíþróttasambandsins kemur saman í æfingabúðirfjórum smnum ari Hvatning til ungmenna FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDIÐ hefur síðan árið 1993 haldið úti reglulegum æfingabúðum fyrir svokallaðan Úrvalshóp sinn. Þennan hóp skipa ungmenni á aldrinum 15-20 ára viðsvegar að af landinu sem skara fram úr í sinni grein. Til þess að komast inn íhópinn þarf að ná lágmörkum sem FRÍ setur. Skipan hópsins er reglulega endurskoðuð eftir árangri á mót- um og síðan er honum hóað saman að jafnaði fjórum sinnum á ári. Nýlega voru æfingabúðir í Reykjavík og komu þar saman um áttatíu ungmenni. Við lítum á þetta starf okkar sem mikla hvatningu fyrir ungmennin og við reyndar finnum það hjá þeim og forsvarsmönnum félaganna að það Ivar er mikið metnaðar- Benediktsson mál að vera í hópn- skrifar um. Það eru sett mjög ströng lágmörk fyrir inn- göngu í hópinn sem heldur iðkend- um vel við efnið,“ sagði Ragnheið- ur Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari og þjálfari Úrvals- og Sidney-hóps FRÍ. Sidney-hópurinn er næsta stig fyrir ofan. Þangað komast þeir sem sýna_ framúrskarandi árangur með Ólympíuleikana í Sidney eftir fjögur ár sem takm- mark. Þessi hópar æfa saman. „Úr Framtíðarhópnum veljum við síðan okkar unglingalandslið í frjáls- íþróttum.“ Hugað að framtíðinni „Með þessu starfi viljum við huga að framtíðinni. Stundum hefur það vilja brenna við að eftir Ólympíuleika hefur ekki verið hóp- ur til staðar til að taka við af þeim sem hætta, eins hefur líka vantað meiri breidd í fijálsíþróttir hér á landi undanfarin ár. Með starfi úrvalshópsins viljum við tryggja að það eigi sér stað uppbygging,“ sagði Ragnheiður og bætti því við að það væri hörð barátta á milli greina um hylli ungmenna og eitt atriði til að halda þeim í fijáls- íþróttum við efnið væri að hafa verkefni. Inn í þessum hóp eru nokkrir einstaklingar sem þegar hafa skarað svo fram úr að þeir eru komnir í A-landsliðið. Yfir 30 nýliðar „Þegar ég tók við þessu starfí í janúar síðastliðnum valdi ég tutt- ugu ungmenni í hópinn sem ekki höfðu áður verið og síðan bættust tólf til viðbótar þegar við vorum með síðustu æfíngabúðir fyrir skömmu. Það er mikil spenna og áhugi hjá þeim yngri að koma inn í þetta verkefni og kynnast þeim sem eldri og reyndari eru. Við viij- um mynda hóp sem hefur gaman að því að hittast og taka framförum á sínu sviði undir ieiðsögn góðra leiðbeinenda. Hingað til finnst mér sem okkur hafi tekist vel til. Auð- vitað hafa komið upp ýmsir agnúar sem við höfum verið að sníða af í tímans rás og við ætlum að halda áfram að betrumbæta.“ Teygt og togað HELGA Sif Róbertsdóttlr, sem er til vinstrl, og Stella Ólafs- dóttir í óða önn við teygjuæfingar. Morgunblaðið/ívar HLUTI Úrvalshópsins slakar hér á eftir erfiða æfingu, fremst f.v. eru Herdís Kristinsdóttir, Heiða Kristjánsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, fyrir aftan þær eru frá vinstri, Hildur Bergsdóttir, Erna Þorvaldsdóttir, Sig- rún Gísladóttir, Ragnar Freyr Þorsteinsson. Þar fyrir aftan eru Laufey Stefánsdóttir f.v., Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir og Árni Már Jóns- son. Aftast eru frá vinstri, Borghildur Valgeirsdóttir, Steinunn Bene- diktsdóttir, Reynir Jónsson, Stefán Jakobsson og Björn Margeirsson. Þarf að koma oftar saman „Mér líst vel á þennan hóp sem hér hefur verið saman og tei hér vera á ferðinni þarft verkefni,“ sagði Stefán Jóhannsson,þjáIfari og einn leiðbeinandi í æfingabúðum Framtíðarhópsins. „Mín skoðun er hins vegar sú að það þyrfti að hittast oftar en fjórum sinnum yfir árið. Ég tel að sex til sjö sinnum væri gott, en auðvitað veltur þetta allt á þeim fjármunum sem til eru í verkefnið. Skilyrðin fyrir inngöngu eru ströng og nauðsynlegt fyrir ungmennin að halda sig við efnið til þess að detta ekki út. Með þessu á líka stór hópur möguleika á að vera með en ekki aðeins þeir sem setja met. Þetta aðhald tel ég vera gott og sýna hveijir eru í þessu af áhuga og til að ná árangri og hveij- ir ekki. Þá er í æfingabúðunum ekki eingöngu verið að æfa og æfa heldur einnig fyrirlestara um margvíslega efni svo sem þjálfunaraðferðir og um nær- ingu íþróttamanna." Stefán hefur lengi starfað sem þjálf- ari og hefur yfir mikilli kunnáttu og reynslu yfir að ráða og til að miðla til ungmennanna. Hvernig finnst honum þau taki eftir? „Þau eru mjög fróðleiksfús og vilja vita margt. Mér finnst mjög gaman að taka þátt í þessu verkefni.“ Hvetur til f ramfara „Mér finnst félagsskapurinn vera skemmtilegur og gaman að koma saman og kynnast krökkum allastaðar að á landinu,“ sagði Steinunn Leifsdóttir úr Ármanni en hún æfir 200 og 400 m hlaup. „Það er mjög hvetjandi að vera með í þessum hópi,“ bætti hún við. „Það er ekki nokkur vafi að það hef- ur mjög jákvæð áhrif að vera valinn í þennan hóp og verður tvímælalaust til þess að auka viljann til að leggja meira á sig,“ sagði Asgeir Þór Erlendsson grindahlaupari úr UMFA. Helga Sif Róbertsdóttir úr UMFA og Stella Ólafsdóttir frá UFA voru í óða önn við teygjuæfingar er Mogunblaðið hitti þær. Helga var í æfingabúðunum í fyrsta sinn en Stella var einnig með síðast. „Við höfum lært mikið um þessa helgi og heyrt margt nýtt auk þess sem félagsskapurinn hefur verið frábær,“ sögðu þær stöllur einum rómi. „Ég hef verið að reyna að bæta stílinn hjá mér í hástökkinu og hef fengið góð ráð til þess,“ sagði Logi Tryggvason úr FH að lokinni æfingu en hann var nú með í fyrsta skipti. „Mér finnst ég hafa fengið mikið út úr þessu og nú er bara að vinna úr því á næstunni til að ná framförum í hástökkinu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 B 3 STJARNAN fagnaði sigri í 3. flokki karla og Páll Arnar Er- lendsson fyrirliði var af því tilefni „tolleraður" af félögum sínum. Þess má geta aö Páil fékk á dögunum framfarabikar handknattleiksdeildar Stjörnunnar. ICE-Cup handknattleiksmót FH Keflvíkingar komu á óvart Ivar Benediktsson skrifar Hið árlega ICE-Cup handknatt- leiksmót FH fyrir börn og unglinga fór fram í fjórða sinn um páskana. Metþátt- taka var en alls voru keppendur um 1.300, frá tæplegá 80 félögum þar af um 200 keppendur frá Þýskalandi, Austurríki og Noregi. Leikið var í 2., 3., 4. og 5. flokki karla og kvenna. Nokkuð um óvænt úrslit, m.a. komu Keflavíkur-drengir á óvart með sigri í 4. flokki er þeir lögðu Val 11:10 í úrslitaleik. Er þetta fyrsti titill fé- lagsins í handknattleik í yngri flokk- unum í opinberu móti. Að keppni lokinni voru valdir bestu varnar-, sóknarmenn og markverðir mótsins. „Mótið hefur vaxið ár frá ári og vonum við að það verði áfram. I þeim tilgangi ætla ég og Viðar Sím- onarson að fara á Partille Cup í Svíþjóð og kynna mótið,“ sagði Geir Hailsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeilar FH. „Þessi kynning á Partille er einn liðurinn í að undirbúa mótið að ári. Undirbún- ingur fyrir stórmót eins og ICE-Cup er tekur eitt ár og af hveiju móti erum við alltaf að læra eitthvað og sjá annað sem má bæta.“ Geir sagði mikinn áhuga vera fyrir að vekja athygli Japana og Kóreumanna á mótinu og fá keppendur þaðan að ári. „Þetta er eina skipulagða ung- lingamótið hér á landi hvert ár sem ætlað er báðum kynjum. Meðal ann- ars þess vegna sárnar mér að HSÍ kemur lítið að því og það sem meira ÞÓRARINN Kristjánsson fyrirliði Keflavíkur í 4. flokki fagnar hér bikarnum sem liðið fékk fyrir sigur í mót- inu. Hann var valinn besti sóknarmaður mótsins í sín- um flokki. er, þeir setja úrslitakeppni í yngri flokkunum nærri mótinu sem veldur því að nokkrir þjálfarar senda ekki lið þar sem álagið er of mikið að þeirra mati.“ Geir sagði að um 200 sjálfboðalið- ar hefðu komið nærri vinnu við mótið og vildi hann koma þakklæti til þeirra. BESTU lelkmenn 3. flokks, frá vinstri, Hafrún Kristjánsdótt- ir, Val, Træff leikmaður Furuset og Gunnur Sveinsdóttir, FH. ÍÞRÓTTIR SKYLMINGAR/ NM Ragnar Norðurlanda meistari unglinga RAGNAR Ingi Sigurðsson, skylmingamaður úr Skylm- ingafélagi Reykjavíkur, varð um síðustu helgi Norður- landameistari unglinga f skylmingum með höggsverði, en Norðurlandamótið fór fram í Kaupmannahöfn. í öðru sæti varð annar íslendingur, Kári Freyr Björns- son. Þá hlaut Þórdís Kristleifsdóttir silfurverðlaun f kvennaflokki og íslenska karlasveitin náði einnig í silfur- verðlaun í sveitakeppni Ragnar, sem er nítján ára, sigraði alla fimm andstæðingana í riðlakeppninni og sýndi Dana sem hann mætti í undanúr- slitum enga miskunn og sigraði hann 15:2. Kári lagði sinn and- stæðing sem einnig var Dani, 15:11, og það var því „íslendingaslagur“ í úrslitum. „Við Kári Benediktsson ^kkjum vel hvorn annan og þess yegna varð skrifar viðureign okkar hnifjofn. Það var ekki fyrr en í stöðunni 11:11 að leiðir skildu og ég náði að vinna síðustu fjögur stign og tryggja mér sigur,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Hann vann til bronsverðlauna í unglingaflokki á Norðurlandamótinu í fyrra. „Keppnin var erfíð og sigurinn kom mér í opna skjöldu, árangurinn var mun betri en ég hafði búist við, ekki síst ef ég hugsa til þess árangurs sem ég hef náð að undanförnu. Mér hefur allt gegnið í mót,“ bætti hann við. Ragnar hefur æft skylmingar í hálft fjórða ár og segist æfa fímm sinnum í viku, þijá tíma í senn að jafnaði. í opnum flokki karla voru þtjátíu keppendur og þar náði Ragnar sér einnig á strik og lenti í þriðja sæti. Kári Freyr hafnaði í fimmta sæti. Þórdís Kristleifsdóttir sýndi mikla keppnishörku í kvenna- flokknum og varð í öðru sæti. Sigrún Geirsdóttir keppti einnig og hafnaði í fimmta sæti. I liðakeppni karla voru ijórar sveitir, frá íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, en Finnar hafa ekki verið með á Norður- landamótum undanfarin ár. Islenska sveitin sem skipuð var Ragn- ari, Kára og Kristmundi Bergsveinssyni lagði Finna 45:16 í fyrsta leik og mætti fímasterkri danskri sveit í úrslitum og varða bíta í það súra epli að tapa naumlega á lokasprettinum, 45:42. Morgunblaðið/Kristinn RAGNAR Ingi Sigurðsson, Norðurlanda- meistari unglinga með höggsverði. Þjálfari íslenska liðsins er Búlgarinn Nikolay Ivanov Mateev sem á sínum tíma var einn fremsti skylmingamaður Evrópu. AFLRAUNIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Olíkar aflraunakonur KEPPENDUR um nafnbótina Sterkasta kona íslands eru meistarar í ólíkustu íþróttagreinum, í aflraunum, sundi, vaxt- arrækt og kringlukasti. Þá hefur ein æft spjótkast, önnur kúluvarp og sú þriðja líkamsrækt af kappi. Sex meistarar og húsmóðir ær þekktar aflraunakonur og ijórir fyrrverandi og núverandi meistarar í ýmsum íþróttum munu mæta húsmóður í keppninni um nafnbótina Sterkasta kona íslands á morgun kl. 14 í Laugardalshöll. Átta keppendur takast á í sjö grein- um, en meðal keppenda eru Unnur Sigurðardóttir og Sigrún Hreiðars- dóttir, sem báðar hafa unnið þessa keppni. „Eg vonast til að ná góðum árangri. Ég er búin að æfa vel, lyfta, kasta og hoppa, sem gefur mikið þol. Ég hef mikinn fótastyrk, sem vegur mikið í keppni af þessu tagi ásamt því að nota rétta tækni í einstökum greinum," sagði Sigrún í samtali við Morgunblaðið, en hún sigraði í fyrra. Unnur tapaði titlinum í fyrra, en er staðráðin í að endurheimta hann, eftir að hafa unnið tvívegis. „Eg er búin að æfa mikið, líka sjálfar keppnisgreinarnar. Ég hlakka mikið til að takast á við þrautirnar. Síðustu ár hef ég oft verið yfir mig stressuð og nánast dofin, en núna er ég ákveðin í að sigra,“ sagði Unnur. En við ramm- an reip verður að draga. Meðal andstæðinga hennar og Sigrúnar verður Nína Óskarsdóttir, íslands- meistari í vaxtarrækt. Þá mæta Halla Heimisdóttir og Hanna Lind Ólafsdóttir kringlukastarar, marg- faldur Isjandsmeistari í sundi, Bryndís Ólafsdóttir. Linda Jóns- dóttir, húsmóðir úr Hveragerði, fullkomnar þennan vaska hóp kvenna. UM HELGINA Knattspyrna Deildarbikarkeppni karla: A-riðiIl: Laugardagur: A-riðill: Akranes: ÍA - ÍBV...................14 B-riðill: Grindavík: UMFG - Fylkir............14 Deildarbikarkeppni kvenna: A-riðill: Laugardagur: Ásvellir: KR-ÍBA....................17 B-riðill: Ásvellir: Valur- ÍA.................15 Sunnudagur: Ásvellir: A4 - B4...................13 Ásvellir: A3 - B3...................15 Mánudagur: Ásvellir: B1 -A2.................18.30 Ásvellir: A1 - B2................20.30 ■Í A-riðli leika KR, UMFA, Breiðablik og ÍBA en i B-riðli ÍA, Stjarnan, Valur og Haukar. Úrslitaleikurinn verður síðan á fimmtudaginn kl. 20. Golf Opið mót á Hellu Opna Endurvinnslumótið verður á strandar- velli við Hellu í dag og verður ræst út frá kl. 8 árdegis. 18 holu höggleikur mað og án forgjafar. LEK mót Fyrsta golfmót eldri kylfinga verður haldið á Húsatóftarvelli við Grindavík í dag, laug- ardag, og hefst kl. 9 árdegis. Keppt verður í tveimur karlaflokkum, 50-54 ára og 55 ára og eldri, og hjá konum er keppt í tveim- ur forgjafarflokkum, fimmtíu ára og eldri. Sund Garpamót í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur i dag og hefst kl 10 árdegis. Þarna keppa þeir sundmenn sem eru orðnir 25 ára eða eidri og einnig verða fjórir er- lendir gestir meðal keppenda. Skíði Fossavatnsgangan verður haldin á Breiða- dals- og Botnsheiði á sunnudaginn á vegum Skfðafélags ísafjarðar og hefst hún kl. 14. Hægt er að velja á milli þess að ganga 6, 12 eða 20 kílómetra. Pílukast íslandsmótið í pílukasti heldur áfram í Garðakránni í Garðabæ i dag og á morgun. í dag hqfjast 8 manna úrslit í einmenningi karla kl. 11 árdegis og um leið riðlakeppn- in kvenna. Búast má við að úrslitaleikur karla byrji um kl. 15 og úrslitaleikur kvenna kl. 16. Á morgun hefst síðan tvímenningur kl. 13. FELAGSLIF Félagsfundur hjá Val Almennur félagsfundur hjá Knattspyrnufé- laginu Val verður að Hlíðarenda mánudag- inn 6. mai kl. 20.00 í félagsheimilinu. Á dagskrá er kynning á hugmyndum að breyttu stjórnskipulagi félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.