Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 1
 • Síðbúinn heiður uppreisnarmanns/2 • Fæðing sköpunarinnar/4 • Picasso og mannamyndir/5 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 BLAÐÍ I Ljóðskáld síður þunglynd London. Reuter. LJÓÐSKÁLD eru galnari en rithöf- undar og leikskáld en þeim er hins vegar ekki eins hætt við þunglyndi og hinum tveimur síðarnefndu hóp- um, að sögn bresks geðlæknis, Felix Post að nafni. Post þessi birti grein í The Brítish Journal of Psychiatry fyrir nokkrum dögum, þar sem hann getur sér til að ástæðan sé sú hvernig ljóðskáldin beiti ímyndunaraflinu. Grein Posts er niðurstaða úr rannsókn sem hann gerði á ævi- sögum 100 þekktra breskra og bandarískra skálda. Hann hefur áður gert rannsókn sem leiddi í ljós að rithöfundar eiga við meiri geðræn vandamál að stríða en aðrir hópar, t.d. stjórnmálamenn eða vísindamenn. Ljóðskáld heyra hins vegar ekki undir þennan hóp. Hann bendir á að þrátt fyrir geðsveiflur og geðhvarfasýki ljóð- skálda, séu ljóðskáld langlífari en önnur skáld. Aðeins 31% ljóðskáld- anna í könnuninni voru alkóhólist- ar. en 54% leikskáldanna. Skriftir virðast tengjast geðræn- um vandamálum ótjúfanlegum böndum samkvæmt rannsókn Posts. Geðveiki og þunglyndi varð vart hjá 80% ljóðskálda, 80,5% skáldsagnahöfunda og 87,5% leik- skálda. Post getur sér til að munurinn á ljóðskáldum og öðrum rithöfund- um liggi í ólíkum þankagangi. Rit- höfundar og leikskáld einbeiti sér fyrst og fremst að örlögum manna og kafi djúpt ofan í sálarlíf persóna sinna. Ljóðskáld lýsi hins vegar fyrst og fremst trúarlegum skoðunum og ást. „ Vánská hefur verið boðið að koma aftur“ Lifí salt- fískurinn LÍFIÐ ER saltfiskur heitir sýning í Listasafni íslands á veggmyndum Jóhannesar Kjarvals í Landsbank- anum sem hann málaði árin 1924-25. Viðfangsefni veggmynd- anna er sjósókn og fiskvinnsla en ein þeirra, Saltfiskstöflun, er talin vera eitt af öndvegisverkum ís- lenskrar myndlistar. Á sýningunni verða einnig sýnd frumdrög Kjarv- als að veggmyndunum sem nýlega fundust í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Áð auki er merkilegu þriggja ára skeiði á ferli Kjarvals gerð skil en árin 1934-36 tók hann upp þráðinn frá veggmyndunum og málaði fjölda mynda með salt- fiskinn að meginþema, saltfiskinn og konuna. Hér að ofan sést ein þessara mynda, Kona og saltfisk- ur. Nánar er fjallað um sýninguna á bls. 4 í menningarblaðinu. RUNÓLFUR Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, segir að ummæli Osmos Vánská, fráfarandi aðal- stjórnanda hljómsveitarinnar, þess efnis að honum hafi ekki verið boðið að snúa aftur sem gesta- stjórnandi hljómsveitarinnar í framtíðinni virðist vera á misskiln- ingi byggð. Lét Vánská orð þessi falla í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum. „Fyrir nokkrum mánuðum bauð ég Vánská oftar en einu sinni að velja sér tvenna eða þrenna tón- leika til að stjórna á næsta starfs- ári, auk þess sem ég óskaði eftir því að hann héldi áfram að stjórna hljómsveitinni í hljóðritunum fyrir BIS. Hafnaði hann þá alfarið að taka þátt í að hljóðrita með hljóm- sveitinni og sagði jafnframt að hann myndi a.m.k. vilja láta næsta vetur líða áður en hann kæmi aft- ur til að stjórna á tónleikum," seg- ir Runólfur. Kveðst framkvæmdastjórinn hafa ítrekað boð sitt nú í kjölfar umræddra ummæla en þá hafi Vánská svarað því til að hann hefði engan tíma aflögu næstu tvö árin. „Bauð ég honum þá að stjórna Sinfóníuhljómsveit Islands á tvennum til þrennum tónleikum starfsárið 1998-99 og tók hann því ekki fjarri.“ Runólfur Birgir Osmo Leifsson VánskS Runólfur kveðst vilja nota tæki- færið og þakka Osmo Vánská fyr- ir vel unnin störf á undanförnum þremur árum. Hann hafi tekið við hljómsveitinni í örum listrænum vexti, þegar Petri Sakari lét af störfum, og haldið starfinu áfram með miklum sóma. „Von okkar er því sú að Osmo Vánská og Sin- fóníuhljómsveit íslands eigi eftir að vinna meira saman í framtíð- inni.“ Horfst í augu við raunveruleikann ÍRSKA Nóbelsskáldið Seam- us Heaney hefur gefið út nýja ljóðabók, sm nefnist „The Spirit Level“. Þar horf- ist Heaney í augu við vanda Ijóðlistarinnar eigi hún að vera trú slagkrafti hins ytra raunveruleika og jafnframt sýna hinum innra manni skilning. í dómi í The Sunday Times um síðustu helgi er farið lof- samlegum orðum um bókina. Segir þar að Heaney takist mjög vel upp þegar hann fjalli um Irland. Hann stilli ofbeldi nútímans upp við hlið friðar fortíðarinnar. Vöru- bíll hlaðinn sprengiefni, sem springur á strætisvagnastöð Ný ljóðabók eftir Seamus Heaney í Belfast, minni hann á kolabílinn úr saklausri æsku hans. Oft undir þrýstingi Héaney hefur oft verið undir þrýstingi að taka upp málstað írska lýðveldis- hersins, en svarað því til þegar hann er beðinn að skrifa eitthvað „fyrir þá“ að hann skrifi aðeins „fyrir sjálfan sig“. Gagnrýnandi The Times tekur kafla úr ræðunni, sem Heaney flutti þegar hann tók við bókmenntaverðlaun- um Nóbels 1995, sem dæmi um það hlutverk, sem Hean- ey gegni á írlandi. I ræðunni greindi hann frá mögnuðu augnabliki í sögu Norður-írlands. 1 jan- úar 1976 stöðvuðu grímu- klæddir menn með alvæpni ltila rútu með verkamönnum innanborðs. Verkamönnun- um var stillt upp við vegar- kantinn. „Eru einhverjir katólikk- ar á meðal ykkar,“ spurði einn hinna grímuklæddu. Svo vildi til að þcir voru all- Seamus Heaney. ir mótmælendur nema einn og álykt- uðu verkamennirnir því sem svo að grímuklæddu mennirnir væru herskáir mótmælendur, sem ætluðu að myrða eina katólikkann meðal þeirra í hefndarskyni. Katólikkinn ætlaði að gefa sig fram þegar hann fann mótmælandann sér við hlið taka þéttingsfast í hönd sína til að gefa til kynna að hann ætti ekki að hreyfa sig og hann yrði ekki svikinn. Katól- ikkinn gaf sig hins vegar fram og var ýtt til hliðar um leið og mennirn- ir, sem reyndust ekki mótmælendur heldur útsendarar Irska lýðveldis- hersins, hófu skothríð og myrtu hina verkamennina. Heaney sagði sögu þessa ekki út i bláinn heldur til að árétta að „fæð- ing þeirrar framtíðar, sem við þráum“ væri fólgin í handtakinu, sem katólikkinn fann fyrir, enekki í skothríðinni, sem fylgdi. „[Heaney] segir það ékki, en líta mætti á þetta sama handtak sem merki skáldskapar hans, áþreifan- legs, fulls af því hugrekki, sem lilut- leysi fylgir, og krafti endurlausnar- innar,“ skrifar Carey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.