Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 D 5 MORGUNBLAÐIÐ KJARVAL málaði sjö vegg- myndir úr sögu íslensks sjávarútvegs í Landsbank- anum árin 1924 og 1925. Á stærstu myndinni stakka konur saltfísk, klæddar þykkum pilsum og peysum, með belgvettlinga á höndum, skupl- ur á höfði og sauðskinnsskó á fótum. Þær eru önnum kafnar og halda á fiskinum í fangi sínu nánast eins og um börn þeirra væri að ræða, faðma hann að sér. Þær eru harðgerðar á svip, augun hvöss og einbeitt og sumar með rauð nef af kulda. Tvær konur skera sig hins vegar úr, þær eru dregnar óskýrum dráttum fyrir aftan fiskstæðuna hægra megin á myndinni. Þetta virðast vera tvær stássrófur sem hafa einhvern veginn villst inná myndina, að minnsta kosti er erfitt að segja til um hvaða er- indi þær eiga þarna á stakkstæðinu. Á litlum vegg við hlið þessa er mynd af digrum landformanni og vinnuflokki hans; hann stendur fyrir framan saltfiskstæðu en útlínur hennar eru orðnar máðar. í kringum hurð eru málaðar þijár myndir, efst af sjósetningu árabáts og til hliðanna af sjómönnum í skinnklæðum. Til hliðar bylgjast segl yfír bróðurpart myndflatarins en í bakgrunni eru skip við sjónarrönd. Á fjórða veggn- um sjást þrír sjómenn standa við siglutré, þeir horfa út á hafið í daufri kvöldbirtu og virðast ræða saman. Vafalaust hafa fáir séð þessar myndir Kjarvals í Landsbankanum í Austurstræti þar sem þær eru í þröngum gangi fyrir framan skrif- stofur bankastjóra á annarri hæð. Sá sem á erindi við bankastjóra hef- ur kannski um annað að hugsa en listina sem prýðir veggi þeirra. í Listasafni íslands gefst fólki nú hins vegar tækifæri til að virða fyrir sér ljósmyndir af þessum verkum meist- arans sem prentaðar hafa verið í fullri stærð og settar upp í sérsmíð- uðu herbergi sem er eftirh'king af ganginum í Landsbankanum. Auk þessara mynda gefur að líta ýmsar formyndir og skissur Kjarvals að Landsbankamyndunum, til að mynda nokkrar kolateikningar sem fundust í Stýrimannaskólanum í Reykjavík sumarið 1994. Með sam- anburði á formyndunum og vegg- myndunum gefst gestum einstakt tækifæri til að skoða vinnuferli meistarans frá frummynd til full- gerðs listaverks. Einnig hefur verið safnað saman fjölda mynda sem hafa saltfisk að þema og eru málað- ar á árunum 1934 til 1936. Er tölu- verður munur á anda þeirra mynda og fyrrnefndrar Landsbankamyndar sem sýnir konur vinna við að stakka saltfisk. í bók sem gefin er út í tilefni sýningarinnar segir Júlíana Gott- skálksdóttir að það beri vott um breytt viðhorf þegar Kjarval hóf að mála myndir af vinnandi fólki í Kjarval, konan og salt- fiskurinn Lífið er saltfískur heitir sýning sem fjallar um veggmyndir Jóhannesar Kjarvals í Landsbankanum en efni þeirra er sjósókn og fískverkun. Sýndar eru ljósmyndir af verkunum í fullri stærð og frumdrög að þeim sem fundust nýlega, auk mynda um sama þema frá fjórða áratugnum, Þröstur Helgason litaðist um á syningunni. EIN AF formyndum Kjarvals að veggmyndunum í Landsbankanum. Morgunblaðið/Sverrir SALTFISKSTÖFLUN, ljósmynd af veggmynd í Landsbankanum eftir Kjarval. Landsbankanum um miðjan þriðja áratuginn. Fram að þessu höfðu ís- lenskir málarar litið á landslagið sem meginviðfangsefni sitt. Segir Júlíana að það sé ekki fyrr en með þeirri kynslóð listamanna sem kom fram eftir fyrra stríð og var síður undir áhrifum þjóðernisstefnu 19. aldar að iistamenn fóru að gefa daglegu lífi fólks gaum í myndum sínum. Þetta átti meðal annars við um Guð- mund Thorsteinsson, Mugg, og Kristínu Jónsdóttur. Þessar nýju áherslur má setja í samhengi við þær þjóðfélagsbreyt- ingar sem voru um það bil að ganga í garð, sjávarútvegur var orðinn aðalatvinnuvegur og togaraútgerð blómstraði. í kjölfarið myndaðist verklýðsstétt sem háði skipulega baráttu fyrir bættum kjörum, en þau mætti einmitt kalla megininntak fyrrnefndrar myndar Kjarvals. Segir Júlíana að „án hetjudýrkunar hafi hann skapað stórbrotna mynd af erfiðisvinnu íslenskra kvenna og lagt þar með grunninn að atvinnulífs- myndum í íslenskri myndlist.“ Saltfiskurinn lengi lifi Kjarval málaði ekki myndir af konum við fiskvinnslu í áratug eftir að hann lauk veggmyndunum í Landsbankanum. I samtali við blaða- mann sagði Aðalsteinn Ingólfsson, sem annaðist undirbúning að sýning- unni í Listasafninu, að Kjarval hafi á þessum árum haft öðrum hnöppum að hneppa. „Hjónaband hans var í uppnámi og í kjölfarið einkenndist myndlist hans af nokkru eirðarleysi. Hann fæst við ýmiss konar málun út áratuginn en á þeim fjórða finnur hann hreinan tón í myndum sínum af íslensku landslagi. Árið 1934 tek- ur hann hins vegar án sýnilegs að- draganda að gera myndir um gam- alt þema, konur og saltfisk, sem við könnumst við af mynd hans í Lands- bankanum. Nema hvað nú hefur sýn hans breyst allmikið á efnið. í Landsbankamyndinni er við- fangsefnið stritvinna alþýðukvenna en í síðari myndunum hefur þessi stritvinna breyst í táknrænan leik með saltfiskinn. Stundum er eins og konan dansi við fiskinn, stundum eins og hún leiki á hann eins og fiðlu, stundum er eins og hún renni saman við fiskinn í eina ólgandi og órofa heild. Á sumum myndanna breiðir saltfiskurinn úr sér um allan mynd- flötinn, hann er ekki aðeins á jörð- inni heldur þekur hann himininn líka, fljúgandi saltfiskar. Að minni hyggju má líta á þessar myndir, sem eru svo fullar af leik, sem upphafningu saltfisksins og um leið hyllingu út- gerðar á sjálfstæðu íslandi. I stað þess að beija lóminn yfir þjóðfélags- ástandinu og vanda útgerðarinnar eins og kollegar hans gerðu með ýmsum hætti lýsir Kjarval yfir trausti á saltfiskinn: Hann lengi lifi!“ Sýningin stendur til 30. júní. Picasso og mannamyndir SARA Murphy er talin fyrirmynd „Hvít- klæddu konunnar". „PANFLAUTAN": í upphafi átti Sara Murphy að sjást á myndinni, en Picasso málaði yfir útlínur hennar. PICASSO og portrettið er við- fangsefni stórsýningar, sem opnuð var í Metropolitan-safn- inu í New York 28. apríl. Víða er komið við í verkum Picassos og er þegar farið að tala um að þetta gæti orðið sýning ársins. Picasso beitti ýmsum aðferð- um þegar hann gerði manna- og andlitsmyndir og hefur fjöl- breytnin í þessum verkum hans, allt frá klassískum stíl til kúb- isma, aldrei komið jafnvel fram og í New York. Án persónulegra tengsla milli málara og módels gekk hvorki né rak hjá Picasso. Hann var ekki gefinn fyrir að mála port- rett eftir pöntun, enda óþarfi eftir tilkomu myndavélarinnar. Þeirra, sem tókst að tala hann til, beið oft óvænt útkoma. Rubinstein skrumskæld Helena Rubinstein, drottning snyrtivöruframleiðenda, gerði ítrekaðar tilraunir til að fá Pic- asso til að mála sig. Hún reyndi hvað eftir annað að hringja í listamanninn, en garðyrkjumað- ur (sem hana grunaði reyndar að væri Picasso) svaraði og sagði hann vant við látinn. Að lokum fór hún heim til Picassos og var hleypt inn. Hún sat þrisvar fyr- ir, en fékk aldrei að sjá afrakst- urinn. Sumir segja að það hafi verið eins gott. A nokkrum teikningum Picassos sjást aðeins skartgripir Rubinstein og á síð- ustu teikningunum hefur andlit hennar breyst í úrillt fés Picass- os. Skapferli Picassos kom einn- ig fram í verkum, sem meiri al- vara bjó að baki. William Rubin, sérfræðingur í verkum Picassos, segir að málverk meistarans af ástkonum sínum Marie-Thérése Walter og Dora Maar séu nánast „sjálfsævisöguleg portrett". Oft er auðvelt að þekkja fyrir- myndir Picassos, en einnig getur það verið eins og að reyna að ráða gátu. Picasso, sem fæddist árið 1881 og lést árið 1973, sagði frá því hver mörg af módelum hans voru eftir að hann varð áttræður, en margt er enn óljóst. Rubin telur sig hafa komist að því að bandarísk kona, Sara Murphy, sem bjó ásamt manni sínum og börnum í Antibes í Suður-Frakklandi, komi fyrir í næstum 40 olíumáiverkum og 200 teikningum Picassos, þar á meðal myndinni „Hvítklædd kona“. Picasso kynntist Murphy þegar hann var ásamt fjölskyldu sinni í Antibes að sumarlagi. Hvarf úrlokaverkinu í einu tilfelli átti Murphy að vera með á mynd, en hvarf úr „KONUHÖFUÐ" var máluð 1941. Fyrirmyndin var Dora Maar. „MÓÐIR og barn“ frá 1938 sýnir Marie-Thérése Walter ásamt Mayu, dóttur sinni. lokaverkinu. Myndin „Panflaut- an“ er nú til sýnis á sýningu, sem stendur yfir í Basel í Sviss á verkum eftir Picasso, Giorgio de Chirico og Henri Matisse og nefnist Klassíkin og nútímalist. I sýningarskrá sýningarinnar í Basel er þetta verk sagt bera vitni bræðralagi og friðsæld fornaldar. Á teikningum, sem Picasso gerði þegar hann var að und- irbúa málverkið, virðist ætlunin hafa verið önnur. Á þeim eru þrír menn og ein kona, sem lík- ist Murphy, og virðist veisla í aðsigi. Við gegnumlýsingu kom í Ijós að útlínur allra fjögurra voru upprunalega rissaðar á strigann, sem „Panflautan" er máluð á, en endanlega málverkið sýnir aðeins tvo menn. Rubin setur fram þá tilgátu að Picasso hafi orðið ástfanginn af Murphy sumarið 1923. Ást Picassos hafi hins vegar ekki verið endurgoldin og þar með hafi listamaðurinn málað vendi- lega yfir útlínur Murphy í „Pan- flautunni". Sýningin Picasso og portrettið stendur í Museum of Modern Art til 17. september. Hún verð- ur sett upp í Grand Palais í Par- ís í október, en verður þá minni að umfangi. Sýningin í Lista- safni Basel stendur til 11. ágúst. i Fæðing sköpunarinnar Um þessi mánaðamót eru 198 ár frá því óratórían Sköp- unin eftir Joseph Haydn var frumflutt í Vínarborg. Þá, eins og endranær, voru gagnrýnendur ekki á eitt sáttir. Flestir fögnuðu og dásömuðu en aðrir töluðu um karakterlausa samsuðu. Það kom þó ekki í veg fyrir að óratórían var langvinsælasta verk Haydns langt fram á þessa öld og telst vera ein af tónlistarperlum 18. aldar. Milton og Móses Austurríkismaðurinn Frans Jos- ep Haydn (1732-1809) var í Lund- únum fyrir réttum tveimur öldum þegar honum var færður texti að óratóríu á ensku sem sagan segir að hafi í fyrstu verið ætlaður meist- ara barokksins, Georg Frederick Handel, um hálfri öld áður, en hon- um hafi ekki enst aldur til að sinna. Textinn, sem vafi leikur á hver setti saman í upphafi, var unninn uppúr Paradísarmissi enska ljóðaskáldsins Johns Miltons og sköpunarsögu Hljómar Sköpunarínnar tóku að óma í huga Josephs Haydns fyrir réttum tveimur öldum en þá komst hann yfir óratóríutexta sem byggði á Paradísar- heimt Miltons og Sköp- unarsögunni úr fyrstu Mósesbók. Asgeir Frið- geirsson segir frá tilurð verksins sem söngsveit- in Fílharmónía mun flytja í Langholtskirkju 4. og 5. maí nk. fyrstu Mósebókar. Haydn var þá á sjötugs aldri, virtur og naut hylli allt frá Lundúnum til Vínarborgar. Hæfileikalítill tónsmiður og bar- ón, Gottfried van Swieten að nafni, segir í æviminningum sínum að hann hafa hvatt Haydn eindregið til að takast á við þennan texta. Þegar Haydn var kominn aftur til Vínarborgar hafi þeir sest niður og umsamið verkið og hann síðan þýtt verkið yfír á þýsku. í Vínarborg á 18. öld, eins og í Reykjavík nú á tímum, voru til listamenn og listvinir sem höfðu mikil áhrif á menningarlíf sam- tímans þó svo verk þeirra væru léttvæg og söfnuðu fljótt ryki. Það var eitthvað annað en sköpunar- kraftur sem gaf þeim mátt og völd. Van Swieten barón var einn þess- ara manna. Hann gegndi margvís- legum embættum við hirðina í Vín- arborg og þegar þarna var komið sögu hafði hann verið patrónn og vinur Wolfgangs Amadeusar Moz- arts sem látist hafði fimm árum áður og velgjörðarmaður Ludvigs van Beethovens sem þegar var búinn að tileinka honum sína fyrstu sinfóníu. Van Swieten hafði tvímælalaust mikil áhrif á Sköpun Haydns. í handriti hans er að finna ýmsar tillögur og uppástungur um hraða og yfirbragð tónlistarinnar. „... afar einföld og slétt melódía ætti vel við þessi erindi svo orðin verði örugglega skilin“ - segir hann um 18. vers í upphafi annars þátt- ar. Haydn samdi gullfallegt og ein- falt tríó við þetta vers Sem uppfyll- ir allar óskir van Swietens og rúm- lega það. Verði Uós Sköpunin er í þremur hlutum. Fyrstu sex dagar sköpunarsögunn- ar er viðfangsefni fyrstu hlutanna tveggja. Þriðji hlutinn byggir á frá- sögn biblíunnar um syndafallið en erindin eru ekki trúarleg heldur ljóðræn og manneskjuleg. Tónlist Haydns er einföld og að- Morgunblaðið/Ásdís FRÁ æfingu Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Lnagholtskirkju, “1“ laðandi. Hann var mjög trúaður maður og helgaði sig þessu verki sem að rnati kunnugra ber öll merki þess. „Eg hef aldrei verið eins guð- hræddur og þegar ég samdi þetta verk,“ segir tónskáldið í ævisögu sinni. „Ég kraup á knén dag hvern og bað Guð að styrkja mig.“ Upphafskafli verksins er líklega sá kunnasti en þar endurspeglar tónlist Haydns í fyrstu óreiðu ver- aldar við upphaf sköpunarinnar. Form og hljómar þáttarins draga fram tilgangsleysi og ósamræmi tilverunnar áður en Guð hefst handa á fyrsta degi. Þegar Rafael erkieng- ill tekur síðan að syngja „í upphafi skapaði Guð himinn og jörð“, fer tónlistin að fá á sig sterkari svip. Þegar kórinn syngur í framhaldinu „Verði ljós“, er óreiðan orðin að kraftmikilli og fallegri hljómadýrð. Tónlistin baðar allt í sólskini. Sköp- unin er hafin. Þriðji hluti verksins, sem hefst á aríu Adams og Evu, naut mikilla vinsælda fyrst eftir frumflutning verksins. Seinna, einkum á síðari hluta 19. aldar og fram eftir þess- ari, þótti kaflinn vera antiklímax. Þá var algengt að sleppa honum. Þessi hluti er frábrugðinn hinum tveimur því Haydn skrifar hann í B-moll og E-moll til að draga betur fram drunga syndafallsins, en órat- órían er annars í hinum bjarta og glaðværa C-dúr. Áhugi á síðasta hlutanum óx á nýjan leik samhliða auknum skiln- ingi á hlutverki Haydns í tónlistar- sögu 18. aldar. Faðir sinfóníunnar Þó svo Haydn hafi verið virtur og eftirsóttur við ýmar hirðir í Evr- ópu var lengi vel litið á hann sem sporgöngumann Hándels og eins- konar upptakt að Mozart og Beet- hoven, sem einnig var nemandi hans. Hann var einskonar millibil og lifði því og starfaði stundum í skugga hinna miklu meistara. Tónlistarsagnfræðingar eftir- stríðsáranna hafa á hinn bóginn viljað auka veg og virðingu Haydns. Þeir telja að hlutverk hans sem tengiliðar hinnar klassísku tónlist- arstefnu sem ruddi sér til rúms um miðja 18. öld við þá barokhefð sem fyrir var, hafi verið vanmetið. í dag eru honum eignaðir ýmsir ávextir klassísku stefnunnar í tónlist. Hann er talinn faðir sinfóníunnar, bæði formsins og hljómsveitarskipaninn- ar. Þá er hann einnig sagður faðir strengjakvartettsins sem gerir hann um leið einn af upphafsmönnum kammertónlistarinnar. Haydn var dugmikið tónskáld. Hann samdi samtals 104 sinfóníur, 84 strengjakvartetta, yfir tuttugu óperur og fleira og fleira. 400 flytjendur Tónlistarunnendur hafa í tvær aldir dáð Sköpunina. Haydn stjórn- aði sjálfur frumflutningi verksins sem var fyrir valinn hóp mektar- manna. Heimildir herma að hann hafi bitið í varinar af eftirvæntingu á meðan hljómsveitin lék hvern þáttinn á eftir öðrum. Haydn þurfti engu að kvíða því óratóriunni var feiknavel tekið. Ári síðar í Vínarborg stjórnaði Haydn einnig fyrsta opinbera flutn- ingi verksins en í þeirri uppfærslu tóku þátt samtals 400 söngvarar og hljóðfæraleikarar. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í lok þeirra tónleika og í framhaldinu fór Sköp- unin sigurför um heiminn. Ár eftir ár í nærri tvær aldir hafa mörg af. virtustu tónleikahúsum veraldar boðið gestum sínum að hlýða á þetta meistaraverk Haydns og er svo enn. Sigurför Sköpunarinnar er ekki lokið. Höfundur er fclngi í Söngsveitinni Fílharmóníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.