Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 D 7 Álafosskórinn. Danskir myndlist- armenn sýna í Norræna húsinu Tónleikar í Digia- neskirkju FYRRI tónleikar Kórs Digranes- kirkju til styrktar orgelsjóði kirkj- unnar verða haldnir á morgun sunnu- dag kl. 17. Er kirkjan var byggð var farið þá leið að taka jafnframt í notk- un 19 radda pípuorgel sem smíðað var af Björgvini Tómassyni og orgel- sjóður sem á að greiða niður kostnað- inn við byggingu orgelsins. „Orgel þetta er talið eitt best heppnaða org- el af þessari stærð hér á landi og hefur vakið verðskuldaða athygli fyr- ir hljómgæði og fegurð. Hijómburður Digraneskirkju er einnig mjög ve! heppnaður og er kirkjan vinsæl sem hljómleikahús." segir í kynningú. Á þessum fyrri stórtónleikum koma fram Kór Digraneskirkju undir stjóm Smára Ólasonar, organista kirkjunn- ar, Bamakór Digranesskóla undir stjóm Kristínar Magnúsdóttur, Kór Nýja tónlistarskólans undir stjórn Ragnars Bjömssonar, Guðmundur Sigurðsson organisti Lágafeliskirkju leikur einleik á orgel kirlqunnar og Þórunn Stefánsdóttir og Þórunn Freyja Stefánsdóttir syngi'a einsöng við undirleik Kolbrúnar Oskar Ósk- arsdóttur. Auk þess kemur fram Jó- hann Stefánsson trompetleikari. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og rennur allur ágóði í orgelsjóð kirkj- unnar eins og áður sagði. Seinni stórtónleikar Kórs Digra- neskirkju til styrktar orgelsjóði verða sunnudaginn 12. maí með annarri dagskrá. NÚ Á næstu dögum verða haldnir ijölmargir tónleikar á vegum Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar. Mikil og öflug starfsemi hefur verið í skólanum í vetur, en tæplega fimm hundruð nemendur stunda nú nám í skólan- um. Fyrstu vortónleikarnir voru haldn- ir sunnudaginn 28. apríl en þá lék kammersveit skólans í Víðistaða- kirkju. Miðvikudaginn 1. maí verða vor- tónleikar skólalúðrasveitanna í Víði- staðakirkju og hefjast þeir kl. 20. Þar verður fiutt fjölbreytt efnisskrá en stjórnandi sveitanna er Stefán Ómar Jakobsson. Laugardaginn 4. maí verða tón- leikar strengjasveitanna og verða þeir í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, og hefjast kl. 17. Þar verða flutt fjölmörg verk fyrir strengjasveitir undir stjóm Katrínar Árnadóttur. Sunnudaginn 5. maí verða tónleik- ar strengjadeildarinnar í Hafnarborg og hefjast þeir kl. 10.80. Mánudaginn 6. mai verða tónleik- ar forskólans í Hafnarborg og hefj- ast þeir kl. 20. Þar koma fram um áttatíu nemendur í söng, leik og dansi. Föstudaginn 10. maí verða tón- leikar eldri deildarinnar í Hafnarborg og hefjast þeir kl. 20. Á tónleikunum koma fram margir af efnilegustu nemendum skólans og þeir sem lengst eru komnir í námi. Mánudaginn 13. maí verða vortón- leikar yngri deildarinnar í Víðistaða- kirkju og heíjast þeir kl. 20. Þar koma fram margir ungir en jafnframt efni- Vortónleikar * Alafoss- kórsins ÁLAFOSSKÓRINN í Mos- fellsbæ heldur sína árlegu vor- tónleika í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ, sunnudaginn 5. maí kl. 20. Á efnisskrá kórsins að þessu sinni eru íslensk kórlög, negra- sálmar og gospeltónlist. Einsöngvari með kórnum er Viktor Guðlaugsson, stjórnandi kórsins er Helgi R. Einarsson, en undirleikari Óskar Einars- son. Kórfélagar eru tæplega 40 talsins. legir nemendur í fyrsta sinn. Miðvikudaginn 15. maí eru að lok- um tónleikar söngdeildar skólans þar sem flutt verða bæði innlend og er- lend sönglög við píanóundirleik Sig- urðar Marteinssonar. Skólaslit Tónlistarskóla Hafnar- ijarðar verða fimmtudaginn 23. maí kl. 18 í Víðistaðakirkju. SÝNING á verkum dönsku mynd- listarmannanna Henriks Have og Sys Hindsbo verður opnuð á laugar- dag kl. 15 í sýningarsölum Norræna hússins. Sýningin er farandsýning og kemur hingað tii lands frá Lista- safni Færeyja í Þórshöfn. Áður hefur hún verið til sýnis í Danska húsinu í París og Danska bókasafn- inui í Flensborg. Danska mennta- málaráðuneytið og KIKU (Komi- teen for Internationale Kunstud- stillinger) hafa annast allan undir- búning og valið verkin á sýninguna. Vandáðar sýningarskrár fylgja sýn- ingunni. Henrik Have verður við- staddur opnun sýningarinnar. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 14-19 og stendur til 26. maí. Á sýningunni eru málverk unnin í olíu, akrýl og krít eftir Henrik Have og olíumálverk, raderingar og teikningar eftir Sys Hindsbo. Mótast af konseptlist og flúxus-stefnu Henrik Have er fæddur 1946. Hann hefur kennaramenntun frá Den Frie Lærerskole í Ollerup, en er annars sjálflærður í myndlist- inni. Henrik Have kom fyrst fram sem málari 1964. List hans hefur mótast af konseptlist og flúxus- stefnunni. Hann hefur notað bókina sem listform, þar sem málið og myndin mætast. Fyrsta bókin af þessu tagi, Sun after Lunch, kom úr 1971 og gætir þar áhrifa frá Joseph Kosuth og „Art and Lang- uage“. 1973 stofnaði Henrik Have til- raunaforlagið „Edition After Hand“. Forlagið gaf út í mörg ár meginverk rithöfunda s.s. Baudela- ire, Kafka og Musil. Bækurnar komu út í vönduðu og skrautlegu bandi og fremstu listamenn Dana gerðu lýsingar við textann. Upplag- ið var lítið og bækurnar voru núm- eraðar. Útgáfan var dýr og fáir kaupendur og svo fór að leggja varð forlagið niður. Henrik Have sneri sér þá aftur að málverkinu sem tjáningarformi, þar sem við- horf hans tii heimspekikenninga, trúarbragða og listasögu koma skýrlega fram. Firring nútímans og ofbeldi Sys Hindsbo er fædd 1944. Hún stundaði myndlistarnám með áherslu á grafík 1962-69 við Kon- unglega listaháskólann í Kaup- mannahöfn. Kennarar hennar voru Gottfred Eickhoff og Palle Nielsen. Hún sýndi fyrst opinberlega á Vor- sýningunni 1966. Sys Hindsbo hef- ur tilheyrt listahópnum Decembrist- erne. I grafíkverkum hennar endur- speglast sýn hennar á ómanneskju- legt umhverfi, firringu nútímans og ofbeldi í hvers konar mynd. Sys Hindsbo hefur auk þess mynd- skreytt margar bækur. ------» ♦ ♦------ Söngfélag Skaftfellinga í Laugarnes- kirkju SÖNGFÉLAG Skaftfellinga heldur vortónleika í Laugarneskirkju á laugardag kl. 15. Á efnisskrá eru innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Violetta Smit og undirleikari Pavel Smit. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. - Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals í Lands- bankanum til 30. júní. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböm Árnason til 9. júni. Önnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Hafnarborg Inger Sitter og Ive Hagen til 27. maí. Norræna húsið Henrik Have og Sys Hindsbo til 26. maí. Listhús 39 Guðrún Indriðadóttir sýnir til 19. maí. Við Hamarinn Ingibjörg Vigdís sýnir til 19. maí. Gallerí Sævars Karls Janet Pasehl sýnir. Gallerí Fold Gunnlaugur Stefán sýnir og Ingi- björg Hauksd. í kynningarh. til 19. maí. Nýlistasafnið Tumi Magnússon, Stefan Rohner, Magnea Þórunn og Illugi Eysteins- son sýna til 19. maí. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Finnu B. Steins- son og Ásmundar Sveinssonar til 19. maí. Gallerí Listakot 12 myndlistarkonur sýna. Gallerí Úmbra Gerður Guðmundsd. sýnirtil 15. maí. Ingólfsstræti 8 Rúrí sýnir til 25. maí. Gallerí Sólon íslandus Kristján Jónsson sýnir til 12. maí. Gallerí Stöðlakot Kristján Jón Guðnason sýnir. Gallerí Greip Vietor G. Cilia sýnir til 12. maí. Gallerí Hornið Ómar Stefánsson sýnir til 15. maí. Mokka Tómas Ponzi sýnir tii 9. maí. TOIMLIST Laugardagur 4. maí: Tónm.sk. Rvk. með tónl. í ísl. óp. Kamm- ertónl. í sal Tónlistarsk. Kóp. kl. 11. Söngf. Skaftf. í Laugarnes- kirkju kl. 15. Hádegistónl. í Akur- eyrarkirkju kl. 12. Bamatónl. í Möguleikh. kl. 16. Pia Raug á kaffi- húsatóni. á Sóloni íslandus kl. 16. Lúðrasv. Hafnarfj. í Víðistaðakirkju kl. 15. Sams. í Selfosskirkju kl. 17. Vortónl. alm. d. Tónsk. Sigursveins D. í Hraunbergi 2 kl. 14. og í Nor- ræna húsinu kl. 17. Tónl. söngnem. Tónlsk. í Keflav. í Ytri-Njarðvíkur- kirkju kl. 15. Maraþontónl. Kárs- neskóranna í Félagsh. Kóp. frá kl. 9. Stréngjasv.tónl. Tónlistarsk. Hafnarfj. í Strandbergi kl. 17. Söngsv. Fílharmónía í Langholts- kirkju kl. 17. Sunnudagur 5. maí: Söngh. Móðir jörð í Hveragerðis- kirkju kl. 16. Árnesingak. í Vina- minni Akranesi kl. 16. Kammersv. Kaupmannah. í Norræna húsinu kl. 16. Álafossk. í Bæjarleikh. kl. 20. Ljóðatónl. í Gerðubergi kl. 17. Vor- tónl. Tónlistarsk. í Reykjav. í List- as. ísl. kl. 20.30. Tónl. Suzukid. Tónlsk. Sigursv. D. í Hraunbergi 2 kl. 13. Stórtónl. í Digraneskirkju kl. 17. Lokatónl. Norrænna vísna- daga í sal Tónlistarsk. FÍH kl. 20.30. Steypustyrktartónl. Kórs Langholtskirkju kl. 20.30. Skóla- hljómsv. Grafarv. í hátíðarsal Húsa- skóla kl. 15. Tónl. Léttsv. Kvennak. Reykjav. að Ægisgötu 7 kl. 16. Söngsv. Fílharmónía í Langholts- kirkju kl. 17. Þriðjudagur 7. maí: Burtfararprófstónl. Hrafnkels Oma Egilssonar í Listas. fsl. kl. 20.30. Tónlistarvor í Fríkirkjunni kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Tröllakirkja lau. 4. maí. Þrek og tár fim. 9. maí, fös. Kardemommub. sun. 5. maí, lau. Kirkjugarðsklúbburinn lau. 4. maí, sun., lau. Sem yður þóknast sun. 5. maí., lau. Hamingjuránið lau. 5. maí, sun., lau. Borgarleikhúsið: Kvásarvalsinn lau. 4. maí, lau. Hið ljósa lau. 11. maí. íslenska mafían fós. 10. maí. BarPar lau. 4. maf, íos. Konui- skelfa lau. 4. maí, fós. Höftindasm. LR: Nulla mors sine causa lau. 4. maí. HafnarQarðai'Ieikliúsið: Himnaríki lau. 4. maí. Kaffileikliúsið: Grísk kvöld fim. 9. maí, lau. Kennslustundin fös. 10. maí. Engillinn og hóran lau. 4. maí. Kjallaraleikhúsið: Þijár konur stórar sun. 5. mai, fós., lau. Leikfélag Akureyrar: Nanna systir lau. 4. maí, sun., fös. Tjamarbíó: Páskahiet lau. 4. maí. Listaklúbburinn: Albee-kvöld mán. kl. 20.30. SAMANTEKT FELAGSVISINDASTOFNUNAR A SOLU BOKA I MARS 1996. UNNIÐ FYRIR MORG- UNBLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA Bóksölulisti 1 2 3 SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR Útg. Kirkjuráð í umboði Hins íslenska bibllufélags. ÍSLENSK ORÐABÓK Ritstj. Árni Böðvarsson. Útg. Mál og menning. ENSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK Ritstj. Jón Skaftason. Útg. Öm og Örlygur. 4AF bestu lyst Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. í samvinnu við Hjartanefnd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð. ICELAND THE WARM COUNTRY IN THE NORTH Torfi H. Tulinius. Myndir: Sigurgeir Siguijónsson. Útg. Mál og menning. 6 7 8 9 10 BOÐORÐIN 10 Útg. Eggert ísðlfsson og Hafsteinn Magnússon. DAGBÓK barnsins Útg. Setberg. BIBLÍAN Útg. Kirkjuráð í umboði Hins fslenska biblíufélags. UNGLINGSARIN Handbók fyrir foreldra unglinga. Þýð. Koibrún Baldurs- dóttir, Kristiaug Sigurðardóttir, Mímir Völundarson og Sigríður Björnsdóttir. Útg. Mál og menning. RÍKI UÓSSINS 2: MÓRI OG ÍSFÓLKIÐ Margit Sandemo. Útg. Reykbolt hf. Á NÆSTU dögum verða haldnir fjölmargir tónleikar á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Vortónleikar Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.