Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ EG FÆDDIST héma,“ svarar Kristleifur er hann er spurður hvað hann sé búinn að búa lengi í Húsafelli. Hann svarar þannig að spumingin hafi verið fremur kjánaleg og það má e.t.v. færa fyrir því rök ef grannt er skoðað. Samfelld ábúð afkom- enda séra Snorra Björnssonar hófst í Húsafelli árið 1811. Sjálf- ur lést Snorri árið 1803. Kristleif- ur býr að Húsafelli 3, en árið 1960 var jörðinni skipt upp milli þriggja systkina. Húsafell 2 á land austan svokallaðs Bæjargils og þjóðvegar um skóginn, en vestan þeirra marka er ríki Krist- leifs og fjölskyldu hans. Ferða- mannaþjónustan sem Húsafell er þekktast fyrir nú til dags er runn- in undan rifjum hans og rekin af fjölskyldunni. Kristleifur er fæddur ll.ágúst 1923 og bjó til 35 ára aldurs í „gamla bænum“ sem stendur hrörlegur, í bili a.m.k., ofar nú- verandi íbúðarhúsum í Húsafelli. Eins og hundur „Ég var eins og hundur. Bjó í sama herberginu við þriðja mann öll árin og gerði mér eng- ar væntingar með lífið. Þorsteinn bróðir minn fór hins vegar í nám og kom síðan aftur heim spreng- menntaður í lífefnafræði og sá einhveija rómantík í því að búa í sveit með slíka menntun og standa fyrir sjálfstæðum rann- sóknum. Svo sá hann að ákjósan- legra var að stunda slíkt við betri skilyrði og upp úr því fór ég aðeins að rumska. Leiðin lá á Hvanneyri og þá fór ég að hugsa með mér að ég þyrfti að fá mér konu og allt. Eg vissi af Sigrúnu í Fljótstungu, heimsótti hana og bað hennar. Það gekk alveg furðanlega. Við vorum ekkert búin að dingla saman, þannig að hún þurfti að hugsa sig aðeins um. En niðurstaðan hennar var sú að þetta myndi ganga upp. Og hér erum við enn.“ Það hefur veríð mikil bylting í lífi þínu? „Ég veit það ekki. Ég læt það allt vera,“ segir þessi jarðbundni og hægi maður. „Þetta var svo sem ekki mikil bylting, því lífíð hélt að mestu áfram sinn vana- gang. Hér voru kindur, kýr og hross, eins og gengur. Húsafell er ágæt jörð, góðir hagar. Smám saman drógum við þó úr búskap og síðustu árin höfum við Sigrún Reynst best að hætta við í hugum margra minnir nafnið Húsafell annars vegar á ættföður sveipaðan dulúð, Snorra prest, sem nútímamenn vita varla hvort var tröll eða maður, og hins vegar á drukkin ungmenni og útihátíðir á áttunda áratugnum. Útihátíðimar heyra nú sögunni til og skógurinn er óðum að jafna sig eftir álagið. Hins vegar svífur andi Snorra enn yfír vötnunum og nú stýrir búi í Húsafelli Kristleifur Þorsteinsson, en hann er sjötti ættliður frá Snorra presti. Guðmundur Guðjónsson og Ami Sæberg voru á ferð um Borgarfjörðinn iyrir skemmstu og tóku hús á Kristleifí og eiginkonu hans, Sigrúnu Bergþórsdóttur frá Fljótstungu. SPRUNGA síðan í jarðskjálftanum 1920. algerlega helgað okkur ferða- þjónustunni,“ segir Kristleifur. Það má segja að ferðaþjónust- an hafi byijað á sjöunda áratugn- um, er alls konar hópar fóru að halda mót. Fyrst voru það skátar í Sandgili. Síðan komu templarar og aðventistar. „Þá fóru ung- mennafélögin að sjá í þessu gróðamöguleika, færðu dæmið niður í skóginn og þar með fóru útihátíðirnar í gang svo um mun- aði. Fjölmennasta mótið var hérna árið 1975, en þá er talið að um 19.000 manns hafi mætt á svæðið. Upp úr því fór þessu að linna og mótshald lá niðri um nokkurra ára skeið. Félögin voru farin að tapa á þessu, en árið 1979 eða 1980 héldu Stuðmenn þó mót í hinum hluta skógarins. Það komu 5-6.000 manns,“ segir Kristleifur. Hvernig leist þér á þessar útihátíðir? „Mér fannst þetta vera eins og martröð. Alveg hroðalegt að horfa upp á þetta unga fólk vafra um drukkið. Það átti að heita áfengisbann og miklu af víni var hellt niður, en það dugði ekki til. Langt frá því. Þetta gekk svo langt að það urðu dauðaslys.“ En upp úr þessu fór Kristleifur að nýta sér að Húsafellsnafnið var orðið þekkt. Hann reisti greiða- og bensínsjoppu ásamt Guðmundi Þorsteinssyni í Efri Hreppi og hann segir nánar frá: „Síðan fórum við að byggja hús og leigja út. Byijuðum á tveimur og höfðum þau einföld og ódýr. Þegar fólkið kom í húsin fór auð- vitað að rigna og kom þá í ljós að húsin hripláku. Þá var að laga það, en þá vantaði rafmagnið, aðeins til einhver þráður sem ekkert gat. Svarið var að virkja Kiðá og kostaði það sitt og um tíma voru miklu meiri vextir en tekjur, Við tókum þá það til bragðs að selja húsin og leigja lóðimar undir þeim. Þannig náð- um við jafnvægi í reksturinn á ný. Þá héldum við uppbygging- unni áfram, byggðum sundlaug og lögðum golfvöll. Sundlaugar- húsið nýja hefur reynst okkur þungt, við viljum alltaf bæta þjónustuna, en núna erum við komin í sömu sporin og áður, með 20 milljón króna skuld á bakinu. Ég á eftir að finna út hvernig við leysum það mál.“ Er þá uppbyggingin stopp í bili? „Ég er nú orðinn svo helvíti gamall,“ segir Kristleifur, „samt hef ég gengið um tíma með skemmtilega hugmynd sem gam- an væri að koma í verk. Það er að reisa hringlaga gistiaðstöðu í skóginum. Innst í hringnum yrði sameiginlegt svæði og svo sam- anstæði hringurinn af sjálfstæð- um gistieiningum. Svona amer- ískur mótel-stíll. Ég hef látið teikna þetta og húsið myndi kosta 16-18 milljónir. Ég hef sótt um 10-12 milljóna króna styrk, en ekki fengið. Það er fróðlegt að bera það við hversu greiðlega það gekk að fá fína styrki fyrir fisk- eldið sem hér hefur verið rekið. Hvað ég geri er erfitt að segja í stöðunni. Það er erfitt að reikna út þróun í ferðamálum. Það hefur til dæmis dregið úr eftirspurn eftir sumarbústaðalóðum og gist- ingu. Það vantar slitlag hingað og margir setja það fyrir sig. Ætli ég hætti ekki við þetta með hringhúsið. Mér hefur alltaf reynst best í lífínu að hætta við. Og hætta svo við að hætta við. Annars verður einhvers staðar að hætta, unga fólkið er farið að líta á mann sem hálfgerðan úrgang. Maður eigi bara að fara og hvíla sig! Ég held að þar sé ég vanmet- inn. Ég er í lægri gír en áður, en er að sumu leyti hraðari og skarp- ari en unga fólkið. Heildardags- verkið er ekki lakara." Tóm lygi og vitleysa Kristleifur ber Húsafelli vel söguna, segir að þar sé yndislegt að búa, sérstaklega þegar veður er gott og sannarlega er veður- sælt á þessum slóðum í skjóli jökla og hárra fjalla. Arfleifð gamla prestsins, sem oft hefur verið kenndur við galdra, sveipar bæinn, skóginn og fjöllin í kring ákveðinni dulúð. Skammt frá íbúðarhúsunum er til dæmis blettur, Draugarétt, þar sem séra Snorri er sagður hafa sett niður eigi færri en 80 drauga sem flest- ir eða allir voru sendingar frá galdrakörlum norður á Strönd- um. Handverk Páls Guðmunds- sonar myndhöggvara, frænda Kristleifs, sem þarna á vinnu- stofu, dregur ekki úr dulúðinni. Út úr hveijum steini starir andlit á vegfarendur. Steinbúar, flestir höggnir til úr gijóti sem Páll hefur borið úr Bæjargilinu og þar segja sumir að sitthvað búi í klettunum. Hvað segir Kristleif- ur, hefur hann orðið var við drauga og álfa? Hér er aldeilis umhverfíð til þess. „Ég veit að allt er þetta tóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.