Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Mikill-meiri- mestur Ekki er í kot vísað í henni Reykjavík. Allt það framboð af menningar-og listviðburðum! Og svo komið snemmbært vor áður en búið er að vinsa úr það sem ekki má missa af þessa vetrar leik- sýningum, bíómyndum, mynd- listarsýningum o.s. frv. íslenskt vor kallar fólk út undir bert loft eftir inniveru vetrarins, út í garð að sýsla í moldinni, upp í sumarbústað að viðra út eða bara á göngu í Heiðmörk til að upplifa vorbirtuna og heyra í lóu, spóa og hrossagauki. Þrátt fyrir ofgnótt af öllu tagi eru vorkvöldin enn íslands dýrðar- djásn, sem aðrir eiga ekki sunn- ar á hnettinum þar sem skellur á hefðbundið myrkur og hlýja á sama tíma allt árið._ Fyrir happdrættisþjóð eins og íslend- inga hlýtur vorkoman að vera kærkomin spenna. í þetta sinn hreppum við happdrættisvinn- ingin, snemmborið gott vor. Eins dauði er annars brauð. Á góðu vori dregur vísast úr aðsókn að inniatburðum. Alveg er makalaust hve úrvalið er mikið í menningu og listum á vertíðinni sem er að líða og hver að verða síðastur að njóta. Margt athyglivert. Mest kom mér kannski á óvart stuttmynd eftir unga íslenska kvik- myndagerðarkonu, Margréti Rún, sem náði inn í kviku viðfangsefn- isins, flóttatelpunnar Albaníu-Láru og _ fjöl- skyldu hennar. Á 15 mínútum blasir við manni skír mannlegur harmleikur undir yfir- borðsfréttunum. Ekki kom á óvart að þetta er margverðlaunuð mynd. Um leið er sýnd frönsk mynd, sem líka verkar svona sterkt, um heiftina er myndast meðal aðþrengdra unglinga af óvelkomn- um kynþáttum í fá- tækrahverfum borg- anna og beinist í einn farveg, gegn lögreglu. Enda hefur myndin vakið athygli ungs fólks í Evrópu. Islenskar stuttmyndir eru nú að spretta fram, enda vitið meira en að æva sig á dýrustu kvikmynd í fullri lengd og vera í skuldahafti í fram- haldi. Gaman að sjá íslenska mynd sem stendur upp úr al- þjóðlegu stuttmyndaumhverfi. Sú tíð virðist iiðin að Islend- ingar sæki kvikmynd af því hún er íslensk, jafnvel þótt betur sé kynnt en erlendar. Dapurlegt er samt þegar góðar myndir — og slíkar hafa verið gerðar á síðastliðnu ári — fá ekki sömu aðsókn og góðar útlendar. Tár úr steini fékk að vísu nær 20 þúsund íslenska bíógesti, en mér þykir súrt að mynd eins og Benjamín dúfa skyldi ekki höfða eins til íslendinga og hún virðist gera til erlendra. Kannski er meðverkandi að er- lendar góðar myndir koma nú hingað um leið og þær vekja athygli erlendis, eins og hin ijúfa mynd „Vonir og vænting- ar“, sem enn gengur. Af nýlegum myndlistarsýn- ingum kom kannski mest á óvart stórfengleg myndbandasýning Steinu Bjarnadóttur Vasulka á Kjarvalsstöðum. Sýningin Eld- rúnir, síkvikar innsetningar á mörgum stórum skermum beggja vegna hrifu upp úr skón- um. Það er einstök upplifun að standa þarna í myrkrinu með þetta leifrandi í kring um sig. Og kennir manni að vera ekki í fyrir- fram stellingum eftir „kynningar", sem í þessu gátu ekki verið annað en lélegar eftirlíkingar, ekki síst í sjón- varpi, þar sem bara sáust leift- urblettir. Maður lærir hve mikill munur getur verið á listum beint í æð og „endurgerðum". Aðrar sýningar, eins og myndir Kjarv- als í Listasafninu og Barböru Árnason í Gerðarsafni, koma að vísu okkur heimafólki ekki eins á óvart, en sýna samt nýjar hlið- ar á þessum vel þekktu lista- mönnum, Barböru í fjölbreyttn- inni og Kjarvals af saltfisk- myndum Landsbankans sem lánþegar hjá bankastjórum hafa vísast einir augum litið. Frábært að þessar sýningar eru uppi þegar erlendir ferðamenn koma til að kynnast íslenskri menn- ingu. Úrval er af fjölbreyttum leik- sýningum og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjálfri finnst mér leiksýning að stórum þræði vera orðsins list, kann minna að meta „þáttagerð- artegundina", þar sem texti og þráður er sífellt rofinn með söng og músik. Kýs fremur annað- hvort orðið eða þá sungna óperu. Sýningin „Þijár konur stórar" náði því vel til mín með þessum safamikla texta, þar sem endur- tekningar eru ofnar inn í eins og stef. Ekki hefur verið létt fyrir Helgu Bachmann að læra allan þann nær viðstöðulausa texta alla sýninguna, sem hún flytur svo engin blæbrigði þess- arar gömlu konu fara fram hjá manni. Það gera hinar tvær leik- konurnar líka í hennar mynd á ýmsu aldurskeiði. Slæmt ef hús- næðisleysi þarf að skera á þess- ar sýningar. Gróskan í menningarlífinu á þessu fámenna landi er furðu- lega mikil. Hefur kannski ekki hvað síst sprungið út á skömm- um tíma í söng og tónlist og nú er stutt í listahátíð með frumsaminni óperu Jóns Ás- geirssonar um hið íslenska við- fangsefni Galdra Loft. Maður bíður með eftirvæntingu. Landi sagði við mig suður í París um daginn að Islendingar sköruðu orðið langt fram úr öðrum þjóðum í músíkinni, það segðu blöðin og marktækir ræðumenn (hér heima?). Skaust upp í hugann frábær listsýning sem þar er um list- málarann Corot, sem þarlendir höfðu aðgang að sér til list- „ ræns uppeldis alla síðustu öld, meðan bókstaflega engin slík næring af neinu tagi var hér. Hjá þessari átaksþjóð væri kannski farsælt að gefa sér obbolítinn tíma til að festa ræturnar fyrir grobbi. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur _________MANNLIFSSTRAUMAR_________ ÁN ÞRÖSKULDfl/i/v/ arkitektar óþarfir? Slæmt aðgengi að guðshúsum FRÆNKA mín sem fermdist um daginn spurði prestinn sinn hvor ekki væru allir velkomnir í hús guðs. Tilefnið var kirkjan hennar sem er gjörsamlega óaðgengileg, hvort heldur að komast inn eða að fara upp að altarinu og meðtaka sakra- mentið. etta er Háteigskirkja og verð ég að segja að fáar opinberar þyggingar eru jafn illfærar sem hún. Áminning frænku við prest og ferm- ingarsystkini varð þess valdandi að meðhjálparinn kom til mín þegar ég mættti við ferm- inguna hennar og bauð mér að prest- urinn kæmi til mín með náðarmeðulin ef ég óskaði þess. Eftir messuna kom presturinn til mín og afsakaði að ekki væri betra að- gengi og sagði mér auk þess að nýja safnaðarheimilið, upp á tvær hæðir, væri lyftulaust þar sem ákveðið var að geyma að setja hana upp, sökum kostnaðar. Einkaeignarhús Undanfarna daga hef ég verið að skoða íbúðir sem hentað gætu hreyfihömluðum, einkanlega sérbýli. Einbýlishús, rað- eða parhús, jafnvel sérhæðir. Satt að segja varð mér mjög bylt við, þar sem ég upppgöt- vaði að fæstar þessar íbúðir stæðust byggingareglugerðir sem gilda í dag og hafa gilt síðastliðinn áratug eða tvo. Hús sem byggð hafa verið á síðustu árum, en þar sem um einka- eignir var að ræða var ekki talið þörf á að fara að lögum. Það eru sett lög um brunavarnir og burðar- þol og mönnum gert að fara eftir þeim, en þegar kemur að aðgengi, dyrabreidd og stærð salerna er ann- að upp á teningnum, þá er það spurningin um „einkaeigur" manna. Opinber hús Um daginn átti ég leið í tvö hús sem teljast opinberar byggingar, báðar um tuttugu og fimm ára gaml- ar. Byggingarnar áttu það sameigin- Háteigskirkja legt að vera óaðgengilegar. Fyrst fór ég í „nýtt“ hús tannlæknadeildar Háskóla íslands. Þegar ég kom að húsinu sá ég heljarmiklar tröppur, en skábraut, mjög bratta, upp megn- ið af þeim. Á bílastæðinu var sér- merkt bílastæði fyrir fatlaða, vel stórt, en aðeins merkt í malbikið og því ekki sjáanlegt þegar snjór er á jörðu. Svo heppilega vildi til að nokkrir nemar áttu leið þar um og aðstoðuðu mig upp tröppurnar og inn um stífa hurðina. Er inn var komið var allt sæmilega rúmgott og lyfta í húsinu. Mér var sagt að fatl- aðir skyldu koma kjallaramegin, því þar var slétt inn og fara síðan upp með lyftunni. Hitt húsið var lögreglustöðin við Hverfisgötu, en þangað eiga margir erindi til að ná í vegabréf, ökuskýr- teini greiða sektir o.s.frv. Hér eru nokkrar tröppur en líka nægilegt rými til að setja skábraut, ef vilji væri fyrir hendi. Lögregluþjónarnir sem þarna starfa eru vissulega boðn- ir og búnir til aðstoðar, en hvernig maður geti náð til þeirra þegar kom- ið er að húsinu er ekki ljóst. Hæfni arkitekta I flestum tilfellum er ekki við arki- tektana að sakast því þeir teikna í dag eftir ákveðnum stöðlum, en svo breyta menn húsunum sínum að geðþótta. Þegar kemur að því að breyta eldra húsnæði sem þeir hafa sjálfir teiknað endur fyrir löngu er eins og þessir góðu menn kunni ekki eða hafi ekki lengur það hug- myndaflug sem þarf til að standast nýjar aðstæður. Getur það verið að arkitektar upp til hópa séu svona illgjarnir í garð hreyfihamlaðra, eða eru þeir bara ekki betri fagmenn? Spyr sá sem ekki veit. Mér var sagt að arkitektinn að Háteigskirkju neitaði að láta setja skábraut við tröppurnar, því það skemmdi heildarsvip kirkjunnar. Ég velti því fyrir mér hvort sá góði maður hafi ekki hugsað um hvers vegna menn byggi kirkjur og hvaða tilgangi þær eigi að þjóna. Hvort honum hafi ekki verið uppálagt að teikna guðshús sem skyldi þjóna öll- um. Það sem svekkir mig mest er ekki aðstöðuleysið, lélegt aðgengi o.s.frv. heldur að finna stöðugt fyrir því að vera einhver annars flokks þegn og alltaf settur aftar í röðina, fara inn bakdyramegin eða vera uppá aðra kominn. Lyftan er látin bíða, ská- braut „skemmir" heildarmynd húss- ins, hægt er að fá ódýrari hurðir, ef þær eru ekki full breiðar o.s.frv. o.s.frv. Vera ekki einu sinni viðurkenndur sem fullgildur meðlimur hjá kirkj- unni, sem boðar stöðugt að allir séu jafnir fyrir Drottni allshetjar, en Háteigskirkja er ekki eina óaðgengi- lega kirkjan í landinu, því miður eru þær hreint ótrúlega margar og jafn- vel nýlegar. Þetta ætti að vera gott umhugs- unarefni nú í fermingartíðinni fyrir alla, ekki hvað síst fyrir arkitekta og aðra byggingarhönnuði, að ég ekki tali um þá sem framkvæma verkin. eftir Guðmund Magnússon TÆKNI Ódýran geimrann- sóknir oggeimferðir Bilið milli geimsins og gufuhvolfsins er að minnka. Mörk á milli ferða innan gufuhvolfs og utan þess verða ekki aðeins óljósari með nýrri gerð farþegaflugs, þar sem farþegum yrði kastað meginhluta leiðar skammt utan gufuhvolfsins, heldur verður smám saman ódýrara og sjálfsagðara að komast út úr gufuhvolfinu. Gera má ráð fyrir að farþegaflug lengri flugleiða fari á næstu öld fram í einhvers konar kynblendingi flugvélar og margnota eldflaugar, sem klífur á hreyflum langleiðina upp úr loft- hjúpnum en setur eldflaugahreyfla af stað í um 30 km hæð uns hreyfing- in er nógu hröð og loftmótstaða nógu lítil til að megnið af leiðinni er farið í fijálsu kasti, rétt eins og steini sé kastað. Einföld ástæða þess arna er orku- og tímasparnaður. Minni orka fer í að ná upp kasthraðanum og vera laus við loftmótstöðuna en að erfiða gegnum lofthjúpinn alla leið, eins og farþegaflugvélar nútímans gera. að er ekki aðeins farþegaflugið sem mun taka breytingum næstu áratugi. Geimferðir og geim- rannsóknir hafa orðið að taka mið af nýjum aðstæðum, bæði tæknileg- um og ekki síst fjárhagslegum. Meðan á kalda stríðinu stóð var litið á geimferðir sem sönnun á gæð- um þjóðfélags- gerðar og litlu til sparað beggja vegna járntjaldsins sáiuga til að vinna kapphlaupið. Orkufrekar dýrar einnota lausnir, t.d. hvað varðar eldflaugar, voru notaðar. Nú er öldin önnur. Ekki er ausið fé í rannsóknaráætlanir né í þróun farkosta. Ráðamenn innan geimferðaáætlana hafa orðið að hugsa eins og flakkarinn í sögunni um naglasúpuna: Hafa skal það sem hendi er næst en hugsa ekki um það sem ekki fæst. Notast er við ýmis- legt það sem er fyrir á markaðnum til annarra nota, svo sem tölvubún- að, og æ stærri hluti útbúnaðar er endumýttur. Eldflaugamar verða eins þreps og margnota. Þetta gerir miklar kröfur til efnisins sem þær em byggðar úr og verður aðeins hægt með nýjum málmblöndum. Flaugarnar verða sendar annaðhvort lóðrétt upp — og verða þá látnar lenda lóðrétt með afturendann niður og hemla með útblæstri — eða að EINS þreps eldflaug á skot- sleða. Skotpallurinn er graf- inn í fjall. þær verða sendar upp af sérstökum skotbrautum sem eru grafnar í jörðu, þar sem skotsleði rennur á ofurleiðandi segulmögnuðum teinum og sleppir flauginni á um hljóð- hraða. Sleðinn hemlar og býr sig undir að bera næstu eldflaug af stað. Eldflaugin hefur sparað mikið elds- neyti, en hröðunin á fyrstu sekúnd- um eldflaugaskots og klifur í þétt- ustu loftlögunum næst jörðu eru orkufrek. En allt í allt má segja að allar þessar aðferðir taki langt fram ofurstói-um einnota flaugum nútím- ans og kostnaður við þær verður brot af kostnaðinum við að senda geimfeiju upp með burðareldflaug, þar sem ekkert er notað að nýju nema feijan sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.