Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓIMLIST Hátæknivædd danstónlist HVERGI er eins mikið að gerast og í danstónlistinni, svo mikið reyndar að það er til að æra óstöð- ugan að fylgjast með. Afbrigðin eru fleiri en gott er að henda reiður á; ho- use, jungle, techno, hiphop, trance, garage, hardbag og downtempo svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem ekki eru inn- vígðir í þessa leyndardóma eiga iðulega erfitt með að greina á milli, en sú tónlist sem er einna vinsælust í dag, house, þekkja flestir sem afbrigði af diskótónlist fyrri tíma. Housetónlist á rætur að rekja til Chicago og þróaðist þar uppúr diskóinu i upphafi níunda áratugarins undir styrkri stjórn ýmissa spámanna, þar á meðal Frankie Knuckles, sem stýrði Ware- house- klúbbnum og fleiri frumheija. Diskóið var eiginlega búið að vera á þeim tíma; kafn- aði í flóði af ódýru poppi, en dansáhugamenn í Chicago sáu sér leik á borði, hirtu það heillegasta og sköpuðu nýjan stíl, harðari, þéttari og um leið villtari, sem þeir kölluðu house. Þeir sem lengst hafa náð í housetónlist eru vel mennt- aðir tónlistar- og tækni- menn, enda er það að semja gott houselag meira en setj- ast niður og berja saman kassagítarslagara, ekki síst þar sem lagahöfundurinn er yfirlitt líka útsetjari, upp- tökustjóri og hljóðfæraleik- ari samtímis. Mikil gróska er í þouse- tónlist um þessar mundir sem sannast af hverri af- bragðssafnplötunni af ann- arri. Mest gaman er þó að heyra plötur sem eru verk eins manns og þar ber hátt plata tónlistarmannsins Brians Transeaus. ima, sem var ein besta plata síðasta árs fyrir hugmyndaauðgi og frumleika. Undrabarn Brian Transeau er gott dæmi um nýja gerð tónlist- armanna sem áður er getið; hámenntaður og -tækniv- æddur. Hann á franskan föður og norska móður, var undrabarn í tónlist, tveggja ára var hann farinn að spila á píanó, og honum sóttist vel nám í út- setningu, tónsmíð- um og rafeindatónl- ist. Þrettán ára kynntist hann rapp- inu og framtíðin var ráðin. Hann lagði þó ekki námið á hilluna, en eyddi öllum frí- stundum í lagasmíð- ar og danstónlist- argrúsk. Á endanum bauðst honum nám í virtum tónlistar- skóla á góðum námsstyrk. Þar entist hann í ár að hann hóf tónlistarferilinn fyrir alvöru. Transeau hefur starfað með ýmsum listamönnum sem vonlegt er, þar fyrsta fræga að telja DeepDish félaga, þó ekki beri hann þeim vel söguna, segir þá hafa svikið sig og féflett, sem sannar að fjármálunum er eins háttað í öllum gerð- um tónlistar. Fyrstu breiðskífu Trase- aus, áðumefndri ima, var afskaplega vel tekið þegar hún kom út í lok síðasta árs en fram að þessu hefur hún verið torséð hér á landi. Meðal annars völdu lesend- ur breska tónlistarblaðsins Muzik hana plötu ársins og önnur tónlistarblöð hófu hana upp til skýjanna, sem hún stendur hæglega undir því heilsteyptara og skemmtilegra verk er vand- fundið á þessari tónlistar- skeggöld. eftir Árna Matthíasson mVARLA hefur það farið fram hjá neinum að safnað er fyrir tón- iistarhúsi og hefur verið safnað alllengi. Liður í þeirri söfnun var að fyr- ir tveimur árum voru haldnir merkilegir tón- leikar í íþróttahúsinu í Keflavík þar sem Sinfó- níuhljómsveit íslands flutti Lifun Trúbrots með aðstoð ýmissa söngvara, þar á meðal Sigríðar Beinteins- dóttur, Björgvins Halldórssonar, Eyj- ólfs Kristjánssonar, Daníels Ágústs Har- tddssonar og Stefáns Hilmarssonar. Hljóm- sveitinni stjómaði bandaríski stjómandinn Ed Welch, en Gunnar Þórðarson sá um út- setningu. Tónleikamir þóttust takast svo vel að þeir voru endurtekn- ir í Háskólabíói í tví- gang og og ákveðið að taka þá upp í seinna skiptið. Upptökumar voru síðan gefnar út á disk sem dreift var til styrktaraðila Samtaka um tónlistarhús. Nú hefur stjóm samtak- anna tekið höndum saman við hljómplötu- útgefendur og verður diskurinn fáanlegur í öllum helstu hljóm- plötuverslunum á höf- uðborgarsvæðinu og geta menn eignast hann með því að greiða ár- gjald Samtaka um tón- listarhús. Saf n af gömlu efni HUÓMSVEITIN Reptilcus hefur verið iðin við að senda frá sér plötur undanfarin misseri þá yfirleitt á vegum erlendra útgefenda. Þannig gaf þýskt fyrirtæki fyrir skemmstu út á diski upptök- ur frá fyrsta ári sveitarinnar og gefið var út á snældunni Temperature of Blood. Guðmundur I. Markús- son, helmingur Rep- tilicus, segir að þýska útgáf- an Cat’s Heaven hafi lýst áhuga sínum að gefa upp- tökurnar út eftir að hafa heyrt snælduna uppruna- legu. „Efnið er gamalt, og ólíkt því sem við eram að gera í dag, en við höfum aldrei séð ástæðu til þess að breiða yfir það að einu sinni vorum við yngri og vitlausari. Að auki er þessi diskur heimild um það sem við gerðum á okkar fyrsta ári, og miðað við viðbrögð okkar hörðustu fylgismanna og þær umsagnir sem þegar hafa birst, var þetta hárrétt ákvörðun." Guðmundur segir að þeir hafi upphaflega fullunnið upptökurnar og því ekkert þurft að eiga við þær fyrir útgáfu á disk. Reptilicus hefur verið lítið fyrir tónleikahald gefin og Guðmundur segir að ekki sé fyrirhugað tónleikahald að sinni. „Fyrir utan mjög fá skipti, t.d. er við lékum í Vínarborg síðasta vor, hef- ur spilamennska verið tímasóun fyrir okkur; við hugum fyrst og fremst að upptöku efnis og útgáfu." Framundan hjá Reptilic- us er sitthvað; „við erum þessa stundina að gera vef- síðu og undirbúningur fyrir stutta uppákomu á net- tengdri listahá- tíð í maí, Drápu, er gangi. Ann- ars eram við á frum-frum- stigi með næsta disk og eram í framhjáhlaupi að skoða hvað er not- hæft af tónleika- upptökum, við höf- um tekið upp nær alla tónleika, en við höfum tækifæri á að gefa út 1-3 tónleikadiska á þessu eða næsta ári.“ Mikið af hugmyndum í NÝLOKNUM Músíktil- raunum bar meðal annars til að fyrsta techno-sveitin lét í sér heyra. Sú heitir Flo’, leikur ambientskotið techno og komst í úrslit þó ekki hafi hún komist á verð- launapall. Flo_ er skipuð Jóhannesi Árnasyni og Birni Ófeigssyni, en þeir komu reyndar fram undir dulnefn- um í tilraununum; vildu láta tónlistina skipta öllu máli. Þeir segjast hafa ákveðið að starfa saman í árslok 1993 og ekki hafi liðið á löngu þar þeir voru komnir með öll tæki á einn stað og farnir að semja. Flo’ hefur troðið upp öðru hvora með frumsamda dag- skrá, en þeir segjast ekki hafa velt því fyrir sér enn sem komið er að gefa út. Það sé þó lítið mál, því vegna eðlis tónlistarinnar og tækjabúnaðarins séu þau lög sem þeir hafi lokið við nánast sjálfkrafa tilbúin til útgáfu. „Við eigum nokkuð af lögum, en mikið af hug- myndum,“ segja þeir, „enda er það oft að við fáum ein- hvetja hugmynd sem við tökum upp og löngu síðar fellur hún inn í eitthvað allt annað." Flo’-liðar segjast ekki verða varir við annað en að rokkunnendur kunni að meta tónlist þeirra, sérstak- lega yngri rokkáhugamenn. „Það eru allir að hlusta á allt,“ segja þeir, „og það virðist sem allir séu um- burðarlyndari; ef eitthvað er varið í tónlistina þá gefa þeir henni tækifæri.“ Jóhannes og Bjöm segja að tónlistin hafi alltaf verið hálfgert tómstundagaman, enda hafi þeir ekki starfað markvisst að tónsmíðum og upptökum. „Það má segja að við höfum tekið þátt í Músíktilraununum til þess að hafa eitthvað ákveðið að stefna að og ýta þannig við okkur,“ segja þeir og bæta við að framundan sé meira starf, því tilraunirnar hafa hvatt þá til frekari afreka. „Ætli það megi ekki segja að við séum að fara af stað á fullu núna,“ segja þeir og kíma, „1996 er okkar ár.“ Tómstundagaman Jóhannes og Björn Flo’-liðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.