Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 B 15 LIFSBROT ÁHEIM- STÍMDU Myndir Ragnar flxelsson Texti Guðni Einarsson ÞEGAR vorar hrindir Eyjólfur Guómundur Ólafsson ó Isafirði bóti sínum úr vör. Hann rær einn ó trill- unni Rúnu IS 1/4. Trillan heitir eftir konunni hans, Guðrúnu Friðrikku Pétursdóttur, sem dó 74 óra að aldri. Þess vegna vildi Eyjólfur fó skrósetningarnúmer- ið IS 74 en það var ekki ó lausu svo hann bætti bara 100 við. Guðrún var ekkja með tvö börn þegar þau Eyjólfur rugluðu saman reitum. Þau eign- uðust sex börn til viðbótar. Börnin og stjúpbörnin búa ó Isafirði, Akureyri og Eskifirði. Eyjólfur verður óttræður þann 27. desember næstkomandi. Hann er fæddur í Reykjavík en kom vestur með móður sinni ó fyrsta óri og hefur verió fyrir vestan síðan. Eyjólfur byrjaði ó sjónum þegar hann fór g síld 1 9 óra gamall. Hann lærði til stýri- manns á Isafirði og fékk réftindi á 70 tonna bát. Eyjólfur hefur verið á rækju, síld, færum og línubátum í útilegum á Breiðafirði. „Þá var ekkert nema svona þorskur á línuna," segir hann og breiðir út faðminn. „Það sást ekki smáruslið. Þetta var saltað í bátinn. Við fórum svona fjórar legur yfirleitt, bátarnir voru nú ekki stórir greyin." Svaðilfarir á sjónum Eyjólfur býr nú á Dvalarheimilinu Hlíf á Isafirði. Upp um veggi í íbúðinni eru myndir af bátum og sjómönnum, húsinu hans og ættingjum. „Þetta er Isbjörninn," segir Eyjólfur og bendir á eina bátamynd- ina. „Hann strandaði í Deildinni 1 939. Þetta var í stríðinu. Við vorum á útilegu og beittum í lestinni. Lönduðum í skip á Bíldudal. Við vorum búnir að beita aftur en þá gerði norðaustan veður svo við lögóum ekki en fórum áleiðis heim til Isafjaróar. Báturinn strandaði á skeri og fékk voða högg á EYJÓLFUR Guðmundur Ólafsson er á heimstími á Rúnu, Skutulsfjörður og Hnífsdalur fyrir stafni. Undir kára steinbítar á hrognum. Eyj- ólfur er ekki hrifinn af snurvoðinni sem fang- ar steinbítana þótt þeir líti ekki við agninu á krókum handfærisins. hælinn, en fór aftur á flot. Við heistum seglin og drifum svolítið frá skerinu og inn á víkina. Þar var sæmilegt veður, en hánótt og svartamyrkur. Skipstjórinn lét útbúa litla jullu sem við höfðum í davíðum. Hann lét setja fjórtán belgi á hana. Báturinn sökk úti á víkinni, en við komumst allir tólf á jullunni í land. Allir í einu, það var ekkert spursmál. Hún hefði ekki haft það nema með belgjunum.“ I víkinni voru tveir bæir. Skipbrotsmennirnir gengu heim á þann sem var nær, en þar ansaói enginn. „Vió fórum á fremri bæinn. Þá kom fólkið frá hinum bænum að vita hverjir þetta hefðu verið, þar höfðu allir verið sofandi." Eyjólfur lenti öðru sinni í sjávarháska á báti sem hann átti með Ólafi syni sínum og hét Bára. „Við feðgarnir vorum keyrðir niður hérna vestur af Ritnum. Við vorum á færum og grynnkuðum á okkur. Það kom stærri bátur sem sigldi beint á móti sólu, hún var nýrisin úr hafi. Hann sá okkur ekki og sigldi á Báruna. Eg var sofandi og Ólafur minn nýkominn niður. Báran sökk fljótlega, hún var særð að aftan. Eg komst i bjarghringinn og Ólafur í gúmmíbátinn. Við lentum báðir í sjónum en var bjargað um borð í hinn bátinn," segir Eyjólfur. Staðið við færin Eyjólfur segist hafa dálítið staðið við færin um ævina, en gerir lítið úr því hvað hann sé fiskinn. Eitthvað þekkir hann af miðum og segist bara róa í góðu veðri núorðið. „Annars eru að verða svo mikil bönn á þessu. Það er ekki hægt að kalla þetta róðra," segir hann. Venjulega setur Eyjólfur Rúnu fram í maí. Hann. hefur að jafnaði róið á sumrin og farið fram í Djúp- ið, útundir Bolungarvík, en segist lítið fiska. „Það hefur dregið mikið úr því upp á síðkastið. Maður þarf að fara utar til að -fá betra. Eg bölva snurvoð- inni. Þetta er bara dulbúið troll núorðið, ekki snurvoð eins og var í gamla daga," segir Eyjólfur. „Fimmtán tonna bátur hérna er með 800 faðma af tógi á tromlu. Haldið þið að það sé spil í honum? Það er ekki lítil glenna sem menn geta farið í. Þeir eru lengi að draga þetta saman. Þetta getur ekki verið hollt fyrir lirfurnar sem eru að brölta af stað, svona veikburða. Þorskurinn og ýsan eru uppáhaldsfiskar Eyjólfs. Hann heldur líka upp á steinbítinn sem hrygnir fram af Dölunum á leiðinni út í Bolungarvík. „Þetta tekur enga beitu á meðan. Þarna liggur hann bara í hring utan um hrognin, svo er þessu mokað upp með snurvoðinni. Það líkar manni ekki vel." Allt soltid Eyjólf langar að nudda við sjómennskuna svo lengi sem hann hefur heilsu. Hann kann vel við sig á sjónum, verður fljótt brúnn og sællegur, og þykir vænt um vini sína múkkann og rituna. Stundum setur^ hann lifrarbrodd á húfuna og lætur rituna sækja. „Hún er svo flink og maður hefur gaman af henni., Múkkinn er líka vinur minn, þetta er á sjónum hjá manni. Það eru vandræði með múkkann þegar, maður er að slægja. Hann hefur farið ofan í vélar- hús hjá mér, en ég náði honum áður en hann slas' aði sig. Þetta er allt soltið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.