Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 05.05.1996, Side 1
 NISSAN VANETTE VINNUBÍLL MEö DÍSILVÉL - RENAULT FRUMKYNNIR PREMIUM VöR UBÍLALÍN- UNA - EVl RAFBÍLLINNíNÁVÍGI Muems nr. aw.uuu,- moi MAMTlOIN BtCCISTA NtfOINNI Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. 1 9 4 í - I 9 ? 4 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 -------------------:----------------------- 1996 SUNNUDAGUR 5. MAÍ BLAÐ Glltiisrlif DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA , t 7 ■'---------—1---------r— BMW 5201 sport- legur og lágaður BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar, umboðsaðili BMW, frumkynnir um helgina 1997 árgerð BMW 5. Þetta er fjórða kynslóð bílsins en hann hefur verið óbreyttur frá 1989. Bíllinn er með nýju útliti, allur ávalari og rennilegri. BMW 5 var ekki smíðaður sem árgerð 1996 og kemur nú á fyrri hluta árs sem 1997 árgerð. Bíllinn sem kynntur er hér á landi er af gerðinni 520i, með sex strokka, 1.991 rúmsentimetra vél með sex ventlum á strokk. Hámarks- hestaflafjöldi er 150 við 5.900 snún- inga á mínútu og togið er 190 Nm við 4.200 snúninga á mínútu. í bens- ínvélum 5-línunnar er svokallaður DME búnaður, sem kalla mætti við- haldsvaka,' því búnaðurinn skynjar bilanir i vél áður en þær skemma út frá sér. Þegar ekið er í BMW 520i heyrist nánast ekki í vél og vegar- hljóð eru hverfandi. Mlkill búnaður Það er sérstök tilfínning að setj- ast upp í BMW 520i. Ökumannsrým- ið er aðskilið frá farþegarýminu með stórum stokk en mælar eru allir mjög einfaldir og ekkert er verið að flækja hlutina með óþarfa. Dökkur viðarlisti gengur út á hurðirnar og fjölmargir stillimöguleikar í sæti tryggja að vel fari um ökumann. Þetta er bíll sem hrein unun er að aka, kraftmikill, hljóðlátur og afar stöðugur á vegi. BMW 520i er vel búinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna tvo líknar- belgi, ABS-hemlakerfi, sjálfskiptingu með spólvörn, diskahemla að fram- an og aftan, samlæsingu með þjófavörn, vélarlæsingu og höfuðpúða í aftur- rymi. BMW 5-línan frá 3,6 milljónum króna. BMW 520i er með sex strokka, 150 hest- afla vél og er hlaðinn búnaði. Morgunblaðið/Júlfus Fimmtán vélar á dag í Barcelona RENAULT V.I. frumkynnti nýja vörubílalínu í Barcelona í síðustu viku. Fyrirtækið hefur aldrei lagt út í jafnvíðtæka kynningu á nokkrum bíl fyrr. Þá þrjá daga sem kynningin stóð yfir í Barcel- ona, Blainville og Deauville í Frakklandi, lentu að meðaltali fimmtán flugvélar á dag á flug- vellinum í Barcelona með gesti Renault Alls voru um 2.000 blaðamenn viðstaddir frumkynn- inguna í Barceiona fyrsta kynn- ingardaginn. Þar var greint frá tilurð Premium línunnar sem tók þrjú ár að skapa. Yfirmenn Re- nault og dótturfyrirtækja sem staðsettir eru víðsvegar um heiminn komu fram á stórum skjá með aðstoð gervihnatta- tækni og héldu uppi samræðum við stjórnendur kynningarinnar í Barcelona. Mikla hrifningu vakti þegar Formula 1 keppnis- bíll Renault og Williams var dreginn fram i sviðsljósið. Frank Williams, sem stjórnar keppnisl- iðinu, hélt stutta tölu og mátti af undirtektum viðstaddra merkja að maðurinn er í miklum metum, jafnt hjá Renault mönn- um sem öðrum ibúum á megin- landi Evrópu. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.