Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður VMSI um næstu kj arasamninga Kaupmáttur verði eins o g hjá grönnum okkar í EES BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, sagði að í umræðum um kjaramál á sambandsstjórnarfundi VMSÍ um síðustu helgi hefði komið fram það sjónarmið, að í næstu kjarasamning- um ætti að semja um að kaupmáttur verkafóiks á íslandi yrði sá sami og almennt væri á Evrópska efnahags- svæðinu. Hann sagði að þessu mark- miði yrði ekki náð nema með umtals- verðri hækkun á kauptöxtum. „Alþingi hefur tekið um það ákvörðun að Island skuli vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar með hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um að við skulum vera hluti af því lífsformi og lífskjörum sem er á EES. Við horfum eðlilega einkum til kaupmáttar í okkar nágranna- löndum. Það er ljóst að það munar mjög miklu á kaupmætti og það hlýt- ur að vera eðlilegt að í næstu kjara- samningum sé tekið alvarlegt skref í þá átt að lífskjör hér á landi verði þau sömu og í nágrannalöndunum," sagði Björn Grétar. Björn Grétar sagði að menn horfðu að sjálfsögðu á málin í heild við þennan samán- burð, þ.e. skatta, vinnutíma o.s.frv. Hann sagði að sambandsstjórnar- menn myndu á næstu vikum og mánuðum ræða undirbúning næstu kjarasamninga í einstökum félögum á þessum nótum. Hann sagði að inn- an Verkamannasambandsins hefði ekki verið mótuð formleg afstaða til þess hvort samið yrði til lengri eða skemmri tíma. Það færi eftir inni- haldi samninga og trausti milli samningsaðila. Vinnumarkaðsfrum- vörpum mótmælt „Ég held, miðað við fyrri reynslu, að fyrsta skrefið í jöfnun iífskjara milli íslands og nágrannalanda okk- ar mætti ekki varða til lengri tíma. Við höfum bitra reynslu af því að binda okkur til langs tíma. Við verð- um fyrst að sjá hvort samningsaðilar okkar eru í alvöru tilbúnir til að stefna að hækkun kaupmáttar hér á landi til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndum okkar." Sambandsstjórnarfundurinn sam- þykkti ályktun á fundi sínum þar sem vinnubrögð stjórnvalda við framsetningu og framlagningu breytinga á lögum um starfskjör og réttindi launafólks eru harðlega for- dæmd. Fundurinn krafðist þess að stjórnvöld hættu við þessar laga- breytingar og samtökum launafólks yrði gefinn kostur á að leiða málið til lykta með samningum. „Fundurinn áréttar að verkalýðs- hreyfingin var tilbúin, og raunar þegar komin í viðræður við atvinnu- rekendur, til lausnar málsins. Það var hins vega'r val stjórnvalda að eyðileggja þá vinnu með framlagn- ingu frumvarps til laga án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Vinnu- brögð af þessu tagi sýna betur en orð fá lýst hverjar eru áherslur stjórnvalda gagnvart samtökum launafólks." Morgunblaðið/Kristinn VOR VIÐ AUSTURVÖLL AVaureen Fieminj & Companj Lii9 h á t í A & í R e v k i a v í k Miðasalan opin Bankastræti 2 sími: 552 8588 96 Frelsi í fjarskipt- um rætt áfram ÁKVEÐIÐ var á fundi hjá Alþjóða- viðskiptastofnun (WTO) í Genf á þriðjudag að halda viðræðum um frelsi í fjarskiptum áfram til 15. febr- úar 1997. Til grundvallar verða lögð bestu tilboð ríkja um fyrirkomulag fjarskiptamarkaðar eins og þau lágu fyrir hinn 30. apríl síðastliðinn þegar viðræðunum átti að ljúka samkvæmt fyrri ákvörðun. Fyrrgreind tilboð verða fryst til 15. janúar 1997 og segir Guðmund- ur B. Helgason, sendiráðsritari og varafastafulltrúi íslands hjá Al- þjóðaviðskiptastofnuninni, að þá fyrst gefist viðkomandi ríkjum fjög- urra vikna tækifæri til að aðlaga þau samningaviðræðunum. Er það gert til að tryggja stöðugleika á mörkuðum og koma í veg fyrir að einhver tilboð verði dregin til baka. Ákvörðunin breytir ekki fyrra sam- komulagi um opnari fjarskiptamark- að frá 1. janúar 1998, að Guðmund- ar sögn. Skekkja samkeppnisstöðu Mikil óvissa ríkti um niðurstöðu viðræðnanna fyrr í vikunni því Bandaríkjamenn voru ósáttir við til- boð ýmissa Asíuríkja, sem ekki hugðust aflétta einokun á fjarskipta- markaði heima fyrir í náinni fram- tíð. Þá segir Guðmundur að ýmis ríki Evrópusambandsins hafi sett ákvæði um takmarkaða eignaraðild erlendra á fjarskiptamarkaði heima fyrir, sem ekki hafi heldur fallið Bandaríkjamönnum í geð. Hafi þeir talið að það myndi skekkja sam- keppnisstöðu að opna sinn markað frekar fyrir þessum ríkjum. Viðræður um frelsi í fjarskiptum hafa staðið í tvö ár og hafði verið ráð fyrir gert að þeim yrði lokið 30. apríl 1996. Guðmundur segir að engin spjót hafi staðið á íslending- um. „Við erum með mjög gott tilboð á borðinu og erum á sama róli 0g nágrannalönd í Skandinavíu og Evr- ópu,“ segir hann. Breyti engu þar um að í tilboðinu sé greint frá því að einokunaraðstaða Pósts og síma haldist þar til Alþingi ákveði annað því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið segir fyrir um opinn samkeppnismarkað í fjarskiptum. Samningahópi á vegum Álþjóða- viðskiptastofnunar er gert að, halda viðræðum áfram innan níutíu daga frá því að fundi lauk hinn 30. apríl síðastliðinn og segir Guðmundur að tvíhliða viðræður milli ríkja haldi jafnframt áfram fram á næsta ár. Vandamál raddbandalausra Framfarir síð- ustu ár í þjálfun og aðgerðum Una Sigrún Jónsdóttir ALAUGARDAG lauk í Reykjavík þriggja daga norrænni ráð- stefnu Nýrrar raddar, félags fólks sem géngið hefur und- ir brottnám barkakýlis og raddbanda. Ráðstefnuna sátu 73 erlendir fulltrúar ásamt formanni Evrópu- sambands slíkra félaga, sem íslenska félagið er aðili að. Fimmtán íslendingar sátu ráðstefnuna. Una Sigrún Jónsdóttir er formaður Nýrrar raddar á íslandi, hvaða mál var efst á baugi á ráðstefnunni á Grand Hót- eli? - Lífsmöguleikar þeirra- sem gengist hafa undir brottnám barkakýlis og raddbanda voru mikið rædd- ir. Talað var um áhættu- þætti, svo sem reykingar, matarræði, áfengisneyslu. Ef reykingar og áfengisneysla fara saman þá er fólk í tvöfalt meiri hættu á að fá krabbamein í háls. Mataræði getur líka haft áhrif, svo sem mikil neysla á alls kyns auka- efnum. Lífsmöguleikar eru yfirleitt góð- ir, einkum ef fólk kemur nægilega snemma, áður en meinið nær að breiðast út. Fólk er misjafnlega undir svona áfall búið. Sumir fara fljótlega út á vinnumarkaðinn og lifa sínu lífi að mestu eins og áð- ur, en aðrir hafa minni sálarstyrk, reyna að loka sig af og geta ekki nema með miklum stuðningi náð fótfestu í umhverfinu á ný. - Eru þetta erfiðar aðgerðir fyrir sjúklinga? - Þegar ég gekk í gegnum þetta fyrir 25 árum var þetta erfið að- gerð. í dag er þetta öðruvísi. Að- gerðin tekur skemmri tíma en sál- arlega er hún áreiðanlega jafn erfið fyrir sjúklinginn og hún var. Talþjálfun hefst fljótlega eftir að sárið er gróið eftir aðgerðina. Þá tekur talmeinafræðingur við sjúkl- ingnum og fer að kenna honum að tala upp á nýtt. Þar sem radd- böndin eru farin verður að nota vélindað til þess að tala með. Mað- ur gleypir loft og þrýstir því upp, notar raunverulega ropa til að mynda orð. Það er einstaklings- bundið hve fljótt fólk kemst upp á lag með þetta. I dag eru komnar nýrri aðferð- ir. Sett er „protensa", lítið stykki, á milli vélindans og lungnapípu, þetta auðveldar sjúklingnum að ná upp loftinu og hann byrjar fyrr að tala en áður gerðiát. Sumir ná ekki að læra að tala með þessari aðferð. Þá er notaður „vibrator" sem er settur undir kverkina, þá myndast eins konar rafrödd, vel skiljanleg. - Hafa miklar framfarir orðið að öðru leyti í meðferð þessara sjúkl- inga? - Á ráðstefnunni var m.a. kynnt sérstök sía sem sett er yfir opið á hálsinum. Hún heldur mátulegum raka í hálsinum sem er mik- ilvægt því lungnapíp- unum hættir til að þoma upp éf ekki er rétt rakastig á loftinu sem fólk andar að sér. Einnig var rætt um mikilvægi þess að fólk sem hefur gengist undir svona aðgerð sinni þeim sem nýlega hafa verið skornir og segi þeim frá reynslu sinni og reyni að leiðbeina þeim. Hér á landi er rætt við sjúkl- inginn fyrir aðgerð og á eftir og hann látinn vita að hann geti haft samband við einhvem úr félaginu ► Una Sigrún Jónsdóttir er fædd á Siglufirði árið 1931. Eftir skyldunám hóf hún störf á hinum almenna vinnumark- aði. Hún starfaði nokkur ár við fiskvinnslustörf. Árið 1952 flutti hún til Reykjavíkur og var fyrst í vist þar og vann sveita- störf á sumrin. Síðari árin hefur hún stundað framreiðslustörf. Frá árinu 1984 hefur hún verið matráðskona hjá Krabbameins- félagi íslands. Maður hennar var Friðþjófur Þorsteinsson, forstjóri Efnagerðarvals. Hann er látinn. Þau eignuðust þrjú börn en tvö börn átti Una fyrir. - Hve margir eru í Nýrri rödd hér á íslandi? - Félagið var stofnað 22. des- ember 1980. í dag eru félagar fimmtán en að jafnaði hafa þeir verið í kringum tólf. Félagið á aðild að evrópusambandi slíkra félaga, Norðurlönd hafa sameinast um einn fulltrúa þar. Enginn ís- lendingur hefur gegnt því starfi enn sem komið er. Þessi félög eru miklu stærri erlendis og starfa af meiri krafti, þess vegna er mikill ávinningur fyrir okkur hér að fá svona margt fólk hingað og heyra hvað helst er á döfinni í öðrum löndum í þessum efnum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er haldin hér á landi en við höfum sent fulltrúa á ráðstefnur erlendis þriðja hvert ár. - Hvernig tekur umhverfíð við því fólki sem hefur gengist undir svona aðgerð? Það tekur misjafnlega við því. Sumir veigra sér við að tala við okkur sem höfum ekki lengur raddbönd til að tala með. Aðrir skilja okkur illa. Þeim sem fyrir þessu verða hættir þá til að draga sig til baka og fyllast vanmáttar- kennd. Við þessu hefur verið reynt að bregðast með aukinni fræðslu. T.d. hefur fulltrúi frá Nýrri rödd farið á nám- skeið hjá þeim sem eru að hætta að reykja hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og einnig hef- ur verið útbúið myndband þar sem tveir sjúklingar segja frá reynslu sinni og ræða um skaðsemi reykinga. Þetta myndband er sýnt í skólum en það þyrfti að fara víð- ar. Það þarf að fræða fólk í þjóðfé- laginu enn betur um vandamál þeirra sem missa raddböndin, þá yrði auðveldara fyrir fólkið að að- lagast samfélaginu eftir að hafa Kynna þarf vanda þeirra sem missa raddböndin hvenær sem hann vill. gengist undir aðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.