Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 11 FRÉTTIR Ky nningar fundur um sameiginlega rannsóknarmiðstöð Evrópusambandsins Möguleikar Islendinga auk ast til rannsóknarstarfa ÍSLENSKIR vísindamenn og stofn- anir hafa mikla möguleika á að tengjast inn í rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni á vegum sameiginlegrar rannsóknarmið- stöðvar Evrópusambandsins (SRM), að sögn Magnúsar Guðmundssonar, landfræðings hjá Landmælingum íslands. Hann er tengiliður íslands í svokölluðu CEO-verkefni (Center for Earth Observation), sem einnig er á vegum Evrópusambandsins (ESB) og miðar að því að auðvelda og auka notkun á gervitunglamynd- um. Möguleikar Islendinga til þátt- töku í hinum ýmsu verkefnum voru nýlega kynntir á fjölsóttum fundi Kynningarmiðstöðvar Evrópurann- sókna á Hótel Loftleiðum. „Sérstök áhersla var lögð á tvær stofnanir innan SRM, þá sem fjallar um um- hverfismál og hina sem fjallar um fjarkönnun, sem er tækni til að kanna jörðina með gervitunglum. Fram til þessa hefur sú tækni verið tiltölulega óaðgengileg þeim sem hafa viljað nýta sér gervitungla- myndir, þar á meðal Islendinga," sagði Magnús. Þær rannsóknir sem íslendingar gætu tekið þátt í snúa meðal annars að jarðskjálftum, jarðskorpuhreyf- ingum, eldgosum, jöklabreytingum, kortagerð, landeyðingu og ekki síst hafrannsóknum, þar sem hægt er að fylgjast með þörungum á yfir- borði hafsins og hafstraumum, svo dæmi séu nefnd. „ísland er mjög vænlegur kostur til að setja upp verkefni af þessu tagi en það er ókostur hversu fáir við erum. Með því að tengja saman fjármagn ESB og aðstæður á íslandi getur náðst mun meiri kraftur í þau verkefni sem íslendingar eru að fást við.“ Magnús kvaðst vona að útkoma fundarins yrði meðal annars aukin notkun íslendinga á gervitungla- myndum og öðrum þeim gögnum sem fara um hendur SRM. Þá sagði hann að hugmyndir í sambandi við radargervitunglamyndir hefðu kviknað á fundinum, sem hugsan- lega geti leitt til verkefna. „Þær hugmyndir tengjast því að mæla og fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Islandi. Einnig vonumst við til að íslenskir vísindamenn og stofnanir sæki um styrki til þess að vinna verkefni í samvinnu við aðrar Evr- ópuþjóðir," sagði Magnús Guð- mundsson. Andlát GUÐRÚN JÓNS- DÓTTIR GUÐRÚN Jónsdóttir frá Prest- bakka lést á sjúkrahúsi í Reykjavík á sunnudag tæplega áttræð að aldri eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Guðrún var fædd á Staðarhóli í Dalasýslu 18. júlí árið 1916, dóttir hjónanna séra Jóns Guðnasonar prests þar og konu hans Guðlaugar Bjartmarsdóttur. Hún lauk prófí frá Hérðasskólanum á Reykjum í Hrútafírði árið 1932. Hún fór síðan til náms í Danmörku 1938 og var við nám og störf erlendis með hléum í á annan áratug. Guðrún kom heim til íslands árið 1953 og starfaði við kennslu og við ritarastörf hjá Tryggingastofnun ríkisins, á Náttúrufræðistofnun ís- lands og á jarðvísindastofu Raun- vísindastofnunar Háskóla íslands þar til hún komst á eftirlaun um miðjan níunda áratuginn. Þá hóf hún nám í mannfræði við Háskóla Islands og hélt að prófi loknu hér á landi til framhaldsnáms í Bergen í Noregi. Lauk þar cand.mag. prófi í mannfræði og var að skrifa doktorsritgerð um krabba- meinslækningar fyrir daga nútíma- læknavísinda er hún lést. Guðrún fékkst ætíð mikið við rit- störf. Meðal annars skrifaði hún tvær skáldsögur á yngri árum, auk þess sem smásögur eftir hana birt- ust í ýmsum blöðum og tímaritum. Maki Guðrúnar var Guðmundur Steinn Einarsson, kennari við Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík. Hann lést fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust tvo syni. * Attalus binding-kmúnating ✓ Plasthúðun - innbinding ✓ Allur vélbúnaður - og efni ✓ Úrvals vara - úrvals verð J. ftSTVfllDSSON h'F. Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 552 3580 PHILCOI SIMI SÆTUNI 569 15 OO Philco þvottavél 800 sn. WMN862 Verð nú: 54.600 kr. Afsláttur v/ eldri vélar: 8.000 kr. Tilboðsverð: 46.600 kr. 5% stgr. afsláttur: 2.300 kr. Staðgreiðsluverð: 44.300 kr. Visa í 18. mán. meöalgr. á mán. 3.005 m/ vöxtum og kostn. Fyrir 8-10 þúsund kr! Þetta tilboö gildir um allar Philco vörur: Þvottavélar, þurrkara og ísskápa. Notaöu tækifærið og komdu gömlu græjunni í verð, það skiptir engu máli í hvernig ástandi hún er eða af hvaða gerð. Við sækjum hana meira að segja heim til þín um leið og þú færð þá nýju! Verðdæmi: Philco ísskápur 180x60 sm. CBR25 Verð nú: 79.900 kr. Afsláttur v/ eldri ísskáps: 10.000 kr. Tilboðsverð: 69.900 kr. 5% stgr. afsláttur: 3.500 kr. Staðgreiðsluverð: 66.400 kr VÍSa í 18. mán. meðalgr. á mán. 4.460 m/ vöxtum og kostn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.