Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRJÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR tóku nokkur lög. Fjallaklifrarar vinna við viðgerðir á Kefla- víkurflugvelli Vogum - Viðamiklar viðgerðir eru að hefjast á þaki stóra flugskýlisins á Keflavíkur- flugvelli og nú er verið að Ieggja öryggisnet undir þakið í um tuttugu metra hæð. Karl Ingólfsson er verktaki við netalagninguna og hefur með sér fjóra starfsmenn vana klifri. Þeir eru allir félagar í Islenska alpaklúbbnum og þar á meðal er Björn Baldursson Islandsmeistari í klifri innan- húss. Viðgerðin á skýlinu er framkvæmd í áföngum og eru um eitt þúsund fermetrar af öryggisnetum lagðir í senn. Mikil vinna er í kringum neta- lögnina þar sem skera þarf út fyrir bitum óg stoðum og sauma netið saman á staðnum. Höfn 100 ára Hornafirði - Á næstkomandi ári eru 100 ár liðin síðan byggð á Höfn hófst. Fyrirhugað er að halda upp á þessi tímamót með ýmiskonar uppákomum allt árið 1997 en hátíðarhöldin munu rísa hæst á Hátíð í Hornafírði sem er í júlíbyijun. Undirbúningur fyrir afmælið er þegar hafinn og hefur verið skipuð nefnd til að vinna að skipulagningu. Öllum sem liggja á hugmyndum hverskonar er vinsamlegast bent á að koma þeim sem fyrst til nefndarmanna eða á bæjaskrifstofurnar. Afmælishátíð á Húsavík á verkalýðsdegi Húsavík-l. maí hátíðarhöldin á Húsavík voru tileinkuð 85 ára af- mæli Verkalýðsfélags Húsavíkur, en forveri þess var Verkamannafé- lag Húsavíkur, stofnað 11. apríl 1911. Síðan sameinaðist Verka- kvennafélagið Von, stofnað 28. apríl 1918, Verkamannafélaginu hinn 5. apríl 1964 og var þá félög- unum gefið nafnið Verkalýðsfélag Húsavíkur. Sameiningin hefur reynst vera báðum félögunum til hagsbóta. Hátíðarhöldin hófust með ávarpi Aðalsteins Á. Baldurssonar, formanns félagsins, en hátíðar- ræðu dagsins, 1. maí, flutti Bene- dikt Davíðsson, forseti ASÍ, og sagði hann kjörorð dagsins „Til framtíðar án fjötra“. Meginmál hans var gagnrýni á þau lög, sem hann taldi vera skerðingu réttinda launafólks, sem ríkisstjórnin hygð- ist nú knýja fram gegn vilja þorra landsmanna og með því að tor- velda samninga um næstu ára- mót. Ríkisstjórnin ætlaði að fjötra verkalýðshreyfinguna áður en til næstu samninga kæmi. Sögu verkalýðsfélaganna rakti Aðalsteinn Árni í stórum dráttum, en gat þess jafnframt að verið væri að vinna að útgáfu sögu félaganna og verkalýðsbarátt- unnar á Húsavík á þessari öld og fyrirhugað að sú saga kæmi fyr- ir almennings sjónir á þessu ári. í tilefni tímamótanna var Helgi Bjarnason gerður að heiðursfélaga verkalýðsfélagsins en hann hafði um áratuga skeið unnið ötullega að málefnum félagsins og verið formaður þess í 14 ár, eða lengur en nokkur annar. Saga félagsins gefin út Formaður félagsins, Aðalsteinn Árni, sagði að stjórn þess hefði talið ákjósanlegast að minnast þessara tímamóta, ekki með mikl- um veisluhöldum, heldur með út- gáfu sögu félagsins og gjöfum til framfara-, menningar- og líknar- mála og í því sambandi afhenti hann á samkomunni Sjúkrahúsinu á Húsavík og Borgarhólsskóla, grunnskólanum, veglegar pen- ingagjafir til tækjakaupa. Fyrr á árinu höfðu Völsungi og Styrktar- félagi aldraðra verið færðar gjafir. Með söng og tónleikaflutningi skemmtu Álftagerðisbræður, tríó- ið Þríund og nemendur úr tónlist- arskólanum og Einar Georg Ein- arsson flutti gamanmál. Stéttarfélögin í sýslunni buðu samkomugestum, sem voru um 600, til kaffidrykkju að lokinni dagskrá og sátu menn við sam- ræður fram eftir degi. Kvikmyndasýningar fyrir hina yngri voru í samkomuhúsinu. MIKILL fjöldi gesta mætti á 1. maí hátíðina á Húsavík. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson+ BJÖRN Baldursson og Karl Ingólfsson á burðarbita í um tuttugu metra hæð. Fundur um nýsköpun og atvinnumál í Stykkishólmi Tekið á atvinnuleysi áður en til þess kemur Stykkishólmi - Haldinn var fundur í Stykkishólmi 18. apríl sl. þar sem Jón Erlendsson, verkfræðingur hjá Upplýsingaþjónustu Háskóla Is- lands hélt fyrirlestur sem hann nefndi „Nýjar hugmyndir um ný- sköpun og atvinnumál". Að fund- inum stóðu Efling Stykkishólms, Lionsklúbbur Stykkishólms, Rotary- klúbbur Stykkishólms og Stykk- ishólmsbær. Jón Erlendsson fjallaði fyrst um Upplýsingaþjónustu Háskólans og starfsemi hennar. Síðan rakti hann hugmyndir sínar um atvinnubætur í stað atvinnuleysisbóta. Hann lýsti fyrir fundarmönnum nýrri framtíð- arsýn, þar sem tekið er á atvinnu- leysi áður en til þess kemur. Hug- mynd hans er byggð á þremur meg- inþáttum: Atvinnuuppbyggingu, þ.e. skylduvirkni atvinnulausra, sí- menntun og sjálfsnámi og eflingu framtaks og nýsköpunar. Þessar hugmyndir hafa hlotið stuðning stjórnvalda og verkalýðs- félaga og mun fyrsti liður þeirra koma fram í frumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi næsta haust. Jón lagði mikla áherslu á að almenn- ingur eigi greiðan aðgang að nám- skeiðum og hvers konar upplýsing- um og að símenntun verði sjálfsagð- ur liður í starfsævi hvers manns. Það mun gera hann færan um að Morgunblaðið/Árni Helgason JÓN Erlendsson og Sturla Böðvarsson sátu fyrir svörum á fund- inum um nýsköpun og atvinnumál í Stykkishólmi. bregðast við breytingum sem kunna að verða í atvinnulífinu og hann verði alltaf viðbúinn áður en til at- vinnuleysis kemur. Fundinn sat Sturla Böðvarsson alþingismaður og sat hann fyrir svörum ásamt Jóni að loknum fyrir- lestrinum. Umræður urðu líflegar og bar ekki á öðru en að fundar- menn tækju hugmyndum Jóns vel. Greinilega kom fram í máli Sturlu að rödd Jóns hefur náð eyrum stjórnvalda, en þeir luku máli sínu með því að leggja áherslu á að það öryggi sem vinnandi fólk og at- vinnulausir njóta nú muni ekki verða frá þeim tekið og allar breytingar á atvinnuleysistryggingum muni gerðar með gætni. Fundurinn var vel sóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.