Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 21 ÚRVERINU Utandagskrárumræður fara fram um hvalveiðar á Alþingi í vikunni Stuðniiigur við hvalveiðar Tollsvikí Noregi NORSKA tollgæslan hefur fundið 140 fölsuð upprunavptt- orð frá fiskútflytjendum í Ála- sundi en þau taka til 26.000 tonna af blautverkuðum salt- fiski og 1.800 tonna af þurr- fiski. Er um að ræða útflutning fyrir rúmlega 10 milljarða ísl. kr. Það þýðir aftur, að útflytj- endurnir verða að greiða allt að 1,3 milljarða kr. aftur til kaupendanna, ríkja innan Evr- ópusambandsins. Norska toll- gæslan hefur áður staðið að svipaðri rannsókn og þá sem nú að kröfu ESB. UTANDAGSKRÁRUMRÆÐUR verða um hvalveiðar á Alþingi, lík- lega á fimmtudag, að beiðni Guðjóns Guðmundssonar, þingmanns sjálf- stæðisflokksips, en tíu ár eru nú lið- in frá því að íslendíngar hættu hval- veiðum formlega. Vísindaveiðar voru hins vegar stundaðar fram á sumar 1989. Norðmenn hafa nú ákveðið að nærri tvöfalda hrefnuveiðikvóta sinn í ár, en þeir hófu hvalveiðar að nýju í hittiðfyrra. í ár leyfa þeir veiðar á 425 dýrum. Vart hefur orð- ið aukinnar kröfu frá norskum hrefnuveiðimönnum um að hefja útflutning á hvalkjöti, en frá því að þeir hófu veiðarnar að nýju, hafa þeir miðað þær við innanlandsmark- að eingöngu. Guðjón sagðist í samtali við Verið vera mjög hlynntur því að íslending- ar hæfu hvalveiðar að nýju og hefði hann flutt tillögur um það ítrekað á síðasta kjörtímabili. Hann sat að auki í sérstakri hvalanefnd, sem sjávarútvegsráðherra skipaði T993, og skilaði hún áliti sínu 1994. Sú nefnd var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka og komst hún að sameiginlegri niðurstöðu um að rétt væri að hefja hvalveiðar að nýju. „Manni sýnist allt benda til þess að farið verði að veiða þessi verðmæti á ný. Að minnsta kosti virðist ríkja mikill stuðningur við þá hugmynd ef marka má endalausar ályktanir, sem eru að berast frá samtökum útvegsmanna, sjómanna og öðrum aðilum vinnumarkaðarins. Einnig samþykktu fulltrúar á annað hundr- að þjóða í Alþjóðaþingmannasam- bandinu nýlega stuðning við sjálf- bæra nýtingu sjávarspendýra. Al- þingi íslendinga getur ekkert verið stikkfrítt í þessari umræðu. Því fór ég fram á utandagskrárumræðu og vil reyna að ýta við því að stjórn- völd taki ákvörðun um að leyfa hval- veiðar. Við verðum að fara að taka af skarið og láta slag standa. Þor- steinn Pálsson lýsti því yfir í svari við fyrirspurn frá mér í haust að væntanleg væri frá sér tillaga um hvalamál í vetur. Ég ætla m.a. að inna hann eftir því hvernig málinu líði,“ segir Guðjón og bætir við að þjóð, sem lifði nær eingöngu á sjáv- arútvegi, gæti ekki lengur látið und- an kröfum öfgasamtaka, sem störf- uðu í nafni umhverfisverndar. Hólmarar fá nýjan togara Stykkishólmi. Morgunblaðið. NÝR SKUTTOGARI, Hamra- Svanur SH-201, kom til heima- hafnar í Stykkishólmi laugardag- inn 27. apríl sl. Eigandiþessa nýja skips er Sigurður Ágústsson ehf. Skipið er keypt frá Akureyri og hét áður Oddeyrin EA-210. Skipið var smíðað á Akureyri árið 1986 og er eitt af svokölluðum raðsmiðaskipum er voru smíðuð í Slippstöðinni á þessum árum. Hamra-Svanur er 274 brúttólestir og er hann 38,8 metra langur. Bráðum verða liðin 40 ár síðan togari var síðast gerður út frá Stykkishólmi. Það var síðutogari sem bar nafnið Þorsteinn þorska- bítur. Síðan þá hefur togaraút- Morgunblaðið/Árni Helgason FRÁ komu Hamra-Svans SH-201 ti! heimahafnar í Stykkishólmi. gerð legið þar niðri og því kominn tími til að Hóhnarar taki þátt i togaraútgerð að nýju. Hamra- Svanur er útbúinn frystitækjum og fer hann fljótlega á rækjuveið- ar á Flæmska hattinum og aflar hráefnis fyrir rækjuvinnslu Sigurðar Agústssonar ehf. Fjöl- menni var á bryggjunni til að fagna komu togarans og var öllum boðið að skoða skipið og þiggja veitingar. IjL -w Samiðn SAMBAND IÐNFÉLAGA Ein heild Samiðn, samband iðnfélaga, var stofnað 8. maí 1993 sem landssamband iðnfélaga til þess að sameina kraftana og mynda stærri og öflugri heild launafólks. Samiðn vinnur að bættum hag félagsmanna í kjaramálum, atvinnumálum, félagsmálum og menntamálum. Innan Samiðnar eru byggingarmenn, málmiðnaðarmenn, bíliðnamenn, netagerðarmenn og garðyrkjumenn. Aukiðafl Félagsmenn í aðildarfélögum Samiðnar eru 5500. Þegar fjölskyldur þeirra eru meðtaldar hafa hátt í 20 þúsund manns beinan hag af starfi sambandsins. Yfir 1000 fyrirtæki víðs vegar um land njóta starfskrafta félagsmanna Samiðnar. í Samiðn er nú 31 aðildarfélag. Rétt til inngöngu hafa félög og deildir launafólks í iðnaði um land allt. Þessi félög og deildir rnynda Samiðn: Fé/ag garðyrkjumanna Málarafélag Reykjavíkur Bíliðnafélagið Félag blikksmiða Félag járniðnaðarmanna Trésmiðafélag Reykjavíkur Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði Iðnsveinafélag Suðurnesja, Keflavík Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi Verkalýðsfélag Akraness, iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélagið í Borgarnesi, iðnaðarmannadeild Iðnsveinafélag Síykkishólms Sveinafélag byggingarmanna, ísafirði Félag járniðnaðarmanna, fsafirði Iðnsveinafélag Húnvetninga Iðnsveinafélag Skagafjarðar Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði, iðnaðarmannadeild Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri Félag byggingamanna Eyjafirði Sveinafélag járniðnaðarmanna, Húsavík Byggingarmannafélagið Árvakur, Húsavik Verkalýðsfélag Vopnafjarðar, iðnaðarmannadeild Iðnsveinafélag Fljótdalshéraðs Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði, iðnaðarmannadeild Verkamannafélagið Árvakur, Eskifirði, iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar, iðnaðarmannadeild Málm- og skipasmiðafélag Neskaupstaðar Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar, iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn, iðnaðarmannadeild Sunniðn, sunnlenska iðnfélagið Sveinafélag járniðnaðarmanna, Vestmannaeyjum Samiðn SAMBAND IÐNFÉLAGA Suðurlandsbraut 30. 108 Reykjavík. Sími 568 6055. Fax 568 1026. Heitnasíða: http://www.rl. is/satnidn.httnl Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands Sýning hugbúnaðarverkefna Dagana 9., 10. og 11. maí kynna nemendur lokaverkefni sem þeir hafa unnið að undanfarna mánuði í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Sýningin fer fram í hátíðarsal Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Hún er öllum opin og gestum er frjálst að vera viðstaddir þær kynningar sem vekja áhuga. Hver kynning tekur um 50 mínútur. Fimmtudagur 9. maí 1996 9.00 Auglýsingamælingar Skráning mælinga á auglýsingum sem birtast í (jölmiðlum og úrvinnsla þeirra fyrir viðskiptavini Miðlunar hf. Skrifað í Visual Basic 3.0 fyrir Windows. 10.00 Kaup Verslunarforrit fyrir almenning á veraldarvef internetsins. Tilraunaverkefni um notkunarmöguleika gagnvirkra samskipta yfir net skrifað í Java. 11.00 Skjálfti Myndræn framsetning jarðskjálftamætinga á vcraldarvef inter- netsins. Forritið er rannsóknarverkefni styrkt, afVísindasjóði og er skrifað í Java. 13.00 Sýnó Sérhannað áætlunar- og eftirlitskerfifyrir sýnatöku úr fiskafla á veguni Hafrannsóknastofnunar. Kerfið er að mestu skrifað með Developer/2000 fyrir Oracle gagnasafhskerfi, en hluti þess í HTML, Java og C. 14.00 Flygill Skráningar- og upplýsingakerfi fyrir merkingar og endurheimtur á íslenskum fuglum. Kerfið er skrifað í Visual Basic 3.0 fyrir Windows. 15.30 Rýnir Upplýsingakerfi fyrir stjórnendur sem byggir á úrvinnslu lykil- upplýsinga úr bókhaldsgögnum fyrirtækis og myndrænni framset ningu þeirra. Skrifað í Powerbuilder 5.0 fyrir Windows og vinnur með gögn frá Fjöini. Föstudagur 10. maí 9.00 Miðill Skráningar- og upplýsingarkerfi fyrir sérfræðibókasafn Tölvuháskólan. Skrifað í Visual Basic 4.0 fyrir Windows. 10.00 Tollkerfi Viðskiptahugbúnaður fyrir tollskýrslugerð og verðútreikning. Skrifað í NAVISION Financials fyrir Windows. 11.00 Tímavörður Tímaskráning og upplýsingaúrvinnsla fyrir stjórnendur. Skrifað í Borland Delphi 2.0 fyrir Windows. 13.00 Starfi Skráningar- og upplýsingakcrfi fyrir starfsmannahald fyrirtækja. Skrifað í Visual Basic 4.0 fyrir Windows. 14.00 Símboðinn Sérhannað upplýsingkerfi fyrir skráningu og umsjón með boðtækjum hjá Pósti og síma. 15.30 Lauf Upplýsingakerfi, sem byggir á úrvinnslu gagna úr launabókhaldi og myndrænni framsetningu þeirra. Skrifað í Ðorland Delphi 2.0 og vinnur með gögn frá AS/400. Laugardagi itr 11. maí 10.00 WRK Reikningagcrðarkerfi fyrir sveitarfélög, skrifað í C++ og Borland Delphi 2.0 fyrir Windows. 11.00 Edda Sérhannað sjúkraskrárkerfi fyrir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, skrifað í Visual C++ fyrir Windows.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.