Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 23 ERLENT Lokaáfanginn í friðarviðræðum Israela og PLO hafinn Staðráðnir í að ná söffulegum sáttum Taba. Reuter. FYRSTU fundum ísraela og Frels- issamtaka Palestínumanna (PLO) í viðræðunum um lokasamning um varanlegan frið lauk í egpypska bænum Taba við Rauðahaf í gær. Mikill ágreiningur er enn á milli aðilanna í mikilvægum málum en samningamennirnir sögðust stað- ráðnir í að binda enda á áratuga átök ísraela og Palestínumanna. Samninganefndirnar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu eftir fund- ina, sem hófust á sunnudag og voru haidnir í skugga þingkosninganna í Israel 29. þessa mánaðar sem ráða úrslitum um hvort friðarstefna Shimons Peres forsætisráðherra heldur velli. „Báðir aðilarnir áréttuðu þann ásetning sinn að binda enda á ára- tuga átök og tryggja friðsamlega sarnbúð," sagði í yfirlýsingunni. Bætt var við að markmiðið væri „réttlátur og vararanlegur friðar- samningur og sögulegar sættir“. Hreyfing íslamskra heittrúar- manna, Hamas, sendi hins vegar frá sér dreifirit þar sem hún sór að halda áfram „heilagri baráttu" sinni gegn ísraelum þar til „hernám þeirra verður afnumið og réttindi Palestínumanna tryggð". Hamas varð 59 manns að bana í fjórum sjálfsmorðsárásum í ísrael í febrúar og mars. Israelskir ráðamenn óttast að fleiri slíkar árásir verði gerðar þegar nær dregur kosningum. Samningamennirnir viðurkenndu að viðræðurnar yrðu mjög erfiðar. „Við segjum að þetta upphaf sé nýr áfangi í friðarferlinu," sagði samn- ingamaður PLO, Saeb Erekat, um fundina í Taba. „Við erum að ræða stærstu og erfiðustu málin sem munu ráða úrslitum um hvort frið- arviðræðurnar bera árangur eða fara út um þúfur. Auðvitað verða þetta langar og þreytandi samn- ingaviðræður. Djúpstæður ágrein- ingur er á milli aðilanna í flestum málum.“ Einkum er deilt um yfirráð yfir Austur-Jerúsalem, örlög palestín- skra flóttamanna sem skipta hundr- uðum þúsunda, framtíð byggða gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza og kröfu Palestinumanna um sjálfstætt ríki. Gert er ráð fyrir að viðræðurnar standi í þijú ár. Forsetakosningarnar í Rússlandi Y angaveltur og samsæris- kenningar um frestun Moskvu. Reuter. YFIRLÝSING Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta í gær um að forseta- kosningunum 16. júní verði ekki frestað nægir ekki til að kæfa orð- róm um að forsetinn muni á síðustu stundu grípa til neyðarúrræða ef hann telji sig ekki geta unnið. Kommúnistar, helstu andstæðingar Jeltsíns, minnast þess er forsetinn nam stjórnarskrána úr gildi haustið 1993. Hann leysti þá upp þingið og notaði skriðdreka til að beija niður uppreisn harðlinuþingmanna, hundruð manna féllu í átökunum. Alexander Korzhakov, lífvarðar- foringi Jeltsíns, sagði á sunnudag að fresta bæri forsetakjörinu, hver sem úrslitin yrðu myndi koma til átaka í kjölfarið. Margir áhrifa- menn væru sér sammála. „Ef Jelts- ín sigrar munu róttækir stjórnar- andstæðingar þjóta út á göturnar og segja að úrslitin hafi verið fölsuð og þá verða uppþot. Vinni [Gennadí] Zjúganov [frambjóðandi kommúnista] munu sömu menn ekki láta hann komast upp með að fylgja miðjustefnu, jafnvel þótt hann vildi það og þeir munu æpa hátt“. Korzhakov fullyrti í gær að um- mæli hans i tveim viðtölum á sunnu- dag væru algerlega á eigin ábyrgð. Bent er á að nái Jeltsín ekki endur- kjöri sé lífvarðarforinginn illa staddur. Hann hefur stutt Jeltsín dyggilega í heilan áratug, aldrei hvikað þótt á ýmsu hafi gengið en Korzhakov á enga aðra verndara í Kreml. Hann gæti því verið að segja satt um einstaklingsframtak sitt, gæti hafa verið að kanna viðbrögð- in sjálfur. Hitt er þó að flestra áliti mun líklegra, að forsetinn sjálfur eða nánir ráðgjafar hans hafi notað Korzhakov til að kanna hvernig hugmyndinni yrði tekið. Finna „samsærisþef" Forseti dúmunnar, kommúnist- inn Gennadí Selesnjov, sagði enga ástæðu til að fresta forsetakosning- unum og sakaði Jeltsín um að valda pólitískri ókyrrð; leiðtogi flokks harðlínukommúnista, Viktor Anp- ílov, sagði að frestun myndi „valda borgarastytjöld". Þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí sagði einfald- lega að stjórn Jeltsíns áliti að taflið væri tapað og umbótasinninn Vlad- írnír Lúkín, sem styður forsetafram- bjóðandann Grigorí Javlinskí, sagði „samsærisþef" af ummælum Korz- hakovs. Lögfræðilegur ráðgjafi Jeltsíns, Míkhaíl Krasnov, taldi einvörðungu hægt að fresta kosningunum ef sett hefðu verið neyðarlög eða her- lög. Athygli vekur að þótt Jeltsín forseti hafi sjálfur vísað hugmynd- um Korzhakovs á bug í gær lýsti þingflokkur samtaka Viktors Tsjernomýrdíns forsætisráðherra því yfir að lífvarðarforinginn hefði fullan rétt til þess að tjá skoðanir sínar í þessum efnum. Síðustu kannanir, sem birtar voru um helgina, sýna sem fyrr að Jeltsín er að bæta stöðu sína. í annarri fékk hann 26,5% en Zjúg- anov 25,2%, í hinni voru báðir með 28% fylgi. Hvers kyns orðrómur er á kreiki í Moskvu um þau ráð sem menn íhugi nú í herbúðum Jeltsíns ef ekki takist að tryggja sigur; sagt er að leitun sé á borgum þar sem jafn margir séu reiðubúnir að setja fram samsæriskenningar. Ein sagan segir að Jeltsín hafi boðið Javlínskí embætti forsætis- ráðherra gegn stuðningi við forset- ann. Myndi þá Tsjernomýrdín á ný verða yfirmaður Gazprom, gasfyrir- tækis Rússlands, sem er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum. Nikolaj Svanídze, sem er frétta- skýrandi hjá rússneska sjónvarpinu, gaf á sunnudag í skyn að Zjúganov væri sjálfur hlynntur því að forseta- kjörinu yrði frestað. Zjúganov og flokkur hans hafa margsinnis heitið því að leggja fram áætlun um end- urreisn í efnahagsmálum en ekkert orðið úr framkvæmdum. Svanídze segir ljóst að erfitt verði fyrir Zjúg- anov að standa við loforð um að ekki verði hætt við að koma á markaðskerfi í landinu en efna jafn- framt loforð sin til handa þeim sem vilja snúa við og taka upp áætlana- búskap sósíalismans. „Af þessu ástæðum myndi mála- miðlun, af hvaða tagi sem hún væri, í samskiptum við stjórnvöld í Kreml vera happafengur fyrir leið- toga kommúnistaflokksins, þá væri hægt að frysta málin eins og þau eru núna,“ sagði Svanídze. Bruni hef- ur engin áhrif París. Reuter. TALSMENN Credit Lyonnais bank- ans fullyrtu að eldsvoði í aðalstöðv- um hans í París í fyrradag hefði engin áhrif á starfsemi bankans og skaðaði í engu viðskiptavini. Rúman hálfan sólahring tók að ráða niður- lögum eldsins. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups í tölvum í af- greiðslusal á jarðhæð hússins. Kviknaði eldurinn klukkan 8:30 á sunnudagsmorgni. Stóð kolgrár reykjarmökkur upp af húsinu og sást langar leiðir en húsið er við hlið franska óperuhússins. Um tíma var óttast að eldur bærist þangað en slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir það. Bankahúsið var byggt á síðustu öld og þykir sérlega glæsilegt mann- virki. Er það metið á um 1,5 millj- arð franka, jafnvirði 20 milljarða króna. Talið var í gær, að þriðjung- ur hússins að innanverðu væri óskemmdur. Talsmenn bankans sögðu að tek- ist hefði að bjarga öllum tölvugögn- um hans þar sem afrit væru jafnan tekin af öllum viðskiptum og varð- veitt á öruggum stað fjarri sjálfum bankanum. Hefði starfsemi verið flutt á sunnudag í byggingu í ná- grenni bankans. Credit Lyonnais bankinn er einn þriggja stærstu banka Frakklands og í ríkiseign. Símanúmerið er óbreytt 515 1500 og faxnúmerið 515 1509. 1S KAUPÞING HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.