Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 ERLENT LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stjórn José Maria Aznars eiðfest í gær Vara við því að skilja Spán eftir utan EMU Madrid. Reuter. „Ljóð skulu hljóma“ Ein uppákoma menningarársins í Kaupmanna- höfn var ljóðahátíð, þar sem Einar Már Guðmundsson og Sjón lásu úr verkum sínum við góðar undirtektir. Sigrún Davíðsdóttir leit þar inn og fregnaði eftir stöðu Ijóðsins nú þegar ljóðabækur seljast lítið en fólk flykkist á ljóðaupplestra. NORRÆNA ljóðahátíðin í Hró- arskeldu var enn ein stað- festing á því sem hefur komið í ljós hvað eftir annað undanfarin ár. Fólk vill gjarnan heyra ljóð, þótt ljóðabækur seljist kannski ekki mjög vel. Þannig streymdi að fólk í þijá daga til að hlusta á norræna höfunda af yngri kyn- slóðinni lesa upp úr verkum sínum eða flytja á annan hátt. Hálfklædd og fullklædd skáld Bæði Sjón og Einar Már voru sammála um að hátíðin væri vel heppnað framtak. „Ekkert verið að dekra við skáldin," sagði Sjón. „Ætlunin var að fá fólk á staðinn og það hefur tekist, því mætingin er góð. Skáldin fá að tala við fólk- ið, en ekki bara hvert við annað.“ Svo var brugðið á leik með ljóðin. Sum voru flutt við undirleik. Einn daginn var fólki boðið á hestvagn, þar sem skáld las upp á ieiðinni og upplestrar voru víðar um bæ- inn. Grænlenska skáldið Thue- Martin Nuka Lyberth sönglaði ljóð sín á grænlensku á reiki um sal- inn, klæddur skikkju og efnislitl- um selskinnsfötum. Hvorki Sjón né Einar Már fóru að hætti Grænlendingsins í klæða- burði, heldur komu fram full- klæddir. Sjón las „myrk ljóð fyrir sólskinsdag“, segir hann sjálfur. „Þau eiga það sameiginlegt að vera myrk og trufluð." Ljóðin eru frá síðustu ellefu árum og svo nýtt efni á ensku, svo ljóðin las hann í þetta skiptið öll á ensku, þótt hann segist áður hafa notað dönsku í Danmörku. Einar Már hélt sig við danskar þýðingar ljóða sinna, en skaut inn íslenska frum- textanum á milli. Hann sagðist ekki ákveða endanlega hvað hann læsi fyrr en hann stæði frammi fyrir áheyrendum. Ljóð eftir hann koma út í Danmörku síðar í mán- uðinum hjá Vindrosen eins og fyrri bækur hans. Um er að ræða úrval úr ljóðabókunum Klettur úr hafí frá 1991 og Auga óreiðunnar sem kom út á síðasta ári. Eftir ljóðahátíðina beið Einars Más óvenjulegt verkefni, því hann átti að flytja fyrirlestur fyrir landssamtök eldri borgara í Dan- mörku, sem eru öflug samtök. Efnið var Börn náttúrunnar, sem Einar Már skrifaði handritið að. Aheyrendur horfðu fyrst á mynd- ina og á eftir ræddi Einar Már Einar Már Sjón um hugsunina að baki myndinni, „um það að lifa í landinu og land- ið í lífinu", útskýrði hann sposkur á svip. Áður hefur Einar Már haldið fyrirlestur út frá verkum sínum í Danmörku og talaði þá út frá Englum alheimsins um rit- unarferli bókarinnar og félagsleg og tilvistarleg málefni tengd henni. Góður flutningur eykur víddir ljóðsins Sjón segist lengi hafa verið hrifinn af danskri ljóðmenningu og hátíðin staðfesti enn þessa hrifningu hans. Hann hafði líka frétt af því hve Ijóðaupplestrar væru vel sóttir í Kaupmannahöfn, þar sem upplestrar eru fastir liðir yfir vetrarmánuðina. Sama segir hann vera uppi á teningnum í London, þar sem hann býr og ýmsir freisti nýrra túlkunarleiða. Þannig hafa til dæmis teknótón- listarmenn tekið ljóð að sér. Hann hafi því engar áhyggjur af fram- tíð ljóðsins, þótt ljóðabækur selj- ist ekki mikið. „Það er kall tímans að ljóð skulu hljóma. Við lifum á tímum þegar ljóð eru vinsæl sem flutt mál, ekki sem prentað. Ég sé ekkert neitkvætt við það og þá er bara að bregðast við því, til dæmis með því að gefa þau út á geisladiskum á fallegan hátt, finna þeim annað útgáfuform en bækur.“ Sjálfur segist Sjón alltaf hafa skrifað Ijóð sín með flutning í huga og oft notað þau í gjörn- inga. Sem stendur einbeitir hann sér að nýjum möguleikum ljóðsins í samvinnu við fólk, sem hann hefur kynnst í Englandi. En þótt vinsælt sé að skáld lesi upp ljóð sín mátti marka af flutningi skáldanna á ljóðahátíðinni að ekki er bara nóg að skáldin lesi, held- ur verða þau að geta gert það vel. Þar voru íslensku skáldin glæsilegt dæmi um hvernig góður flutningur eykur í víddir ljóðsins. NÝKJÖRIN ríkisstjóm Spánar, undir forystu hægrimannsins José Maria Aznar, lét til sín taka strax á fyrsta starfsdegi og varaði ríki Evrópu við afleiðingum þess, að Spánn yrði skil- inn eftir utan fyrirhugaðs efnahags- og myntbandalags (EMU) árið 1999. Var haft eftir nýjum utanríkisráð- herra, Abel Matutes, í tveimur helstu dagbiöðum landsins og útvarpsfrétt- um í gærmorgun, að hyggilegast væri að bíða eftir því að Spánn upp- fyllti skilyrði Maastricht-samkomu- lagsins um aðild að myntbandalag- inu. Matutes kom fram í útvarpi nokkrum klukkustundum áður en Juan Carlos Spánarkonungur eið- festi ríkisstjórnina. Lagt verður mat á efnahagsástand í hugsanlegum aðildarríkjum á næsta ári og sagði utanríkisráðherrann að eins og mál- um væri háttað væri ljóst að Spánn gæti ekki uppfyllt skilyrði í tæka tíð, þótt allir legðust á eitt. Visby. Reuter. SVIÞJÓÐ vill koma til móts við þarf- ir Eystrasaltsríkjanna í öryggismál- um með því að styðja það að ríkin þijú fái aðild að Evrópusambandinu. „Við lítum á það sem skyldu Sví- þjóðar og annarra aðildarríkja Evr- ópusambaiidsins ... að halda hags- munum Eystra- saltsríkjanna á lofti í umræðum innan Evrópu- sambandsins um stækkun sam- bandsins,“ sagði Pierre Schori, va- rautanríkisráð- herra Svíþjóðar á blaðamannafundi í Visby á Gotlandi en þar lauk fundi leiðtoga aðildarríkja Eystrasalts- ráðsins á laugardag. Forsætisráð- herrar aðildarríkja Eystrasaltsráðs- ins, sátu fundinn auk þeirra Jaques Santer, forseta framkvæmdastjóm- ar Evrópusambandsins og Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu en ítal- ir fara með formesnnku í ESB nú um stundir. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sat fundinn fyrir íslands hönd en helsta umfjöllunarefnið var framtíð Eystrasaltssvæðisins. Öryggissamf élag við Eystrasalt Pierre Schori sagði að í stað áratugalangra átaka og tor- „Mér finnst ekki ósanngjarnt að tefja framgang efnahags- og mynt- bandalagsins um nokkra mánuði svo fleiri ríki geti átt aðild. Það gæti líka gerst enda er ólíklegt, að mínu mati, að Frakkar vilji skilja ríki á borð við Spán og Ítalíu eftir utan þess,“ sagði ráðherrann. Vísaði hann til þess að hætt sé við því að ríki sem ekki upp- fylla skilyrði til aðildar að efnahags- og myntbandalaginu grípi til gengis- fellingar á gjaldmiðlum sínum svo útflutningsvörur þeirra séu sam- keppnishæfari og geri usla á mörkuð- um Evrópu. José Maria Aznar tekur við stjórn- artaumunum eftir 13 ára valdatíð sósíalista. Atvinnuleysi er tæp 23%, skuldir ríkisins eru 65% af lands- framleiðslu en miðað er við 60% í skilyrðum Maastricht-sáttmálans. Þá verður þrautin þyngri, að mati stjórnmálaskýrenda, að skera fjár- lagahallann niður um tæpan helm- ing, eða úr 5,8% í 3% fyrir næsta ár. tryggni, sem orsakaðist af því að járntjaldið lá um Eystrasaltssvæð- ið, vildu ríkin á svæðinu taka upp friðsamlegt samstarf og skapa raunverulegt öryggissamfélag. „Við viljum leggja meiri áherzlu á Eystrasaltið sem heimili fyrir torf- ur af laxi en fyr- ir flota af Viskí- kafbátum," sagði Schori og vísaði þannig til þess er sovézkur kafbátur af Viskí-gerð strandaði við strendur Svíþjóðar fyrir fimmtán árum. Viðkvæmari mál, á borð við NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna, voru ekki á dagskrá leiðtoga- fundarins en búist var við þau yrðu rædd í óformlegum samtölum. Hins vegar vék Víktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, að hugsanlegri aðild ríkjanna þriggja og varaði við afleiðingum hennar. í lokaályktun fundarins er boðað að aukið verði samstarf gegn skipulagðri glæpastarfsemi og seg- ir þar m.a. að það verði gert með auknu samstarfi dómstóla og lög- reglu. Þá er hvatt til aukinna fjár- festinga á Eystrasaltssvæðinu. Yaldakon- ur þinga ÁHRIFAKONUR um víða ver- öld komu saman til þings í Stokkhólmi á sunnudag. Þátt- takendur eru um 70 talsins, allt konur sem valist hafa til forsetaembættis og forystu í stjórnmálum eða hjá ýmiss konar valdastofnunum. Meðal gesta eru Birgitta Dahl forseti sænska þingsins, Hanan Ashr- awi fulltrúi á palestínska þing- inu, Edith Cresson fyrrverandi forsætisráðherra í Frakklandi, Mary Robinson forseti írlands og Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands. Á myndinni sést Vigdís forseti flytja ávarp sitt á þinginu. Lík Colbys fundið LÍK Williams Colby, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA, fannst í einni af þverám Potomac-árinnar í gær en hann hvarf hinn 27. apríl síðastliðinn í kanóróðri. Líkinu skolaði á land í 46 kílómetra fjarlægð frá heimili Colby-hjón- anna og bar eiginkonan kennsl á maiin sinni Colby, var for- stjóri CIA 1973-76 og 76 ára þegar hann lést. 116 drukkna AÐ MINNSTA kosti 116 manns drukknuðu þegar bát hvolfdi undan strönd Sierra Leone á mánudag. Fjöldi barna var meðal farþega en talið er að 200 manns hafi verið um borð í bátnum. Neita fjölda- morðum ISAIE Nibizi ofursti, talsmaður varnarmálaráðuneytis Búr- úndí, vísaði í gær á bug fréttum þess efnis, að stjórnarherinn hefði framið fjöldamorð á 235 óbreyttum Hútúum fyrir 10 dögum. Heimildarmenn úr röð- um líknarsamtaka í Búrúndi, sem vildu ekki að nöfn þeirra yrðu birt af ótta við hefndir, skýrðu frá því fyrir helgina, að stjórnarhermenn hefðu drepið 136 konur, 87 börn og 12 karl- menn í þorpinu Buhoro 26. apríl sl. Mafíuforingi handtekinn ÍTALSKA lögreglan handtók á sunnudag mafíuforingjann Sal- vatore Cucuzza sem verið hafði á flótta undan réttvísinni til fjölda ára. Hann var einn af fjórum leiðtogum Sikileyjarm- afíunnar og stjórnaði aðgerðum hennar í Palermo, höfuðstað eyjunnar. Cucuzza hefur verið eftirlýstur um nokkurra ára skeið fyrir aðild sína að mafíu- starfsemi og morðum. Hann veitti enga mótspyrnu við handtökuna. • TVÆR nýjar óperur, sem byggðar eru á sígildum bandarískum bókmennta- verkum, eru nú í burðarliðn- um. Metropolitan-óperan í New York hefur fengið John Harbison til að semja óperu byggða á skáldsögunni „Hin- um mikla Gatsby“ eftir F. Scott Fitzgerald. André Pre- vin er nú á samningi hjá San Francisco-óperunni við að semja „Sporvagninn Girnd“ eftir samnefndu leikriti Ten- nessee Williams. • JAMES Levine hefur nú stjórnað Metropolitan-óper- unni í New York í aldarfjórð- ung og telst hljómsveitin með þeim fremstu í heimi. Þessum áfanga stjórnandans var fagnað með mikilli óperu- veislu, sem hófst klukkan sex síðdegis og lauk ekki fyrr en átta klukkustundum síðar. Reyndar vantaði Ceciliu Bar- toli, Marilyn Horne og Luc- iano Pavarotti, en Birgit Nils- son, Roberto Alagna og Carlo Bergonzi voru meðal þeirra, sem heiðruðu Levine. Reuter Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins LEIÐTOGAR aðildarríkja Eystrasaltsráðsins á fundinum á Got- landi. Frá vinstri til hægri í efri röð:Wlodzimierz Cimoszewicz frá Póllandi, Tiit Váhi frá Eistlandi, Paavo Lipponen frá Finn- landi, Len Hjelm-Wallen, utanríkisráðherra Svíþjóðsar og forseti ráðstefnunnar, Davíð Oddsson, Mindaugas Stankevicius frá Lithá- en. Neðri röðdamberto Dini frá Ítalíu, Víktor Tsjernomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, Helmut Kohl kanslari Þýskalands, Göran Persson frá svíþjóð, Gro Harlem Brundtland frá Noregi, Paul Nyrup Rasmussen Danmörku og Jaques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB. Svíar styðja Eystrasaltsríkin EVRÓPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.