Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 25 LISTIR Tímarit • ÚT er komið 9. bindi af tímaritinu Griplu sem gefið er út af Stofnun Arna Magnússonar á íslandi. Gripla flytur margvíslegt efni á fræðasviði stofnunarinnár, sérstak- lega rannsóknir á handritum, út- gáfur á áður óprentuðum heimildum, rit- gerðir um bók- menntir fyrri alda, málsögu og sagnfræði. Gripla heitir í höfuðið á hand- riti sem nú er glatað en vitað er að hafði að geyma margvíslegan fróðleik. Nafnið höfðar einnig til þess að því er ætlað að birta greinar sem sérfræðingar Árnastofnunar og aðrir fræðimenn hafa unnið í ígrip- um. í Griplu eru prentaðar greinar á íslensku og norrænu málunum, ensku og þýsku, en með greinum á útlendum tungum fylgja efniságrip á íslensku. Griplu er nú ritstýrt af dr. Sverri Tómassyni, Margréti Eg- gertsdóttur cand. mag. og Guðvarði M. Gunnlaugssyni cand.mag. sem öll eru sérfræðingar við Árnastofn- un. Dr. Jónas Kristjánsson prófessor og fyrrverandi forstöðumaður stofn- unarinnar hefur nú látið af ritstjórn- inni. Að þessu sinni eru í ritinu átta ritgerðir. Fyrsta greinin er eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur,_sagn- fræðing og sérfræðing við Árna- stofnun. Hún íjallar þar um Tyrkja- ránið á Islandi og birtir þar áður óprentaðar heimildir úr bréfabókum um það fólk sem lenti í þessum hrakningum. Norski fræðimaðurinn, Jon Gunnar Jorgensen, athugar hvaða heimildir eru fyrir því að Snor- ri Sturluson sé höfundur Heims- kringlu, þar sem nafn hans sé hvergi nefnt í miðaldaheimildum. Hann tel- ur líklegt að norskum húmanistum í Björgvin, sem fengust við þýðingar á íslenskum ritum á 16. öld, hafi verið kunnugt um að Snorri væri höfundurinn og frá þeim sé vitneskj- an fengin. Margrét Eggertsdóttir bókmenntafræðingur og sérfræðing- ur við Árnastofnun, ritar grein um þýskt stafrófskvæði sétn varðveist hefur í handritum í þremur þýðing- um eftir Ólaf Jónsson á Söndum (d. 1627) og Hallgrím Pétursson (d. 1674) sem þýddi bæði úr dönsku og þýsku, en þriðja kvæðið er þýtt af ókunnum manni. Guðrún Nordal bókmenntafræðingur, skrifar hér grein um Hrafnkels sögu og fjallar sérstaklega um trúskipti og písl Hrafnkels Freysgoða og hvernig túlka megi söguna sem líkingar- dæmi. Norski mál- og bókmennta- fræðingurinn Kari Ellen Gade fjallar um efni úr Sturlungu og reynir að skýra frásögnina af því þegar Sturla Sighvatsson lætur gelda Órækju frænda sinn Snorrason í Surtshelli. Marianne E. Kalinke prófessor í germönskum málum í Illinois í Bandaríkjunum, skrifar grein um frásagnir íslenskra heimilda, prent- aðra sem óprentaðra af heilögum Stefáni frumvotti, en elst sagna af píslarvætti hans er í íslensku hómil- íubókinni, en yngst er saga hans varðveitt í Reykjahólabók, safni dýrlingasagna frá upphafi 16. aldar. Marianne Kalinke leggur sérstaka áherslu á að sýna sjálfstæð vinnu- brögð ritsjóra Reykjahólabókar, Björns Þorleifssonar, sem setur punktinn aftan við kaþólskar helgi- sagnir á íslandi. Loks ritar Gísli Sig- urðsson, þjóðfræðingur og sérfræð- ingur við Árnastofnun, grein um kvæðið Kötludraum sem varðveitt er í fjölda handrita frá 17. öld. Hann setur kvæðið í samfélagslegt sam- hengi þess tíma, tengir það skoðun- um manna um siðferði, hjónaband og barneignir, en eins og kunnugt er fjallar kvæðið um konu sem átti barn með huldumanni. Lokagrein Griplu eru minningarorð eftir Ólaf Halldórsson, handritafræðing, um danska málfræðinginn Christian Westergárd-Nielsen sem lést fyrir skömmu, en Westergárd-Nielsen var eins og alkunna er, einn af höfuðandstæðingum íslendinga í handritamálinu. Sverrir Tómasson FORSKOTI SAMKEPPNI NÝIR STRAUMAR & BREYTTAR ÁHERSLUR í ÞJÓNUSTU Dick Schaaf, einn fremsti sérfræð- ingur Bandaríkjanna á sviði þjónustu, er framkvæmdastjóri eigin ráðgjaf- arfyrirtækis, Vernacular Engineering, Inc. í Minnesota. Hann er vinsæll fyrirlesari hjá mörgum af stærstu og framsæknustu fyrirtækjum vestanhafs og þekktur fyrir að koma skilaboðum sínum á framfæri með líflegum og áhrifaríkum hætti. Hann er metsöluhöfundur sem skrifað hefur 12 bækur um stjórnun, gæði og viðskiptamál. Þekktasta bók hans er metsölubókin The Service Edge, 101 Companies That Profit From Customer Care. Síðan bókin kom út, árið 1989, hefur hún verið lögð til grundvallar umbyltingar í þjónustu margra þekktustu fyrirtækja heims og hefur hún verið þýdd á fjöl- mörg tungumál. Þá hefur hún verið valin af bókaklúbbum Macmillans og Fortune viðskiptatímaritsins. Nýjasta bók Dick Schaafs er Keeping the Edge, Giving Customers the Ser- vice They Demand. Báðar bækurnar verða afhentar þátttakendum á nám- stefnunni þeim að kostnaðarlausu. AFSLATTARTILBOÐ 3+1 Ef þrir eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun fær fjórði þátttakandinn fría skráningu. 7+3 Ef sjö eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun fá þrír þátttakendur til viðbótar fría skráninqu. Námstefna með Dick Schaaf, höfundi metsölubókarinnar The Service Edge og einum fremsta sérfræðingi Bandaríkjanna á sviði þjónustu. HALDIN AÐ SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM ÞRIÐJUDAGINN 14. MAÍ 19 9 6 FRÁ KL. 9 - 16. THE SERVICE IEDGE jlOl Companies ÍThat Profitfrom •Gustomer Carc Iby RON ZKMKR ru-wjUuc ei AUMMÆ ÍwMiDlCKSCHAAF Utg. 1989, 584 bls. KEEPING GlVING CUSTO.MERS THE SERVICE THEY DEMAND DICK SCHAAF Utg. 1995, 358 bls. Bækurnar eru innifaldar í námstefnugjaldi. Verkefni Dick Schaafs undanfarin ár hefur verið að veita stjórnendum fyrirtækja upplýsingar og ráð til að halda forskoti sínu í sívaxandi samkeppni. Mörg fyrirtæki eru föst í innantómu málskrúði þegar kemur að þjónustustefnu þeirra og á mörgum sviðum er þjónustan, sem viðskiptavinurinn fær, ófullnægjandi. Dick Schaaf leggur áherslu á að hlustað sé á viðskiptavininn, að sköpuð sé framtíðarsýn um framúrskarandi þjónustu, að sett- ir séu staðlar og frammistaða sé mæld, fyrirtæki þjálfi starfsfólk sitt og geri því kleift að vinna fyrir viðskiptavininn. Það skiptir ekki máli á hvaða markaði er keppt, þjónustugæði þarf að tengja við þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir og í samhengi við það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Á námstefnunni mun Dick Schaaf fjalla um þær breyttu áherslur og þá meginstrauma sem eru að móta þá þjónustuhætti sem viðskiptaumhverfið verður að tileinka sér og þær nýju þjónustukröfur sem fyrirtæki verða að uppfylla til að standast samkeppni. Þar mun hann einnig kynna rannsóknir sínar á því hvaða aðferðum framsækin fyrirtæki í Bandaríkjunum beita til að margfalda árangur sinn og arðsemi um leið og þau viðhalda forskoti sínu. SKRÁNING ER HAFIN í SÍMA 562-1066 VIÐ ÁBYRGjUMST ÁNÆGjU M N A! Almennt verð: Kr. 42.400. Félagsverð SFÍ: Kr. 24.900. Innifaliö: Bækurnar The Service Edge og Keeping the Edge, vönduð námstefnu- gögn, morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Stjómunarfélag íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.