Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 2 7 LISTIR Listiðnaður LIST OG HÖNNUN L i s t a k o t — G a 11 c r í II n o s s INNLENDUR LISTIÐNAÐ- UR OG HANDVERK Listakot er opið á almennum verzlun- artíma. Gallerí Hnoss frá 13-18 virka daga og 13-16 laugardaga. LÍTIL listiðnaðar- og hand- verkshús hafa verið að skjóta rót- um í höfuðborginni á undanförnum árum og er rétt að við sem fjöllum um myndlist fylgjumst grannt með þróuninni hér, þótt ekki sé alltaf tilefni til að geta sýninga í þeim. En þetta er mjög mikilsverð þróun sem styrkir udirstöður þjóðmenn- ingar, vegna þess að hér er um inniendan listiðnað og handverk að ræða og því fjölbreyttari sem slíkur er því betra. í nær öllum tilvikum er hér um að ræða fólk sem útskrifast hefur úr Myndlista- og handíðaskóla íslands og er að leitast við að nýta menntun sína og skapa sér atvinnutækifæri og tekjumöguleika. Þótt landið sé lítið og markaður- inn þar af leiðandi ákaflega tak- markaður eiga slík hús að geta staðið undir sér, því það er mikill munur á ekta handunninni vöru og þeirri fjöldaframleiðslu sem flutt er inn í landið. Á slíkum stöð- um er til að mynda upplagt að leita hinna aðskiljanlegustu tækifæris- gjafa, auk muna sem eru prýði á hveiju heimili, því þeir eru oftar en ekki gæddir sál og verða með tímanum óaðskiljanlegur hluti and- rúmsins á hverjum stað. Það er til marks um þróunina, að það sem var einstætt og frétt fyrir aðeins 10 árum fer kannski framhjá rýninum núna og þannig hef ég lítið fylgst með listmunahús- inu Listakot á Laugaveg 70. Það hélt nýlega upp á stækkun hús- næðisins með sýningu á öllum þeim er standa að því, sem eru þær Árdís Olgeirsdóttir, Charlotta Magnúsdóttir, Dröfn Guðmunds- dóttir, Gunnhildur Olafsdóttir, Hugrún Reynisdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, María Valsdóttir, Olga Olgeirsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir, Sveinbjörg Hall- grímsdóttir og Þórdís Sveinsdóttir, sem allar eru útskrifaðar úr MHÍ. Það er svo kannski minni frétt en lýsir einnig þróuninni að þetta eru mér allt ókunnug nöfn nema hvað Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur áhrærir, sem hefur verið sýnu virk- ust að námi loknu, en fyrir 15-20 árum þekkti maður svo til alla nemendur skólans og hefur þeim þó ekki fjölgað svo ýkja mikið, en stofnunin orðið til muna ópersónu- legri og kaldhamraðri. Stækkun húsnæðisins felst í nýjum sýningarsal á efri hæð húss- ins sem er í senn rúmgóður og bjartur og er skipt í tvo hluta. Stærri helmingurinn verður lagður undir kynningu á verkum þeirra stallsystra, en minni hlutinn verður væntanlega leigður út til sýninga- halds. Þetta er mjög vistlegt húsnæði og dijúgur fengur að fá slíka starf- semi á aðalverzlunargötu borgar- innar og von að fólk kunni að meta það. Allt er fyrst eins og stundum er sagt og satt að segja gæti upp- setningin verið til muna skipulegri og munirnir njóta sín þannig mis- vel. Það sem helst vakti athgygli mína í fyrstu heimsókn var stjaki Olgu Olgeirsdóttur (10), slæður Hugrúnar Reynisdóttur (15-19), litskrúðugt þi-ykk Jóhönnu Sveins- dóttur (35), skemmtilegir diskar Sveinbjargar Hallgrímsdóttur (38-42), frumlegur kjóll Maríu Valsdóttur (43), skúlptúrar Árdís- ar Olgeirsdóttur (44-46) og púðar Þórdísar Sveinsdóttur. Handverkshúsið Hnoss Handverkshúsið Hnoss opnaði í kjallara Hlaðvarpans laugardaginn 23. marz og standa að því þau Bjarni Þór Kristjánsson, Edda Jónsdóttir, Elke Mohrmann, Ingi- björg Hjartardóttir, Páll Kristjáns- son og Þorgerður Hlöðversdóttir. Það er rekið á líkum grunni og Listakot en þó er aðkoman allt önnur og listmunirnir giska frá- brugðnir. Mikil áhersla er lögð á endurvinnslu hvers konar og þann- ig verður t.d. gamalt pils að eigu- legri skjóðu, kakípils að listilegum burðarpoka, rúmábreiður að sam- kvæmistöskum, gamlar gallabuxur að burðarpoka með smáaðstoð slönguskinns og hreindýraleðurs. Áfram má telja: töskur, skjóður, útskornir fuglar, gestabækur, hníf- ar, fjölþætt skart og buddur úr ýmsu efni og þó aðallega sútuðu fiskiroði að mér sýndist. Minnist listiýnirinn hér nýafstaðinnar sam- norrænnar sýningar í kjallarasöl- um Norræna hússins er hreif hina mörgu gesti upp úr skónum við opnunina. Möguleikarnir til endur- vinnslu eru óendanlegir og það sem meira er um vert þá eru munirnir oftar en ekki sem nýir. Þá eru þárna myndverk sem eru hafa sérstætt efnaferli sem er út- felling frá háhitasvæðum og leir og eru eftir Elke Mohrmann. Er mig bar að var Edda Jónsdóttir, einn framkvæmdaraðila, á staðn- um og féll henni ekki verk úr hendi allan tímann sem ég dokaði við sem má vera til marks um athafnasem- ina að baki. En vel að merkja er hér um aðra Eddu Jónsdóttur að ræða en myndlistarkonuna á Ing- ólfstræti. Eins og á Listakoti má hnitmiða uppsetninguna betur og verður vafalítið gert þegar meiri reynsla er komin á starfsemina. Bragi Ásgeirsson Hvers veena yfir 2500 íslendingar hafa talið Hyundai besta kostinn! Það er vandi að velja sér nýjan bíl og það krefst talsverðrar fyrirhafnar að bera saman kosti mis- munandi bíla. Á þeim fjórum árum sem Hyundai bílar hafa verið á íslenska bílamarkaðinum, hafa yfir 2500 fslendingar eignast Hyundai. Með öðrum orðum komist að þeirri niðurstöðu að Hyundai sé besti kosturinn að teknu tilliti til allra þátta. Cerið eigin samanburð, þið komist eflaust að sömu niðurstöðu. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Verð frá 949.000 kr. á götuna HYununi til framtíðar Bein innspýting Stafræn klukka AM/FM útvarp með 4 hátölurum Fjarstýrð opnun á bensínloki Fjarstýrð opnun á farangursrými Rafstýrðar rúðuvindur (framan) Tveggja hraða þurrkur með biðrofa og rúðusprautu Afturrúðuhitari Heilir hjólkoppar Samlitir stuðarar Öflugri ökuljós Hallastillt framsæti í sleða Hallastilling á setu hjá ökumanni og bakstuðningur Stillanleg hæð öryggisbelta við framsæti Miðstokkur með geymslu fyrir kassettur Alklætt farangursrými Inniljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.