Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÍSLENSKI kiljuklúbburiim hef- ur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Tínmþjófurinn er skáldsaga eft- ir Steinunni Sigurðardóttur. Sag- an fjallar um Öldu, menntaskóla- kennara af góðum ættum sem býr einhleyp við ágætan efnahag. Líf hennar virðist í traustum skorðum þar til ástir takast með henni og einum samkennara hennar. Sam- band þeirra gerbreytir lífi hennar og verður að lokum sá tímaþjófur sem ekkert fær við ráðið. Sagan var fyrst gefin út árið 1986 en kom á síðasta ári út í Frakklandi og fékk afar lofsamlega dóma. Bókin er 189 blaðsíður og kostar 899 krónur. Vængjasláttur í þakrennum er skáldsaga eftir EinarMá Guð- mundsson og er sjálfstætt framhald bókarinnar Riddarar hringstig- ans. Anton rakari gerist æskulýðs- leiðtogi og frumkvöðull í dúfnarækt í hverfinu. Kofar rísa og blómleg dúfnaverslun hefst. En brátt taka ýmsar hættur að steðja að þessari nýju og góðu veröld. Antoni og fé- lögum tekst reyndar að veijast ásókn Fredda feita og ára hans úr Djúpunum en geigvænlegri eru þó samstilitir kraftar húsmæðra og borgaryfirvaida. Bókin er 190 blað- síður og kostar 899 krónur. Lítill heimurer skáldsaga eftir enska höfundinn David Lodge. Þetta er saga í léttum dúr um há- skólaborgara á þönum vítt og breitt um heiminn frá einni bókmennta- ráðstefnu til annarrar. Litlum heimi þeirra er lýst á háðskan og galsa- fenginn hátt, metingi og fjandskap keppinauta í fræðunum, ótrúlegum ástarævintýrum, furðulegum tilvilj- unum og þrotlausri leit eins fölskva- iauss pilts að draumadísinni. Sverrir Hólmarsson þýddi bókina sem er 342 blaðsíður. Hún kostar 799 krón- ur. Falin myndavél er spennusaga eftir danska höfundinn Flemming Jarlskov. Einkaspæjarinn Carl Kock fær það verkefni að komast að því hvað kvenkyns arkitekt geri við helminginn af launum sínum sem ekki skilar sér inn í heimilis- haldið. Strax fyrsta daginn telur Kock sig hafa leyst málið. Það reyn- ist þó flóknara en hann heldur. Eft- ir að reynt hefur verið í tvígang að ryðja honum úr vegi tekst honum loks að ráða gátuna. Jón Daníelsson þýddi bókina, sem er 203 blaðsíður. Hún kostar 799 krónur. Fyrirmæli dagsins EFTIR UGO RONDINONE Sestu á stói eða gólfið eða bara einhversstaðar. Kveiktu þér í sígarettu eða gerðu það ekki. Horfðu út um gluggann eða á veginn og bíddu eftir að eitthvað gerist. • Fyrirmælasýning í sam- vinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós KVIKJVIYJNDIH S a g a b í ó Litla prinsessan „The Little Princess" ★ ★ Vi Leikstjón: Alfonso Cuaron. Handrit: Richard LaGravenese og Elizabeth Chandler eftir sögu Frances Hodg- son Burnett. Aðalhlutverk: Elianor Bron, Liam Cunningham, Liesel Matthews. Wamer Bros. 1995. ÆVINTÝRASöGUR Frances Hodgson Burnett eru tilvaldar til kvikmyndunar sér í lagi vegna þess að skynsamlega samdar og vits- munalegar barna- og fjölskyldu- myndir eru mjög af skornum skammti nú á tímum galtómra tölvuleikjamynda og gamamynda- froðu. Fyrir skemmstu sáum við frábærlega heppnaða kvikmynd- gerð Leynigarðsins og nú hefur Litla prinsessan verið kvikmynduð Afbragðs fjölskylduskemmtun á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins LEIKLIST Þjöðlcikhúsið HAMINGJURÁNIÐ Söngleikur eftir Bengt Ahlfors. ís- lensk þýðing og staðfærsla: Þórarinn Eldjám. Leikstjóm: Kolbrún Hall- dórsdóttir. Tónlisbirstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Leikmynd: Axel Hall- kell. Búningar: Þómnn E. Sveins- dóttir. Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason. Steinunn Olína Þor- steinsdóttir. Olafía Hrönn Jónsdóttir. Vigdís Gunnarsdóttir. Öm Ámason. Flosi Ólafsson og Bergur Þór Ing- ólfsson. Hljóðfæraleikarar: Jóhann G. Jóhannsson. Pétur Grétarsson og Richard Kom. Smíðaverkstæðið, laugardagur 4. mai 1996. BENGT Ahlfors, höfundur Hamingjuránsins, söngleiksins sem frumsýndur var á Smíðaverk- stæðinu á laugardagskvöldið, er þekktastur í heimalandi sínu, Finnlandi, fyrir revíur og létta gamanleiki. Herma heimildir að enginn þarlendur standi honum á sporði í þeim efnum. Hamingju- ránið hefur undirtitilinn söngleik- ur, en kannski færi allt eins vel á að flokka leikritið einmitt sem létt- an gamanleik með revíu-ívafi. Að minnsta kosti er hér ekki um að ræða söngleik af þeirri bresk- amerísku tegund og stærðargráðu sem vinsæl hefur verið hér á fjöl- um síðastliðna vetur. Guði sé lof, nóg er komið af þeim í bili. Þessi Finnlands-sænski söngleikur kem- ur þeim er fordóma hafa gagnvart söngleikjum af fyrrnefndri tegund (undirrituð ekki undanskilin) skemmtilega á óvart. Verk þetta er í uppsetningu Kolbrúnar Hall- dórsdóttur og hennar liðs afbragðs skemmtun fyrir alla fjölskylduna og er sá árangur samþættur af mörgum einstökum þáttum sem allir eru prýðisvel unnir. Fyrst ber að nefna þýðingu og staðfærslu Þórarins Eldjárns á verkinu sem er sérlega vel unnið. Þýðingin er lipur í tali og tónum og rík af húmor. Þórarinn snýr textanum sniðuglega upp á ísland og íslendinga; hann breytir verk- inu í raun í íslenskt verk - og slíkt hlýtur að vera æskilegt mark- mið í staðfærslu sem þessari. (Þór- arin vantaði upp á sviði í frammí- klappi. Hans hlutur er það stór í sýningunni að ástæða var að fá hann á sviðið með öðrum hlutað- eigandi.) í öðru lagi eru það leikararnir sem allir leika af krafti, mikilli leikgleði og öruggri fagmennsku. Hér hefur verið valinn saman hóp- ur sem smellpassar í hlutverkin: Leikararnir í þessari sýningu hafa allir það tvennt til að bera sem nauðsynlegt er; góða söngrödd og hæfileika til gamanleiks. í þriðja lagi er umgjörð sýn- ingarinnar skemmtilega hönnuð af þeim Axeli Hallkeli (leikmynd), Þórunni E. Sveinsdóttur (búning- ar) og Birni Bergsteini Guðmunds- syni (lýsing) og er góður heildar- svipur á þeirri hönnun. Sá tónn sem sleginn er í leikmynd, búning- um og lýsingu undirstrikar áhersluatriði verksins; einfaldan (næfan) leikstíl og vísun í amerísk- ar söngva- og dansmyndir. Sér- staklega vil ég nefna skemmtilega notkun á gluggum í leikmynd (nokkurs konar „trend“ í Þjóðleik- húsinu þessa dagana). I fjórða lagi er auðvitað ástæða til að nefna hljómsveitina sem skipuð er úrvals tónlistarmönnum og setur sinn svip á sýninguna ekki síður en gefa henni tóninn. Utan um þetta heldur síðan Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fær hún lof í lófa fyrir að skila eins góðu verki og raun ber vitni. Sýningin stendur fyllilega undir því sem henni er ætlað; að skemmta áhorfendum eina kvöld- stund. En meira um frammistöðu leik- ara. Hilmir Snær og Steinunn Ólína eru í hlutverkum unga pars- ins sem fellir hugi saman og leik- urinn snýst um. Þau voru sannfær- andi, einlæg og fljótfær eins og til er ætlast af ungum elskendum í gamanleik. Bæði skiluðu þau texta sínum vel, dönsuðu_ fallega og sungu ljúflega. Flosi Ólafsson stígur hér á svið í fyrsta sinn eft- ir alllangt hlé og sýnir að hann hefur engu gleymt. Hans gömlu góðu taktar voru á sínum stað og enn getur hann brýnt raustina í lagstúf. Örn Arnarson fer léttilega með lítil gamanhlutverk eins og þau sem honum var gert að leika og um söng hans þarf vart að fjöl- yrða, þar leynir styrkurinn sér ekki. Bergur Þór Ingólfsson fer með mörg smáhlutverk og gerir vel, hann er góður í grettunum og geiflunum. Síðast en ekki síst ber að nefna þær stöllur Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Vigdísi Gunnarsdóttur, sem stálu oft sen- unni þegar þær birtust á henni. Þær bregða sér í margvísleg gervi meðan á sýningunni stendur, eru meðal annars sögumenn, hjálp- ræðishermenn, ítalskar systur o.fl. Þetta leysa þær allt mjög vel af hendi en í gegn slóg u þær í hlut- verki tveggja páfagauka á priki. Tilburðir þeirra beggja voru kostu- legir, þótt greinilegt væri að Ólaf- ía Hrönn var reynslunni ríkari hvað gríntaktana varðar. Flestir ættu að geta skemmt sér prýðisvel á Hamingjuráninu og ég hvet foreldra til að taka börnin með í leikhúsið (þau sem eru orðin nógu gömul til að vaka á kvöldin) því þessi sýning er fyrir unga sem aldna. Soffía Auður Birgisdóttir Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson AÐSTANDENDUR Galdra-Lofts. Prinsessan í borginni með góðum árangri. I myndum þessum sjá hæfileikamenn til þess að gamla, góða ævintýrið fái að blómstra, umgjörðin er með falleg- um ævintýrablæ og leikur og per- sónusköpun með mestum ágætum. Ef foreldrar eru að leita að upp- byggjandi og vönduðu fjölskyldu- efni ættu þeir að gefa Litlu prins- essunni gaum. Hún segir af ungri móðurlausri stúlku á Indlandi. Fyrri heimsstyij- öldin hefur brotist út og faðir henn- ar kemur henni fyrir í stúlknaskóla í New York en fer sjálfur í stríðið. Skólanum stjórnar skass mikið, ígildi vondu stjúpunnar í öllum betri ævintýrum, sem sér til þess að kæfa niður alla lifsgleði i stelpun- um. Þegar fréttir af dauða föður stúlkunnar berast skólanum gerir skassið hana að einskonar ösku- busku. Kvikmyndagerðarmennirnir gefa sér nægan tíma til að undirbyggja söguna og kynna persónur hennar til sögu. A þeim köflum hefði mátt setja meiri hraða í frásögnina, sem tekur kipp undir lokin i stíl spennu- mynda. Ög tilviljunin sem ræður því að allt fer vel að lokum eins og í öllum fallegu ævintýrunum er næstum of mikið af því góða. En handritið eftir Richard LaGrav- enese og Elizabeth Chandler er íjarska vel unnið og virkjar skemmtilega bilið á milli ímyndunar og raunveruleika því samhliða sögu stúlkunnar í skólanum á sér stað annað hliðstætt ævintýri í hugar- heimi hennar byggt á indverskri þjóðsögu um prins, sem bjargar litlu prinsessunni úr klóm marghöfða skrýmslis. Táknrænn grænn litur er notaður til að sameina þessa heima. Elianor Bron geislar frá sér illsku nornarinnar í hlutverki skólastjór- ans og Liesel Matthews er ljómandi góð sem nýja stelpan í skólanum er setur allt á annan endann, alltaf góðsemdin uppmáluð. Þannig hjálp- ast flest að við að gera Litlu prins- essuna að gæðamynd fyrir alla fjöl- skylduna. Arnaldur Indriðason Galdra- Loftur GALDRA-Loftur, ópera í þrem- ur þáttum eftir Jón Ásgeirsson byggð á samnefndu leikriti Jó- hanns Sigurjónssonar, verður frumsýndur í íslensku óperunni 1. júní næstkomandi. Hátíðar- sýning verður 4. júní og aðrar sýningar 7., 8., 11. og 14. júní. í kynningu segir: „Óperan Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirs- son er önnur ópera tónskálds- ins, en sú fyrsta, Þrymskviða, var flutt í Þjóðleikhúsinu árið 1974 og var hún jafnframt fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Operan er byggð á samnefndu leikverki eftir Jóhann Sigur- jónsson og einnig eru nokkur ljóð hans felld inn í óperuna. Ymislegt í verki Jóhanns sem tengist staðsetningu og tíma þess er fellt burt en í staðinn er megináherslan lögð á tilfinn- ingátök persónanna. Sagan fjallar um Loft, metnaðarfullan ofurhuga, og leit hans að almættinu. Hann svífst einskis til að ná settu marki og verður samferðarfólk hans að peðum sem fórnað er í hinu örlagaríka tafli hans. Þetta er ástríðuþrungin galdrasaga af manni sem krukkar í hið óþekkta til að öðlast mátt, völd eða einungis tilverurétt en tapar öllu á hálum brautum manns- hugans.“ Með helstu hlutverk fara Þor- geir J. Andrésson, sem Galdra- Loftur, Elín Ósk Óskarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Bergþór Pálsson, Loftur Erlingsson, Bjarni Thor Kristinsson og Við- ar Gunnarsson, kór og hljóm- sveit íslensku óperunnar. Hljóinsveitarsljóri er Garðar Cortes, leikstjóri Halldór E. Laxness, leikmynd Axel Hall- kell, búningar Iiulda Kristín Magnúsdóttir og lýsing David Walters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.