Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 31 MENNTUN Akvæði í grunnskólalögum um eftirlitsskyldu menntamálaráðuneytis Ráðuneytið íhugar matsaðferðir INNAN menntamálaráðuneytis er verið að vinna að því hvernig ráðu- neytið mun annast eftirlit á sjálfs- matsaðferðum skóla til að uppfylla ákvæði, sem nefnd eru í grunn- skólalögunum. Sömuleiðis er verið að leita leiða til að meta hvort skólahald sé í samræmi við ákvæði laga og aðalnámskrá, að því er fram kom í máli Hrólfs Kjartans- sonar deildarstjóra í menntamála- ráðuneytinu á fundi með mennta- málahópi Gæðastjórnunarfélagsins fyrir skömmu. í máli Hrólfs kom fram að sveit- arfélög bera ábyrgð á ----------- gæðamálum hvers skóla fyrir sig eftir 1. ágúst 1996, en menntamála- ráðuneytið ber hins veg- ar ábyrgð á eftirliti og mati á því hvernig grunnskólar standa sig. „Ríkið mun eftir sem áður bera ábyrgð á gæðamálum og eftirliti þess á framhaldsskólastigi,“ sagði hann. Ýmsar aðferðir koma til greina Á fundinum kom Hrólfur víða við er hann ræddi um mat og matsaðferðir og fjallaði bæði um Mat er viðvar- andi ástand en ekki átaks- verkefni sjálfsmat og ytra mat. Hann lagði áherslu á að mat á skólum og skólastarfi væri vandasamt og yrði að byggjast á trausti. Einnig væri nauðsynlegt að utanaðkomandi kæmi að matinu til þess að það væri traustvekjandi. Hann benti einnig á að mat væri ekki átaksverkefni heldur ætti það sífellt að vera í gangi. „Mæling- ar eru góðar svo langt sem þær ná en gæta verður þess að fara ekki offari. Tilfinningalegt mat get- ur einnig skipt máli. Að leiðarljósi má hafa „að það mikilvæga er -------- hægt að mæla, en það sem er mælanlegt er ekki alltaf mikilvægt“.“ Þá reifaði Hrólfur nokkrar hugmyndir, sem gætu verið liðir í matsaðferðum eins og skólanámskrá, sem hann telur að skipta muni sköpum fyrir skóla hvað varðar áætlanagerð. Hún muni verða andlit skólans út á við og tæki til samskipta. Hann sagði einnig að hafa mætti umsagnir foreldraráða til hliðsjónar, þar sem hlutverk þeirra væri meðal annars að leggja mat á umbætur, sem lagðar væru til í skólanámskrám. Morgunblaðið/Úr myndasafni MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI ber að gera úttekt á sjálfsmatsaðferð- um grunnskóla, sem er í sjálfsvald sett hvaða aðferðum þeir beita. Að auki nefndi Hrólfur könnun- arpróf, sérstakar úttektir á skólum og að hægt væri að bera saman niðurstöður samræmdra prófa í nokkur ár. Hann benti einnig á að niðurstöður samræmdra prófa væru ekki notaðar sem skyldi en tók fram að það væri vilji núver- andi menntamálaráð- herra að auðvelda að- gang að niðurstöðum þeirra. „Allt stefnir þetta að sama marki, þ.e. að safna upplýsing- um um viðkomandi skóla til þess að mat geti farið fram,“ sagði hann. Sjálfsmat skóla Hrólfur ræddi einnig nokkuð um möguleika skóla á sjálfsmati og tók fram að matið yrði að vera al- tækt. Menn yrðu að velta fyrir sér stjórnunarháttum skólans sem og öllum helstu þáttum skólastarfsins. Einnig yrði matið að vera sam- vinnuverkefni alls starfsfólks, þar með talið baðvarða og bílstjóra. Þá taldi hann æskilegt að sjónar- mið nemenda og foreldra kæmu fram. „Gefa þarf nemendum tæki- færi til að láta í ljós hvað þeim finnst því það hefur uppeldislegt gildi.“ Hann lagði einnig áherslu á að tilgangur mats væru umbætur og þeim yrði að fylgja markvisst eftir til að þær næðu fram að ganga. Matið yrði að vera lýsandi og hafa skírskotun til þeirra sem vinna eiga með það. Leiða þyrfti fram bæði veiká punkta og sterkar hliðar skólastarfsins. Öðru vísi væri ekki hægt að ná fram umbót- um. Að lokum benti Hrólfur á að matið yrði að vera opinbert, þann- ig að allir hefðu greiðan aðgang að niðurstöðum. Veikar og sterkar hliðar skóiastarfs komi fram Nýjar námsbækur O Listin að spyrja eftir Ing- var Sigurgeirsson dósent við Kennaraháskóla íslands (KHÍ) er nýkomin út. Um er að ræða handbók fyrir kenn- ara, þar sem leið- beint er um hvernig beita megi umræðum í kennslu til að vekja nemendur til umhugs- unar, þjálfa þá í að tjá sig, færa rök fýrir máli sínu, hlusta á aðra og komast að sameiginlegri niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Leið- beint er um aðferðir til að ná þessum markmiðum og gefin eru fjölmörg dæmi til skýringar. Er ritið ætlað til leiðbeiningar kennurum og leiðbeinendum á öllum skóla- stigum. Inn í efnið er fléttað verkefnum sem kennarar geta notað í tengslum við mat á eigin frammistöðu í stjórnun umræðna og sem grundvöll markvissrar við- leitni til að bæta hana. Bókirt er 61 bls. að stærð ogergefin út hjá Rannsókn- arstofnun Kennaraháskóla íslands, þar sem hægt er að kaupa hana. Einnigfæst hún íBóksölu kennaranema, Bók- sölu stúdenta ogölium stærri bókaverslunum. Skólamálaráð Reykjavíkur Hámarks- fjöldi 22 og 28 nemend- ur í bekk SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að hámarksfjöldi nemenda í bekkjardeild haustið 1996 verði 22 nemendur í 1. og 2. bekk en 28 nemendur í 3.-10. bekk. Segir Sigrún Magnúsdóttir formaður Skólamálaráðs þetta vera óbreytt frá síðasta ári. Samkvæmt grunnskólalögum er ekki getið um hámarksfjölda barna í bekk en ákvörðunin færð í hendur sveitarstjórna, sem taka við rekstri grunnskólans 1. ágúst nk. „Við ákváðum að hafa tímafjöldann óbreyttan en leyfum okkur að end- urskoða stöðuna aftur þegar við höfum rekið grunnskólann í einn vetur," sagði Sigrún. Aðspurð hvernig á því stæði að nemendur séu allt að 30 í 3.-10. bekk sagði hún skýringuna vera þá að hafi nemendur verið skráðir í skólana eftir að áætlanir voru gerðar hefði skólastjórum verið leyfilegt að halda deildum óskipt- um. Hún sagði ennfremur að orðalag í greinargerð Fræðsluskrifstofu hefði verið óljóst því þar hafi verið sagt að fjölgi nemendum „eftir að áætlun var gerð“ hafi fræðslustjóra verið uppálagt að heimila ekki skiptingu deilda fyrr en fjöldi nem- enda yrði 25 og 31. Nú hafi því verið breytt. „Ef nemendum fjölgar eftir 1. ágúst er ekki skylt að skipta deild, en þó verða nemendur aldrei fleiri en 24 í yngri deildum og 30 í þeim eldri. Til að auðvelda skipu- lagningu er mikilvægt að fólk láti skrá börn sín í rétta skóla fyrir þennan tíma,“ sagði hún. einstakt sóknarlæri! Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í Nova Scotia leita eftir samstarfi við íslendinga. Aðstæður til viðskipta í Nova Scotia eru mjög hagstæðar. Flugleiðir munu hefja áætlunarflug þangað 14. maf, tvisvar í viku. Þetta er einstakt tækifæri fyrir framsækin íslensk fyrirtæki sem vilja sækja á ný mið! Frekari upplýsingar: Aðalræðisskrifstofa Kanada. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Merkt: Nova Scotia/lceland Program. Sími: 568 0820. Fax: 568 0899. TWi ]\OVA\SCÖTL\ Láttu sjá þig á Nova Scotia dögununt sem haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-, atvinnu- og menntamála með ítarlegar upplýsingar unt land og þjóð f ntáli og myndurn. V|S / GISQ H VljAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.