Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKYNSAMLEGIR SAMNINGAR SAMNINGAR þeir, sem undirritaðir voru í Ósló í gær á milli íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum e_ru skynsamleg- ir og tryggja framtíðarhagsmuni okkar íslendinga. Það er sérstakt fagnaðarefni, að þessar fjórar þjóðir hafa náð saman um þetta erfiða deilumál, sem um skeið virtist komið í alvarlegan hnút. Mestu hagsmunir okkar íslendinga í sambandi við norsk-íslenzka síldarstofninn eru þeir, að takast megi að byggja stofninn upp á ný, þannig að hann gangi yfir hafið til íslands. Þeir hagsmunir voru í mikilli hættu, þegar útlit var fyrir, að veiðar yrðu að geðþótta hverrar þjóðar fyrir sig. Það skiptir miklu minna máli í þessu sambandi, þótt íslenzk síldveiðiskip geti ekki nú veitt eins mikið úr stofnin- um og hugsanlega hefði orðið, ef engir samningar hefðu náðst og við hefðum veitt úr stofninum skv. einhliða ákvörðunum íslenzkra stjórnvalda, en það sama hefðu aðrar þjóðir gert. Hér hafa minni hagsmunir vikið fyrir meiri hagsmunum. Skammtímasjónarmið hafa vikið fyrir langtímasjónarmiðum. í samtali við Morgunblaðið í dag, segir Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar m.a. um þetta atriði: „Ég tel þennan samning ákaflega mikilvægt skref í þá veru að ná heildarstjórn á veiðunum en án þess hefði það verið gjörsamlega vonlaust...Ég held, að þessi langtíma- sjónarmið og ábyrgð séu lykilatriði í afstöðu okkar til skipulagðrar veiðistjórnunar á þessari stærstu lifáfidi auð- lind Norður-Atlantshafsins." Auk þessa meginatriðis hefur það þýðingu fyrir okkur, að þessi fjögur lönd munu nú sameiginlega beita sér fyr- ir því, að aðrir aðilar takmarki sínar veiðar. í þessu sam- bandi mega menn ekki láta yfirlýsingar talsmanna Evrópu- sambandsins blekkja sig. Eftir að samkomulag hefur náðst á milli þessara fjögurra ríkja verður mjög erfitt fyrir Evrópusambandið að stefna skipum sínum til veiða að geðþótta þess. ESB hefur ekki úr háum söðli að detta, þegar fiskverndarmál eru annars vegar og forráðamenn þess munu hugsa sig um tvisvar áður en þeir hunza ósk- ir þessara fjögurra þjóða um takmörkun á veiðum ESB- skipa. Vígstaða ESB var margfalt sterkari, þegar allt var í uppnámi á milli ríkjanna fjögurra og ómögulegt virtist fyrir þau að ná samningum sín í milli. Það er heldur ekki gagnrýnisefni á stjórnvöld að hafa samið um heimild til síldveiða fiskiskipa samningsþjóð- anna innan íslenzkrar lögsögu vegna þess, að við fáum veiðirétt annars staðar á móti, sem er okkur til hagsbóta. Þessu til viðbótar er full ástæða til að ætla, að samning- ar um síldveiðarnar muni skapa það andrúm og þann jarð- veg, sem þarf til þess að samningum miði áfram um veið- ar íslenzkra fiskiskipa í Barentshafi. Talsmaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna hef- ur gagnrýnt þennan samning harðlega. Það hafa talsmenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Þjóðvaka einnig gert. Gagnrýni þessara aðila byggir á skammtímasjónarmiðum. Talsmaður LÍÚ horfir til þess aflamagns, sem íslenzk stjórnvöld höfðu einhliða ákveðið, að íslenzk fiskiskip mættu veiða áður en samningar náðust. Það er engin við- miðun. Heldur hitt, hvort framtíðarhagsmunir okkar hafi verið tryggðir með þessum samningi og það er gert. Talsmenn þeirra stjórnarandstöðuflokka, sem hafa snú- izt gegn samningnum saka stjórnvöld um undanslátt. í öllum samningum um fiskveiðiréttindi okkar Islendinga höfum við þurft að gefa eftir frá ýtrustu kröfum. Og þótt hægt sé að sýna fram á með tölum, að við höfum gefið meira eftir í magni en aðrir i þessum samningum, höfum við á móti náð árangri, sem gefur okkur góðar vonir um framtíðina. Sjónarmið þriggja stjórnarandstöðu-• flokka byggja því á skammsýni en athyglisvert er að fylgj- ast með ábyrgri afstöðu þingmanna Kvennalistans. Gagnrýni hagsmunaaðila í Noregi á samninginn bendir heldur ekki til þess, að þeir telji íslenzka hagsmuni hafa verið fyrir borð borna í samningaviðræðunum. Samningurinn um síldveiðarnar getur, ef rétt er á hald- ið, valdið þáttaskilum í deilum okkar og annarra þjóða um fiskveiðiréttindi í Norður-Atlantshafi. Nú skiptir máli, að fylgja þessum árangri eftir og gera út um þau deilu- mál, sem óleyst eru. SAMNINGAR NÁST UM SÍLDVEIÐAR Rætt um síldarsamninginn á Alþingi SAMNINGUR á milli íslands, Færeyja, Noregs og Rúss- lands um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum var undirritaður í Ósló í gærmorgun, en í samningnum er kveðið á um að heildarafli landanna fjögurra verði 1.107 þúsund lestir í ár. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segja samninginn marka ákveðin tímamót, en samningaviðræðum þjóð- anna sé þó fráleitt lokið í eitt skipti fyrir öll. Stofninum var stefnt í hættu Þorsteinn Pálsson segir íslendinga hafa staðið frammi fyrir þeim veru- leika að síldarstofninum væri stefnt í verulega hættu, hefðu veiðar verið meira eða minna stjórnlausar á næstu árum eins og stefndi í. Hefði ekki verið samið nú, hefði verið ólík- legt að hægt hefði verið að taka upp samninga á nýjan leik. Utanríkisráðherra segir ljóst að samfara samkomulagi um skynsam- lega nýtingu þurfi þjóðirnar að skipt- ast á heimildum til að veiða í lög- sögu hver annars og þannig fái Færeyingar að veiða það sem þeir vilja í íslenskri lögsögu og takmark- aðar heimildir í lögsögu Jan Mayen og í norskri lögsögu, Islendingar fái ótakmarkaðar heimildir til að veiða í Jan Mayen lögsögunni, en Norð- menn fái aftur á móti heimildir til að veiða í íslenskri lögsögu sem svar- ar tveimur þriðju hlutum hlutdeildar íslendinga, sem ósennilegt sé að verði nýttar. Rússar fá hins vegar að veiða allt að 5.000 tonn á takmörkuðu svæði í íslenskri lögsögu í samræmi við mikla áherslu sem þeir lögðu á að fá slíka heimild. Aflahlutdeild íslendinga nemur 190 þúsund tonnum, Færeyinga 66 þúsund tonnum, Norðmanna 695 þúsund tonnum og Rússa 156 þús- und tonnum. íslendingar höfðu gert kröfu um að fá að veiða 244 þúsund tonn í ár. Utanríkisráðherra sagði það vera sameiginlega niðurstöðu Islendinga og Færeyinga að samn- ingurinn þjóni hagsmunum þjóðanna og að þjóðhagslega megi jafnvel ná meira út úr umsömdum 190 þúsund tonnum, en hefði verið hægt að fá úr 244 þúsund tonnum. Meira til manneldis „Auðvitað hefðum við viljað semja um eitthvað meira magn, en á þess- ari stundu stóðu menn frammi fyrir að ná samningi sem gengi nokkurn veginn út á þá niðurstöðu sem nú liggur fyrir, eða enginn samningur næðist. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, var blákaldur veruleikinn þes_si,“ segir hann. Án samkomulags þjóða hefði að sögn Halldórs þurft að standa þannig að veið- um, að lítið sem ekkert af aflanum hefði getað farið til manneldis, en nú geti útvegsmenn skipulagt veiðar á hag- kvæman hátt og stund- að þær þannig að hægt sé að veiða verulegt magn til manneldis. Fari 30-40 þúsund tonn til manneldis, sé búið að vega upp þann mun sem var á upphaflegum kröfum íslendinga og umsamdri aflahlut- deild, auk þess sem hún skapi vinnu í landi. Halldór segir ríka hættu hafa verið á að þjóðirnar færu í kapp- hlaup um að auka veiði sína, sem hefði verið illviðráðanlegt ástand. „Kostir samningsins eru að með honum náum við utan um stjórnun veiða, við tryggjum það til framtíðar að stofninn verði ekki eyðilagður, við sameinumst gegn kröfum annarra aðila eins og t.d. ESB, og munum nú þegar snúa okkur til þeirra í von um að sambandið sýni skilning og víki frá óréttmætum kröfum í sam- bandi við veiði úr þessum stofni,“ sagði Halldór á fundi með frétta- mönnum í gær. ESB leikur enn lausum hala Samningaumleitanir hófust fyrir um ári, en upp úr slitnaði og ákváðu Langtíma- markmíð höfð að leiðarljósi Morgunblaðið/Ásdís ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynntu samning um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum í gær, örfáum mínútum eftir að þeir komu til landsins frá Ósló. * Aflahlutdeild Islendinga í ár samkvæmt sam- komulagi sem gert var í gær við Norðmenn, Færeyinga og Rússa nemur 190 þús. tonnum, 17,2% af heildarafla. Hlutdeild íslendinga er ríflega 50 þús. t minni en þeir höfðu krafíst. Utanríkisráðherra segir á móti koma að síldin nýtist til manneldis og sé því verðmætari. íslendingar og Færeyingar í kjölfarið að veiða sameiginlega 250 þúsund tonn á seinustu vertíð, og komu 180 þúsund tonn í hlut íslendinga. Hall- dór segir margt hafa rekið á eftir því að ná samningum við Norðmenn og Rússa um síldarstofninn, ekki síst ákvörðun ESB að veiða 150 þúsund tonn úr stofninum og áhuga annarra þjóða á veiðum á svæðinu. Einnig sé mikilvægt að þeir ár- gangar af síld sem skipi yfirgnæf- andi meirihluta stofnsins fái að vaxa án hættu af ofveiði. Þorsteinn segir að samningurinn sé forsenda þess að unnt sé að knýja ESB til samninga um skynsamlega veiði, enda eigi það ekki sögulegan rétt til veiða með sama hætti og strandveiðiríkin. „Evrópusambandið leikur enn iausum hala, en hefði samingurinn ekki verið gerður, var útilokað að koma bönd- um á ESB og hann er fyrsta skrefið í þá átt. Þegar í stað verða tekn- ar upp viðræður við ESB um að takmarka veiði og að hún sam- ræmist þeim markmið- um sem strandþjóðirnar ijorar hafa sett sér,“ segir Þorsteinn. Halldór segir ekki búið að taka ákvörðun um hvort síldarsmugan verði varin gegn ágangi annarra ríkja en þeirra sem standa að samningnum, en hins vegar verði ESB hvatt til að sýna ábyrgð. Of snemmt sé að spá fyrir um hvað gerist í kjölfarið, en ljóst sé þó að fylgi þjóðir ekki niðurstöðum alþjóðlegra stofnana sem fást við mál sem þessi, geti menn gripið til ráðstafana til að verja hagsmuni sína. Ríki fylgi reglum Ekki hefur verið formlega gengið frá því að þjóðirnar ljórar stofni svæðasamtök, en þær uppfylla slík skilyrði, að mati Þorsteins. Allt eftir- lit af hálfu íslendinga og hinna þjóð- anna verði að fylgja þjóðréttarregl- um og ljóst sé að þau ríki sem vinni gegn markmiðum samningsins fái ekki rétt til löndunar í höfnum land- anna fjögurra. „Framtíðarhagsmunir íslendinga hafa fyrst og fremst rekið á eftir því að reynt væri að ná þessum samningum," segir Halldór, „og þau ákvæði sem eru allra mikilvægust lúta að framtíðinni." Hann nefndi sérstaklega ákvæði um að samnings- aðilar geri ráðstafanir til að tryggja að hrygningarstofninum sé haldið ofan við örugg líffræðileg mörk, þannig að nýliðun og sjálfbær nýting til langs tíma sé möguleg. Einnig að aðilar komi á fót vinnuhópi vís- indamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins, í samvinnu við Alþjóðahafrannsókn- aráðið. Halldór sagði ljóst að samningar um veiðar á næsta ári þurfi að hefj- ast strax í haust, vegna þess að ver- tíð hefst í byijun næsta árs í Nor- egi. „Vert er að hafa í huga að þeg- ar þessi samningur er gerður er síld- in ekki farin að veiðast í íslenskri lögsögu, en vonandi er hún um það bil að ganga þar inri eða kannski þegar gengin inn, en aflahlutdeild okkar er 17,2% af heildarveiði áður en síldin gengur inn í íslenska lög- sögu,“ sagði Halldór. Þorsteinn benti á að íslendingar eigi mestra hagsmuna að gæta af strandveiðiríkjunum um að stofninn fái að vaxa. Niðurstaða samningsins í ár sé mjög viðunandi að hans mati, bæði með tilliti til veiðiheimilda og þess að þjóðirnar fallast á að taka tillit til dreifingar stofnsins við fram- tíðarskiptingu þeirra. Því sé þess að vænta að viðurkennt verði með aukn- um kvótum þegar síldin færist inn í íslenska lögsögu. Kvóta skipt fljótlega Ekki er búið að taka ákvörðun um kvótaskiptingu milli íslenskra skipa, að sögn sjávarútvegsráðherra, en hann kveðst gera ráð fyrir, að vinna við úthlutun aflaheimilda hefjist á næstu dögum og verði reynt að hraða henni eftir megni. Forsvarsmenn útvegsmanna og sjómanna gagnrýna samkomulagið um síldveiðarnar Hömlur ekki settar á veið- ar Evrópusambandsins Forsvarsmenn útvegsmanna og sjómanna eru andvígir síldarsamningnum sem undirritaður var í Osló í gær. Meðal þess sem þeir gagn- rýna er að veiðar Evrópusambandsins verða óhindraðar í ár. KRISTJÁN Ragnarsson, for- maður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að þessi samningur urn norsk-íslensku síldina hafi átt sér langan aðdraganda. íslensk stjórn- völd hafi lagt upp með það að hækka síldarkvóta Islendinga í ár, frá því í fyrra, í hlutfalli við það sem aðrir hefðu ákveðið og íslenskar sendi- nefndir hafi fengið þetta vegarnesti á hvern fundinn á fætur öðrum. Nú gerðist það að ráðherrarnir hefðu sjálfir haft bein afskipti af samningunum og hefðu talið mjög nauðsynlegt að ná stjórn á veiði úr stofninum. Um það væri enginn ágreiningur, því við ættum mjög mik- ið undir því að stofninn fengi að vaxa til eðlilegrar nýtingar. Það sem hefði gerst hins vegar væri það að veiðin væri minnkuð um 100 þúsund tonn hjá þessum fjórum þjóðum. Af þvi minnkaði veiði okkar og Færeyinga um 74 þúsund tonn, en Rússa og Norðmanna sameiginlega um 24 þús- und tonn. Það þýddi að þeir gæfu eftir 3% en við um 23%. „Ef þetta var ástæðan, að stofnin- um stæði einhver ógn af okkar veiði og þess vegna þyrfti að ná stjórn á veiðunum hlýtur að hafa verið rangt að fara af stað með 244 þúsund tonna kröfu og halda við hana í allan vetur allt þar til að veiðarnar eru að hefj- ast, bátarnir að fara af stað og síldin er að ganga inn í okkar lögsögu í þessari viku að öllum líkindum,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Norðmenn sjá sér leik á borði Hann sagði að auðvitað sæju Norðmenn sér leik á borði þegar þeir gætu skuldbundið okkur og Færeyinga til þess að lækka okkur sameiginlega um 74 þúsund tonn og þar af íslendinga eina um 54 þúsund tonn. „Eg hef talið að stofninum stafi hætta af veiði allra þeirra sem veiðar stunda á svæðinu og þar með hefðu allir þurft að leggja eitthvað til þeks að minnka veiðina. Þar hefði ekki staðið á okkar fulltingi við það. Það sem núna gerist er að við minnk- um okkar veiði, en Evrópusambandið stendur áfram með fijálst spil og ætlar sér að veiða frítt. Það er búið að segja það alveg skilmerkilega að það ætlar ekki að takmarka sínar veiðar á þessu ári. Þess vegna finnst mér það alveg óskiljanlegt að gera þennan samning við núverandi að- stæður,“ sagði Kristján ennfremur. Illa haldið á okkar málstað „Mér er ekki skiljanlegt hvernig á, með hliðsjón af þeim breytingum sem þessi floti hefur tekið, að út- hluta kvóta á hvert skip eftir þessum umsóknum sem núna liggja fyrir. Og mér finnst það algerlega óásætt- anlegur hlutur að við séum að fá núna 17% úr stofni sem svo ríkulega hélt sig í okkar lögsögu og hefði verið þar áfram ef Rússar og Norð- menn hefðu ekki ofgert þessum stofni með smásíldarveiðum. Á sama tíma erum við að gefa þeim 11% af okkar loðnukvóta út á Jan Mayen- lögsöguna þar sem loðna hefur ekki komið í fjöldamörg ár. Þessu er ekki saman að jafna og hér er að rnínu mati illa haldið á okkar málstað,“ sagði Kristján. Hann sagði að ákvæðið í samn- ingnum um að framvegis verði tekið tillit til dreifingar síldarinnar væri ekkert útfært og menn læsu út úr því það sem þeir vildu heyra. Við hlytum að ætla okkur stærri hlut af stofninum en 17% í framtíðinni mið- að við eðlilega þróun hans og hann teldi að þessi samningur hamlaði því miklu fremur en styrkti að við fengj- um eðlilegan hlut í stofninum. Sér fyndist þess vegna að rangt væri lagt út af þessu ákvæði og sama gilti um aðganginn að Jan Mayen- lögsögunni. Hún opnaðist íslending- um samkvæmt eldri samningi þegar samið hefði verið um nýtingu stofns. Síðan ætluðum við bæði að hleypa Norðmönnum og Rússum inn í ís| lenska lögsögu til þess að veiða síld án þess að við fengjum að veiða í norskri eða rússneskri lögsögu. „Þetta atriði hefur aldrei komið til orða á öllum þeim fundum sem ég hef tekið þátt í hingað til, að hleypa þeim hér inn í íslenska lög- sögu, vegna þess að þeir hafa aldrei verið til tals um það að hleypa okkur inn í sína,“ sagði Kristján einnig. Hann sagði að það væri mikið úr því gert að það væri hægt að gera úr síldinni verðmætari afurð og þetta væri mjög gott ef það gengi eftir. Hins vegar segðu honum útgerðar- og skipstjórnarmenn að menn myndu ekki þora að geyma sinn kvóta til að fiska hann í Jan Meyen-lögsög- unni meðan ganga síldarinnar væri með þeim hætti sem verið hefði, því menn treystu því ekki að geta veitt kvótann þar. Ósáttur við niðurstöðuna Sævar Gunnarsson, forseti Sjó- mannasambands íslands, segist vera ósáttur við niðurstöðu samninganna þar sem íslendingar hafi gefið miklu meira eftir en hinar þjóðirnar til að samningar gætu tekist. Kvóti íslend- inga og Færeyinga minnkaði sam- eiginlega um 74 þúsund tonn á sama tíma og kvóti Norðmanna minnkaði um 30 þúsund tonn og Rússarnir bættu við sig 15 þúsund tonnum frá því sem þeir hefðu samið um við Norðmenn. Sævar sagðist vera þeirrar skoð- unar að það bæri að semja um síld- ina. Hins vegar skildi hann ekki af hveiju svona mikið hefði legið á að semja, þar sem það væri fyrirséð, og hann vissi ekki til þess að neinn ágreiningur væri um það, að veiðar Evrópusambandsins yrðu ekki bremsaðar af þetta árið. Þeir væru búnir að gefa út 150 þúsund tonna veiðikvóta í ár og þessi samningur sem gerður hefði verið í Osló kæmi ekki í veg fyrir það. „Þess vegna sé ég ekki alveg hvað lá á. Hins vegar er þróunarákvæðið jákvætt í þessum samningi, en af hverju er það ekki látið taka gildi strax? Ef við hugsum okkur að við veiðum eitthvað veruiega meira inni í íslensku landhelginni en í fyrra hefði mér fundist eðlilegt að það yrði okkur strax til bóta,“ sagði Sævar. Takmörk fyrir tilslökunum Hann sagðist hafa lagt áherslu á að samningsleiðin yrði reynd til þrautar, en það hlytu að vera tak- rnörk fyrir því hvað hægt væri að slaka mikið til og „ég get ekki séð að það sé verið að binda neina nema okkur í þessu máli og Færeyingana. Eg sé ekki hvað lá svona á upp á þessi býti. Ég hef verið talsmaður þess að við ættum að reyna að ná samkomulagi við þessar þjóðir um þetta mál, en ég vildi að það væri á einhveijum jafnréttisgrunni," sagði Sævar. Hann sagðist heldur ekki vita hvað íslensk stjórnvöld hefðu meint með því að gefa út reglugerð um veiðar á 244 þúsund tonnum þegar meiri vilji hefði ekki verið á bak við þá ákvörðun en kæmi fram þegar kvót- inn væri minnkaður um 54 þúsund tonn. Hann teldi fullvíst að Norð- menn væru búnir að veiða meira en 695 þúsund tonn í ár þannig að veiðitakmarkanir bitnuðu einvörð- ungu á íslendingum og Færeyingum. Veiðar Evrópusambandsins yrðu ekki heldur takmarkaðar. Slík ákvörðun yrði að fara fyrir fund í Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NEFAC) og það væri ekki einu sinni búið að boða slíkan fund, hvað þá að ákveða hvenær hann yrði haldinn. Hann hefði enga trú á að það tækist á þessari vertíð. ESB hefði þegar byijað veiðar og þessi samningur stoppaði það ekkert í því að veiða fyrirhugaðan kvóta, 150 þúsund tonn, að því gefnu að síldin héldi sig í síldarsmugunni. Hörð gagnrýni slj órnarandstöðu á samninginn Hörð gagnrýni kom fram á Alþingi í gær af hálfu stjórnarandstöðu á samninginn um veið- ar á norsk-íslensku síldinni. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með umræðunum. HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra flutti þinginu skýrslu um samninginn, sem gerður var fyrr um daginn í Osló. Steingrímur J. Sigfússon þing- maður Alþýðubandalags og for- maður sjávarútvegsnefndar Alþing- is sagði að samningurinn væri ekki sanngjarn í garð íslendinga og tímasetning hans væri út í hött. Veiðar íslenskra skipa ættu að hefj- ast innan 3-4 sólarhringa, síldin væri við íslensku lögsögumörkin, búið væri að auglýsa veiðarnar og 85 útgerðarmenn væru að undirbúa þær á grundvelli tiltekinna reglna. Steingrímur sagði það ekki nógu góða niðurstöðu, að íslendingar skyldu gefa eftir 54 þúsund tonn af upphaflegum kvótakröfum og hlutfallslega mest af ríkjunum. „Það sem er þó lakast er upp- hafsprósentap sem hér er fest í sessi með samningi. Aðeins liðlega 17% af stofni sem við íslendingar getum, með verulega þungum sögu- legum í'ökum, gert kröfu til að eiga hlutdeild í upp á 30-40% miðað við fullorðna síld. Það langhættuleg- asta í samkomulaginu er að 17% verði þröskuldur eða þak sem okkur mun á komandi árum reynast mjög erfitt að yfirstíga,“ sagði Stein- grímur. Þá gagnrýndi Steingrímur endurskoðunarákvæði samningsins og að verið væri að opna íslensku landhelgina einhliða fyrir Norð- mönnum og Rússum. Haftn sagði einnig að aðeins væri verið að taka niður fyrirhugaða veiði um 100 þúsund tonn, og þar af legði ísland meira en helming til. Engin heildarstjórn Össur Skarphéðinsson, Alþýðu- flokki, sagði að þótt ýmislegt mætti segja gott um samninginn væri hann fráleitt nægilega góður til að réttlæta framtíðarhagsmunina sem lægju í málinu fyrir íslendinga. Hann gagnrýndi endurskoðunará- kvæði samningsins, sem byggist á líffræðilegri dreifingu síldarstofns- ins. Ekki væri hægt að lesa út úr því að íslendingar ættu afdráttar- lausa möguleika til að auka kvóta sinn á grundvelli þess að síldin gengi inn í íslensku lögsöguna. Össur sagði að ráðherrar hefðu bent á þann kost við samninginn að íslendingar gætu veitt allan sinn síldarafla við Jan Mayen. En sam- kvæmt Jan Mayen-samn- ingnum frá 1980 væri þessi réttur sjálfkrafa fyr- ir hendi nú þegar síldar- samningurinn væri kom- ___________ inn á. Sennilega væri þó rétt hjá utanríkisráðherra að hægt yrði að nýta meira af aflanum til manneldis en áður og það vægi þungt. En það væri rangt hjá utanríkis- ráðherra að tekist hefði með samn- ingnum að ná heildarstjórn á síld- veiðunum. Evrópusambandið hefði gert tilkall til kvóta upp á 150 þús- und tonn og samningsríkin gætu ekki komið í veg fyrir það. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að samningurinn væri forsenda fyrir því að strand- þjóðirnar gætu tekist á við Evrópu- sambandið. Rétt væri að þessi samn- ingur leysti ekki það mál en ef strandþjóðirnar hefðu ekki náð sam- an hefði engin von verið til þess að hægt yrði að setja bönd á ÉSB. Samið af sér Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóð- vaka, sagði að samningurinn væri mjög vafasamur og snautlegur og ekki hefðu komið fram rök um að hann tryggði hagsmuni þjóðarinn- ar. Það væru fyrst og fremst íslend- ingar og Færeyingar sem borguðu fyrir samninginn og spurning hvort það væri tilviljum að Norðmenn vildu fyrst semja nú um síldar- kvóta, þegar þeir væru sjálfir langt komnir með það sem þeir skömmt- uðu sér í upphafi. Jóhanna sagðist ekki sjá að mik- il hætta hefði verið við að bíða fram á haust þótt um einhveija ofveiði hefði getað orðið að ræða. Þótt finna mætti jákvæða þætti í síldar- samningunum hefði of mikið verið gefið eftir. „Mér liggur við að segja að ráðherrarnir hafi í Ósló verið. að semja mjög alvarlega af sér um hagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Jóhanna. Fleiri kostir Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna- lista, sagði að þrátt fyrir ýmsar efasemdir teldi hún kostina við samninginn meiri en gallana. Mikil- vægt væri að ná samningum sem ykju líkurnar á því að síldarafurð- irnar yrðu fyrst og fremst til mann- eldis. Þótt súrt væri í broti að ís- lendingar þyrftu að lækka sína hlut- deild meira en Norðmenn, væru það mikilvæg rök að þetta samkomulag kæmi líklega til með að minnka veiðarnar í heild. Þar með ykjust líkurnar á að stofninn yrði nýttur á sjálfbæran hátt. Guðný sagðist hins vegar ekki vera sannfærð um að það væri póli- tískt rétt að gefa meira eftir en Norðmenn, þegar þeir viðhefðu þann málatilbúnað að obbinn af veiðireynslu íálendinga væri svo gamall að hún skipti engu máli. Islendingar hefðu reynt að and- mæla þessu sjónarmiði en Guðný sagði að sér sýndist að samningur- inn nú veikti þau rök. Fótfesta til framtíðar Geir H. Haarde, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og fonnaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, sagði að ---------- með umræddum samn- ingi næðu íslendingar fótfestu til framtíðar sem ekki var fyrir hendi áður. Tryggingar hefðu fengist fyrir því að í framtíðinni yrði tekið tillit til þess að íslending- ar ættu ákveðinn rétt á síldinni og hún væri hluti af náttúru íslands. Þetta væru mikilvægari langtíma- hagsmunir en sá kvóti sem nú hefði verið samið um til eins árs. Einnig hefði ísinn verið brotinn í pólitískum samningnum við ná- grannaþjóðir íslendinga um mál af þessu tagi. Og það væri ekki létt verk fyrir norska ráðherra að kynna þennan samning fyrir umbjóðend- um sínum í Noregi sem hefðu sagt: Islendingar eiga ekki að fá einn einasta fisk úr þessum stofni. ísinn brotinn í pólitískum samningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.