Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Erlend eignaraðild í sjávarútvegi FJARFESTING er- lendra aðila á íslandi hefur ávallt verið við- kvæmt mál og tor- tryggni ríkt í garð út- lendinga hvað það varðar. Varkárni við að rýmka reglur um er- lenda fjárfestingu hér á landi er því að mínu áliti eðlileg og sjálfsagt að taka þau skref að vel athuguðu máli. Undirritaður ásamt 3 öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lögðum fram fyrir páska frumvarp um að heimila 49% beina Kristján Pálsson eignaraðild erlendra aðila í sjávarút- vegi. Þetta frumvarp var til umræðu um leið og frumvarp frá viðskipta- ráðherra um að heimila 49% óbeina eignaraðild erlendra aðila að sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Á þessum tveimur frumvörpum er verulegur munur sem almenningur áttar sig ekki strax á enda málið lagalega flókið. Erlend eignaraðild í útgerð var heimil í 69 ár Ef litið er fyrst á reynslu okkar af fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum er rétt að líta á heimildir til þess í fyrri lögum. Með lögum nr. 33/1922 var erlend- um aðilum heimil 49,9% bein eigna- raðild að útgerðarfyrirtækjum, en öll fjárfesting erlendra aðila bönnuð bein eða óbein í fiskvinnslu og öðrum fyrirtækjum. Þessi lög voru í gildi til ársins 1991 eða í 69 ár. Þá tóku ný lög gildi en með nýju lögunum er öll fjárfesting erlendra aðila í sjáv- arútvegi bönnuð. Lögin 1991 heimil- uðu afturámóti fjárfestingu erlendra aðila frá EES-svæðinu í öðrum fyrir- tækjum með ákveðnum takmörkun- um_ í orkufyrirtækjum og flugi. Ástæðan fyrir breytingunni að banna fjárfestingu í sjávarútvegi hefur lítið verið rökstudd enda ekk- ert í fortíðinni sem benti til þess að erlend áhrif í íslenskri útgerð yrðu yfirgnæfandi þó heimildir til erlendr- ' ar aðildar í útgerð hefðu verið fyrir hendi. Sannleikurinn er sá að útlend- ingar hafa yfirleitt sýnt lítinn áhuga á því að fjárfesta á íslandi nema með sérkjörum, sbr. í áliðnaði. Það er sérstakt rannsóknarefni hvers vegna útlendingar vildu ekki fjár- festa í útgerðinni í þau tæpu 70 ár sem það var heimilt. Það má gera ráð fyrir því að ein ástæða sé að verulegur hluti útgerðarinnar var í eigu fískvinnslunnar og hún rekin með miklu tapi þar til í upphafi þessa áratugar. Einnig hafa óðaverðbólga og gengisfellingar sligað útgerðina í áratugi og gert þennan fjárfesting- arkost lítt eftirsóknarverðan. Erlend fjárfesting með EES-samningnum Með EES-samningnum voru ýms- ir sem töldu að erlend íjárfesting og áhrif hennar ykjust stórlega og var þess vegna settur þröskuldur í lögin 1991 að ef erlendur aðili ósk- aði fjárfestingaryfir 250 millj. króna þyrfti sérstakt leyfi ráðherra. Hver hefur svo raunin orðið? Hafa erlendir aðilar streymt hingað með l'iármagn til að fjárfesta? Nei svo • i ekki. Erlend fjárfesting var árin I'.»93-1995 eftirfarandi miðað við taiidsframleiðslu: Á íslandi 0,1% , á Norðulöndunum 1% og í OECD-ríkj- unum 1,5-2% samkvæmt upplýsing- um iðnaðarráðherra í Alþingi ný- lega. Það verður að vísu tímabundin aukning í ár hér á landi vegna mjög sérhæfðra framkvæmda hjá ÍSAL, en að undanskildum fjárfestingum í áliðnaði er um mjög litlar erlendar fjárfestingar að ræða. í erlendum saman- burði eru íslendingar frekar aftarlega á mer- inni hvað opin viðskipti varðar. Það hefur að mínu mati leitt til þess að við höfum dregist aftur úr öðrum þjóðum varðandi útflutning miðað við verga lands- framleiðslu, en árið 1960 eru Islendingar í 3. sæti af OECD-ríkj- unum en 1993 í 10 sæti. Varðandi sam- keppnisstöðu erum við í 18. sæti miðað við sömu ríki. Það má einn- ig benda á það að fram- leiðni íslenskra fyrirtækja er með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Reynsla okkar af þátttöku er- lendra aðila í atvinnurekstri er góð, en hún er víða í okkar þjóðfélagi þó í smáum stíl sé og má þar benda á sjónvarpsrekstur, olíufélög, fiskeldi, tölvufyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. I stóriðjurekstri er hún mikil eins og þekkt er. Fjárfesting Islendinga erlendis hefur skilað góðum árangri og ber það hæst starfsemi físksölu- fyrirtækjanna í Bandaríkjunum og Evrópu. Af nýlegum fjárfestingum íslendinga erlendis má nefna kaup Samheija og ÚA í þýskum útgerð- um. Allt bendir því tii þess að fjárfest- ing erlendra aðila á íslandi sé ekki Fjárfesting erlendra að- ila í sjávarútvegi má ekki, segir Kristján Pálsson, vera tilviljana- kennd og ómarkviss. hættuleg heldur eftirsóknarverð á sama hátt og íjárfestingar okkar erlendis hafa verið farsælar fyrir íslenskt þjóðarbú. Óbein fjárfesting skapar óvissu Grundvallarmunur er á beinni og óbeinni fjárfestingu. í öðru tilfellinu, þ.e. óbeinni fjárfestingu, er oftast um fjárfestingu að ræða sem þvæl- ist með kaupum aðila í öðrum fyrir- tækjum og skapar því óvissu hjá þeim fyrirtækjum sem eru hálfgerð- ur bastarður í kaupunum. Bein fjár- festing er aftur á móti gagngert til að taka þátt í viðkomandi starfsemi. Ef skoðaðir eru fleiri ólíkir þættir þessara tveggja aðferða getur óbein fjárfesting leitt til óeðlilegra fjárfest- ingarleiða sem gætu iýst sér eftirfar- andi: Erlendur aðili af EES-svæðinu kaupir íslenskt byggingarfyrirtæki, byggingarfyrirtækið kaupir 49% í íslenskri matvöruverslun, sem kaup- ir síðan 100% í stóru sjávarútvegs- fyrirtæki. Þar með væri óbein erlend eignaraðild 49% í sjávarútvegsfyrir- tækinu. Hvar lægju hagsmunir þessa erlenda aðila helst í þessari keðju fyrirtækja? Að mínu mati liggja hagsmunir hans í fyrirtækinu sem þeir eiga 100% sjálfir, þ.e. í bygging- arfyrirtækinu. Tilhneigingin yrði því sú að hagnaðurinn safnaðist frekar í fyrirtækið í þriðja lið keðjunnar og rýrði þar með afkomumöguleika sjávarútvegsins. Annar ókostur óbeinnar aðildar er sá að erlendir aðilar sjá þetta ekki sem fjárfestingartækifæri né hagkvæman kost vegna tæknihindr- ana og þeir fjárfesta því síður í þess- ari atvinnugrein. Eftirlit með slíkri fjárfestingu er einnig mjög erfitt eins og dæmin sanna og eru kaup Texaco á 33% hlut í OLIS þar ofar- lega í huga, en OLÍS er'eigandi í mörgum útgerðarfélögum. Sú eigna- raðild varð til þótt erlend ijárfesting væri óheimil með öllu í sjávarútvegi á Islandi (og er enn) samkæmt lög- unum frá 1991. Bein fjárfesting = markviss vinnubrögð Kostir beinnar eignaraðildar um- fram óbeina eru aftur þeir að eftir- lit með henni er mjög auðveld í fram- kvæmd, möguleikar á áhættufé verða fleiri og auðveldara fyrir hags- munaaðila að fylgjast með fjárfest- ingunni og bein markaðstenging verður auðveldari sem og aðgangur að ýmsum tækninýjungum erlendis frá. Ótti manna við að erlendir aðilar eignist kvótann ef tillaga okkar fjór- menninganna nær fram að ganga er ástæðulaus því að það eru aðeins ís- lensk skráð fyrirtæki sem mega veiða við íslandsstrendur og samkæmt til- lögu okkar fjórmenninganna þá verð- ur fyrirtækið að vera í meirihlutaeigu íslendinga. Að heimila 100% eignaraðild er- lendra aðila í fiskvinnslunni er að mínu mati óraunhæft, þar sem vinnsl- an og útgerðin eru oftast eitt og sama fyrirtækið og hugmyndin því marklaus. Þar er einnig um að ræða þann hluta sjávarútvegsins sem verst stendur í dag og því óneitanlega í anda þeirra sem vilja enga erlenda fjárfestingu að bjóða þetta sem eina fjárfestingarkost erlendra aðila í sjáv- arútvegi. Að binda í stjórnarskrá að fiski- stofnarnir við strendur landsins séu sameign þjóðarinnar er sjálfsagt. Slíkt ákvæði er í lögunum um stjórn fiskveiða. Ríkisstjómir Davíðs Odds- sonar hafa sl. 5 ár unnið markvisst að því að skapa stöðugleika í efna- hagslífínu, lækka verðbólgu og vexti. Allt þetta hefur tekist með ágætum eins og öllum er kunnugt og sam- keppnisstaða íslenskra fyrirtækja því orðin góð. Erlend fjárfesting er því orðin mun raunhæfari möguleiki en nokkru sinni fyrr. Flestar þjóðir leggja mikið á sig til að laða til sín erlenda ijárfestingu og áhættufjár- magn, það verðum við einnig að gera. Að ganga ákveðnari skref að þessu leyti í sjávarútveginum en gert er ráð fyrir með frumvarpi viðskiptaráð- herra er því að nauðsynlegt. Fjárfesting erlendra aðila í þessum mikilvægasta atvinnuvegi þjóðarinn- ar má ekki verða tilviljunarkennd og ómarkviss. Höfundur er alþingismaður. Er heimild til útgáfu bráða- birgðalaga tímaskekkja? Seinni grein RÍKISSTJÓRNIR hér á landi hafa á undanfömum áratugum mjög oft gripið til útgáfu bráða- birgðalaga. Vafasamt verður að telja að útgáfa bráðabirgðalaga hafi í öllum tilvikum verið innan þess ramma sem settur er í stjórnar- skránni en eftir stendur að Alþingi hefur með því að staðfesta bráða- birgðalög, jafnvel þótt veruiegur vafi hafi leikið á því hvort lögin hafi verið sett með stjórnskipuleg- um hætti, lagt blessun sína yfír hina víðtæku notkun ríkisstjórna á þessu stjórnskipulega neyðarúr- ræði. Því hefur verið haldið fram að Alþingi hafi að þessu leyti brugð- ist því hlutverki sínu að standa vörð um rétta skýringu á 28. gr. stjórnarskrárinnar og má það til sanns vegar færa. Þá liggur fyrir að dómstólar hafa, þegar gildi bráðabirgðalaga hefur verið borið undir þá, viljað una við mat bráðabirgðalöggjafans á því hvort brýna nauðsyn hafi borið til útgáfu laganna. Með þessari af- stoðu hafa dómstólar í reynd falið bráðabirgðalöggjafanum fullnaðar- úrskurðarvald um það hvort bráða- birgðalög hafi verið sett með stjórn- skipulegum hætti. Eins og nefnt var í fyrri hluta þessarar greinar situr Alþingi nú að formi til allt árið og getur því komið saman til framhaldsfunda t.d. eftir þingfrestun að vori án þess að til þurfi að koma formleg þingsetning, kjör forseta, fasta- nefnda o.fl. Er því mögulegt að kalla þingið til funda með mjög skömmum fyrirvara. Stjórnskipun- arlögin frá 1991 breyttu ekki að formi til þeim skilyrð- um sem sett eru í 28. gr. stjómarskrárinnar fyrir útgáfu bráða- birgðalaga. Með breyt- ingu á starfstíma þingsins ruddu lögin hins vegar úr vegi þeim ástæðum sem upphaf- lega lágu til grundvall- ar heimild til útgáfu bráðabirgðalaga í ís- lenskum stjórnskipun- arlögum. Óhætt er að fuilyrða að margir þeirra þingmanna sem þátt tóku í setningu stjórnskipunarlaganna frá 1991 töldu að með þeirri breytingu sem í lögunum fólst varðandi starfstím- ánn væri þingið í reynd að þrengja heimild forseta til útgáfu bráða- birgðalaga. Skýrasta dæmið um þetta viðhorf eru ummæli Björns Bjarnasonar núverandi mennta- málaráðherra sem kvaddi sér sér- staklega hljóðs á vorþinginu 1991, við umræður um staðfestingu stjórnskipunarlaganna, í þeim til- gangi að undirstrika að breytingin á starfstíma þingsins ætti að „þrengja möguleika ríkisvaldsins tii að gefa út bráðabirgðalög" (Alþing- istíðindi B-deild 1991, bls. 47). Björn Bjarnason taldi nauðsynlegt að þessi vilji þingsins kæmi skýrt fram Lumræðum á þinginu og er skemmst frá því að segja að enginn þingmaður mótmælti þessari túlkun Björns Bjarnasonar á vilja þingsins. Fyrir liggur að þrátt fyrir stjórn- lagabreytinguna 1991 og þær grundvallarbreytingar sem orðið hafa á samgöngum og fjarskiptum Þórður S. Gunnarsson hér á landi á undan- förnum árum og ára- tugum hefur Hæsti- réttur ekki treyst sér til að þrengja efni 28. gr. stjórnarskrárinnar til samræmis við þau lögskýringargögn og viðhorf sem að framan eru rakin og færa þannig ákvæðið aftur í „upphaflegt horf“. Skýrt dæmi um þetta er dómur Hæstaréttar frá 26. október 1994 í málinu Geir G. Waage gegn ríkinu. Þess er þó rétt að geta að minnihluti réttarins í málinu, tveir dómarar af fimm, voru þeirrar skoðunar að breytingin sem gerð var á starfs- tíma þingsins með stjórnskipunar- lögum 1991 ætti að hafa áhrif á túlkun orðanna „brýn nauðsyn“ í 28. gr. stjórnarskrárinnar. Minni- hluti réttarins gat þess sérstaklega í atkvæði sínu að eftir því sem auð- veldara yrði að kalla Alþingi saman þeim mun ríkari yrði nauðsynin á útgáfu bráðabirgðalaga að vera og hlyti hún aðallega að ráðast af tvennu: Annars vegar því hver þörf væri á skjótum viðbrögðum og hins vegar hversu langan tíma tæki að kalla Alþingi saman. Ennfremur bæri að gefa því gaum hversu mikil- vægt málefnið væri og hvort tví- mælis orkaði hvernig leysa skyldi. Núverandi heimild til útgáfu bráðabirgðalaga í 28. gr. stjórnar- skrárinnar, eins og þessi heimild hefur verið túlkuð af ríkisstjórnum, Alþingi og Hæstarétti er tíma- skekkja og brýtur í bága við megin- Heimildir til útgáfu bráðabirgðalaga eru, að mati Þórðar S. Gunn- arssonar, tímaskekkja. regluna í 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrígreiningu ríkisvaldsins. Af- nám heimildarinnar eða veruleg þrenging á efni hennar væri til þess fallin 'að treysta stöðu löggjaf- ans gagnvart framkvæmdarvaldinu og styrkja þann hornstein lýðræðis- ins sem að framan er nefndur. Kveikjan að grein þessari er frumvarp til stjórnskipunarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingu á 28. gr. stjórnarskrár- innar. Frumvarpið er borið fram af sjö þingmönnum úr fjórum stjórn- málaflokkum og miðar að því að breyta heimild til útgáfu bráða- birgðalaga þannig að heimildin tak- markist við þær aðstæður að ekki sé unnt að kalla Alþingi saman. í Morgunblaðinu 15. mars sl. var í ritstjórnargrein fjallað um frum- varpið og lýst þeirri skoðun að Al- þingi bæri að stíga það skref til fulls að fella heimildina til útgáfu bráðabirgðalaga alveg niður. Ástæða er til að þakka þeim þing- mönnum sem nú hafa gengið fram fyrir skjöldu og vilja þrengja heim- ild til útgáfu bráðabirgðalaga fyrir framtak þeirra en lýsa jafnframt stuðningi við þá skoðun ritstjórnar Morgunblaðsins að heimildina beri að afnema með öllu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.