Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR í REYKJAVÍKUR- BRÉFI hinn 28. apríl vekur Morgunblaðið aftur upp umræðuna um fjarskipti og fyrir- komulag á þjón- ustunni hérlendis í framtíðinni. Vegna spuminga sem blaðið setur fram í lok grein- arinnar ætla ég enn að taka þátt í þeirri umræðu enda fellst ég á þá skoðun blaðsins að nauðsynlegt sé að fá svör við þeim og ekki síst að skoðanir stjórnarþingmanna og annarra ráðamanna komi fram. Meginefni spurninga blaðsins er hvort hlutabréf í Pósti og síma verði seld, hvort fyrirtækinu eigi að skipta upp í smærri einingar og hvernig staðið verði að því að skapa öðrum fyrirtækjum aðstöðu á fjarskiptamarkaði. Nú hefur um nokkurt skeið ver- ið í undirbúningi frumvarp um að breyta Pósti og síma í hlutafélag í eigu ríkisins og hefur samgöngu- ráðherra þegar lagt það fyrir þing- ið. Ljóst er, að Morgunblaðið telur samþykkt þess einungis grundvöll undir aðrar og víðtækari breyting- ar á fyrirtækinu og af spurningun- um nú og skrifum blaðsins áður má ráða að þar á bæ telja menn sölu hlutabréfa og skiptinu Pósts og síma upp í litlar einingar mikið þjóðþrifamál. Greinilegt er, að blaðið er þar ekki einungis að tala um að skilja á milli póstþjónustu og símaþjónustu, eins og vissulega hefur verið inni í umræðunni, held- ur er verið að leggja til mun meiri skiptingu á símahluta fyrirtækis- ins. Svipað sjónarmið hefur komið fram áður hjá frammámönnum í íslensku atvinnulífi, þannig að ástæða er til að ætla að hér sé ekki um einkaskoðanir ritstjórnar Morgunblaðsins að ræða. í upphafí Reykjavíkurbréfsins er lýst þeim breyting- um, sem eiga sér nú stað í fjarskiptum um allan heim og sagt að Bandaríkin muni af- létta hömlum á er- lendri fjárfestingu í fjarskiptum fyrir fyr- irtæki í þeim löndum sem gera sömu til- slakanir. Svo er að skilja, að blaðinu finn- ist allnokkur fengur að því að Bandaríkja- markaður opnist ís- lenskum fyrirtækjum til fjárfestinga á þessu sviðið, en erfitt er að skilja hvernig fyrirtækin, sem ekki geta þrifist í skugga risans Pósts og síma á Islandi, eiga að ná ár- angri við hlið AT&T í Bandaríkjun- um. Það er þó áreiðanlega ekki ætlun blaðsins, að það verði leif- arnar af Pósti og síma, sem eiga að sýna klærnar á Ameríkumark- aði. Það er hárrétt hjá Mbl. að þær hræringar, sem eiga sér stað í heimi fjarskipta um þessar mund- ir, kalla á það að menn ræði og meti að nýju fyrirkomulag þjón- ustunnar á komandi árum. Þetta eru sömu atriði og unnið hefur verið að í öðrum Evrópulöndum og þar hefur niðurstaðan alltaf orðið sú að nauðsynlegt sé að styrkja innlendu símafyrirtækin, oftast með samningum við erlenda aðila. í Danmörku var rekstur símaþjónustu um langt skeið í höndum margra fyrirtækja, sem sinntu hvert sínu svæði, en þar voru þau sameinuð í eitt sterkara fyrirtæki áður en því var breytt í hlutafélag. Þrátt fyrir að símafyrirtæki um alla Evrópu séu efld til að standa sig betur í samkeppni telur rit- stjórn Morgunblaðsins þvert á móti nauðsynlegt að veikja Póst og síma svo auðveldara verði að keppa við fyrirtækið. Þessi skoðanamunur kemur auðvitað fram vegna þess að í Evrópu hafa menn innleitt samkeppni á ýmsum stigum fjarskiptaþjónustu í þeirri von að um síðir skili það sér í lægra verði til neytenda. Hér á Islandi er verð fyrir fjarskiptaþjón- ustu hins vegar með þeim hætti, að Mbl. virðist ekki treysta neinu hérlendu fyrirtæki til að fara inn á þann markað án þess að gera fyrst ráðstafanir til að rekstur Pósts og síma verði óhagkvæmari en hann er í dag. Einfaldasta leið- in til þess er auðvitað sú að skipta fyrirtækinu upp í litlar einingar. í Reykjavíkurbréfinu er komið inn á reynslu annarra þjóða af einkavæðingu og segir blaðið lang- an tíma líða frá afnámi einokunar til fullkomins frelsis og nefnir að British Telecom hafi enn yfírgnæf- andi markaðshlutdeild í Bretlandi 12 árum eftir einkavæðingu. Auð- vitað er breskum neytendum ná- kvæmlega sama um hlut hvers fyrirtækis af markaðnum, það sem þá varðar um er hvað þjónustan kostar. Morgunblaðið segir að á þessum 12 árum hafi gjaldskrá BT lækkað um 40% en telur að vísu ekki öruggt að það sé ein- göngu vegna einkavæðingar, tækniframfarir gætu átt einhvern hlut að máli. Síðan segir: „En að minnsta kosti er ljóst að þær tækniframfarir hafa ekki að öllu leyti skilað sér til notenda í öðrum löndum.“ Því er fróðlegt fyrir íslenska neytendur að vita hvernig verð á símaþjónustu hérlendis hefur breyst á þessum sama tíma en ekki er þó hægt að tilgreina eina prósentutölu eins og Mbl. gerir fyrir Bretland því ekki hafa allir þættir breyst jafnmikið. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig helstu atriði í almennri innan- landsgjaldskrá fyrir síma hafa breyst frá árinu 1983 til 1. júní í ár en þá tekur gildi ný gjaldskrá. Verðhækkun á síma- þjónustu er meiri hér en í nokkru öðru Evrópu- ríki, segir Bergþór Halldórsson, en hún er ekki tilkomin vegna einkavæðingar. Verðið frá 1983 er framreiknað miðað við að það hefði fylgt al- mennum verðhækkunum á íslandi. Verð f ágúst 1983 á verðlagi þess tíma kr. Stofngjald síma 4.375 Ársfjórðungsgjald heimilissíma 719 Verð á 3 mínútna staðarsímtali 2,53 Verð á 3 mínútna langlínusímtali 27,00 Til samanburðar má nefna að 3 mín. staðarsímtal í Bretlandi kostar nú um 12 kr. en langlínusímtal um 30 krónur. Hvort tveggja er því um 100% dýrara en á íslandi. Þessi verðlækkun, sem orðið hef- ur á íslenskri símaþjónustu á þessu tímabili, er miklu meiri en þekkist í nokkru öðru Evrópulandi og eins og sést á töflunni er þar um allt að 87% lækkun að ræða að raun- gildi. Ljóst er hins vegar að hún er ekki tilkomin vegna einkavæð- ingar og má spyija hvers vegna hliðstæð, lækkun skili sér ekki í þeim löndum sem hafa komið á samkeppni í símaþjónustu. Morgunblaðið telur einnig að góður árangur hafí náðst í afnámi ríkiseinokunar í Finnlandi og Sví- þjóð og tiltekur sérstaklega lækk- un langlínugjalda í Finnlandi, en samkvæmt nýjum skýrslum þaðan eru þau verð þó ennþá liðlega 60% hærri en hérlendis. I Svíþjóð, sem til skamms tíma var eina landið í Vestur-Evrópu sem gat státað af lægra verði símtala innanbæjar en gilda á Islandi, hefur orðið at- hyglisverð þróun í kjölfar aukinnar samkeppni en þar hefur þetta verð meira en þrefaldast á skömmum tíma. Þegar raunverulegur saman- Einkarekstur og fjarskipti Bergþór Halldórsson burður við ísland er svona í þeim löndum þar sem talið er að best hafi til tekist er spurning, hvort ekki sé af ákaflega litlu að státa í þessu efni. Það er rétt að erfitt er að koma á virkri samkeppni í fjarskiptum, en af rekstri GSM kerfa sem nú hafa verið í samkeppni í allt að fjögur ár hlýtur þó að mega draga einhverjar ályktanir. Verð þjón- ustunnar er nú þannig, að á ís- landi, sem er eitt örfárra landa þar sem einungis er einn rekstrar- aðili, er vyrðið eitt það lægsta sem þekkist. í stærstu og þéttbýlustu löndunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, þar sem samkeppn- Verð í ágúst 1983. Leiðrétt miðað við lánskjaravísitölu kr. 20.888 3.433 12,08 128,91 Verð í júní 1996 kr. 10.645 1.382 5,81 15,77 in ætti samkvæmt öllum kenning- um að skila bestum árangri er hins vegar þjónustan dýrust, jafn- vel allt að 200-300% dýrari en hérlendis. Verðmunur milli fyrir- tækjanna sem keppa þar er þó litlu meiri en hjá íslensku olíufélögun- um. I framhaldi af þessum saman- burði, sem hér hefur verið gerður fyrir íslenska yerðþróun fj ar- skiptaþjónustu á Islandi og erlend- is, væri mjög áhugavert fyrir ís- lenska neytendur að sjá hliðstæð- an samanburð í ýmsum öðrum þjónustugreinum. Vegna hinnar miklu samkeppni sem ríkt hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði und- anfarinn áratug þar sem dagblöð hafa meðal annars lagt upp laup- ana væri ekki úr vegi að skoða verðlagningu í þeirri grein á sama hátt. Þá væri ekki síður áhugavert að líta á þjónustugjöld íslenskra flutningafyrirtækja en þar hafa orðið miklar tækniframfarir eins og kunnugt er og í báðum þessum greinum hafa helstu kostir einka- rekstrar og samkeppni vænt- anlega komið skýrt fram. Höfundur er verkfræðingur. ÉG TEL brýnt að benda á örfá atriði af þeim mörgu sem stinga í augun við lestur frumvarpsins um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins _sem nýlega kom fram á Alþingi. í frumvarpinu eru boðaðar svo miklar skerðingar á kjörum og réttindum ríkisstarfs- manna að ekki verður við únað. Þar að auki gengur það bersýni- lega þvert gegn yfirlýstum mark- miðum frumvarpshöfunda, þ.e. að gera ríkisrekstur samkeppnishæf- an við almennan markað og að samræma réttindi ríkisstarfs- manna og annarra. Tilgangur frumvarpsins er nefnilega sá að skerða kjör ríkisstarfsmanna veru- lega, langt umfram það sem nokkrum réttsýnum vinnuveitanda myndi detta í hug að bjóða starfs- mönnum sínum nú undir lok þess- arar aldar. Stj órnarskrárbrot? Ekki er annað að sjá en gengið sé í berhögg við stjórnarskrána í frumvarpinu, því ef það verður staðfest sem lög yrðu embættis- menn sviptir samnings- og verk- fallsrétti, og yrðu laun þeirra ákveðin af kjaradómi eða kjara- nefnd. Þeir yrðu svipt- ir félagafrelsi, þ.e. þeim yrði óheimilt að vera í stéttarfélögum, og auk þess yrðu þeir sviptir tjáningarfrelsi því þeim yrði bannað að viðlögðum fjársekt- um að stuðla að verk- falli eða öðrum sam- bærilegum aðgerðum. Enginn venjulegur vinnuveitandi myndi láta sér detta í hug að bjóða fólki upp á svona nokkuð við gerð kjara- samninga. Nú stendur hins vegar til að beita lagasetningarvaldi til að þröngva þessum höftum upp á ríkisstarfs- menn. Samningum einstaklinga breytt Forstöðumaður ríkisstofnunar fengi skv. frumvarpinu svigrúm til að segja upp hluta ráðningar- samnings án þess að samningur- inn falli allur úr gildi. Þetta atriði er með ólíkindum, því það hlýtur að vera grundvallaratriði í samn- ingagerð að báðir aðilar standi við allan samninginn, en ekki bara hluta hans. Af hveiju treystir rík- ið sér ekki til að standa við gerða samninga eins og aðr- ir vinnuveitendur, en kýs heldur að skýla sér bak við lagasetn- ingar? í frumvarpinu eru ákvæði um yfírvinnu- skyldu sem virðast vera ættuð frá fyrri öldum íslandssögunn- ar. Þá þótti sumum harðstjórum ekki nóg að gert fyrr en vinnu- fólk gat ekki lengur borið verk- færi sín heim af engjum heldur neyddist til að draga þau. Nú stendur til að gera starfsmönnum ríkisins skylt að vinna þá yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsyn- lega. Hún nemur fimmtungi af lögmæltum vinnutíma fyrir al- menna starfsmenn, en er ótak- mörkuð ef viðkomandi gegnir lög- reglustörfum eða annarri öryggis- þjónustu. Þetta virðast frumvarps- höfundar telja að færi ríkisrekstur í nútímalegra horf! Batnandi efnahagur - minni laun Margir álíta að í stofnunum ríkisins dijúpi smjör af hveiju strái og kjörin þar séu slík að nauðsyn- legt sé að minnka launakostnað til muna. Þvert á móti hafa kjör ríkisstarfsmanna, eins og reyndar allra launþega, verið stórlega skert undanfarin ár, og einmitt núna þegar uppsveifla virðist í efnahag þjóðarinnar er ætlunin að skerða Ef stjórnvöld vilja frið og stöðugleika á vinnu- markaði, segir Júlíus Gísli Hreinsson, eiga þau að draga skerðing- arfrumvörp sín til baka. kjörin enn meira. Ríkisstarfsmenn hafa einnig talið sig vera að borga fyrir starfsöryggi og réttindi með lægri launum. Þegar betur er að gáð kemur reyndar í ljós að þessi réttindi eru ekkert glæsileg. Til dæmis þekkist ekki hjá almennum starfsmönnum ríkisins að fara á „eftirlaun“ þótt það sé talinn launaauki að fá að borga í lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins. Lífeyrir sem fólk fær eftir að hafa unnið alla sína starfsævi hjá ríkinu nær aldrei dagvinnulaunum enda geta ríkisstarfsmenn almennt ekki gert starfslokasamninga á við þá sem til dæmis bankastjórar ríkisbank- anna komast upp með að gera. Samvinna til framtíðar Ég vil að lokum benda á að ríkisstarfsmenn gera sér grein fyr- ir því að ýmislegt má betur fara í lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Rétta leið- in til að endurskoða þau er sú að vinna með samtökum ríkisstarfs- manna, en ekki kúga þá með laga- setningum. Þegar launþegar standa frammi fyrir þess konar aðförum er þeim nauðugur einn kostur að grípa til viðeigandi ráða. Því miður bendir allt til þess að ekkert sé hlustað á hávær mót- mæli, ályktanir eða fundahöld og ef títtnefnt frumvarp nær fram að ganga verða félögin að taka inn alveg ný atriði inn í kröfugerðir sínar fyrir haustið. Frumvarp það sem nú liggur fyrir er ekkert ann- að en stríðsyfirlýsing gegn ríkis- starfsmönnum. Ef stjórnvöld vilja stöðugleika og frið á vinnumarkaðnum er besti kosturinn að draga frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins tilbaka, og ganga til samninga við ríkisstarfsmenn um breytingar sem til raunveru- legra framfara mega horfa. Höfundur er formaður trúnaðarmannaráðs Félags íslenskra náttúrufræðinga. Stríðsyfirlýsing* á hendur ríkisstar fsmönnum Júlíus Gísli Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.