Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ EIRIKUR ÓLAFSSON + Eiríkur Ólafs- son fæddist á Siglufirði 4. janúar 1936. Hann lést í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Friðrikka Björns- dóttir, f. 14. sept. 1900, d. 3. _ febr. 1990, og Ólafur Eiríksson, f. 23. júní 1897, d. 16. ** des. 1985. Systkin: Kristín, f. 1925, d. 1992, Bima, f. 1929, Sigríður, f. 1927, Ásta, f. 1932, Eygló, f. 1939, Anna, f. 1943, og Olafur Reynir, f. 1945. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Sigurlaug Straumland, f. 1939. Börn: 1) Andrés, f. 1957, kvæntur Deb- orah Spence, þeirra sonur er Kári, f. 1994. 2) Ólafur Frið- rik, f. 1966, sambýliskona hans er Valgerður Vilmundardóttir, þeirra dóttir Sigrún Elva, f. 1992. Eiríkur var bifreiðasmiður að mennt og starfaði sem tjónaskoðunarmaður hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. Utför Eiríks verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er þriðjudagskvöld. Síminn hringir. Vinkona okkar, Silla, í sí- manum. „Þetta er að verða búið.“ Það þyrmir yfír okkur. Hvernig getur svona lagað gerst? Eiríkur atlur. Búinn að beijast eins og hetja síðan í júní sl. er hann gekkst undir hjartaaðgerð. Síðan þá sí- endurteknar æðaaðgerðir. Aldrei kvartað. „Hvernig líður þér?“ „Bara vel.“ Silla og Eiríkur giftust 1962 og hófu búskap ásamt Sigrúnu, móður Sillu, en Sigrún er svo óijúfandi hluti tilveru Sillu og Eiríks að varla er hægt að nefna þau án hennar. Milli Eiríks og Sigrúnar var afar óvanalegt samband tengdasonar og tengdamóður, enda hefur hún alla tíð verið þeim stoð og stytta. Sigrún tók einnig okkur að sér og eigum við henni ýmislegt að þakka. Fyrir tveimur árum voru Eiríkur og Silla að ráðgera ferð til írlands — en þar býr Andrés, sonur þeirra, ásamt eiginkonu sinni, Deboruh, og Kára. Þá kom til tals hvort Sig- rún færi líka. „Auðvit- að,“ sagði Eiríkur „ég fer ekki án þess að hún komi líka.“ Þetta lýsir að einhveiju leyti þeirri væntumþykju sem hann bar til henn- ar. Árið 1970 hefjast okkar fyrstu kynni. Og frómt frá sagt — þau byijuðu ekki -vel. Ekki betur en svo að fimm ár þyrfti til að binda þau bönd vináttunnar sem aldrei síðan féll skuggi á. Stofn vináttunnar er að Guðný og Sigur- laug störfuðu hjá véladeild Sam- bandsins í Ármúla. Við hjón bjugg- um í Breiðholti en Silla og Eiríkur í Langagerði. Til að nýta ferðina á vinnustað talaðist svo til að Guðný kæmi við á morgnana og næði í Sillu. Þær urðu vinkonur. En þar komu eiginmenn hvergi nærri. 1972 byggja Eiríkur og Silla ásamt Sigrúnu, móður Sillu, sumarbústað við Deildarárgil í Mýrdal. Þessi bústaður varð fjö- regg Eiríks. Þar þekkti hann hveija plöntu og fuglalífið — og þar voru hans sælustu stundir. Við hjón vorum svo lánsöm að fá að dvelja með þeim á þessum dýrðlega stað. Þar áttum við yndislegar stundir saman. Ýmislegt var brallað, farn- ar skðunarferðir og margt sér til gamans gert. Afrek Eiríks er hann fékk Guðnýju hina lofthræddu til að „klífa“ Hjörleifshöfða verður lengi í minnum haft. 1974-75 dveljum við hjón er- lendis. Við heimkomuna er að sjálf- sögðu strax haft samband við Sillu. Við setjumst að á Reykjum í Hrúta- firði. Áuðvitað komum við af og til til Reykjavíkur. Hótel okkar varð fljótlega Safamýri 54. Þá hefjast kynni eiginmannanna, Hö- skuldar og Eiríks. í stuttu máli var stofnað til vináttu sem við von- umst til að endist yfir „gröf og dauða“. Á þeim 26 árum sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum höfum við hjón búið á landsbyggðinni í 21 ár. Því segir það sig sjálft að mörg hafa símtölin orðið og marg- ar ferðirnar. Alltaf hefur heimili MINNINGAR Sillu og Eiríks staðið okkur opið. Guðný fór t.d. í réttindanám við KHÍ og það leiddi til þess að í fjög- ur sumur þurfti hún í 6 vikur hvert sumar aðstöðu í Reykjavík. Má segja að þá hafi þótt sjálfsagt að hún dveldi þar. Eiríkur var snilling- ur í matreiðslu á fiski. Hann gat útbúið ótrúlegustu fiskrétti sem kennarinn með heimilisfræði í vali hefði ekki getað látið sér detta í hug. Var því stundum hringt og beðið um uppskrift að „réttinum með bönönunum — með tómötun- um — eða hinu og þessu“. Eiríkur var líka einstakur á heimili. Okkar kynslóð þekkti lítið til samhjálpar á heimili. Á þeim tíma sem við hófum búskap þótti eðlilegt og sjálfsagt að maðurinn aflaði tekna en konan sæi um heimilið. Eiríki þótti sjálfsagt að ganga í öll störf hvort var að skúra gólf, ryksuga, þvo upp eða matbúa. Þegar við nú setjumst niður og lítum yfir farinn veg finnst okkur að þau öll, Eiríkur, Silla, Sigrún, Andrés og Óli séu svo stór hluti tilveru okkar að þau hafi alltaf verið hér og muni verða svo lengi sem við lifum. Viljum við hjón nú kveðja kæran vin með virðingu og þökk fyrir allt og allt. Elsku Silla, Sigrún, Andrés, Óli og fjölskyldur, þið eigið alla okkar samúð og virð- ingu. Dætur okkar og tengdasynir biðja fyrir samúðarkveðjur. Guðný og Höskuldur Goði. Með þessum ljóðlínum viljum við minnast vinar okkar, Eiríks Ólafs- sonar. Góður vinur er hveijum manni ómetanlegur og þótt Eiríkur sé ekki hér lengur verða minning- arnar frá þeim 18 árum sem við áttum með honum ekki frá okkur teknar. Þakklæti er okkur efst í huga — þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga vináttu hans. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni, bróðir, ■ að hafa við þig hinzta fund og horfa á genpar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð, er ennþá koma í hópinn skörð, og barn sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. Sigurlaugu, Andrési, Óla og Sig- rúnu vottum við dýpstu samúð og sendum þeim okkar bestu hugsanir. Hulda og Viggó. Laugardaginn 27. apríl sl. var sumarið komið í Mýrdalinn. Sól skein í heiði, túnin farin að grænka, kindurnar hans Óla á Giljum komn- ar út, fegnar frelsinu eftir langa innistöðu, og náttúran öll að lifna við. Inni í Deildarárgili var þennan dag einstök veðurblíða og komst hitinn upp í 15 stig yfir hádaginn. Aldrei er fegurð dalsins og Deildar- árgils meiri en á slíkum góðviðris- dögum. Vinalegt garg fýlsins í berginu og niður árinnar fylltu sál- ina ró og friði. í litla rauða sumar- bústaðnum þeirra Eiríks og Sillu Gunnu frænku minnar við Deiidará var ekki setið auðum höndum. Frá því á sumardaginn fyrsta unnu þau og Sigrún hörðum höndum við til- tekt, bæði utan dyra sem innan. Ég kom ásamt dætrum mínum í heimsókn til þeirra að áliðnum þessum fagra sumardegi. Þau voru búin að hreinsa úr beðum, snyrta tijágróður og garðurinn litli bar merki snyrtimennsku og virðingar þeirra fyrir landinu. Innan dyra var allt fágað að vanda og þau voru þreytt en ánægð eftir erfiði dagsins. Eins og alltaf áður var okkur tekið með þessari einstöku blíðu og hlýleika sem þeim einum er lagið. Eiríkur var ekki bara maðurinn hennar Sillu Gunnu frænku, hann var vinur minn og nágranni í dalnum til margra ára. Nágranni sem ávallt.var gott að leita til og leysti hvers manns vanda af fórnfýsi og gleði. Ná- granni og vinur sem gott var að eiga með gleðistund. Það eru ófáar heimsóknir mínar til þeirra hinum megin við ána eða „vitlausu megin við ána“, eins og yngri kynslóðin í fjölskyldunni orðaði það og við hlógum oft að. Það var alltaf gam- an að koma í heimsókn til Eiríks og Sillu Gunnu. Ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Um lífið og tilveruna, pólitíkina og sveitina okkar. Eiríkur tók ætíð málstað þeirra sem minna mega sín í þjóð- félagi okkar. Hann tók málstað hins vinnandi manns, hafði skiln- ing á kjörum hans og lífsafkomu og hann þoldi ekki óréttlæti og misskiptingu auðsins. Eiríkur var líka einstakur dýravinur og hann umgekkst dýrin með sömu virðingu og mennina. Mýrdalurinn var ekki heimasveit Eiríks, en ég efa að nokkur heimamaður hafi borið meiri virðingu fyrir sveitinni okkar en hann. Sumarbústaðurinn þeirra í Deildarárgili var honum mjög kær og hann lagði allan sinn metnað í að snyrta og fegra umhverfi hans. Mig langar fýrir hönd eldri og yngri kynslóðarinnar í Brekkukoti að þakka af alhug áralanga vin- áttu og nábýli. Eiríkur er lagður upp í ferðina löngu sem fyrir okk- ur öllum liggur. I þeirri ferð munu vaka yfir honum allar góðar vætt- ir og í veganesti sendi ég honum mínar bestu kveðjur. Sillu Gunnu, Sigrúnu, Andrési, Óla og öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ragnheiður Thorlacius. í dag kveðjum við kæran vin með söknuði. Kynni okkar Eiríks hófust þegar hann giftist Sillu Gunnu frænku minni. Þau komu oft til Sigluijarðar í fríum og alltaf gist- um við hjá þeim þegar ferðir lágu til Reykjavíkur. Eiki, Silla og Unna móðursystir mín héldu heimili sam- an um langt skeið og var það okk- ar annað heimili er ég settist á skólabekk í Tækniskóla íslands haustið 1966. Elsta barnið okkar var J)á nýkomið í heiminn og einn- ig Óli, yngri sonur Eika og Sillu. Mamma og pabbi dvöldu í Langa- gerðinu hjá þeim þetta haust og var Katrín þar á daginn og ósjald- an í vöggunni með Öla. Við áttum oft yndislegar stundir hjá þeim þessi ár sem ég var í skólanum. Ég kom oft við á verkstæði Egils Vilhjálmssonar á leiðinni heim úr skólanum til að spjalla við hann. Eiki var alltaf tilbúinn til að hlusta á raunir mínar og sigra í náminu, stappa í mig stálinu eða gleðjast með mér er vel gekk. Heimsóknir á báða bóga héldu áfram þó að samverustundunum fækkaði eftir að við fluttum út á land, þá voru þau börnum okkar alltaf innan handar þegar þau voru í námi í Reykjavík. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Við fjölskyldan þökkum fyrir að hafa átt svo góða samfylgd gegn- um árin og kveðjum með söknuði þennan vel gerða og skemmtiiega mann. Elsku Silla Gunna, Unna, Andrés Debora og Kári, Óli, Valka og Sigrún Elva, ykkur sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Páll Hlöðversson. SIGTRYGGUR PÁLSSON + Sigtryggur Pálsson var fæddur á Sauðár- króki 18. apríl 1919. Hann lést á Landspítalanum 30. apríl. Foreldrar hans voru Ásta Magnúsdóttir og Páll Pálsson. Sig- tryggur ólst upp á Ytri-Hofdölum í Skagafirði hjá móðurömmu sinni, Guðrúnu Bergs- dóttur og seinni manni hennar Sig- tryggi J. Guðjónssyni. Sigtryggur kvæntist konu sinni, Valgerði Björnsdóttur, 10. júní 1950, en hún lést 27. desember 1978. Börn þeirra eru Björn Ragnar, f. 23.12. 1949; Ásta Sigríður, f. 1.2. 1952; Sigrún, f. 25.7. 1953; Ólafur Kistjón, f. 25.4. 1955; Sigtryggur Páll, f. 18.7. 1959. Fósturdóttir Sigtryggs og dóttir Valgerðar er Ester Bergmann Halldórsdóttir, f. 14.4. 1943. Útför Sigtryggs fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég kynntist Sig- tryggi fyrst árið 1984, er ég kom inn í fjöl- skyldu hans sem tengdadóttir hans. Okkar kynni voru frá fyrstu stundu mjög ánægjuleg. Hann var einstaklega hógvær og nægjusamur mað- ur og vildi allt fyrir alla gera, en fannst það hreinn óþarfi ef gera átti eitthvað fyrir hann. Sem ungur maður fór Sigtrygg- ur í búnaðarskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi. Síðan lá leið hans suður til Reykjavíkur. Þetta var á stríðsárunum og vann hann mest í byggingarvinnu. Val- gerði konu sinni kynntist hann skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur og hófu þau búskap í litlu leiguhúsnæði en á þessum árum var ekki auðvelt fyrir ungt fólk að fá húsnæði. Því tóku þau fljótlega ákvörðun um að fá lóð í Kópavogi sem var þá að byggjast upp. Vann Sigtryggur hörðum höndum allar frístundir sem hann átti og gat fjölskyldan flutt í hús- næðið um 1950. Þarna ólust börn hans upp í miklu fijálsræði og nánum tengslum við náttúrna. Þar gat hann haft kindur, hesta og hænsni og voru þau því í nokkurs konar sveit þótt hann ynni í Reykjavík. Sigtryggur fór síðan að vinna við múrverk og vann við það í mörg ár áður en hann settist á skólabekk og lærði til múrara í Iðnskólanum. Það voru erfiðir tímar því hann var á samningi og vann á daginn og var í skóla á kvöldin. Þá var hann kominn með stóra fjölskyldu að sjá fyrir. Hann var hörkuduglegur til vinnu og slakaði aldrei á enda unnið í upp- mælingu. Þetta var mikil líkamleg vinna, burður á sandi og sementi oft upp margar hæðir settu mark sitt á líkamann, hann var mjög slæmur í baki og það versnaði með árunum. Einnig var hann með liðagigt sem gat bagað hann mjög í kuldum á vetrum. Konu sína Valgerði missti Sig- tryggur árið 1978 og var það hon- um og börnum hans mikið áfall. Ég hef verið svo heppin að geta verið í góðu sambandi við hann og höfum við til dæmis farið sam- an hringinn í kringum landið ásamt börnum mínum þremur. Á því ferðalagi lögðum við af stað úr borginni snemma dags og tjölduðum síðan um kvöldið í Skaftafellssýslu. Það var yndis- legt veður og eftir að hafa tjaldað fengum við okkur kvöldgöngu öll fimm. Morguninn eftir spurði ég gamla manninn hvernig hann hefði sofið um nóttina, þá sváraði hann því til að hann hefði ekki sofið vel eftir að hann áttaði sig á því að hangikjötið og lifrapylsan hefðu gleymst heima á borði, en það áttum við að fá með morgun- matnum. Þetta atvik ásamt mörg- um öðrum rifjast upp fyrir mér nú, og finnst mér þetta lýsa honum vel sem alltaf bar hag annarra fyrir bijósti og þá ekki síst barna- barna sinna. Diddi, eins og Sigtryggur var oftast 'kailaður, átti við mikið heyrnarleysi að stríða síðustu ár og háði það honum mikið í sam- skiptum við annað fólk. Hann hafði gaman af því að segja frá gömlu dögunum og hvernig lífið var þá. Ég hafði mjög gaman af því að hlusta og fræðast af hon- um. Diddi var mikill hestamaður og hefur átt margan gæðinginn í gegnum tíðina. Oft hafa leiðir barna hans og barnabarna legið upp í hesthús tii að heilsa upp á afa um helgar og hann hefur verð ólatur við að kenna krökkunum að sitja hest ef áhugi hefur verið fyrir hendi. Sigtryggur var farsællega gift- ur maður og áttu þau hjón sex mannvænleg börn sem hafa öll rækt samband við pabba sinn vel og verið mjög samhent í því að hann gæti átt áhyggjulaust ævi- kvöld. Það er stór hópur sem á um sárt að binda eftir að slíkur öðlingur sem hann var fellur frá. En við eigum góðar minningar til að verma okkur við. Það var svo margt í hans lífsbreytni sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar. Eg veit að ljóssins verur hafa tek- ið fagnandi á móti honum og þar hafa verið ástvinafundir. Þegar við lítum til baka er svo margs að minnast og margt að þakka. Ég er ríkari af gleði yfir að hafa feng- ið að kynnast Sigtryggi og vil að endingu þakka okkar mörgu góðu samverustundir sem ég á eftir að sakna. Ég vil biðja algóðan guð að styrkja hans nánustu, börn hans, barnabörn og aðra ástvini í sorg þeirra. Margrét Elíasdóttir. • Fleiri niinning-argrcinar um Sigtrygg Pálsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.