Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 47 MINNIIMGAR + Svanhildur Guðmundsdótt- ir var fædd í Reykjavík 4. apríl 1912. Hún lést í Reykjavík 28. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Kjart- an Jónsson frá Kot- laugum í Hreppum, síðar bóndi og verk- stjóri og kenndur við Múla, og Guð- ríður Jónsdóttir frá Breiðholti. Systkini þrjú átti Svanhildur og lifa þau öll. En þau eru: 1) Jóna Björg, fyrrum bæjar- hjúkrunarkona á Akranesi, var gift Bergmundi Stígssyni, byggingameistara, sem er lát- inn. 2) Jón Valgeir, fyrrum verkstjóri og birgðavörður hjá Vita- og hafnarmálastofnun, kvæntur Unni Rögnu Bene- diktsdóttur; 3) Guðmundur Kjartan, vörubifreiðastjóri og verktaki, var kvæntur Hólm- fríði Sighvatsdóttur, sem er látin. Svanhildur Guðmundsdóttir giftist Gunnari Kristinssyni, f. 23.9. 1913, varðstjóra í Hegn- ingarhúsinu í Reykjavík, Hún- vetningur af Bólu-Hjálmars ætt. Foreldar hans voru Kristín Sölvadóttir og Kristinn Bjarna- son frá Asi í Vatnsdal. Foreldar Kristins voru Bjarni Jónsson í Að leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að minnast móður minnar, Svanhildar Guðmundsdóttur frá Múla við Suðurlandsbraut. Öllum sem kynntust Svanhildi má vera ljóst, að ekki verður æviskeiði henn- ar lýst í stuttri minningargrein held- ur einungis brugðið upp fáum leift- urmyndum. Skaphöfn móður minnar var slík, að hún gat staðið sem klettur í hafinu, ef sannfæring bauð henni. Hún var ákveðin og einörð í skoðun- um en að jafnaði hélt hún þeim fram af lipurð og sveigjanleika. Hver sem átti vináttu hennar hafði eignast óhvikulan bandamann. En ekki var hún allra enda mannþekkj- ari góður. A vitsmunum byggðust þau eig- indi móður minnar, sem fólust í andlegum styrk og hugarró, raun- sæi til að meta líðandi stund, fyrir- hyggja í hvívetna, að standa styrk- um fótum í tilverunni og láta ekki koma sér í opna skjöldu að nauð- synjalausu. Eigi óx henni í augum að takast á hendur ný verkefni og aldrei hvarflaði að henni að gefast upp fyrir aðstæðum enda lífsviðhorf hennar þau, að engin væru vanda- mál heldur aðeins mismunandi úr- lausnarefni. Einlægur trúmaður var móðir mín og ekki efi í hennar huga að kærleiksrík verndarhendi Drottins hvíldi yfir henni og taldi hún sig merkja það í mörgu. Þessi trúar- vissa veitti henni sálarró. Sýruparti á Akra- nesi og Sigríður Hjálmarsdóttir, Hjálmarssonar Jónssonar á Bólu í Blönduhlíð í Skaga- firði. Gunnar and- aðist 11. janúar 1982. Börn Svanhildar og Gunnars eru fjögur. Þau eru: 1) Auður, f. 20.11. 1934, gift Ólafi J. Sigurðssyni, verk- sljóra. Þau eiga sex börn: Svanhildi, Sigurð, Björgu, Láru, Esther og Gunnar; 2) Bergljót, f. 23.2. 1938, ekkja eftir Harald Þor- steinsson, framkvæmdastjóra. Eignuðust þau tvær dætur: Hugrúnu og Hrafnhildi. Aður var Bergljót gift Hilmari Ey- jólfssyni og áttu þau þijú böm: Hrönn, Hinrik Gunnar og Hörð; 3) Hörður, f. 24.8. 1939, kvænt- ur Margréti Þórisdóttur, yfir- sjúkraþjálfara, og eiga þau tvö börn: Þóri og Svanhildi; 4) Hildigunnur, f. 24.12. 1941, gift Richard Churchman, skipulags- fræðingi, og eiga þau tvær dætur: Onnu og Ingu. Þau eru búsett í Kent í Englandi. Utför Svanhildar Guðmunds- dóttur frá Múla við Suðurlands- braut fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég naut þeirrar gæfu að eiga dagleg samskipti við móður mína í fjölda ára allt til loka og áttum við sálufélag sem nánar varð er á leið. Varð mér æ betur ljós sú stað- reynd, að hún byggði skoðanir sínar á vitrænni úrvinnslu raunveruleik- ans og þó hún væri föst fyrir fór hún aldrei út fyrir mörk þess mögu- lega í afstöðu sinni til hlutanna. Vafalaust hafa samvistir við konu svo stóra í lund haft mótandi áhrif á eigin viðhorf og er það vel. Nánast samneyti af barnabörn- um átti móðir mín við sonarbörnin, Þóri og Svanhildi, enda búið undir sama þaki um 17 ár af lífshlaupi þeirra. Varanleg áhrif hafði hún á mótun þeirra og hátterni og lífsvið- horf. Þær nöfnur urðu einstaklega nánar og hefur sú yngri mikils misst við fráfall ömmu sinnar. Móðir mín naut ekki langskóla- göngu heldur var í farskóla 3 mán- uði á ári í þijú ár. Hún aflaði sér víðtækrar þekkingar með lestri og var vel að sér um þjófélagsmál. Hún fylgdist með fréttum af innlendum og erlendum vettvangi allt til hins síðasta og enginn kom að tómum kofunum hjá henni. Yndi af söng hafði móðir mín og tók þátt í starfi sönghóps sem kall- aðist Maríurnar undir stjórn Maríu Markan óperusöngkonu. Hún fékk tilsögn í organleik á unga aldri hjá Þórði Kristleifssyni á Laugarvatni og spilaði undir söng við ýmis tæki- færi. Svanhildar frá Múla verður efa- laust minnst af flestum sem fá- dæma dugnaðarkonu er aldrei féll verk úr hendi meðan heilsan leyfði. Hún var höfðingi heim að sækja og voru það sjálfsagt þúsundir manna, sem sóttu hana heim í tímans rás og nutu allir gestrisni . hennar, háir sem lágir. Hún var meistari í að töfra fram góðgerðir fyrir gesti og hvort heldur var einn eða tíu eða fleiri sem komið höfðu, jafnvel fyrirvaralaust, og dyr henn- ar stóðu opnar langt að komnum sem gistingar þurftu með. Aldrei fýrirvarð hún sig að bera fram fýr- ir gesti það sem best var í búri þá stundina og gat það allt eins verið hafragrautur og súrmatur, er smakkaðist sem kræsingar í munni vegmóðra. Af sjálfu leiðir, að móðir mín dró að matföng á haustmánuðum ár hvert, bjó til býsn af slátri og öðrum súrmat og naut og hross í heilum skrokkum. Á mat var hún örlát og vissi hún af þurfandi heimili í ná- grenni Múla eða hjá vinum og ætt- ingjum bar hún nauðsynjar þangað án þess að hafa fleiri orð um eða hreykja sér af. Eitt hygg ég að niðjar móður minnar minnist hennar fyrir öðru fremur en það var að hún að jafn- aði gaf á afmælum og við mörg önnur tækifæri nytjahluti. Oftast voru það sokkaplögg, vettlingar og peysur, sem hún pijónaði sjálf, eða búsáhöld því að henni þótti eðlilegt að gjöf kæmi að nokkru gagni hjá þiggjanda. Andlegum styrk hélt móðir mín t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Snorrabraut 56, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Arinbjörn Sigurðsson, Lára Jakobsdóttir, Grétar Grímsson, Sigurður Örn Arinbjarnarson, Halldóra Ingjaldsdóttir, Júlfus Roy Arinbjarnarson, Helga Stefánsdóttir, Róbert Arinbjarnarson, Arthúr Arninbjarnarson, Svanur Arinbjarnarson, Magnús Arinbjarnarson, Elísabet Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurbjörg Sigurbjarnadóttir, Elísabet Sævarsdóttir, Guðbjörg Erlingsdóttir, SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar + Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÁSMUNDAR EINARS SIGURÐSSONAR sérleyfishafa, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á G-2, Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Elsa Björk Ásmundsdóttir, Helgi Þorsteinsson, Margrét Ása Þorsteinsdóttir, Ingvar Þór Þorsteinsson, Magnhildur Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Björn Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Þorsteinn S. Ásmundsson, Friðrik Larsen, Guðrún Ottesen, Ársól Margrét Árnadóttir, Aðalheiður Georgsdóttir, Guðlaug Þórarinsdóttir. til hins síðasta, þó að líkamann hafi þjáð alvarlegar meinsemdir á síðari árum. Varð hún að gangast undir nokkrar hættulegar aðgerðir á sjúkrahúsum, þar sem hún dvaldi langtímum saman. í mörg ár þurfti hún á sex vikna fresti að fara í erfiða lyfjameðferð á Landakots- spítala til að reyna að halda í skefj- um þeim illvíga sjúkdómi krabba- meini. Á síðasta ári kom í ljós, að hún var haldin annarri tegund krabbameins einnig og varð að gangast undir uppskurð skjótt. Ekki náði hún sér að neinu gagni og komst aðeins skamman tíma af sjúkrahúsi eftir það. Segja má, að það hálfa hefði verið nóg en að lok- um veiktist hún af enn einum sjúk- dómi, sem dró hana til bana á fáum dögum. Þakka ber starfsfólki á deildum A-6 og gjörgæsludeild Borgarspítalans fyrir þá umönnun og hjartahlýju sem henni var veitt síðustu vikur lífsins. Móðir mín sýndi fádæma æðru- leysi á allri þessari sjúkdómsgöngu og tókst á við hvert áfallið af kjarki og lífsvilja en fullu raunsæi. Ég kveð móður mína með sökn- uði en jafnframt þökkum í huga fyrir samfylgd sem ekki bar skugga á og kærleik í garð fjölskyldu minnar. Hörður Gunnarsson. Kveðja til ömmu Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin skilur þú eftir stórt skarð í huga mér. Ég held að ég hafi verið ein af þeim sem þekktu þig best þar sem við deildum saman herbergi í níu ár á Sunnuveginum. Það voru ófáar stundirnar sem við lágum hvor í sínu rúminu á kvöldin og kjöftuðum frá okkur allt vit. Þú vissir alltaf allt um mín mál og þér fannst það alveg einstakt þegar ég deildi með þér öllum mínum leyndarmálum. Alltaf varstu stoð mín og stytta, sama hvað bjátaði á. Þú varst alltaf þarna og tilbúin að gefa mér góð ráð. Ég mat þessi ráð þín mjög mikils' þó svo ég hafi ekki alltaf tekið þeim vel þegar þú varst að ráðleggja mér. Þegar þú fluttir á Norðurbrúnina fannst mér eins og þú værir í óra- fjarlægð en auðvitað varst þú það ekki því ég held að við höfum bara orðið betri vinkonur fyrir vikið. Ég reyndi að koma eins oft og ég gat í heimsókn til þín, helst á hveijum degi, en ef ég komst ekki hringdi ég til þín og það sem við tvær gát- um talað! Við gátum sko talað sam- an um alit og ekkert og tókum ekkert eftir hvað tímanum leið fyrr en kannski að pabbi kom inn í her- bergi til mín. Honum fannst þetta ánægjulegt og auðvitað þótti hon- um vænt um að við værum svona góðar vinkonur. Haustið 1994 hélt ég til Ítalíu, til að búa þar í heilt ár. Allt þetta ár saknaði ég þín mjög mikið og þegar ég fékk þær fréttir í fyrra- sumar að þú værir að fara í upp- skurð var ég búin að pakka niður og tilbúin að fara heim daginn eft- ir. En auðvitað náðir þú þér fljótt eins og þú gerðir alltaf. Það var alveg ótrúlegt hvað þú þoldir mikið en það bara sýnir hversu andlega sterk þú varst. Þú varst oft mjög höst í viðmóti en það var bara á yfirborðinu því undir niðri varstu ljúf sem lamb. Þú varst kona með hrjúft yfirborð en stórt hjarta og alltaf voru allir okkar vinir velkomnir á heimili þitt, sama hversu margir þeir vinir voru. Þú varst mín besta vinkona og ég mun aldrei gleyma þér. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að það verður tekið vel á móti þér hinum megin. Þú varst mér mjög mikils virði og ég vona að ég hafi látið það í ljós en eins og máltækið segir, enginn veit hvað átt hefur fýrr en misst hefur. Að vísu vissi ég alltaf hvað ég átti en kannski átti ég að segja þér það oftar í berum orðum hversu mjög mér þætti vænt um þig. Ég kveð þig núna, elsku amma mín, og vona að þér líði sem best hinum megin hjá Gunnari afa og ömmu Dýrleifu. Að lokum vil ég senda þér hér spakmæli sem mér finnst eiga mjög vel við um samband okkar: Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros.) Þín sonardóttir, Svanhildur. • Fleirí minning&rgreinar um Svanhildi Guðmundsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNU G. ÞORSTEINSDÓTTUR, Dvergabakka 8. Sérstakar þakkir til allra er önnuðust hana í veikindum hennar. Árni G. Björnsson, Júliana Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Ólöf G. Árnadóttir, Börkur Guðjónsson, Ester Árnadóttir, Hallmundur Hafberg, Björn Árnason, Laufey Guðmundsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför GUÐJÓNS STEINGRÍMSSONAR rafvirkjameistara. Hilmar Guðjónsson, Jóhanna Thorsteinsson, Magnús Guðjónsson, Steingrímur Guðjónsson, Katrm Guðmannsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Ingólfur Guðjónsson, Jónina E. Hauksdóttir, Kjartan Steingrímsson Wein, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.