Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 51 Heilsuball haldið í Lang- holtsskóla FORELDRAFÉLAG Langholts- skóla gekkst fyrir Heilsuballi ný- lega. Það var einkum ætlað fyrir yngri nemendur skólans og er haldið í húsi KFUM og K við Holta- veg með stuðningi Iþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. A síðastliðnum misserum hefur foreldrafélagið, í samvinnu við nemendur og starfsfólk skólans, staðið fyrir átaki gegn reykingum og hefur jafnframt verið bent á leiðir til heilbrigðs lífernis. Rætt hefur verið um mataræði, nauðsyn hreyfingar og íþróttir. Einnig hef- ur verið fjailað um skaðsemi reyk- inga og annarra vímugjafa. Nem- endur hafa unnið ritgerðir eða myndverk þar sem þetta hefur verið þemað. Þannig hefur m.a. verið haldin samkeppni meðal nemenda skól- ans um besta myndverkið á ann- ars vegar bol, hnapp og síðan á veggspjald. Bolirnir voru seldir á kostnaðarverði en nemendum voru gefnir hnapparnir og einnig var þeim gefin veggspjöld með listaverki eftir Daníel Friðriksson í 5. NJ. Samanburður á norskum og íslenskum börnum HRAFNHILDUR Ragnarsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Is- lands, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skólans miðvikudaginn 8. maí. Fyr- iriesturinn nefnist: Að læra þátíð sagna. Samanburður á norskum og íslenskum börnum. Samsvarandi próf var Iagt fyrir 90 íslensk og 90 norsk börn, 4, 6 og 8 ára. í fyrirlestrinum verður greint frá helstu niðurstöðum rannsóknar- innar. Samstarfsmenn Hrafnhildar eru dr. H.G. Simonsen, Oslóarhá- skóla, og Kim Plunkett, Háskólanum í Oxford. Fyrirlesturinn verður í stofu M- 301 í Kennaraháskóla íslands kl. 16.15 og er öllum opinn. Samstarf um ví muefnavarnir NÚ í vetur var komið á samstarfi Seijakirkju, félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels og foreldrafélag Selja- Mikiö úrval af BRIO kerrum & kerruvögnum. Vandaðar regnhlífakerrur frá kr 3*950 stgr. BARNAVÖR U V E R S L U N 0 L Æ S I B Æ SÍMI 553 3366 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís DANÍEL Friðriksson með veggspjaldið. Gestir heilsuballsins í ár voru leikararnir Felix Bergsson og Gunnar Helgason og afhentu þeir Daníel sérstaka viðurkenningu frá foreldrafélaginu. Jóhann Örn Ólafsson frá Danssmiðju Her- manns Ragnars leiddi síðan heilsu- ballsgestina í nýjustu dansana framtil kl. 19. og Ölduseisskóla um málefni ungl- inga og forvarnarmál. Næsti fundur á vegum þessara samstarfsaðila verður haldinn í há- tíðarsal Seljaskóla (sunnan megin við íþróttahúsið) þriðjudagskvöldið 7. maí kl. 20.30. Þá munu Mummi og Bjössi frá Mótorsmiðjunni ræða um unglinginn og vímugjafa. Þeir hafa nú þegar haldið mjög góða fyrirlestra fyrir nemendur 8. -10. bekkja í báðum skólum og gefst foreldrum nú líka tækifæri til að heyra hvað þeir hafa fram að færa. ■ RABBFUNDUR félaga í For- eldrafélagi misþroska barna verður haldinn j Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands miðviku- daginn 8. maí nk. kl. 20.30. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Trygginga- stofnun gefur út afmælisrit TRY GGIN G ASTOFNUN ríkisins hefur gefið út afmælisrit í tilefni af sextíu ára afmæli stofnunarinnar, sem nefnist Almannatryggingar í 60 ár. í afmælisritinu eru ávörp Ingi- bjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Bolla Héð- inssonar, formanns tryggingaráðs og Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar. Sigurður Snævarr, forstöðumaður hjá Þjóðhagsstofnun, skrifar ágrip af haglýsingu almannatrygginga, þar sem fram kemur að hlutfallsleg útgjöld almannatrygginga miðað við landsframleiðslu hafa staðið í stað frá árinu 1976, þó að lífeyrisþegum hafi fjölgað _talsvert á þessu tíma- bili. Stefán Olafsson prófessor skrif- ar grein um endurskoðun velferðar- ríkisins, þar sem hann bendir á að minnkandi barneignir og lengri meðalævi muni leiða til aukinna út- gjalda almannatrygginga í framtíð- inni, segir í fréttatilkynningu. Alþingismennirnir Svavar Gests- son, Alþýðubandalagi, og Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, velta fyrir sér framtíð almannatrygginga og komast að mjög ólíkri niðurstöðu. Svavar spáir því að Tryggingastofn- un ríkisins verði ekki til eftir tíu ár, en Pétur telur að lífeyristryggingar almannatrygginga muni í framtíðinni eingöngu tryggja þá sem ekki hafa verið á vinnumarkaðnum. Þá eru í blaðinu greinar um sögu Tryggingastofnunar, sjúkrakostnað erlendis og alþjóðamál. Loks er birt viðtal við dr. Bjarna Jónsson um læknisstörf hans í 60 ár og þær breytingar, sem orðið hafa á íslenska heilbrigðiskerfinu á þeim tíma. Ritstjóri Almannatrygginga í 60 ár er Benedikt Jóhannesson, varafor- maður tryggingaráðs, en í ritnefnd sitja Guðrún Helgadóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ólafur Þorsteinsson og Svala Jónsdóttii'. Ábyrgðarmaður er Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar. Afmælisritinu er dreift í 2.500 eintökum til einstakl- inga og stofnana, sem starfa að heil- brigðis- og félagsmálum. Ur dagbók lögreglunnar Fullorðið fólk til vandræða 3. - 5. maí 1996 ÓVENJU mikið var um afskipti af fullorðnu fólki um helgina. Lög- reglumenn þurftu 54 sinnum að koma fólki, sem ekki kunni fótum sínum forráð, til aðstoðar, heim eða vista það í fangageymslunum. Hana gistu 37 einstaklingar um helgina, sem er besta nýting þar í langan tíma. í fangageymslum er boðið upp á svefnaðstöðu án þæginda. Tilkynntar voru 7 líkamsmeið- ingar, einnig 16 innbrot, 13 þjófn- aðir, 16 eignarspjöll og 2 nytja- stuldir. Þijátíu og tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka hraðar en leyfð hámarkshraðamörk sögðu til um og 12 eru grunaðir um ölv- unarakstur. Auk þessa var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp. Minnihátt- ar meiðsli urðu á fólki í einu tilvik- anna. Aðstoð ýmiss konar var veitt í 24 tilvikum og 31 útkall var vegna hávaða og ónæðis frá fuil- orðnu fólki í heimahúsum. Þá voru fjögur tilvik vegna ágreinings með fólki og 9 vegna heimilisófriðar. Margt fólk var í miðbænum aðfaranótt laugardags. Langflestir voru á aldrinum 18 til 25 ára. Þó voru 4 unglingar færðir í athvarf Iþrótta- og tómstundaráðs og sótt- ir þangað af foreldrum sínum. Á föstudagsmorgun var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í bif- reiðir við Fannafold og Rjúpufell og í félagsaðstöðu við Hringbraut. Síðdegis var tveimur reiðhjólum stolið utan við Sundlaugarnar í Laugardal. Drakt var stolið úr kvenfataverslun við Skólavörðu- stíg, útvarpstæki úr bifreið við Austurfold og hljóðblandara var stolið frá sundstað við Barónsstíg. Aðfaranótt laugardags var hljómflutningstækjum stolið í inn- broti í hús við Álfheima og útvarpi úr tveimur bifreiðum við Tryggva- götu. Um nóttina var maður sleg* inn í Víðidal svo flytja þurfti hann á slysadeild. Undir morgun voru tilkynnt innbrot í bifreiðir við Háa- leitisbraut og Þorragötu. í öllum tilvikum var einnig um umtalsvert tjón að ræða vegna skemmda. Á sunnudagsmorgun tilkynnti kona tilraun til nauðgunar. Hún var flutt á bráðamóttöku slysa- deildar. Tilkynnt var um innbrot í bifreiðir við Bólstaðahlíð og Vest- urberg og í íbúð við Gautland. Tveir menn voru færðir á stöð- ina vegna gruns um höndlun með fíkniefni og tilkynnt var um þjófn- að á verkfæratösku úr bifreið við Veghús. Um kvöldið var tilkynnt að sjónvarp hefði brunnið yfir í húsi við Grænuhlíð. Ekkert annað tjón hlaust af. Farþegi var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli eftir harðan árekstur þriggja bifreiða á Vesturlandsvegi í Ártúnsbrekku. Algengustu tegundir aforota um þessar mundir, þ.e.a.s. að umferðarlagabrotunum undan- skyldum, eru innbrot og þjófnaðir, auk fíkniefnabrota. Ef takast á að snúa þeirri neikvæðu þróun við þarf samhent vinnubrögð margra, almennings til að gera ákveðnar ráðstafanir er dregið geta úr líkum á innbrotum og þjófnuðum, kaup- um á þýfí og að koma upplýsingum um vitneskju sína á framfæri, lög- reglu til eftirlits, uppljóstrunar, handtöku á brotamönnum og rann- sóknir einstakra mála, skilvirka útgáfu ákæru, meðferð mála fyrir dómi og fljótvirka viðurlagamögu- leika. Athygli refsivörslukerfisins þarf að beinast sérstaklega að ungum afbrotamönnum sem og síbrota- mönnum með það í huga að gefa þeim kost á að kynnast afleiðing- um gerða sinna í sem beinustu framhaldi af broti. Með samhentri ■ vinnu ætti að vera tiltölulega auð- velt að draga verulega úr tíðni þessara afbrota. Lögreglumenn munu næstu daga huga sérstaklega að notkun nagladekkja, en notkunartími þeirra rann út 15 apríl, þ.e.a.s. ef aðstæður krefjast ekki slíks bún- aðar. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auð- sýndu okkur hlýhug og vináttu við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR VILMUNDARDÓTTUR. Sérsfakar þakkir til starfsfólks Hrafn- istu, Reykjavík. Þorgerður Brynjólfsdóttir, Hörður Jónsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Kristján Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns og föður okkar, SIGURÐAR GUNNARSSONAR, Álfheimum 66. Guðrún Karlsdóttir, Karl Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Vilhjálmur Sigurðsson. Lokað Vegna útfarar EIRÍKS ÓLAFSSONAR verða skrif- stofur okkar lokaðar í dag, þriðjudaginn 7. maí, frá kl. 14.30-17.00. Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5. Tjónaskoðunarstöðin, Draghálsi 14-16. ' i Sma auglýsingar FÉLAGSLÍF □ EDDA 5996050719 I Lf. FERDAFÉIAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 8. mai Minjagangan 4. áfangi Elliðavatn-Hólmur-Hólms- borg. Auðveld kvöldganga með Suð- urá inn að Hólmi en þar var kirkjugarður til forna og hafa fundist þar leyfar kirkjugarðs. Litið á Þorsteinshelli og gengið yfir að Hólmsborg í Heiðmörk. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Verið með í skemmtilegri raðgöngu i 8 ferð- um þar sem skoðaðar eru merk- ar borgarminjar. Verð 600 kr., frítt f. börn m. fullorönum. Áttavitanómskeið í Mörkinnl 6 á vegum FÍ og Landsbjargar er 7. og 9. maí og hefat það kl. 19.30 bæði kvöldin. Skráning á skrifstofunni. Munið fuglaskoðunarferð FÍ og Nátturufræðifélagsins á laugar- daginn 11. maí kl. 10.00. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfta Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi i dag kl. 15.00. Bæna- stund í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. Rb. 4 = 145578 - 8V2.I. Dagsferð sunnud. 12. mai kl. 10.30 Fjallasyrpan, 1. áfangi af 10 í þessari sívinsælu ferða- röð, Esjan, Þverfellshorn. Helgarferð 10.-12. maí kl. 20.00 Eyjafjallajökull - Selja- vallalaug, skíðaferð. Fararstjóri: Helgi Jóhannsson. Helgarferð 10.-12. maí kl. 20.00 Básar í byrjun sumars. Jeppaferð 11 .-12. maí kl. 08.00 Básar i Goðalandi, leið- beint verður um akstur í straum- vötnum. Verð kr. 1.800/1.500. Útivist. ÝMISLEGT Bak-, háls- og liðvandamál? Hefur þú prófað Osteopathy, bak- og liðmeðferð? Einnig höfuðbeina- spjald- hryggsmeðferð (cranio-sacral) og fæðuráðgjöf. Simon Bacon heilari starfar einnig við stöðina. Uppl. og tímapantanir í síma 552-1103 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.