Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 55 I DAG BRIDS llmsjón Guðnu.ndur Páli Arnarson í fjóra áratugi hefur nafn Astralans Tim Seres birst með reglulegu millibili í bridsþáttum um víða veröld. Og ekki að ástæðulausu, því Seres býr yfir afburða úr- spilstækni. Á síðasta ári kom út bók þar sem Seres rifjar upp áhugaverð spil frá löngum bridsferli (Play Cards With Tim Seres) og þar er spil dagsins meðal annars að finna: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G97 f K83 ♦ Á9 ♦ G7532 Vestur ♦ D6 V 742 ♦ K10876 ♦ D98 Austur ♦ 84 V ÁDGIO ♦ DG532 ♦ KIO Suður ♦ ÁK10532 y 965 ♦ 4 ♦ Á64 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tigull 2 spaðar* 3 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass 'Millisterkt Útspil: Tígulsjö. Svo virðist sem suður komist ekki hjá því að gefa tvo slagi á lauf og tvo til þrjá á hjarta. En ekki er allt sem sýnist; og raunar liggur spilið til vinnings, hvað sem vömin gerir. Vinningsieiðin er hins vegar ekki augljós; ekki einu sinni á opnu borði. Seres rataði réttu leiðina við spilaborðið. Hann drap á tígulás og spilaði strax laufi og dúkkaði tíu aust- urs. Vestur má ekki yfir- drepa með drottningunni, því þá fær vörnin ekki nema einn slag á lauf. Austur fékk því að eiga slaginn og spilaði trompi. Seres drap hátt, tók aftur tromp og spilaði síðan litlu laufi, und- an ásnum! Aftur varð aust- ur að taka slaginn og nú var aðeins handavinna að klára spilið. Gat vörnin gert betur? Skoðum hvað gerist ef aust- ur skiptir yfír í hjartadrottn- ingu þegar hann er inni á lauftíu. Blindur fær þann slag á kónginn. Sú innkoma er notuð til _að trompa tíg- ul. Síðan er ÁK í spaða spil- að, laufás tekinn og loks er austri spilað inn á hjarta. Hann fær þá tvo slagi á hjarta, en þarf síðan að spila út í tvöfalda eyðu. Og þá hverfur annar tapslagur suðurs á lauf. Árnað heilla Q/\ÁRA afmæli. í dag, í/Vrþriðjudaginn 7. maí, er níræður Ólafur Daða- son, húsgagnabólstrari, Rauðalæk 4, Reykjavík. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í dag, afmæiisdaginn í sal Stangaveiðifélags Hafn- arfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði eftir kl. 18. Ást er... . vorhreingerning. TM Reg U.S. P»t. 0«. — »H 'ighU r»s»rved (c) 1996 Lo* Angeles Tónes Synoicale n pf ÁRA afmæli. í dag, I Oþriðjudaginn 7. maí, er sjötíu og fimm ára Hrefna Magnúsdóttir, Hjarðarholti 16, Akra- nesi. Eiginmaður hennar er Magnús Guðnason. Þau eru fyrrum ábúendur í Kirkjulælqarkoti í Fjjóts- hlíð. Hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningarnar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. HOGNIHREKKVISI Pennavinir TÓLF ára bandarísk stúlka sem fengið hefur mikinn íslandsáhuga eftir að hafa unnið verkefni um landið í skóla sínum: Candice Comisi, 187 Sackett Street, Brooklyn, New York 11231- 3073, U.S.A. ÞRETTÁN ára írskur piltur sem býr í 10 þús- und manna bæ, Carrigal- ine, á Suður-írlandi, með áhuga á rúgbí, knatt- spyrnu, körfubolta, bók- menntum og listum: Stephen Johnston, Lynston, Owenabue Hts, Ballea Rd., Carrigaline, Co. Cork, Ireland. HOLLENSK kona sem getur hvorki um aldur né áhugamál óskar eftir ís- lenskum pennavinum: Patricia Vermeeren, Kortelin SBR 52, 7412 J.M. Deventer, Netherlands. FIMMTÍU og fimm ára dönsk kona með áhuga á náttúrulífi, menningu og bókmenntum: Grete J&ger, Hjortevej 6, DK 6400 Sönderborg, Danmark. ÁTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á söng, matargerð og tónlist: Sacliiko Abe, 3-35-1-714, Izumi-chou, Kokubunji City, Tokyo, 185 Japan. FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á mat- argerð, tónlist, bréfa- skriftum o.fl.: Yuriko Kuroda, 2914-1 Aziki sakae- machi, Inba-gun, Chiba 270-15, Japan. LEIÐRÉTT Kólumbus til Ameríku 1492 í grein og frétt um Vínlandskortið á sunnu- dag misritaðist ártalið þegar Kólumbus kom til Ameríku, en það var 1492. Raunar mátti ráða hið rétta ártal af sam- henginu því Vínlands- kortið var teiknað rúmri hálfri öld fyrr eða um 1440. Beðist er afsökunar á þessari ritvillu. STJÖBNUSPA cftir Franccs llrake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú kannt að nýta þér meðfædda hæfileika og gott skopskyn. Hrútur (21. mars - 19. april) ffJfc Hugmyndir þínar varðandi vinnuna fá dræmar undir- tektir í fyrstu, en ekkert liggur á, og þær ná fram að ganga síðar. Naut (20. apríl - 20. maí) Ástvinir ættu að þiggja heimboð, sem þeim berst í dag í stað þess að sitja ein heima. Það er gaman að kynnast nýjum vinum. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þú færð upplýsingar, sem auðvelda þér lausn á erfiðu verkefni í vinnunni. í kvöld ættir þú að bjóða heim góð- um gestum. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Óþolinmæði torveldar þér lausn á verkefni í vinnunni í dag. Reyndu að slaka á. Taktu ekki þátt í deilum um viðkvæmt mál. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Þú þarft að vera vel á verði í viðskiptum dagsins, og ættir ekki að ganga að neinu sem vísu. Ástin ræður ríkjum í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Óvænt heimboð kemur þér ánægjulega á óvart. En þú þarft að sinna fjármálunum, og gæta þess að stofna ekki til nýrra skulda. Vog (23. sept. - 22. október) Þér verður óvænt boðið í stutta dagsferð, sem reynist mjög ánægjuleg. Þér er al- veg óhætt að taka þér frí frá störfum í dag. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Einbeitni þín reynist þér vei í dag, og þú lætur ekki smá mótbyr á þig fá. Þú átt gott kvöld heima með ástvini og flölskyldu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ^0 Þú átt erfítt með að taka mikilvæga ákvörðun í dag vegna skorts á upplýsingum. Taktu þér nægan tíma til umhugsunar og undirbúnings. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér gefst tími útaf fyrir þig í dag til að sinna einkamál- unum og undirbúa fyrirhug- aðan vinafund, sem halda á í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það er mikið um að vera í félagslífinu, og þér býðst tækifæri til að slaka á í vina- hópi. Aðrir hlusta á það sem þú hefur að segja. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Það ert þú sem ræður ferð- inni í vinnunni í dag, og þú kemur miklu í verk. Góc sambönd reynast þér ve' fjárhagslega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. SAFNKASSA BYLTING Tilboðsverö 165 Itr. kr. 6.300,- stgr. 420 Itr. kr. 11.900,- stgr. NEUDORF safnkassarnir eru úr tvöföldu plasti, meö holrúmi á milli, sem hitaeinangrar líkt og hitabrúsi. Afar hátt hitastig, allt að 70° sér um að lífrænn úrgangur rotnar fljótt og vel. NEUDORF kassarnir eru vandaðir og þægilegir f samsetningu. Tvær stærðir fáanlegar. NEUDORF í Þýskalandi framleiðir einnig efnið "Radivit". Það inniheldur lífræna gerla sem flýta rotnun lífræns úrgangs til muna. -Tjfmfr" VETRARS0L Hamraborg 1-3, Kópavogi. S. 5641864 Tónlistarvor i Fríkirkjunni Tónleikar þriðjudaginn 7. maí kl. 20.30 Flytjendur: Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Ilka Petrova, þverflauta Pavel Smid, orgel Violeta Smid, píanó, orgel. Flutt verða verk eftir J.S. Bach, A. Corelli, F. Schubert, F. Devienne, RachmaninofT, P. Hadjiev og G. Briccialdi. Miðasala við innganginn. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík. NYJAR HUSGAGNASENDINGAR Frá Ítalíu: Sófasett — Sófaborö — Rókókóstólar o.fl. Vönduö vara. Hagstætt verö. Tegund Barbara 3+1+1 tau, Frá Danmörku: Mikiö úrval af lútuðum furuhúsgögnum, sófasettum, hornsófum, kommóöum, skenkum o.fl., o.fl. - Tilvaliö í sumarhúsið - Viborg hornsófi. Verö kr. 69.600 stgr. Opiö í dag frá kl. 10-16. HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.