Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4" IÞROTTIR Frábær árangur Manchester United undir stjórn Alex Fergusons ífri .... . -^ BIRAR 1 1990 ----- k;Ox -3T 2 Tap í deildarbikar á Wembley 1991 Leeds varð Englands- meistari 1992 1993 BTKAfí 1 2 '¦< Tap í deildarbikar á Wembley 1994 Tapá Wembley 1995 . Leikið gegn Liverpool á Wembley 11. maí 1996 ¦ KYLFINGAR í meistaraflokki kusu á dögunum bestu kylfinga síð- asta árs og við það tækifæri var bjartasta vonin útnefnd. Björgvin Þorsteinsson, hinn gamalreyndi kylfingur frá Akureyri hafði orð á því að hann hefði átt að vera valinn því sama dag reyndist hann spræk- astur allra þegar landsliðshópurinn hélt „Master" mót sitt. Björgvin, iék GrafarholtsvöHinn á 70 höggum, einu undir pari og fékk þó skolla á þremur síðustu holunum. ¦ CARL Lewis keppti í fyrsta sinn í langstökki á árinu, á móti í Hous- ton á laugardag. Hann stökk lengst 8,34 metra en meðvindur var reynd- ar of mikill í öllum stökkum nema einu. Lewis stefnir að því að keppa á Ólympíuleikunum í Atlanta,_ sem yrðu fímmtu ÓL-leikar hans. „Ég er svolítið vonsvikinn," sagði Lewis, sem ætlaði sér að stökkva yfir 28 fet, 8,53 m. Lewis er nú 86 kg að þyngd, og hefur aldrei verið þyngri. ¦ OLGA Shishigina frá Kaz- akhstan, silfurverðlaunahafi í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Gautaborg í fyrra, hefur verið sett í fjögurra ára keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. ¦ TALSMAÐUR alþjóða frjáls- íþróttasambandsins segir Olgu hafa farið í lyfjapróf í Ghent í Belgíu í febrúar síðastliðnum og við rannsókn hafí komið í ljós að hún hafí neytt steralyfsins stanozolol. Þess má geta að um er að ræða sama lyf og Ben Johnson hafði notað, er hann féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. ¦ MATTHEW Simmons, stuðn- ingsmaður Crystal Palace sem Eric Cantona sparkaði í á sínum tíma og var dæmdur í langt keppnisbann fyr- ir, var fyrir helgi fundinn sekur um að hafa ögrað Cantona með hótun- um áður en atvikið átti sér stað, í janúar 1995. Þegar tilkynnt var í réttarsalnum að hann væri sekur fundinn trylltist Simmons, stökk fram og sparkaði í höfuð lögmanns- ins sem sótti málið. ¦ SIMMONS, sem er 21 árs, var sektaður um 500 pund - um 50 þúsund krónur - fyrir hótanir í garð Cantonas og verður látinn greiða 200 pund, um 20 þús. kr. í lögfræði- kostnað. Lögfræðingur Simmons baðst afsökunar á framkomu skjól- stæðings síns í réttarsalnum og hann galt hennar ekki frekar. Skv. dómi réttarins er honum hins vegar mein- aður aðgangur að breskum knatt- spyrnuvöllum í eitt ár. ¦ QU Yunxia, heimsmethafi í 1.500 m hlaupi kvenna, keppir ekki í 800 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Atl- anta. Hún náði ekki að tryggja sér sæti í landsliði Kína í þeirri grein á úrtökumóti um helgina - komst ekki einu sinni í úrslit hlaupsins, en hún á enn von um að fara til Atlanta því 1.500 m hlaupið er enn eftir á úrtökumótinu. ¦ WANG Junxia, kínverski heims- methafinn í 10.000 og 3.000 m hlaupi kvenna náði besta tíma ársins í 5.000 á úrtökumótinu í Kína á sunnudag. Hljóp á 14 mín. 51,87 sek. Þetta er einnig besti tími hennar - áður hafði hún best náð 14.53,08 í fyrra. ¦ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur ekki hug á að velja Lothar Mattháus í landsliðs- hóp sinn fyrir EM í Englandi. LIST ¦bI V I Lístamönnum utan fþróttanna hefur oft verið legið á hálsi fyrir að hafa horn í síðu þeirra og fmna þeim allt til foráttu. Ekki má þó alhæfa í þessu efní frekar en öðru og tilfellið er að íþróttirnar eiga marga HMi góða stuðningsmenn innan annarra list- greina. Jónas Árnason, rit- höfundur, var þriðji maðurinn í samnefnd- um útvarpsþætti Ingólfs Mar- geirssonar og Árna Þórarinsson- ar á Rás 2 fyrir skömmu. Hann sagðist aldrei bafa getað neitt í íþróttum og ávallt verið síðast- ur í röðinni í menntaskóla þegar menn voru að fara kolistökk og öll önnur stökk. „Ég fór alltaf kollhnís," sagði listamaðurinn en vakti athygli á gildi knatt- spyrnunnar, aðspurður um hvað væri gaman að horfa á í sjón- varpi. „Fótboltinn er það besta." Spyrjendur áttu ekki von á þessu svari og því síður skýringunni. „Það er bara lýrikkin í honum. Menn verða hissa þegar ég segi þetta en það er ekki aðalatriðið að það séu gerð mó'rk heldur sú ánægja sem hann veitir manni, að sjá menn fara fallega með boltann og spila saman. Þetta er harmónfa sem gleður menn svona álfka og harmónía í fögr- um tónverkum." Á þessari stundu urðu hlutverkaskiptí í þættinum. „Þið hafíð ekki kom- ist upp á lag með þetta?" spurði rithöfundurinn. „Ekki með þessu hugarfari," var svarið. „Þá skuluð þið fara að athuga það," sagði Jónas og bætti við að menn þyrftu að vera „rútiner- aðir", hafa fylgst með knatt- spyrnunni langa lengi, „enska boltanum, til dæmis." Fínninn Osmo Vánska stjórn- aði Sinfóníuhh'ómsveit íslands sem aðaihljómsveitarstjóri í síð- asta sinn í liðinni viku. í viðtali við hann f Morgunblaðinu 1. maí sl. kom fram að hljómsveit- in hefði tekið stórstígum fram- fðrum undanfarin ár og var vitn- Knattspyrnan gledur eíns og harmónía í fögrum tónverkum að í erlenda dóma um frammi- stöðu hennar. „Það býr mikið í Sinfðníuhljómsveit íslands en ég óttast að hún eigi ekki eftir að ná eíns langt og hún hefur burði til, þar sem starfsumhverfi hehnar er óviðunandi," sagði Finninn og lagði áherslu á nauð- syn byggingar tónleikahúss auk þess sem hann áréttaði mikii- vægi menningarinnar. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri landkynningu en menningu, list- ir og íþróttir, sem ég flokka reyndar undir menningu. Þjóðir þurfa því að hlúa að þeasum mikilvægu þáttum í arfleifð sinni. Traust er lykilatriði í sam- skiptum þjóða og ef menningin er traustsins verð hvers vegtta ætti viðskiptalífið ekki að vera það líka. Þjóðir horfa þvf oftast til gæða og styrks menningar- innar þegar þær eru á höttunum eftir nýjum viðskíptasamning- um. Ef rétt er haldið á spilum getur menningin verið öflugur físksali." Forystumenn íþróttahreyf- ingarinnar hafa oft bent á mikii- vægi íþróttaæfinga, skemmta- nagildi keppninnar og mögulega verðmætasköpun starfsins. Um- mæli fyrrnefndra snillinga eru á sömu nótum og lóð á vogar- skál íþróttanna. SteinþÖr Guðbjartsson Hvemig fór BIRKIR KRISTINSSON að þvíað fá ásig 10 mörk gegn Rosenborg? Ótrúleg lífsreynsla BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður sem leikur með Brann í Noregi, þurfti aðtaka knöttinn tíu sinnum úr netinu er liðið lék gegn Rosenborg í norsku 1. deildinni á sunnudaginn. Birkir hef ur aldrei áður f engið eins mörg mörk á sig í einum leik — fékk á sig níu mörk með ÍA gegn Sporting Lissabon í Evrópu- keppninni 1986. Hann sagði þetta „met" ekki vera mjög áhuga- vert og hann hefði alveg viljað vera laus við það. Bjarni Sigurðs- son sem lék í markinu hjá Brann fyrir tveimur árum fékk á sig níu mörk á sama veili gegn Rosenborg en nú hef ur Birkir sem- sagt slegið það met. Birkir gekk til liðs við Brann frá Bergen sl. haust og sagðist vera ánægður með dvölina ytra, alla vega fram að þessum dæmalausa markaleik. „Þetta var ótrúleg lífs- reynsla og ég get lof að þér því að f ái ég á mig jaf nmörg mörk aftur þá hætti ég," sagði Birkir. Birkir sagði að leikurinn gegn Rosenborg hefði verið sann- kölluð martröð. Fyrsta markið kom ¦mmHI eft'r aðeins tvær Eftir minútur og eftir 20 Val B. mínútna leik var Jónatansson staðan orðin 4:0 og í kjölfarið var ein- um leikmanni Brann vikið af lei- kvelli. Staðan í hálfleik var 6:0 og sagði landsliðsmarkvörðurinn að erfitt hafi verið að fara með það veganesti inn í búningsklefa í leik- hléi. „í síðari hálfleik var þetta aðeins spurning um hversu skellur- inn yrði stór." Hvernig voru þessi mörk sem þú fékkst á þig? „Þau voru flest skoruð af stuttu færi — fimm til sex metrum. Vörn- in var hræðilega slök og andstæð- ingarnir tættu hana í sundur og voru yfirleitt komnir einn eða tveir innfyrir. Það var því mjög erfitt fyrir mig að ráða við þessi skot." Var ekki erfitt fyrirþig að sofna um kvöldið eftirþessa markasúpu? „Jú, það var erfitt því ég var að reyna að fara yfir það í hugan- um hvernig þessimörk voru sem ég fékk á mig. Ég vaknaði líka snemma daginn eftir og þá var ég enn að velta þessu fyrir mér og trúði þessu varla." Hvað sagði þjálfarinn við ykkur eftir leikinn? Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson BIRKIR Krlstinsson sló „met" Bjarna Slgurðssonar hjá Brann er hann fékk á slg tíu mörk gegn Rosenborg. „Hann vissi varla hvað hann átti að segja. Þetta var jafnmikið áfall fyrir hann og okkur. Hann var síðan með tveggja tíma fund með okkur um kvöldið þar sem málin voru rædd og leikmenn fengu að segja sitt álit, koma með sínar hugmyndir og hvað mætti betur fara í leik okkar. Við eigum að leika gegn Moss á heimavelli á fimmtudag og þann leik verðum við að vinna til að koma okkur á réttan kjöl aftur." Hvernig voru móttökurnar þeg- ar liðið kom h.eim til Bergen ígær? „Það voru margir sem tóku á móti okkur, aðallega fréttamenn sem vildu fá nánari útskýringar á þessum hrakförum. Við fengum rækilega á baukinn í dagblöðunum í Bergen, sem töluðu um martröð og niðurlægingu. Áhuginn á knatt- spyrnu er mikill í bænum og því er þetta áfall fyrir alla bæjarbúa. Við strákarnir töluðum um það á leiðinni heim að best væri að safna skeggi og kaupa sólgleraugu svo enginn þekkti okkur." Áttu von á að missa stóðuna í liðinu eftir þessa útreið? „Það er ekki gott að segja. Það gekk vel hjá mér í hinum þremur deildarleikjunum, en þetta er auð- vitað tækifæri fyrir þjálfarann að breyta til ef hann hefur áhuga á því." Ef við snúum okkur að öðru, hvernig hefur þér líkað lífið í Berg- en? „Bara mjög vel, alla vega þar til kom að þessum leik. Aðstæður hér eru til fyrirmyndar. Við höfum æft vel og okkur hefur gengið ágætlega í vorleikjunum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.