Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ H- KNATTSPYRNA „Árangurinn í vetur stór- kostlegur" ALEX Ferguson hefur byggt upp stórveldi á ný á Old Traf- ford. Árin áður en hann kom til félagsins voru tiltölulega mögur en hann hefur nú stýrt liðinu til fimm meistaratitla á sex árum. Sá sjötti gæti bæst í safnið um næstu helgi — þegar United mætir Liverpool í bikarúrslitaleiknum á Wembley. Ferguson var alsæll að leikslokum í Middlesbrough. „Það er alltaf erfiðast að vinna titilinn í fyrsta skipti en árangurinn í vetur er stór- kostlegur vegna ýmissa erfið- leika. Við hófum keppnistíma- bilið án Ryan Giggs, Andy Cole, Eric Cantona og Steve Bruce, sem voru meiddir, auk þess sem þrír leikmenn voru seldir i sumar," sagði hann, en þessir þrir voru ekki minni spámenn en Paul Ince, Mark Hughes og Andrej Kanchelsk- is. „Við lentum í vandræðum vegna meiðsla leikmanna í desember og eftir að hafa tapað fyrir Tottenham á ný- ársdag vorum við í þeirri stöðu að ein mistök til viðbót- ar hefðu gert möguleika okk- ar á titlinum að engu." í þeini 16 deildarleikjum sem leikmenn United áttu eft- ir þegai' þarna var komið sðgu tðpuðu þeir aðeins einu sinni en Newcastle missti flugið eftir að hafa verið með 12 stiga forystu 20. janúar. „Það er alltaf frábært að sigra i deildinni. Það tók sinn tíma að þessu sinni en leik- mennirnir voru stórkostleg- ir," sagði Ferguson. „Þegar við vorum 12 stigum á eftir [Newcastle] gerðum við okk- ur grein fyrir því að við yrð- um að fara að vinna leiki. Þá fór vörnin að leika vel á ný og við fórum að sigra. Sigur- inn í Newcastle í mars var mjög mikilvægur," sagði hann. Þriðji meistaratitill Man. United á fjórum árum Gáfumst aldrei upp þó baráttan virtist vonlaus MANCHESTER United varð enskur meistari í knattspyrnu í þriðja skipti á fjórum árum og tíunda sinn alls á sunnudag, eftir ein- hverja eftirminniiegustu og mest spennandi baráttu í sögu ensku knattspyrnunnar. Newcastle, sem hafði afgerandi forystu á tíma- bili í vetur, gaf mikið eftir síðustu vikurnar á sama tíma og leik- menn United tvíefldust - og þegar upp var staðið telja flestir sigur Manchester-liðsins mjög svo sanngjarnan. „Þegar við vor- um 12 stigum á eftir Newcastle [í janúar], héldum við í raun og veru að þetta væri búið en vissum þó að Newcastle myndi gefa eftir. Við héldum því bara okkar striki; gáfumst aldrei upp þó baráttan virtist vonlaus á tímabili," sagði Roy Keane, sem út- nefndur var maður leiksins er United sigraði Middlesbrough 3:0 á útivelli á sunnudag. „Við ætluðum okkur að sigra í þessum leik því með því vissum við að titillinn væri okkar, óháð þvíhvað gerðist í hinum leiknum." Newcastle gerði aðeins jafntefli, 1:1, heima gegn Tottenham og munurinn á efstu liðunum var þvífjög- ur stig þegar upp var staðið. Þegar Ryan Giggs gerði þriðja og síðasta mark United gegn Micclesbrough á sunnudag voru níu mínútur til leiksloka og þá fannst stuðningsmönnum liðsins tími kom- inn til að lýsa yfir sigri. Drógu úr pússi sínu stóran borða sem á stóð MEISTARAR og hann var látinn ganga í stuðningsmannahópnum. Meistarabaráttan var spennandi en í raun hefðu áhangendur meist- aranna þó getað dregið borðann fram talsvert fyrr. Sunnudagsins var beðið með eftirvæntingu; New- castle þurfti að sigra og United helst að tapa til að fyrrnefnda liðið gæti orðið meistari, en ekki var lið- in nema rúmlega ein mínúta af leik þegar sýnt var hvert stefndi. Lukkudísirnar voru greinilega með United því Néil Cox, leikmaður Middlesbrough, fékk dauðafæri strax í byrjun eftir frábæran undir- búning Brasilíumannsins Juninho, en skallaði naumlega framhjá. Þrátt fyrir ágæta spretti náði liðið aldrei að ógna marki meistaranna eins og þarna í upphafi og sigur United var mjög öruggur. Varnarmaðurinn David May lék í stað fyrirliðans Steve Bruce sem er meiddur, og gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Ryan Giggs á 13. mín. Þetta var fyrsta mark May í vetur og kom sannarlega á réttum tíma. Kaldhæðni örlaganna Það þótti síðan kaldhæðni örlag- anna að Andy Cole skyldi gera annað mark United, en hann var mesti markaskorari Newcastle áður en United keypti hann í fyrra. Cole hefur ekki þótt leika sérlega vel upp á síðkastið og byrjaði á varamanna- bekknum gegn Boro, en hann hafði ekki verið inn á nema í nokkrar sekúndur er hann skoraði. Hann kom inn á fyrir Paul Scholes og kom United í 2:0 með glæsilegu Farsæll þjálfari Reuter ALEX Ferguson hefur verið afar farsæll siðan hann tók við stjórninni á Old Trafford. Marglr vlldu hann í burtu fyrstu árin, stjórnin stóð vlð bakið á honum og árangurlnn lét ekkl á sér standa. Hér er Ferguson (t.h.) og aðstoðarmaður hans Bryan Kidd, fyrrum leikmaður og Evrópu- meistarl með Manchester United 1968, með Englandsmeistarabikarinn. skoti aftur fyrir sig af stuttu færi - skoraði í bláhornið er hann snerti knöttinn í fyrsta skipti! Giggs gerði svo þriðja markið sem fyrr segir; fékk knöttinn langt úti á velli, lék í átt að marki, lét svo vaða af 20 metra færi með vinstra fæti og knötturinn söng í netinu. United mætir Liverpool í úrslita- leik ensku bikarkeppninnar á Wembley næsta laugardag og með sigri þar verður liðið það fyrsta til að ná tvennunni eftirsóttu í tví- gang, en lærisveinar Alex Fergu- sons urðu bæði deildar- og bikar- meistarar fyrir tveimur árum. Fyrirliðinn Steve Bruce, sem ekki lék vegna meiðsla sem fyrr segir, tók við Englandsbikarnum eftir sig- urinn á Boro. Bryan Robson, knatt- spyrnustjóri Boro sem lék með Man. Utd. í 13 ár, fagnaði fyrrver- andi félögum sínum í tilefni sigurs- ins og stuðningsmenn heimaliðsins fögnuðu gestunum einnig - virtust ánægðir með að nágrannar þeirra í Newcastle náðu ekki í Englands- bikarinn. Til að verða meistari þurfti Newcastle að sigra Tottenham á heimavelli en liðið varð að sætta sig við jafntefli. Forráðamenn deild- arkeppninnar voru með bikar á báðum stöðum, í Newcastle og Middlesbrough, en vildu ekki skýra frá því hvor væri eftirlíking og hver hinn eini sanni. En þegar upp er staðið er eftir frábært keppnistíma- bil eins og boðið hefur verið upp á í Englandi í vetur er hins vegar aldrei nema einn sannur meistari, og í þetta skipti er það Manchester United. Sigur liðsins dró þó ekki máttinn úr stuðningsmönnum Newcastle á sunnudagskvöldið. Áhangendur United fögnuðu kröft- uglega alla leið heim en á sama tíma var mikil gleðihátíð í miðborg Newcastle - þótt liðið yrði ekki meistari eru stuðningsmenn liðsins ánægðir með hve liðið er orðið gott. Tottenham komst yfir gegn Newcastle á St. James' Park er Jason Dozzell skoraði á 54. mín. en Les Ferdinand jafnaði á 71. mín. Man.Cityféll Fögnuður hinna rauðu í Manc- hester var mikill á sunnudag en þeir bláklæddu, leikmenn og stuðn- ingsmenn Manchester City, voru í öðrum sporum eftir leiki síðustu umferðarinnar. Eftir 2:2 jafntefli gegn Liverpool á Maine Road féll liðið í 1. deild; var með jafn mörg stig og Co- ventry og Southampton en lakara markahlutfall. Liverpool komst yfir er Steve Lomas skoraði sjálfsmark eftir aðeins sex mínútur og Ian Rush kom gestunum í 2:0 með glæsilegu skoti. Þetta var 229. mark Rush fyrir Liverpool og það síðasta í deildinni, en hann fer nú frá félaginu eftir 15 ára dvöl. Uwe Rösler minnkaði muninn fyrir City úr vítaspyrnu á 71. mín. og Kit Symons jafnaði á 78. mín. en það dugði ekki til. Sheffield Wednesday, Coventry og Southampton voru öll í mikilli fallhættu fyrir síðasta leikdag en það bjargaði þeim að City náði aðeins jafntefli. Wednesday fékk 40 stig, en Coventry og Southamp- ton bæði 38. ERIC Cantona hefu Berjumst vic „VIÐ erum enn að reyna að byggja g< upp jafn gott lið og þeir hafa á að m skipa. Við óskum Manchester United sa og stuðningsmönnum liðsins til hara- K ingju," sagði Kevin Keegan, knatt- ál spyrnusljóri Newcastle, eftir að úr- v< slitín lágu Ijós I'yrir á sunnudag. „Við munum berjast við þá aftur vs næsta keppnistimabil. Við munum U leika eins næsta vetur og við hbfum Si Coventry sem oft hefur verið nálægt falli en aldrei farið niður síðan félagið kom upp í 1. deild, eins og efsta deildin hét í þá daga, árið 1967, gerði markalaust jafn- tefli heima gegn Leeds á sunnudag og Southampton gerði einnig markalaust jafntefli - á heimavelli gegn Wimbledon. Wednesday lauk hins vegar keppni með 1:1 jafn- tefli á útivelli gegn West Ham. Arsenal sigraði Guðna Bergs- son og félaga í Bolton - sem þeg- ar voru fallnir í 1. deild - með mörkum David Platts og Dennis Bergkamps á síðustu átta mínút- unum. Sigurinn gerði það að verk- um að Arsenal leikur í Evrópu- keppni félagsliða, UEFA-keppn- inni, næsta vetur. Everton vann Aston Villa, Blackburn sigraði Chelsea og Tottenham fékk aðeins eitt stig í Newcastle og félögin fengu öll 61 stig. Þau börðust um Evrópusæti en fyrst Arsenal sigr- aði varð sá draumur þeirra að engu. ff „E( hjá ogí anu það náð teig þau Ien| RU! leih m kvt url Uní ekl fer tílí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.