Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 B 5 KNATTSPYRIMA KNATTSPYRNA Þriðji meistaratitill Man. United áfjórum árum Gáfúmsl aldrei upp þó baráttan virtist vonlaus MANCHESTER United varð enskur meistari íknattspyrnu íþriðja skipti á fjórum árum og tíunda sinn alls á sunnudag, eftir ein- hverja eftirminnilegustu og mest spennandi baráttu í sögu ensku knattspyrnunnar. Newcastle, sem hafði afgerandi forystu á tíma- bili í vetur, gaf mikið eftir síðustu vikurnar á sama tfma og leik- menn United tvíefldust - og þegar upp var staðið telja flestir sigur Manchester-liðsins mjög svo sanngjarnan. „Þegar við vor- um 12 stigum á eftir Newcastle [í janúarj, héldum við í raun og veru að þetta væri búið en vissum þó að Newcastle myndi gefa eftir. Við héldum þvi' bara okkar striki; gáfumst aldrei upp þó baráttan virtist vonlaus á tímabili," sagði Roy Keane, sem út- nefndur var maður leiksins er United sigraði Middlesbrough 3:0 á útivelli á sunnudag. „Við ætluðum okkur að sigra i' þessum leik því með því vissum við að titillinn væri okkar, óháð þvi' hvað gerðist í hinum leiknum." Newcastle gerði aðeins jafntefli, 1:1, heima gegn Tottenham og munurinn á efstu liðunum var því fjög- ur stig þegar upp var staðið. „Arangurinn í vetur stór- kostlegur" ALEX Ferguson hefur byggt upp stórveldi á ný á Old Traf- ford. Árin áður en hann kom til félagsins voru tiltölulega mögur en hann hefur nú stýrt liðinu til fimm meistaratitla á sex árum. Sá sjötti gæti bæst í safnið um næstu helgi — þegar United mætir Liverpool í bikarúrslitaleiknum á Wembley. Ferguson var alsæll að leikslokum í Middlesbrough. „Það er alltaf erfiðast að vinna titilinn í fyrsta skipti en árangurinn í vetur er stór- kostlegur vegna ýmissa erfið- leika. Við hófum keppnistíma- bilið án Ryan Giggs, Andy Cole, Eric Cantona og Steve Bruce, sem voru meiddir, auk þess sem þrír leikmenn voru seldir í sumar,“ sagði hann, en þessir þrír voru ekki minni spámenn en Paul Ince, Mark Hughes og Andrej Kanchelsk- is. „Við lentum í vandræðum vegna meiðsla leikmanna í desember og eftir að hafa tapað fyrir Tottenham á ný- ársdag vorum við í þeirri stöðu að ein mistök til viðbót- ar hefðu gert möguleika okk- ar á titlinum að engu.“ í þeim 16 deildarleikjum sem leikmenn United áttu eft- ir þegar þarna var komið sögu töpuðu þeir aðeins einu sinni en Newcastle missti flugið eftir að hafa verið með 12 stiga forystu 20. janúar. „Það er alltaf frábært að sigra í deildinni. Það tók sinn tíma að þessu sinni en leik- mennimir voru stórkostleg- ir,“ sagði Ferguson. „Þegar við vorum 12 stigum á eftir [Newcastlej gerðum við okk- ur grein fyrir því að við yrð- um að fara að vinna leiki. Þá fór vömin að leika vel á ný og við fórum að sigra. Sigur- inn í Newcastle í mars var nyög mikilvægur,“ sagði hann. egar Ryan Giggs gerði þriðja og síðasta mark United gegn Micclesbrough á sunnudag voru níu mínútur til leiksloka og þá fannst stuðningsmönnum liðsins tími kom- inn til að lýsa yfir sigri. Drógu úr pússi sínu stóran borða sem á stóð MEISTARAR og hann var látinn ganga í stuðningsmannahópnum. Meistarabaráttan var spennandi en í raun hefðu áhangendur meist- aranna þó getað dregið borðann fram talsvert fyrr. Sunnudagsins var beðið með eftirvæntingu; New- castle þurfti að sigra og United helst að tapa til að fyrrnefnda liðið gæti orðið meistari, en ekki var lið- in nema rúmlega ein mínúta af leik þegar sýnt var hvert stefndi. Lukkudísirnar voru greinilega með United því Neil Cox, leikmaður Middlesbrough, fékk dauðafæri strax í byrjun eftir frábæran undir- búning Brasilíumannsins Juninho, en skallaði naumlega framhjá. Þrátt fyrir ágæta spretti náði liðið aldrei að ógna marki meistaranna eins og þarna í upphafi og sigur United var mjög öruggur. Varnarmaðurinn David May lék í stað fyrirliðans Steve Bruce sem er meiddur, og gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Ryan Giggs á 13. mín. Þetta var fyrsta mark May í vetur og kom sannarlega á réttum tíma. Kaldhæðni örlaganna Það þótti síðan kaldhæðni örlag- anna að Andy Cole skyidi gera annað mark United, en hann var mesti markaskorari Newcastle áður en United keypti hann i fyrra. Cole hefur ekki þótt leika sérlega vel upp á síðkastið og byijaði á varamanna- bekknum gegn Boro, en hann hafði ekki verið inn á nema í nokkrar sekúndur er hann skoraði. Hann kom inn á fyrir Paul Scholes og kom United í 2:0 með glæsilegu skoti aftur fyrir sig af stuttu færi - skoraði í bláhornið er hann snerti knöttinn í fyrsta skipti! Giggs gerði svo þriðja markið sem fyrr segir; fékk knöttinn langt úti á velli, lék í átt að marki, lét svo vaða af 20 metra færi með vinstra fæti og knötturinn söng í netinu. United mætir Liverpool í úrslita- leik ensku bikarkeppninnar á Wembley næsta laugardag og með sigri þar verður liðið það fyrsta til að ná tvennunni eftirsóttu í tví- gang, en lærisveinar Alex Fergu- sons urðu bæði deildar- og bikar- meistarar fyrir tveimur árum. Fyrirliðinn Steve Bruce, sem ekki lék vegna -meiðsla sem fyrr segir, tók við Englandsbikarnum eftir sig- urinn á Boro. Bryan Robson, knatt- spyrnustjóri Boro sem lék með Man. Utd. í 13 ár, fagnaði fyrrver- andi félögum sínum í tilefni sigurs- ins og stuðningsmenn heimaliðsins fögnuðu gestunum einnig - virtust ánægðir með að nágrannar þeirra í Newcastle náðu ekki í Englands- bikarinn. Til að verða meistari þurfti Newcastle að sigra Tottenham á heimavelli en liðið varð að sætta sig við jafntefli. Forráðamenn deild- arkeppninnar voru með bikar á báðum stöðum, í Newcastle og Middlesbrough, en vildu ekki skýra frá því hvor væri eftirlíking og hver hinn eini sanni. En þegar upp er staðið er eftir frábært keppnistíma- bil eins og boðið hefur verið upp á í Englandi í vetur er hins vegar aldrei nema einn sannur meistari, og í þetta skipti er það Manchester United. Sigur liðsins dró þó ekki máttinn úr stuðningsmönnum Newcastle á sunnudagskvöldið. Áhangendur United fögnuðu kröft- uglega alla leið heim en á sama tífna var mikil gleðihátíð í miðborg Newcastle - þótt liðið yrði ekki meistari eru stuðningsmenn liðsins ánægðir með hve liðið er orðið gott. Tottenham komst yfir gegn Newcastle á St. James’ Park er Jason Dozzell skoraði á 54. mín. en Les Ferdinand jafnaði á 71. mín. Man.Cityféll Fögnuður hinna rauðu í Manc- hester var mikill á sunnudag en þeir bláklæddu, leikmenn og stuðn- ingsmenn Manchester City, voru í öðrum sporum eftir leiki síðustu umferðarinnar. Eftir 2:2 jafntefli gegn Liverpool á Maine Road féll liðið í 1. deild; var með jafn mörg stig og Co- ventry og Southampton en lakara markahlutfall. Liverpool komstyfir er Steve Lomas skoraði sjálfsmark eftir aðeins sex mínútur og Ian Rush kom gestunum í 2:0 með glæsilegu skoti. Þetta var 229. mark Rush fyrir Liverpool og það síðasta í deiidinni, en hann fer nú frá félaginu eftir 15 ára dvöl. Uwe Rösler minnkaði muninn fyrir City úr vítaspyrnu á 71. mín. og Kit Symons jafnaði á 78. mín. en það dugði ekki til. Sheffield Wednesday, Coventry og Southampton voru öll í mikilli fallhættu fyrir síðasta leikdag en það bjargaði þeim að City náði aðeins jafntefli. Wednesday fékk 40 stig, en Coventry og Southamp- ton bæði 38. Farsæll þjálfari Reuter ALEX Ferguson hefur verið afar farsæll síðan hann tók við stjórninni á Old Trafford. Margir vildu hann í burtu fyrstu árin, stjórnin stóð við bakið á honum og árangurinn lét ekki á sér standa. Hér er Ferguson (t.h.) og aðstoðarmaður hans Bryan Kidd, fyrrum leikmaður og Evrópu- meistari með Manchester United 1968, með Englandsmeistarabikarinn. Reuter ERIC Cantona hefur átt stóran þátt í velgengni Manchester United. Berjumst við þá aftur næsta vetur „VIÐ erum enn að reyna að byggja upp jafn gott lið og þeir hafa á að skipa. Við óskum Manchester United og stuðningsmönnum liðsins til ham- ingju,“ sagði Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri Newcastle, eftir að úr- slitin lágu Ijós fyrir á sunnudag. „Við munum berjast við þá aftur næsta keppnistímabil. Við munum leika eins næsta vetur og við höfum gert; skorum mikið af mörkum og mörk verða skoruð. gegn okkur,“ sagði hann en sumir gagnrýndu Keegan vegna þess hve mikia áherslu hann lagði á sóknarleik í vetur, oft á kostnað varnarinnar. „Allir tala um hrun okkur en það var mikið afrek hjá Manchester United að ná okkur,“ sagði Keegan. Sum ensku sunnudagsblaðanna birtu frétt þess efnis að Keegan væri á förum frá Newcastle en hann sagði þær úr lausu lofti gripnar. „Þetta er algjört rugl,“ sagði Keegan. Peter Beardsley, hinn gamal- reyndi leikmaður Newcastle, sagði leikmemi Man. Utd. eiga heiður skil- ið fyrir frammistöðuna. „Þeir sigr- uðu á sannfærandi hátt og sennilega mjög verðskuldað,“ sagði hann. Chiesa verður stiama í EM ENRICO Chiesa, miðherji Sampdoria, skoraði tvö mörk gegn AC Milan, sem varð að sætta sig við þriðja ósigurinn á ítaliu í vetur, 0:3. Chiesa, sem fer líklega til Parma eftir keppnistímabilið fyrir rúman milljarð ísl. krónu, skoraði eftir aðeins 60 sek. og bætti öðru marki við á 35. mín. og var það glæsilegt — Sebastiano Rossi, markvörður, réð ekki við skot hans af 20 m færi, knötturinn hafnaði efst upp í markhorninu. Roberto Mancini skoraði þriðja markið. Fabio Capello, þjálfari AC Milan, sagði eftir leikinn að Chiesa yrði einn af ungu leikmönnunum sem koma til með að skjótast upp á stjörnuhiminninn í EM í Englandi í sumar. „Chiesa hefur yfir miklum hæfileikum að ráða. Við eigum ekki betri miðheija.“ Chiesa, sem hefur ekki leikið landsleik, hefur skorað 22 mörk. Það verður erfitt fyrir Arrigo Sacchi, landsliðsdþjálfara Ítalíu, að ganga fram hjá honum þegar hann velur EM-hópinn sinn. Sacchi sá hann skora bæði mörk Samdoría gegn Inter á dögunum 2:0, sagði þá: „Chi- esa lék fullkominn leik.“ Svíinn Sven Eriksson, þjálfari Sampdoría, segir að það sé enginn miðheiji betri á Ítalíu um þessar mundir og Chiesa. „Hann er leikmaður í hæsta gæðar- flokki." Þessi mikli markaskorari er mjög íjölhæfur, getur bæði leikið á vinstri og hæri vængnum, er jafn- vígur á báðar fætur. Menn telja það sterkt fyrir Sacchi að hana hann í liði sínu í EM. Chiesa hefur verið líkt við Paolo Rossi og „Toto“ Schillaci. Rossi lék aðeins tvo lands- leiki fyrir HM 1978 í Argentínu, þar sem hann kom, sá og sigraði. Schillaci hafði aðeins leikið einn landsleik fyrir HM á Ítalíu 1990, endaði sem markakóngur. Chiesa vill sem minnst ræða um sig og framtíð sína í landsliðspeysu Ítalíu. „Ég er leikmaður sem hef ekki enn leikið landsleik, ég er ekki að fara fram á neitt.“ Þegar hann var spurður hvort að hann væri að fara frá Sampdoría, sagði hann: „Það eru meiri líkur á því en að ég verði áfram með Samd- oría.“ Það eru einnig meiri líkur á því að hann leiki í EM í Englandi, heldur en hann horfi á leiki í Evrópu- keppninni í sjónvarpi á heimili sinu á Italíu. Reuter CORENTIN Martins, fyrirliði Auxerre, með bikarlnn. Auxerre fagnaði í París Franz-heppnin með Bayem „VIÐ vitum hvað Kostadinov getur þegar hann kemst á rétt ról. Hann sýndi okkur það svo sannarlega,1' sagði Franz Beck- enbauer, stjórnarformaður Bay- ern Múnchen, sem gegnir einnig starfi þjálfara eftir að Otto Re- hhagel var látinn taka poka sinn, ánægður eftir sigurleik gegn Köln 3:2. Talað var um „Franz- heppni" því að Búlgarinn Emil Kostadinov hefur átt í erfiðleik- um í vetur og ekki leikið síðustu fimmtán leiki Bayern. Becken- baue.r ákvað að taka Jean-Pierre Papin út og gefa Kostadinov tækifæri, sem hann svo sannar- lega nýtti — skoraði tvö mörk. Júrgen Klinsmann skoraði þriðja markið og Lothar Mattháus náði einnig að skora - sendi knöttinn í eigið mark, 1:1. Klinsmann skoraði 2:1 og Kostadinov þriðja markið á 62. mín., hafði skorað fyrra mark sitt eftir aðeins fimm mín. Kölnarar náðu að svara fyrir sig undir lokin, er þeir léku einum færri - Karsten Baumann var rekinn af leikvelli. Toni Polster skoraði markið úr víta- spyrnu á 79. mín. Bayern er með jafn mörg stig og Borussia Dort- mund, markatala meistaranna er miklu betri en Bayern, sem leikur gegn Werder Bremen á útivelli í kvöld, Dortmund mætir Bayer Le- verkusen heima. Matthias Sammer leikur ekki með Dortmund, þar sem hann tekur út eins leiks bann vegna tíu guira spjalda. Stöðu hans sem aftasti varnarmaður tekur Brasilíu- maðurinn Julio Cesar. Dortmund leikur úti gegn 1860 Múnchen á laugardaginn og síðasti leikurinn verður gegn Freiburg heima viku síðar. Bayern á eftir tvo útileiki - í Bremen og gegn Schalke á laugar- daginn, síðasti Ieikurinn verður gegn Dússeldorf í Múnchen. Það er fátt sem getur komið í veg fyrir fall tveggja af þeim flórum lið- um sem hafa verið í 1. deildarkeppn- inni frá upphafi, Frankfurt og Kais- erslautern. Hin liðin sem hafa verið í deildinni frá upphafi eru Köln og Hamburger SV. Meistararnir frá 1991, Kaisers- lautern, sýndu ekki mikið sem gladdi augað ! Freiburg, 0:0. Frankfurt mátti þola skell heima, 0:3, fyrir Schalke. Bæði Kaiserslautern og Frankfurt eru fimm stigum á eftir St. Pauli, sem er í næsta sæti fyrir ofan þau. Dragoslav Stepanovic, þjálfari Frankfurt, segir að ekkert nema kraftaverk geti bjargað liði sínu frá falli. „Það er mjög leitt fyrir hina góðu stuðningsmenn okkar, sem hafa staðið svo vel við bakið á okkur_ á erfiðum stundum að undanförnu. Ég mun vera áfram þó svo við föllum." Stuttgart mátti þola tap fyrir Dússeldorf heima, 2:3, og hefur liðið ekki fagnað sigri í níu síðustu leikjum sínum. Coventry sem oft hefur verið nálægt falli en aldrei farið niður síðan félagið kom upp í 1. deild, eins og efsta deildin hét I þá daga, árið 1967, gerði markalaust jafn- tefli heima gegn Leeds á sunnudag og Southampton gerði einnig markalaust jafntefli - á heimavelli gegn Wimbledon. Wednesday lauk hins vegar keppni með 1:1 jafn- tefli á útivelli gegn West Ham. Arsenal sigraði Guðna Bergs- son og félaga í Bolton - sem þeg- ar voru fallnir í 1. deild - með mörkum David Platts og Dennis Bergkamps á síðustu átta mínút- unum. Sigurinn gerði það að verk- um að Arsenal leikur í Evrópu- keppni félagsliða, UEFA-keppn- inni, næsta vetur. Everton vann Aston Villa, Blackburn sigraði Chelsea og Tottenham fékk aðeins eitt stig í Newcastle og félögin fengu öll 61 stig. Þau börðust um Evrópusæti en fyrst Arsenal sigr- aði varð sá draumur þeirra að engu. „Ekki þörf fyrir mig lengur" „ÉG SÉ ekki annað en framtíðin sé björt lyá Liverpool, með þá Robbie Fowler og Stan Collymore í fremstu viglínii. Ef annar skorar ekki í leik, þá gerir hinn það. Robbie er markaskorari af guðs náð, Stan er stórkostlegur inn í víta- teignum. Þeir eru stórkostlegir saman, þaimig að það er ekki þörf fyrir mig lengur,“ segir markaskorarínn mikli Ian Rush, sem hefur skorað 346 mörk i 658 leikjum fyir Liverpool — skoraði síðast gegn Man. Cityá sunnudag. Hann mun kveðja á Wembley, þegar Liverpool leik- ur bikarúrslitaleikinn gegn Manchester United á iaugardaginn. Rush hefur enn ekki tekið ákvörðun til hvaða liðs hann fer, en mörg hafa sýnt áhuga að fá hann til sín. Atletico Madrid nálgast meistaratitilinn á Spáni Atletico Madrid færðist næst sínum fyrsta meistaratitli á Spáni í nítján ár, þegar leikmenn liðsins gerðu góða ferð til Compo- stela, 1:3. Liðið er nú með fimm stiga forskot á Barcelona, sem varð að sætta sig við jafntefli heima gegn Sevilla, 1:1, og fjögurra á Valencia, sem er komið í annað sætið. Þijár umferðir eru eftir á Spáni. Atletico, sem varð bikarmeistari á Spáni á dögunum, fékk óskabyij- un þegar leikstjórnandinn Jose-Luis Caminero náði að bijóta ísinn eftir aðeins átta mín. — rangstöðugildra leikmanna Composteia brást, Cam- inero komst einn á auðan sjó og vippaði knettinum yfir Francisco Falagan, markvörð. Heimamenn iéku með tíu leikmenn eftir að Francisco Villena var rekinn af lei- kvelli undir lok fyrri hálfleiksins. Argentyínumaðurinn Diego Sime- one bætti öðru marki við eftir leik- hlé, Caminero skoraði þiðja markið tíu mín. fyrir leikslok, síðasta orðið áttu heimamenn er Bent Christen- sen skoraði. Þetta var þrettándi sig- ur Atletico á útivelli. Brasilíumaðurinn Viola skoraði einn eitt markið fyrir Valencia, sem vann Sporting Gijon í lélegum leik, 1:0. Króatíumaðurinn Davor- Suker, sem hafði skorað í öllum leikjum sinum á Nou Camp-leikvellinum í Barcelona, náði ekki að að fylgja því eftir. Hann lagði aftur á móti upp mark Sevilla og átti síðan skot sem hafnaði á stöng. Jose Maria Bakero jafnaði fyrir heimamenn, 1:1. Real Madrid heldur í vonina að fá UEFA-sæti með sigri á La Cor- una, 1:0. Mark liðsins var sjálfs- mark Brasilíumannsins Donato, sem skoraði með skalla. Leikmenn Auxerre átti í miklu basli með 3. deildarliðið Nimes í bikarúrslitaleiknum í Frakklandi, sem fór fram á Parc des Princes í París á laugardagskvöld. Omar Belbey kom Nimes yfir með glæsi- legu marki á 26. mín., eina skot liðsins að marki Auxerre í fyrri hálfleik. Franski landsliðsmaðurinn Laurent Blanc jafnaði í upphafi seinni hálfleiks — skallaði knöttinn fram hjá Philippe Sence, mark- verði, sem var frábær — maður leiksins. Hann réð ekki við skalla frá Lilian Laslandes tveimur mín. fyrir leikslok, varði aftur á móti vítaspyrnu frá Blanc stuttu síðar. Nimes, sem er í fallbaráttu í 3. deild — hefur aðeins unnið sjö deild- arleiki í vetur — tekur þátt í Evrópu- keppni bikarhafa, ef Auxerre nær að tryggja sér Frakklandsmeistara- titilinn. Leikmenn Nimes eru ungir að árum, flestir yngri en 23 ára. Aðeins tveir leikmenn liðsins hafa leikið í 1. deild, Sence og Christian Perez. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.