Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 5
H- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 B 5 KNATTSPYRNA a hefur átt stóran þátt í velgengni Manchester United Reuter við þá aftur næsta vetur pa gertj skoruni míkið af mörkum og að mörk verða skoruð, gegn okkur," xá sagði hann en sumir gagnryndu m- Keegan vegna þess hve mikla itt- áherslu hann iagði á sóknarleik í úr- vetur, oft á kostnað varnarinnar. „Allir tala um hrun okkur en það tur var mikið afrek hjá Manchester nni United að ná okkur," sagði Keegan. ii ni Sum ensku sunnudagsblaðanna birtu frétt þess efnis áð Keegan væri á förum frá Newcaatle en hann sagði þær úr iausu lofli gripnar. „Þetta er algjört rugl," sagði Keegan. Peter Beardsley, hinn gamal- reyndi leikmaður Newcastle, sagði leikmenn Man. Utd. eiga heiður skii- ið fyrir frammistöðuna. „Þeir sigr- uðu á sannfærandi hátt og sennilega mjög verðskuldað," sagði liann. Chiesa verður stjarna í EM ENRICO Chiesa, miðherji Sampdoria, skoraði tvö mörk gegn AC Milan, sem varð að sætta sig við þriðja ósigurinn á ítalíu ívetur, 0:3. Chiesa, sem fer líklega til Parma eftir keppnistímabiiið fyrir rúman milljarð ísl. krónu, skoraði eftir aðeins 60 sek. og bætti öðru marki við á 35. mín. og var það glæsilegt — Sebastiano Rossi, markvörður, réð ekki við skot hans af 20 m færi, knötturinn hafnaði efst upp í markhorninu. Roberto Mancini skoraði þriðja markið. Fabio Capello, þjálfari AC Milan, sagði eftir leikinn að Chiesa yrði einn af ungu leikmönnunum sem koma til með að skjótast upp á stjörnuhiminninn í EM í Englandi í sumar. „Chiesa hefur yfir miklum hæfileikum að ráða. Við eigum ekki betri miðherja." Chiesa, sem hefur ekki leikið landsleik, hefur skorað 22 mörk. Það verður erfitt fyrir Arrigo Sacchi, landsliðsdþjálfara ítalíu, að ganga fram hjá honum þegar hann velur EM-hópinn sinn. Sacchi sá hann skora bæði mörk Samdoría gegn Inter á dögunum 2:0, sagði þá: „Chi- esa lék fullkominn leik." Svíinn Sven Eriksson, þjálfari Sampdoría, segir að það sé enginn miðherji betri á ítalíu um þessar mundir og Chiesa. „Hann er leikmaður í hæsta gæðar- flokki." Þessi mikli markaskorari er mjög fjölhæfur, getur bæði leikið á vinstri og hæri vængnum, er jafn- vígur á báðar fætur. Menn telja það sterkt fyrir Sacchi að hana hann í liði sínu í EM. Chiesa hefur verið líkt við Paolo Rossi og „Toto" Schillaci. Rossi lék aðeins tvo lands- leiki fyrir HM 1978 í Argentínu, þar sem hann kom, sá og sigraði. Schillaci hafði aðeins leikið einn landsleik fyrir HM á ítalíu 1990, endaði sem markakóngur. Chiesa vill sem minnst ræða um sig og framtíð sína í landsliðspeysu ítalíu. „Ég er leikmaður sem hef ekki enn leikið landsleik, ég er ekki að fara fram á neitt." Þegar hann var spurður hvort að hann væri að fara frá Sampdoría, sagði hann: „Það eru meiri líkur á því en að ég verði áfram með Samd- oría." Það eru einnig meiri líkur á því að hann leiki í EM í Englandi, heldur en hann horfi á leiki í Evrópu- keppninni í sjónvarpi á heimili si'nu á Italíu. Franz-heppnin meðBayern „VIÐ vitum hvað Kostadinov getur þegar hann kemst á rétt ról. Hann sýndi okkur það svo sannarlega," sagði Franz Beck- enbauer, stjórnarformaður Bay- ern Munchen, sem gegnir einnig starfi þjálfara eftir að Otto Re- hhagel var látinn taka poka sinn, ánægður eftir sigurleik gegn Köln 3:2. Talað var um „Franz- heppni" þvíað Búlgarinn Emil Kostadinov hefur átt í erfiðleik- um í vetur og ekki leikið síðustu fimmtán leiki Bayern. Becken- bauc r ákvað að taka Jean-Pierre Papin út og gefa Kostadinov tækifæri, sem hann svo sannar- lega nýtti — skoraði tvö mörk. Júrgen Klinsmann skoraði þriðja markið og Lothar Matthaus náði einnig að skora - sendi knöttinn í eigið mark, 1:1. Klinsmann skoraði 2:1 og Kostadinov þriðja markið á 62. mín., h'afði skorað fyrra mark sitt eftir aðeins fimm mín. Kölnarar náðu að svara fyrir sig undir lokin, er þeir léku einum færri - Karsten Baumann var rekinn af leikvelli. Toni Polster skoraði markið úr víta- spyrnu á 79. mín. Bayern er með jafn mörg stig og Borussia Dort- mund, markatala meistaranna er miklu betri en Bayern, sem leikur gegn Werder Bremen á útivelli í kvöld, Dortmund mætir Bayer Le- verkusen heima. Matthias Sammer leikur ekki með Dortmund, þar sem hann tekur út eins leiks bann vegna tíu gulra spjalda. Stöðu hans sem aftasti varnarmaður tekur Brasilíu- maðurinn Julio Cesar. Dortmund leikur úti gegn 1860 Miinchen á laugardaginn og síðasti leikurinn verður gegn Freiburg heima viku síðar. Bayern á eftir tvo útileiki - í Bremen og gegn Schalke á laugar- daginn, síðasti leikurinn verður gegn Diisseldorf í Munchen. Það er fátt sem getur komið í veg fyrir fall tveggja af þeim fjórum lið- um sem hafa verið í 1. deildarkeppn- inni frá upphafi, Frankfurt og Kais- erslautern. Hin liðin sem hafa verið í deildinni frá upphafi eru Köln og Hamburger SV. Meistararnir frá 1991, Kaisers- lautern, sýndu ekki mikið sem gladdi augað í Freiburg, 0:0. Frankfurt mátti þola skell heima, 0:3, fyrir Schalke. Bæði Kaiserslautern og Frankfurt eru fimm stigum á eftir St. Pauli, sem er í næsta sæti fyrir ofan þau. Dragoslav Stepanovic, þjálfari Frankfurt, segir að ekkert nema kraftaverk geti bjargað liði sínu frá falli. „Það er mjög leitt fyrir hina góðu stuðningsmenn okkar, sem hafa staðið svo vel við bakið á okkur_ á erfiðum stundum að undanförnu. Ég mun vera áfram þó svo við föllum." Stuttgart mátti þola tap fyrir Diisseldorf heima, 2:3, og hefur liðið ekki fagnað sigri í níu síðustu leikjum sínum. „Ekkiþörffyrir mig lengur" „ÉG SÉ ekki annað en framtiðin sé bjort hjá Liverpool, með þá Robbie Fowler og Stan Collymore í fremstu víglínii. Ef annar skorar ekki í leik, þá gerir hinn það. Robbie er markaskorari af guðs náð, Stan er stórkostlegur inn í vita- teignum. Þeir eru s( órkos tlegir saman, þaiuu'g að það er ekki þörf fyrir mig lengur," segir markaskorarinn mikli Ian Rush, sem hefur skorað 346 mörk í 658 leíkjum fyir Liverpool — skoraði síðast gegn Man. Cityá sunnudag. Hann mun kveðja á Wembley, þegar Liverpool leik- ur bikarúrslitaleikinn gegn Manchester United á laugardaginn, Rush hefur enn ekkí tekið ákvörðun til hvaða liðs hann fer, en mörg hafa sýnt áhuga að fá hann til sín. Atletico Madrid nálgast meistaratitilinn á Spáni Atletico Madrid færðist næst sínum fyrsta meistaratitli á Spáni í nítján ár, þegar leikmenn liðsins gerðu góða ferð til Compo- stela, 1:8. Liðið er nú með fimm stiga forskot á Barcelona, sem varð að sætta sig við jafntefli heima gegn Sevilla, 1:1, og fjögurra á Valencia, sem er komið í annað sætið. Þrjár umferðir eru eftir á Spáni. Atletico, sem varð bikarmeistari á Spáni á dögunum, fékk óskabyrj- un þegar leikstjórnandinn Jose-Luis Caminero náði að brjóta ísinn eftir aðeins átta mín. — rangstöðugildra leikmanna Compostela brást, Cam- inero komst einn á auðan sjó og vippaði knettinum yfir Francisco Falagan, markvörð. Heimamenn léku með tíu leikmenn eftir að Francisco Villena var rekinn af lei- kvelli undir lok fyrri hálfleiksins. Argentyínumaðurinn Diego Sime- one bætti öðru marki við eftir leik- hlé, Caminero skoraði þiðja markið tíu mín. fyrir leikslok, síðasta orðið áttu heimamenn er Bent Christen- sen skoraði. Þetta var þrettándi sig- ur Atletico á útivelli. Brasilíumaðurinn Viola skoraði einn eitt markið fyrir Valencia, sem vann Sporting Gijon í lélegum leik, 1:0. Króatíumaðurinn Davor- Suker, sem hafði skorað í öllum leikjum sínum á Nou Camp-leikvellinum í Barcelona, náði ekki að að fylgja því eftir. Hann lagði aftur á móti upp mark Sevilla og átti síðan skot sem hafnaði á stöng. Jose Maria Bakero jafnaði fyrir heimamenn, 1:1. Real Madrid heldur í vonina að fá UEFA-sæti með sigri á La Cor- una, 1:0. Mark liðsins var sjálfs- mark Brasilíumannsins Donato, sem skoraði með skalla. Reuter CORENTIIM Martlns, fyrirliði Auxerre, með bikarinn. Auxerre fagnaði íParís Leikmenn Auxerre átti í miklu basli með 3. deildarliðið Nimes í bikarúrslitaleiknum í Frakklandi, sem fór fram á Parc des Princes í París á laugardagskvöld. Omaf Belbey kom Nimes yfir með glæsi- legu marki á 26. mín., eina skot liðsins að marki Auxerre í fyrri hálfleik. Franski landsliðsmaðurinn Laurent Blanc jafnaði í upphafi seinni hálfleiks — skallaði knöttinn fram hjá Philippe Sence, mark- verði, sem var frábær — maður leiksins. Hann réð ekki við skalla frá Lilian Laslandes tveimur mín. fyrir leikslok, varði aftur á móti vítaspyrnu frá Blanc stuttu síðar. Nimes, sem er í fallbaráttu í 3. deild — hefur aðeins unnið sjö deild- arleiki í vetur — tekur þátt í Evrópu- keppni bikarhafa, ef Auxerre nær að tryggja sér Frakklandsmeistara- titilinn. Leikmenn Nimes eru ungir að árum, flestir yngri en 23 ára. Aðeins tveir leikmenn liðsins hafa leikið í 1. deild, Sence og Christian Perez.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.