Morgunblaðið - 07.05.1996, Side 7

Morgunblaðið - 07.05.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 B 7 URSLIT Stangarstökk karla:.............metrar 1. Sergei Bubka (Úkraínu).........5,75 2. PatManson (Bandaríkj.).........5,70 3. Tim Bright (Bandaríkj.)........5,60 •Spjótkast karla:...............metrar 1. Tom Pukstys (Bandaríkj.)......84,14 2. Todd Riech (Bandaríkj.).......80,22 3. Emeterio Gonzales (Kúbu)......77,46 •200 m hlaup karla:...............sek. 1. Michael Johnson (Bandaríkj.)..20,27 2. Jeff Willianms (Bandaríkj.)...20,47 3. Robson da Silva (Brasilíu)....20,70 ÍSHOKKÍ IMHL-deildin AUSTURDEILDIN Philadelphia - Florida.........3:2 ■Staðan er 1:1 og það lið kemst í úrslit austurdeildar sem fyrr sigrar í fjórum leikj- um. Pittsburgh - NY Rangers........3:6 ■Staðan er 1:1. VESTURDEILDIN Colarado - Chicago.............5:1 ■Staðan er 1:1 og það lið kemst í úrslit vesturdeildar sem fyrr sigrar i fjórum leikj- um. Detroit - St Louis.............8:3 ■Detroit hefur 2:0 yfir. KAPPAKSTUR FORMULA 1 Staðan eftir fimm mót: 1. Damon Hill (Bretlandi)......... 43 2. Jacques Villeneuve (Kanada)......22 3. Michael Schumacher (Þýskalandi)..16 4. Jean Alesi (Frakklandi)..........11 5. Eddie Irvine (Bretlandi)..........9 6. Rubens Barrichello (Brasilíu).....7 6. Gerhard Berger (Austurriki).......7 8. Mika Hakkinen (Finnlandi).........5 9. David Coulthard (Bretlandi).......4 10. Mika Salo (Finnlandi).............3 11. Olivier Panis (Frakklandi)........1 11. Jos Verstappen (Hollandi).........1 11. Martin Brundle (Bretlandi)........1 Staða framleiðenda: 1. Williams..........................65 2. Ferrari...........................25 3. Benetton..........................18 4. McLaren............................9 5. Jordan.............................8 6. Tyrrell............................3 7. Ligier.............................1 7. Footwork...........................1 GOLF Opið mót á Hellu Án forgjafar: Sigurpáll G. Sveinsson, GA.. „70 Hannes Eyvindsson, GR.................71 Guðlaugur Georgsson, GSE Með forgjöf: Þorsteinn Ö. Gestsson Bergþór Jónsson, GR 71 62 63 Guðjón Daníelsson, GK 64 Úrval-Útsýn í Portúgal Punktakeppni sem haldin var á Salgados velli í Algarve: Lájrforgjafarflokkur: Stefán Gunnarsson 41 Vilhjálmur Guðmundsson 41 Bragi Agnarsson •. 37 Háforgjafarflokkur: Jóhanna Torarensen 31 Pétur Sigurðsson 31 Jón Björnsson 29 Andrés Guðmundsson 29 HAND- KNATTLEIKUR Landsleikir Kvennalandsliðið í handknattleik er í Bandaríkjunum, þar sem liðið lék tvo vin- áttuleiki gegn Bandaríkjamönnum um helg- ina - tapaði þeim báðum, 20:29 og 17:22. Ikvöld Knattspyrna Deildarbikar karla A-riðill: Eyjar: ÍBV -Fram...............19 B-riðill: Kópavogur: FylkirBreiðablik...19.30 FELAGSLIF Málþing HSK Málþing HSK um fijálsíþróttir verður hald- ið í Selinu fimmtudaginn 9. maí og hefst kl. 20.30. Fulltrúar allra ungmennafélaga eru hvattir til að mæta svo og aðrir sem áhuga hafa á uppbyggingu fijálsíþrótta. IÞROTTIR AFLRAUNIR Bryndís sterkust BRYNDÍS Ólafsdóttir vann titil- inn Sterkasta kona íslands í Laugardalshöll á sunnudaginn. Bryndís, sem er betur þekkt sem sundmeistari, fór að stunda kraftlytingar og keppti í aflraunamóti ífyrsta skipti í fyrra. Hún vann ítveimur grein- um af sex á mótinu um helg- ina, en Sigrún Hreiðarsdóttir varð í öðru sæti í keppninni og Unnur Sigurðardóttir þriðja. Fimm keppendur skiptust á að vinna einstakar greinar móts- ins. Sigrún var fljótust í hleðslu- grein, en Bryndís vann bæði sekkja- drátt - dró hraðast 160 kg sekk - °g jeppadrátt, þar sem 1800 kg Nissan Patrol var dreginn. Nína Óskarsdóttir, íslandsmeistari í vaxtarrækt vann, í drumbalyftu, lyfti 65 kg upp fyrir haus. Halla Heimisdóttir vann bílburðinn, þar sem gengið var með Nissan Micru GOLF eins og um hjólbörur væri að ræða. Dauðagönguna, göngu með tvær 50 kg tösku í sitt hvorri hendi vann síðan Unnur. Sigrún varð að láta titilinn sem hún vann í fyrra af hendi og kvaðst hafa verið sterkari í fyrra en Bryndís hefði greinilega komið betur undirbúin. „Eg æfði mikið og breytti alveg um æfingaaðferð, æfði kraftþol meira og lyfti minna. Fékk mikla hjálp frá kærasta mínum, Heinz Ollesch, sem er vanur aflraunamað- ur. Það er mikill styrkur í því að við höfum bæði sama áhugamál," sagði Bryndís í samtali við Morgun- blaðið. „Ég hef bætt tíu kílóum af vöðvum á mig síðustu tvö ár, en gæti þess þó að verða ekki of mik- il, vil halda kvenleikanum, en vera samt sterk. Ég er búin að stefna að því að vinna þennan titil í tvö ár og æfi nú grimmt fyrir Sterk- ustu konu heims, ef sú keppni fer fram. Það kemur í ljós á næstunni." Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Reynt á kraftana STERKASTA kona íslands, Bryndís Ólafsdóttir, burðast hér með bíl, en þaS var eitt af því sem stúlkurnar þurftu aS gera. Björgvin og Ólöf best Kylfingar, þeir sem leika í meist- araflokki, héldu uppskeruhátíð sína fyrir skömmu, en þar kjósa þeir meðal annars bestu kylfinga ársins, þá vinsælustu og tilkynnt er um björtustu vonina auk þess sem verð- laun eru veitt fyrir bestan árangur á hinum ýmsu sviðum golfsins. Hafiifirðingarnar Björgvin Sig- urbergsson og Ólöf María Jónsdóttir voru kjörin bestu kylfingar síðasta árs og Órn Ævar Hjartarson úr Golf- BLAK klúbbi Suðurnesja sá efnilegasti. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir úr Vest- mannaeyjum var valin bjartasta von- in og vinsælasti félaginn í kvenna- flokki var valin Ragnhildur Sigurðar- dóttir úr GR og hjá körlunum var það Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi. Björgvin Sigurbergsson úr Keili hlaut Júlíusarbikarinn fyrir lægsta meðalskor síðasta sumars, en Björg- vin lék hringinn á 72,64 höggum að meðaltali og Birgir Leifur varð annar á 73,14 högg á hring. Sigurður Haf- steinsson hitti flestar brautir í upp- hafshögginu og þykir það ekki fréttnaæmt því hann hefur haldið þessum titli alveg frá því byijað var að halda upplýsingunum saman. Sig- urður hitti 64% brauta í fyrrasumar og hjá konunum hitti Þórdís Geirs- dóttir 66% brauta. Nafnarnir Björgvin Þorsteinsson úr GA og Sigurbergsson úr Keili léku báðir snurðulaust á 57% brauta (reg- ulation) en þar sem Þorsteinsson hafði leikið fleiri hringi sigraði hann. Öm Arnarsson úr Golfklúbbi Ak- ureyrar notaði fæst pútt að með- altaii í fyrra, hann púttaði 30,29 sinnum á hringnum en Björgvin Sig- urbergsson varð annar með 30,46 pútt. Björgvin fékk hins vegar flesta fugla á stigamótunum sjö í sumar, 38 talsins og Birgir Leifur varð ann- ar með 31 fugl. Rúmlega 500 blaköldungar reyndu með sér í Stykkishólmi Norðanliðin voru sterkust ÚRSLITALEIKUR riilOI/A rm#i niSSCA BIKJ \DII\ly ÞAÐ var mikið fjör í Stykkjs- hólmi á dögunum þegar Öld- ungamótið í blaki fór þar fram, en til leiks mættu um 500 btak- arar á aldrinum 30 til 80 ára. Hólmarar tóku vel á móti gest- um sínum og jókst íbúatala byggðarlagsins um 40% keppnisdagana. Keppt var í átta flokkum og alls voru 59 lið með í keppninni. Konurnar voru heldur fjölmennari, en þær sendu 35 lið til keppni. Keppnin hófst á miðvikudegi og lauk á laugardegi og voru menn að frá því snemma morguns og fram undir miðnætti. KA-menn sigruðu í 1. deild karla, lögðu Þrótt að velli í tveimur hrinum í úrslitaleik, en Framarar urðu í þriðja sæti. Völsungur sigraði í 1. deild kvenna, Eik varð í öðru sæti og HK í því þriðja. Norðanmenn voru enn á ferðinni í 2. deild karla. Þar hafði Hyrnan frá Siglufirði sig- ur, Þróttur varð í öðru sæti og Snæfell í því þriðja. Freyjur frá Akureyri unnu í 2. deild kvenna, Krækjur frá Sauðárkróki kræktu í annað sætið og B-lið Völsungs það þriðja. Góður árangur blakara af Norðurlandi í efstu deildunum. Þróttarar sigruðu örugglega í öðlingaflokki karla en þar varð ÍS í öðru sæti og Óðinn í því þriðja. Ljúflingarnir í HK í Kópavogi smöl- uðu í lið með skömmum fyrirvara og sigruðu auðveldlega í ljúflinga- flokki. Þar í liði eru margir fyrrum landsliðsmenn og frumkvöðlar blaksins. Skautar frá Akureyri urðu í öðru sæti og Þróttur í því þriðja. Stúlkurnar í Eik frá Akureyri sigr- uðu í 3. deild kvenna, B-lið Þróttar í öðru sæti og Austri frá Eskifirði í því þriðja. Dalvíkurstúlkur í Rim- um komu, sáu og sigruðu í fjórðu deild kvenna, en það var fjölmenn- asta deildin og þar þurfti að keppa í tveimur riðlum. Rimar unnu Bresa frá Akranesi 2:1 í úrslitum og íþróttafélag kvenna vann B-lið Freyja 2:0 í leik um þriðja sætið. Hringdu strax og viö sendum þé r loftnet aö láni. Áskriftarsími 533 5633

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.