Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 8
KORFUKNATTLEIKUR Meistaramir burstaðir Chicago Bulls lenti hins vegar ítalsverð- um vandræðum með New York Knicks SEATTLE SuperSonics rót- burstaði meistara Houston Rockets ífyrsta leiknum íátta liða úrslitum NBA körfuknatt- leiksins í Bandarikjunum. Se- attle hefur löngum verið talið með gott lið og verið spáð góðu gengi, en dottið út ífyrstu umferð úrslitakeppninnar þar til í ár. Nú virðist fátt geta stöðvað liðið í vesturdeildinni, leiki það eins og það hefur gert íúrslitakeppninni. Atlanta komst í átta liða úrslitin með góðum sigri á útivelli gegn Indi- ana, Utah tóks loks að sýna sitt rétta andlit gegn Portland ífyrstu umferð úrslitakeppn- innar og Chicago sigraði Knicks ífyrsta leiknum íátta liða úrslitunum. Indiana Pacers tjaldaði öllu sem til var þegar liðið tók á móti Atlanta Hawks í fímmta leik Iiðanna í fyrstu umferðinni á sunnudaginn. Stór- skyttan Reggie Miller var kallaður til en hann hefur verið frá í einar þrjár vikur eftir að augnbotninn brákaðist. En það dugði ekki til. Atlanta hafði betur og mætir,Or- lando í næstu umferð. „Það er frá- bært að tryggja sig áfram með sigri á útivelli," sagði Mookie Blaylock, sem var hetja Atlanta, gerði 23 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur. Sigurinn var sérlega sætur fyrir Atl- anta því tvö síðustu árin hefur liðið verið slegið út af Indiana. Atlanta var yfír lengst af síðari hálfleik en Indiana aldrei langt undan og Miller fékk tækifæri á síðustu sekúndunni til að tryggja liði sínu sigur, en færið var slæmt og hann hitti ekki. „Ég er ekki ofurmenni. Ég gerði það sem ég gat og það dugði næstum því," sagði Miller sem gerði 29 stig í leiknum. Utah Jazz komst i einnig áfram eftir fimm Ieiki, lagði Portland á útivelli 102:64 og mætir Spurs í ISHOKKI næstu umferð. Karl Malone gerði 25 stig fyrir Jazz og tók 10 fráköst og John Stockton var með 21 stig og 11 stoðsendingar. Skotnýting Port- land var 32,9% og leikmenn tóku aðeins 33 fráköst á meðan leikmenn Jazz tóku 54. Jordan með 44 stig Flestir sem fylgjast með NBA deildinni telja nær öruggt að Chicago Bulls verði meistari í ár og á sunnu- daginn sigraði liðið í fyrstu viður- eigninni við New York Knicks 91:84 í annarri umferð úrslitakeppninnar. Chicago byrjaði mjög vel og allt virt- ist stefna í stórsigur liðsins, en gest- irnir voru á öðru máli og náðu að jafna í þriðja leikhluta, en lengra komust þeir ekki. Michael Jordan gerði 44 stig fyrir Bulls og er þetta í 29. sinn sem kappinn gerir meira en 40 stig í leik í úrslitakeppninni. „Við vorum heppnir að sigra. Við lékum góða vörn og náðum að gera fleiri körfur en þeir í lokin," sagði Jordan sem lagðist á sjúkrabekkinn þegar hann fékk að hvíla enda hefur hann verið slæmur í baki. Patrick Ewing fór fyrir liði Knicks með 21 stig og 16 frákðst, en hann hitti ekki vel, aðeins úr 9 skotum af 23. Seattle á siglíngu Seattle sá til þess að meistarar Houston Rockets urðu að þola stærsta tap sitt í úrslitakeppninni, lagði meistarana 108:75. Gary Payt- on gerði 28 stig fyrir heimamenn og Shawn Kemp 17 auk þess sem hann tók 12 fráköst en alls tóku leikmenn Seattle 52 fráköst í leiknum en Hous- ton aðeins 36. Hakeem Olajuwon gerði aðeins sex stig fyrir Houston og tók tvö fráköst og hefur kappinn aldrei gert eins fá stig í leik í úrslita- keppninni, raunar skaut hann ekki nema níu sinnum í Ieiknum og segir það allt sem segja þarf um vörn Seattle. Alltaf þegar Olajuwon fékk boltann voru að minnsta kosti tveir varnarmenn Seattle mættir og (Á /'7 Jt Hlá mmmí '/'MMmmm Hv m WáW ' ' Htari^HnGwllS! mmmfSm Plr ¦¦/ ¦¦¦'ímf ^H^^^j^;--¦.¦¦''•'¦¦-¦¦'¦¦ "^lglHBBL h M ^*jBTjH m %,:Íc^H Bb o^^^Ii ádj «. ^^ * mm % w iHH^Hi ¦BPP^^~^^^^ 4: MSS9, WBmWM ¦ Reuter MICHAEL Jordan gerði 44 stlg fyrir Chicago Bulls þegar lið- Ið sigraði Hubert Davls og félaga hjá Knlcks, þrátt fyrir að þurfa að halda aftur af sér vegna meiðsla f baki. Olajuwon komst hvergi. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik pg munurinn aðeins 5 stig en þá kom góður kafli heimamanna sem gerðu 23 stig gegn 4 stigum gestanna og þar með var ljóst hvort liðið sigraði. Robert Horry gerði 18 stig fyrir Houston, en leikmönnum liðsins tókst aðeins að gera 31 stig í síðari hálfleik og skotnýting þeirra var 32,5%. , Rudy Tomjanovich, þjálfari meist- aranna, var hinn rólegasti eftir tap- ið. „Við urðum dálítið óþolinmóðir í þriðja leikhluta. Það var eins og ein- hver stífla gæfí sig, þeir rúlluðu yfir okkur í hraðaupphlaupum og við réð- um ekki við neitt. Vörn þeirra var mjög sterk og greinilegt að þeir vildu alls ekki að Hakeem fengi boltann. Engin vörn er samt fullkomin og við verðum að finna svar fyrir næsta leik," sagði Tomjanovich. „Þetta var góður sigur en við get- um samt ekki leyft okkur að fagna of lengi. Þetta voru bara opnunar- leikirnir í langri skák," sagði George Karl þjálfari Sonics. Tékkar meistarar Tékkar urðu á sunnudaginn heimsmeistarar í íshokkí í fyrsta sinn, en þeir unnu Kanada- menn 4:2 í úrslitaleik. Kanada komst í 1:0 eftir fímm mínútna leik en Robert Lang jafnaði skömmu síðar og bætti síðan öðru marki sínu við, og því sjötta sem hann gerði í mót- inu. Lang leikur með LA Lakers í NHL deildinni í Bandaríkjunum og gerði sex mörk í vetur fyrir liðið. Kanadamenn náðu síðan að jafna og þar við sat alveg þar til rétt í lokinn. Martin Prochazka skoraði þegar 19 sekúndur voru eftir en Pavel Pat- era átti allan heiðurinn að markinu, lagði það upp með því að bruna upp hægri kantinn og gaf á Prochazka. Síðasta mark leiksins gerði síðan Jiri Kucera í autt mark Kanadamanna þegar sex sekúndur voru eftir. Þetta var í fyrsta sinn eftir að Tékkóslóvakíu var skipt, sem Tékkar taka þátt í heimsmeistaramótinu eft- ir og því fyrsti heimsmeistaratitill Tékklands. Tékkóslóvakía varð síð- ast heimsmeistari árið 1985 og þá voru það einnig Kanadamenn sem voru lagðir að velli í úrslitum. Bandarikjameiin I o ks á pall Þrátt fyrir að sterkasta íshokkí- deild í heimi sé NHL-deildin í Banda- ríkjunum hefur bandarsíska landslið- inu ekki tekist að komast á verð- launapall á heimsmeistaramótinu síðan 1962 eða í 24 ár, en þeir brutu ísinn í ár. Bandaríska liðið sigraði það rússenska 4:3 eftir framlengingu í leik um þriðja sætið. Útlitið var samt ekki bjart framan af því Rúss- ar gerðu fyrstu tvö mörk leiksins áður en fímm mínútur voru liðnar. Bandaríkjamenn virkuðu óöruggir og Rússar hreinlega yfirspiluðu þá framan af. Bandaríska liðið náði undirtökunum í öðrum leikhluta en það voru samt Rússar sem juku for- ystu sína í 3:0 áður en Bandaríkja- menn náðu að skora. Rétt eins og í leik Rússa og Kanada, þar sem Rúss- ar komust í 2:0, virtust þeir missa tökin á leiknum þegar þeir voru komnir með örugga forystu og það nýttu Bandaríkjamenn sér, skoruðu tvívegis fyrir lok annars leikhluta og jöfnuðu síðan í upphafi þess þriðja. Raunir Bandaríkjamanna voru. ekki á enda. 1 framlengingunni gekk ekkert að skora og þegar 4,36 mínút- ur voru eftir misstu Bandaríkjamenn mann útaf, en tókst að skora aðeins 12 sekúndum síðar og það dugði til að fá bronsverðlaunin. Reuler Heimsmeistarar ROBERT Reichel, fyrirliðl tékkneska landslíðsins, var ánægður eftlr lelklnn. Rodman einstakur DENNIS Rodniíin, sem nú leikur með Chicago Bulls, varð fyrstur manna í sftgu NBA korfuknattleiksins t il að vera frákastakóngur með þremur líðum, Detroit, San Antonio Spurs og í ár með Chicago. Barkley óhress CHARLES Barkley er ekki ánægður bjá Phœnix Suns. Kiippinn var mjög óhress með að tapa i fyrstu umferð úr- slitakeppninar fyrir Spurs og sagði eftír það að hann væri staðráðinn í að leika að minsta kosti eitt ár enn í deildinni, en það væri ekki vist að það yrði með Phoenix. Barkley á eitt ár eftir af samningi síi mm við Suns en segist vita að allt snúist ura peninga og við- skipti i deUdinni og þvi géti vel verið að hann getí fengið sig lausan, þar sem Suns gætí þá fengið eitthvert fé til að kaupa aðra leikmenn. Lítill áhugi íAtlanta MENN eru ekki ánægðir með gang máia bjá Atianta Hawks, félaginu sem Ted Turner fjölmiðlakóngur á. llöllinn þar sem Haukarnir leika heúna- leiki sína tekur 18.000 manns i sætí en i tveimur heimaleikj- um liðsins við Indiana i fyrstu umferð úrslitakeppninnar, tókst ekki að selja 6.000 miða þannig að áhorfendur voru „aðeins" um 12.000 á hvorum leik. Mönnum ber ekki saman um ástæðu svo dræmrar að- sóknar en sumir segja að þar sem húsið sé í miðbæmun þori hvitir menn ekki að mæta því þeldökkir eru i miklum meiri- hluta í miðborg Atlanta. Wilkens á förum? LENNY Wilkens, þjálfari Atl- anta Hawks, vill að félagið kaupi betri leikmenn, fyrr sé ekJd hægt að búast við þvi að einhver áhugi myndist í borg- inni fyrir korfuboitaliðinu. Sagan segir að ef ekki verði keyptír nýir leikmenn fyrir næsta keppnistimabil megi al- veg eins búast við þvi að hann hættí. Liklegt er talið að Nc vv York Knicks vilji fá þennan sigursæla þjálfara. Aldrei færri stig LEIKMENN Portiand Trail Blazers náðu þeim vafasama heiðri að gera aðeins 64 stig í finunta leik liðsins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, gegn Utah Jazz. Alredi hefur lið gert svo fá stíg í leik í úrsb'takeppni NBA. Fyrra metíð áttí lið New York Knicks er liðið lék gegn Pac- ers í Indiana þann 28. mai 1994, en þá gerði Knicks að- eins 68 stig. Porttand gerði aðeins 24 stig i fyrri hálfleikn- um og er það eínnig met SVIÞJ. / ENGL: 221 111 12X X12X ITALIA: 211 1XX 111 XX21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.