Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 1

Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 103. TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar saka breska stjórnarerindreka um njósnir íhuga að vísa níu Bretum úr landi Moskvu, London. Reuter. RÚSSNESKA öryggisþjónustan (FSB), sem annast gagnnjósnir, sagði í gær að níu breskum stjórnarerindrekum yrði vísað úr landi fyrir njósnir. Utanríkisráðu- neytið í Moskvu neitaði þó að stað- festa að lokaákvörðun hefði verið tekin. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, ræddi málið við Sir Andrew Wood, sendiherra Bretlands í Moskvu, í 30 mínútur. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði Prímakov ekki hafa lagt neitt fram sem renndi stoðum undir ásakanirnar. Áður hafði Rifkind gefið til kynna að breska stjórnin myndi svara í sömu mynt ef Rússar vís- uðu stjórnarerindrekum úr landi. Grígorí Karasín, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að rétt væri að forðast „of mikinn æsing og vanhugsaðar ákvarðanir". „Við teljum mikil- vægast að taka þessu með mikilli ró og losna við geðshræringuna og láta ekki neikvæð áhrif þessa máls skaða góð samskipti Rúss- lands og Bretlands.“ Áður hafði talsmaður Rúss- nesku öryggisþjónustunnar sagt að breska sendiherranum hefði verið afhent tilkynning um að níu breskir stjórnarerindrekar væru „óvelkomnir" í Rússlandi og þeim yrði vísað úr landi. Þeir voru allir sagðir tengjast rússneskum emb- ættismanni, sem var handtekinn í síðasta mánuði eftir fund með breskum leyniþjónustumönnum. Þáttur í kosningabaráttu? Níkolaj Leonov, sem var hers- höfðingi í sovésku leyniþjón- ustunni KGB, sagði í sjónvarpsvið- tali í gær að hótunina um brottvís- un stjórnarerindrekanna mætti rekja til kosningabaráttunnar í Rússlandi fremur en öryggishags- muna Rússa. „Kommúnistar saka ráðamenn í Kreml um að vera leiðitamir Vesturlöndum," sagði Leonov. „Nú fá Kremlveijar tækifæri til að sýna að þeir séu sjálfstæðir, harðir í horn að taka og reiðubún- ir að veija hagsmuni Rússa.“ Oflug gæsla FIMMTÁN þúsund þýskir lög- reglumenn og landamæraverðir tóku sér stöðu meðfram leið flutn- inga- og bifreiðalestar sem flutti kjarnorkuúrgang og endurunnið eldsneyti til Gorleben í Norður- Þýskalandi frá La Hague endur- vinnslustöðinni í Frakklandi í gær. Manfred Kanther innanríkis- ráðherra fyrirskipaði lögreglunni að beita hörðu ef umhverfisvernd- armenn hefðu sig í frammi vegna flutningsins og kom til átaka á nokkrum stöðum. Farmurinn var sá fyrsti af 110 sem fluttir verða aftur til Þýskalands á næstu átta árum eftir endurvinnslu í Frakk- landi. Á myndinni má sjá lögreglu- viðbúnað við vagna með úrgangs- efnum í Dannenberg. Forseta- kjöri verði frestað Moskvu, Washington. Reuter. YFIRMAÐUR hervarna á Moskvusvæðinu, Leonty Kúz- netsov hershöfðingi, sagði í gær að hann og margir aðrir liðsfor- ingjar vildu að forsetakosning- unum í júní yrði frestað vegna þess að þær gætu spillt friði í landinu. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti ítrekaði í símtali við Bill Clinton Bandaríkjafor- seta í gær þá ákvörðun sína að kosningarnar færu fram á til-A settum tíma. Kúznetsov tók undir þau orð yfirmanns lífvarðar Jeltsíns á sunnudag að alvarlegur klofn- ingur gæti komið upp í landinu ef frambjóðandi kommúnista, Gennadí Zjúganov, sigraði. Liðsmenn andstæðinga Jeltsíns í forsetakjörinu væru menn sem hefðu meiri áhuga á að hefna fyrir meintar misgerðir ef þeir kæmust til valda en breyta stjómarstefnunni. Reuter JELTSÍN Rússlandsfor- seti gróðursetur tré á kosningaferðalagi í gær. Stolinn bíll tekinn af ráðherra Vínarborg. Reuter. VASILE Sturza, dómsmálaráð- herra Moldovu, komst í hann krapp- ann í einkaheimsókn til Austurríkis því lögreglan lagði hald á bifreið hans þar sem hún reyndist stolin. Bifreið Sturza, sem var af gerð- inni Audi, var stolið í Þýskalandi árið 1994. Hélt hann því fram að kunningi sinn ætti bílinn og hefði lánað honum hann til Austurríkis- fararinnar. Að sögn austurrísku lögreglunn- ar kom uppruni bifreiðarinnar í ljós við skyndiskoðun á götum úti og var samstundis lagt hald á hana. Sturza varð sér úti um aðra bifreið og hélt heimsókninni áfram en stolna bifreiðin bíður þess að kom- ast í hendur réttra eigenda í Þýska- landi. Reuter Stríðsglæpamaður eða blóraböggull FYRSTU stríðsglæparéttarhöld heims frá réttarhöldunum í Niirnberg og Tókíó eftir seinna stríð hófust í Haag í gær er réttur var settur yfir Bosníu- Serbanum Dusan „Dusko“ Tadic. Hann er sakaður um að hafa drepið, nauðgað og pyntað á hrottalegan hátt Króata og múslima í þjóðernishreinsun Serba í norðanverðri Bosníu árið 1992. Veijandi Tadics vís- aði ásökunum saksóknara á bug og sagði skjólstæðing sinn vera ógæfusaman blóraböggul fólks sem teldi sig þurfa að ná sér niðri á einhverjum vegna illrar meðferðar á föngum í alræmd- um búðum, Omarska, Keraterm og Trnopolje, á Prijedor-svæð- inu í Bosníu. Tadic var tauga- strekktur í upphafi en síðan þreyttist hann og virtist áhuga- laus um það sem fram fór í rétt- arsalnum. Á myndinni ræðir Ástralinn Grant Niemann, einn þriggja aðalsaksóknara stríðsglæpa- dómstólsins, við verjendur Tadics. ■ Glæpaverk í dauðabúðum/27 Rao spáð stórtapi Nýju Delhí. Reuter. INDVERSKA ríkissjónvarpið spáði því í gærkvöldi, að Kongress- flokkur P.V. Narasimha Raos forsætisráðherra myndi gjalda af- hroð í þingkosningunum, sem lauk að mestu í gær. Einungis er eftir að kjósa um sex þingsæti af 545. Sjónvarpið byggði niðurstöðu sína á svonefndum útgönguspám en samkvæmt þeim fer Janata- flokkurinn, flokkur þjóðernis- sinnaðra hindúa, með sigur af hólmi, hlýtur 192 sæti. Kongressflokknum er spáð 142 sætum og hefur hann ekki haft færri þingmenn frá 1977 er kjósendur refsuðu Indíru Gandhí fyrir að stjórna með neyðarlögum í tvö ár, en þá hlaut flokkurinn 154 þingmenn. Janataflokkurinn hefur vaxið ört því hann hlaut aðeins tvo þingmenn árið 1984. Sérfræðing- ar töldu ólíklegt í gær að honum tækist að mynda stjórn vegna stefnumála sinna og hlutdrægni gagnvart múslimum. Meiri líkur voru taldar á að Kongressflokk- urinn myndaði samsteypustjórn með Vinstri þjóðfylkingunni sem spáð er 134 þingmönnum. ■ Þriðja lota/18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.