Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur í Noregi dæmir í máli tveggja íslenzkra togara Dómur um ólöglegar veið- ar við Svalbarða staðfestur HÆSTIRÉTTUR Noregs kvað í gærmorgun upp dóm í máli togar- anna Björgólfs og Óttars Birting, sem staðnir voru að meintum ólög- legum veiðum á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða haustið 1994. Hæsti- réttur staðfesti dóm héraðsdóms Norður-Tromsfylkis, sem dæmdi skipstjóra skipanna í sekt og útgerð- ir skipanna til greiðslu sektar og upptöku afla og veiðarfæra. Skip- stjóramir voru sýknaðir af því að hafa ekki fært veiðidagbók með lög- mætum hætti en fundnir sekir um öll önnur ákæruatriði. í málflutningi fyrir Hæstarétti lögðu verjendur útgerðanna, Út- gerðarfélags Dalvíkinga og Skrið- jökuls á Höfn í Homafírði, áherzlu á að íslenzk skip hefðu rétt til veiða á Svalbarðasvæðinu á grundvelli jafnræðisreglu Svalbarðasáttmál- ans. Jafnframt færðu þeir rök fyrir því að reglugerð um veiðar á Sval- barðasvæðinu ætti sér ekki stoð í norskum lögum. Loks héldu vetjend- ur því fram að togararnir hefðu ekki verið inni á Svalbarðasvæðinu, þar sem rangir grunnlínupunktar væru notaðir við að teikna mörk svæðisins. Hæstiréttur vísaði öllum þessum rökum á bug. Hvað varðar jafnræð- isreglu Svalbarðasáttmálans telur dómurinn að hún hafi ekki í för með sér að ekki megi skammta aðgang að auðlindum þar. Sá að- gangur sé skammtaður í samræmi við veiðireynslu aðildarríkjá Sval- barðasáttmálans á svæðinu og ís- land búi ekki yfir slíkri reynslu. Ekki sé því um mismunun á grund- velli þjóðernis að ræða. Ef öll ríki gætu gerzt aðilar að Svalbarðasátt- málanum og krafizt þorskkvóta, yrði sá kvóti svo lítill að þau væru í raun útilokuð frá veiðum á Sval- barðasvæðinu. Hæstiréttur var skipaður fimm -dómurum og voru þeir allir sammála um niðurstöðuna. Látið verði reyna á málið fyrir Alþj óðadómstólnum Valdimar Bragason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dal- víkinga, segir vonbrigði að ekki hafi verið tekið tillit til raka um óvissu um grunnlínupunkta, sem lögmenn útgerðanna hafí fært fram. Hann segist telja að kominn sé tími til að íslenzk stjórnvöld láti reyna á framkvæmd Norðmanna á Svalbarðasáttmálanum fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag. Forsetakosningarnar Atkvæða- greiðsla utan kjörfundar hafin SÍÐASTLIÐINN mánudag hófst hjá sýslumönnum og hreppstjórum um allt land utankjörfundarat- kvæðagreiðsla vegna kjörs forseta íslands, sem fram á að fara laugar- daginn 29. júní næstkomandi, en einnig er hægt að greiða atkvæði erlendis í sendiráðum íslands og hjá ræðismönnum. Atkvæðagreiðsla utan kjörfund- ar fer fram samkvæmt lögum nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis með síðari breytingum. Með breyt- ingu á kosningalögunum 1987 var tími til utankjörfundaratkvæða- greiðslu lengdur úr 4 vikum í 8 vikur fyrir kjördag, og var þetta gert að ósk framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna til að greiða fyrir kosningum. Að sögn Jóns Thors, skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, geta þeir sem greiða atkvæði utan kjör- fundar greitt atkvæði aftur, t.d. ef nýr frambjóðandi, sem viðkomandi vill greiða atkvæði sitt, kemur fram eftir utankjörfundaratkvæða- greiðsluna. Sagði Jón að þegar unn- ið væri úr utankjörfundaratkvæðum væri kannað hvort viðkomandi hefði kosið oftar en einu sinni og reynd- ist svo vera þá gilti nýjasta atkvæð- ið. ■i....: ./■/ Morgunblaðið/Júlíus Högg á hjálmlaust höfuðið TÍU ára drengur meiddist á höfði þegar hann varð fyrir rútu á Amarbakka upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglu var drengurinn á reiðhjóli og vár að fara yfir götuna á gangbraut þegar rútan kom aðvíf- andi og ók á hann. Rútubílstjórinn gætti ekki að sér sem skyldi, því gangbrautin var kirfilega merkt. Drengurinn hafði heldur ekki gætt fyllstu varúðar, því hann var hjálmlaus og slasaðist hann á höfði þegar hann skall í götuna. Að sögn lögreglu voru áverkarnir þó ekki taldir alvarlegir, en slysið er kannski dæmigert fyrir hjólreiðaslysin, sem fer ört fjöigandi þegar sólin hækkar á lofti. Þeim mun nauð- synlegra er að allir krakkar noti hjálm, sem passar vel á höfuðið, svo hann veiti sem mesta vernd. 20 mán. fangelsi fyrir að fá fólk til að skrifa upp á lán með svikum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 51 árs gamlan mann í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa með kerfisbundnum hætti fengið 12 einstaklinga, aðal- lega konur, til að taka á sig sam- tals 16 milljóna króna skuldbinding- ar, með því að fá fólkið til að skrifa upp á 29 skuldabréf og víxla á árun- um 1991 til 1994. Ein kvennanna hafði átt við alvar- leg geðræn vandamál að stríða og önnur var til læknismeðferðar á lok- aðri geðdeild þegar hún veðsetti fasteign sína Landsbankanum til tryggingar 1,5 milljóna króna veð- skuldabréfaláni sem maðurinn fékk hjá bankanum. í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi í fyrstu sagt ábyrgðarmönnunum að hann þyrfti aðstoð þeirra til þess að greiða skuldir en þegar á leið að hann þyrfti að bjarga sér frá gjald- þroti annars hryndi allt. Hafi hann gefið vitnunum þá hugmynd að vandinn væri ekki meiri en fjárhæð viðkomandi láns sem hann var að leita eftir að þau tækju eða ábyrgð- ust fyrir hann. Ábyrgðarmenn vissu ekki um heildarskuld „Ákærði missti dóttur sína á svip- legan hátt og varð það til þess að afla honum samúðar vitnanna. Þá gerði hann mikið úr því við sum vitn- anna að hann hefði greitt útför dótt- ur sinnar og leitaði endurtekið að- stoðar vegna þess,“ segir í dóminum sem taldi þegar, framburður vitn- anna og atvik málsins væru virt í heild, sannað að maðurinn hefði vakið með fólkinu hugmyndir um að hann gæti borgað lánin enda þótt honum hafi hlotið að vera ljóst að honum væri það ofviða. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en eftir að rannsókn málsins hófst að ábyrgðarmönnunum varð ljóst hve margir höfðu undirgengist fjárskuldbindingar fyrir manninn, og umfang skuldbindinganna. „Það er álit dómsins að leggja beri framburð vitnanna til grundvallar um stað- reyndir þessa máls,“ segir í nið- urstöðum héraðsdómaranna AUans V. Magnússonar, Hjördísar Hákon- ardóttur og Hjartar 0. Aðalsteins- sonar. Ófyrirleitni „Þykir sannað að ákærði hafi með kerfisbundnum blekkingum og svik- samlegurn hætti fengið tiltekna ein- staklinga til þess að taka á sig fjár- skuldbindingar eins og lýst er í ákæru og með því stefnt fjárhagsleg- um hagsmunum þeirra í hættu í öll- um þeim tilvikum sem greinir í ákæruskjali.“ Þetta var níundi refsidómurinn sem maðurinn hlýtur fyrir fjársvik. Við ákvörðun refsingar leit dómur- inn til þess að hann náði til sín umtalsverðum fjárhæðum og stefndi fjárhag fjölda manna í hættu. „Þá þykir atferli ákærða og viðhorf til brotaþola bera vott um ófyrirleitni og eindreginn brotavilja auk þess að ákærði virtist kæra sig kollóttan um afleiðingar verka sinna,“ segir í dóminum. Auk 20 mánaða fangelsisvistar var manninum gert að greiða sak- sóknarlaun, málsvarnarlaun til Brynjars Níelssonar hdl., og um 1.480 þúsund krónur í skaðabætur til þeirra fjögurra ábyrgðarmanna sem lýstu kröfum á hendur honum í málinu. Anton Ingvason dæmdur í 30 daga fangelsi HÆSTIRÉTTUR í Noregi hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms- ins í Tromsö vegna Antons Ingvasonar, stýrimanns á Há- gangi II. frá því í nóvember árið 1994. Anton er dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að hafa skotið úr hagla- byssu að norskum strandgæslu- mönnum á Svalbarðasvæðinu þann 5. ágúst 1994. Fimm daga gæsluvarðhald í Noregi dregst frá dóminum. Hæstiréttur felldi úr gildi héraðsdóm yfir Eiríki Sigurðssyni, skipstjóra, og út- gerð Hágangs II. Héraðsdómur sýknaði tvímenningana af ákær- um um brot á fiskveiðilöggjöf- inni með því að hafa ekki sinnt fyrirmælum strandgæslunnar um að stöðva ferð skipsins og hleypa strandgæslumönnum um borð eftir að skotið hafði verið af haglabyssunni. Frumvarp um réttindi og- skyldur ríkisstarfsmanna Langar um- ræður og harðar deilur ÖNNUR umræða um frumvarp- ið um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins hófst um miðjan dag á Alþingi í gær. Stjómar- andstæðingar fluttu langar ræð- ur og gagnrýndu frumvarpið og einstök ákvæði þess harðlega. Seint í gærkvöldi voru enn á annan tug þingmanna á mæ- lendaskrá og var ekki búist við að tækist að ljúka umræðunni í nótt. Jafnréttisráðgjafi Hildur ráðin BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Hildi Jónsdóttur jafnréttisráð- gjafa Reykjavíkurborgar Hestur spark- aðiíbarn HESTUR sparkaði í höfuð fimm ára gamals bams í Árbæjar- hverfi í gærkvöldi. Hesturinn gekk laus í íbúðahverfinu. Bamið var með sár á auga- brún og enni og var flutt á slysa- deild. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var ekki vitað hvort bamið hefði höfuðkúpubrotnað. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir fjögurra siðna auglýs- ingablað frá BYKO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.