Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Osta- ou smjörsalan Veita magn- afslátt ÓSKAR H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf., segir að fyrirtækið muni undirbúa aðgerðir til að fara eftir niðurstöðu úrskurðar áfrýjunarnefndar Samkeppnisráðs um að fyrirtækinu beri að veita við- skiptavinum sínum magnafslátt af ostum sem ekki eru verðlagðir af opinberum verðlagsnefndum. Hann segir að málið sé þó enn til skoðun- ar hjá lögfræðingi fyrirtækisins og verði rætt í stjórn þess fljótlega. Bónus vísaði málinu til Sam- keppnisstofnunar í febrúar sl., en fyrirtækið taldi að það ætti að fá magnafslátt af viðskiptum með ost- ana í krafti stærðar sinnar. Sam- keppnisráð komast að þeirri niður- stöðu að Osta- og smjörsölunni bæri að bjóða viðskiptavinum sínum kjör sem væru sambærileg því hagræði sem hún hefur af viðskiptunum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest þennan úrskurð. Þetta þýðir að ostar, sem ekki eru verð- lagðir af opinberum verðlagsnefnd- um, falla undir samkeppnislög, en ekki undir búvörulög eins og Osta- og smjörsalan hélt fram. Óskar sagði að ekki lægi fyrir hvað verslunum yrði gefínn mikill afsláttur af verði þessara osta. í úrskurðinum segði ekkert fyrir um hvað hann ætti að vera mikill. Hann sagði að Osta- og smjörsalan myndi setja upp kerfi sem fullnægði þeim kröfum sem kæmu fram í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar. Hingað til hefur fyrirtækið gefið 1,5% stað- greiðsluafslátt af framleiðsluvörum sínum óháð umfangi viðskiptanna. Óskar sagði að Osta- og smjörsal- an hefði alltaf gengið út frá því að öll framleiðsla fyrirtækisins félli undir ákvæði búvörulaga og hagað viðskiptum sínum við viðskiptaaðila samkvæmt því. Sú niðurstaða að þessi hluti ostaframleiðslunnar félli undir samkeppnislög fæli í sér tals- verða breytingu fyrir fyrirtækið. Það myndi taka mið af henni. Takmörkuð réttindi Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær hefur Samkeppnisráð kom- ist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld- um beri að gæta jafnræðis milli að- ila við úthlutun á réttindum og líta sérstaklega til þess að aðgerðir þeirra takmarki ekki réttindi. Málið varðar samning Aðalverktaka og utanríkisráðuneytisins um efnistöku, en TF-vinnuvélar í Reykjanesbæ kærðu samninginn á þeim grund- velli að hann fæli í sér .mismunun. Samkeppnisráð byggir þessa nið- urstöðu á d-lið 5. greinar samkeppn- islaga, en þar segir að hlutverk Sam- keppnisráðs sé „að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöld- um á leiðir til þess að gera sam- keppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaði". 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöíöa 2a Sími: S2S 9000 pel íerð kr. FRÉTTIR íslenskur garðyrkjuráðunautur aðstoðar Hollendinga við þróunarverkefni verða við beiðninni og kosta leið- angur til Síberíu. Til að sjá um úttektina var fengið til starfans hollenskt fyrirtæki, Both Ends, sem sérhæft hefur sig á sviði þró- unaraðstoðar. Both Ends leitaði síðan hingað til Islands eftir sér- fræðingi til að sjá um ræktunar- þátt verkefnisins þar sem þeir töldu þekkingu á ræktun á heim- skautasvæðum helst vera fyrir hendi hér á landi. „Ég fer til Síberíu án nokkurra hugmynda um það hvernig skil- yrðin til ræktunar eru. Þarna er fimbulkuldi að vetrum og sumrin stutt, klaki fer aldrei úr jörðu. í dag er engin ræktun á þessu svæði. Mitt hlutverk í rannsókn- inni er að meta hvernig, og hvort, hægt sé að standa að ræktun á svæðinu. Hvort hægt sé að byggja þarna gróðurhús, hvað eigi að rækta og hvernig. Lykilatriði í rannsókn minni er að athuga hvort sá jarðhiti sem er til staðar sé nýtanlegur til ræktunar nylja- plantna í gróðurhúsum. Ég tel það vera mikla viðurkenningu á sér- fræðiþekkingu okkar Islendinga á sviði ræktunarmála að Hollend- ingar skuli fá okkur í lið með sér við þetta verkefni." Eins og fyrr segir verður lagt af stað í ferðina undir lok þessar- ar viku og mun Garðar dvelja í þijár vikur við rannsóknarstörfin. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GARÐAR Árnason garðyrkjuráðunautur ásamt börnum sínum við heimili sitt í Hveragerði áður en lagt var upp í ferðina. Frá Hveragerði til Síberíu Hveragerði, Morgunblaðið. CJ GARÐAR Arnason, garðyrkju- ráðunautur Bændasamtakanna, mun í vikunni halda áleiðis til Sí- beríu að meta aðstæður til rækt- unar matjurta í gróðurhúsum á Chukotsky-kjálkanum sem er á norðaustur horni Síberíu við Ber- ingssund. Á Chukotsky-kjálkanum bjuggu á tímum Sovétríkjanna um 120.000 manns þar af um 100.000 Rússar sem fluttir voru til svæðis- ins. Við hrun Sovétríkjanna hafa Rússarnir að mestu leyti flutt aft- ur til síns heima en eftir urðu ættflokkar innfæddra sem eftir samneytið við siðmenninguna hafa að mestu týnt hæfileikanum til að draga björg í bú að fornum sið. Á svæðinu ríkir mikil fátækt og félagsleg vandamál íbúanna eru gífurleg. Mikill skortur er á öllum matvælum, næringarskort- ur algengur og þau fersku mat- væli sem fást eru gríðarlega dýr. Aðspurður sagði Garðar að- draganda fararinnar vera þann að þróunarmálaráðuneyti Hol- lands barst beiðni frá héraðs- sljórninni á svæðinu um aðstoð við könnun á aðstæðum með tilliti til ræktunar grænmetis í gróður- húsum. Ráðuneytið samþykkti að Ný forysta ASÍ verður kjörin á þingi sambandsins síðar í maí Líkur á kosningn milli . forseta og varaforseta ASI Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hervar Gunnarsson, 2. varaforseti ASÍ og formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóði sig fram til ------------------------------------------ forseta ASI á þingi sambandsins sem hefst 20. maí. Ekki liggur fyrir hvort Benedikt Davíðsson, forseti ASI, sækist eftir endur- kjöri, en taldar eru vaxandi líkur á að svo verði og að kosið verði milli hans og Hervars. Egill Ólafsson skoðaði stöðuna í forsetakjörinu eins og hún er í dag. SVO KANN að fara að við kjör for- seta Alþýðusambands íslands á þingi sambandsins í Kópavogi 20.-24. maí nk. verði kosið á milli Benedikts Davíðssonar, núverandi forseta, og Hervars Gunnarssonar, varaforseta ASÍ. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins hefur Hervar tekið ákvörðun um að verða við áskorunum um að bjóða sig fram til forseta ASI og muni tilkynna hana opinberlega í dag eða á morgun. Benedikt segist hins vegar enn ekki hafa tekið ákvörðun um framb'oð. Þegar Benedikt Davíðsson var kjörinn forseti ASÍ fyrir fjórum árum gaf hann yfirlýsjngu um að hann myndi einungis gegna embættinu í eitt kjörtímabil. Aðstæður við kjör hans voru um margt sérstakar. Ekki hafði náðst samstaða um eftirmann Ásmundar Stefánssonar og kjör Benedikts var því í margra huga bráðabirgðalausn á forystukreppu Alþýðusambandsins. Staðan núna er að sumu leyti svip- uð og fyrir fjórum árum. Nú líkt og þá eru uppi kröfur uni að nauðsyn- legt sé að endurnýja forystu ASÍ, en enginn einn einstaklingur virðist njóta óskoraðs trausts til að taka við embættinu. Sá er þó munur á að fyrir þingið 1992 hafði Ásmundur Stefánsson lýst því yfir að hann yrði ekki í kjöri. Benedikt útilokar hins vegar ekki að hann verði í kjöri. „Mér finnst kjör forseta ASÍ vera miklu meira félagslegt mál en að það snúist um framboðsmál einstaklinga og þess vegna þurfi að vinna þetta af forystu sambandanna. Ég vil ekki stilla mönnum upp við vegg með yfir- lýsingu um að ég sækist eftir þessu eða að ég sækist ekki eftir að vera í kjöri. Eg hef sagt, frá því ég var kjörinn til þessa verkefnis, að ég væri bara samnefnari þess hóps sem að því framboði stóð. Það er þá þess hóps að skoða málið áfram núna,“ sagði Benedikt. Benedikt sagðist ekki vita til þess að þetta mál hefði ekki verið skoðað með skipulögðum hætti. Hann sagð- ist eiga von á að það yrði gert næstu daga. Málin ættu því að skýrast fyr- ir þingið. Benedikt var spurður hvort hann væri þeirrar skoðunar að framboð Hervars gerði formönnum samband- anna erfiðara fyrir við það verkefni að skapa samstöðu um kjör forseta ASÍ. Hann sagðist ekki vera þeirrar skoðunar. Það gæti bara verið til bóta að afstaða Hervars kæmi fram með þessum hætti. Óvissan um hvað Benedikt ætlar að gera hefur eðlilega áhrif á allar vangaveltur manna um forystumál ASI. Það sjónarmið heyrist að nauð- synlegt sé að Benedikt svari strax spurningunni um hvort hann verði í kjöri eður ei. Sumir stuðningsmanna Benedikts telja hins vegar enga þörf á að hann gefi svar fyrir þingið. Hörðustu stuðningsmenn Hervars telja aftur á móti að afstaða Bene- dikts skipti ekki máli. Það þurfi að skipta um forystu og Hervar sé væn- legt forsetaefni. Þeir hafna allri mál- amiðlun og segja að eina málamiðlun- in geti falist í því að Benedikt dragi sig til baka. Fleiri nöfn hafa verið nefnd í um- ræðum um nýjan forseta. Þeirra á meðal er nafn Grétars Þorsteinsson- ar, formanns Samiðnar. Hann útilok- ar ekki framboð. Það er hins vegar ljóst að hann mun ekki fara fram nema Benedikt verði ekki í kjöri, þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að þeir koma báðir úr Samiðn. Samstaða VMSÍ ræður miklu Félagsmenn Verkamannasam- bandsins eru yfir 40% félagsmanna ASÍ og þess vegna ráða fulltrúar VMSÍ miklu um hver verður forseti ASÍ. Það hefur hins vegar verið oftar en ekki svo að fulltrúar VMSÍ á ASÍ-þingum hafa ekki staðið saman við forsetakjör. Ekki er ljóst hversu víðtækur stuðningur er við Hervar innan VMSÍ. Ef sá stuðningur er ekki almennur má telja víst að hann nái ekki kjöri. Hervar þarf einnig að fá stuðning víðar en frá fulltrúum VMSÍ ef aðeins tveir verða í kjöri Á síðasta þingi ASÍ náðist ekki samstaða innan VMSÍ um frambjóð- anda úr röðum ófaglærðs verkafólks. Fulltrúar Samiðnar og verslunar- manna studdu Benedikt eindregið og átti sá stuðningur mikinn þátt í kjöri hans. Margt bendir til að Samiðn og verslunarmenn komi einnig til með að standa saman um forsetakjör nú. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri þeirrar skoðunar að Benedikt hefði staðið sig vel í þessu erfíða starfi. Skiptar skoðanir eru meðal manna um hvort æskilegt sé að kosið verði milli manna við forsetakjör. Sumir ótt- ast að kosninginar geti aukið sundrungu innan ASI, sérstaklega ef í kjöri verður fulltrúi ófaglærðra gegn full- trúa iðnaðar- og verslunarmanna. Við framlengingu kjarasamninga á síðasta vetri kom togstreita milli þessara „arma“ innan ASí vel í ljós. Verslunarmenn og Samiðn studdu framlengingu kjarasamninganna, en VMSI vildi að samningum yrði sagt upp og stærstu VMSÍ-félögin sögðu samningunum raunar upp pins og kunnugt er, en Félagsdómur dæmdi uppsagnirnar ólöglegar. Margir eru þeirrar skoðunar að væntaniegt forsetakjör megi ekki verða til þess að skerpa á þessari togstreitu, sem er bæði gömul og ný. Með þetta í huga er það mat ýmissa að reynt verði að skapa samstöðu um mann sem nýtur almennari stuðnings en Hervar og Benedikt. Sá maður er hins vegar vandfundinn. Flokkspólitík skiptir minna máli Afstaða í stjórnmálum hefur alltaf skipt miklu við kjör forystu ASÍ. Mönnum ber þó saman um að pólitísk afstaða manna skipti orðið minna máli en á árum áður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru flokk- arnir farnir að þreifa fyrir sér varð- andi forsetakjör. Mönnum ber ekki saman um hvað afstaða þeirra komi til með að skipta miklu máli. Einn heimildarmanna blaðsins sagði að niðurstaða Alþingis varðandi breyt- ingar á vinnulöggjöfinni gætu haft mikil áhrif á forsetakjörið. Ef vinnu- löggjöfinni yrði breytt í andstöðu við verkalýðshreyfmguna myndi það draga úr áhrifum sjálfstæðis- og framsóknarmanna á forsetakjörið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.