Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um kaup ríkisins á íslenska menntanetinu Almennur stuðn- ingur þingmanna Logaði út um risglugga ALÞINGISMENN lýstu í utandag- skrárumræðu í gær almennt yfir stuðningi við kaup menntamálaráðu- neytisins á hluta af búnaði íslenska menntanetsins ehf. Nokkur gagnrýni kom fram á að fjárlaganefnd skyldi ekki höfð með í ráðum. Jón Kristjánsson, formaður nefndarinnar, sagðist telja rétt að hafa samráð við fjárlaganefnd um mál af þessu tagi á frumstigi. Hins vegar væri umrætt mál ekkert eins- dæmi og sagðist Jón út af fyrir sig telja ráðstöfun menntamálaráðherra skynsamlega. Sighvatur Björgvinsson Alþýðu- flokki óskaði eftir umræðunni og spurði Björn Bjarnason menntamála- ráðherra m.a. um hvað hefði verið innifalið í kaupum ríkisins á íslenska menntanetinu. Einnig hvort ekki hefði verið hægt að kanna hvort önnur fyrirtæki á þessum markaði gætu veitt sambærilega þjónustu. Þá benti Sighvatur á að Alþingi hefði ekki veitt fjárheimildir til kaupanna og fjárlaganefnd hefði ekki vitað af kaupunum fyrr en með bréfi til for- manns fjárlaganefndar, sem dagsett var þremur dögum eftir að kaupin áttu sér stað. Samið við Kennaraháskóla Björn sagði að fyrirtækið hefði ekki allt verið keypt, heldur væri að ræða kaup á alnetsmiðstöðvum fyrir Kennaraháskóla íslands og Verk- menntaskólann á Akureyri svo þessir skólar geti veitt kennslufræðilega þjónustu á alnetinu í samræmi við stefnu ráðuneytisins. Til stæði að semja við KHI að taka starfsemina að sér. Ráðuneytið hefði heimildir til tölvukaupa og þær gætu nýst við þessi kaup. Þá hefði fjárlaganefnd verið sent erindi vegna málsins. Brautryðj endastarf Margir þingmenn úr öllum flokk- um tóku til máls og studdu þá ákvörðun menntamálaráðherra að tryggja áframhaldandi starfsemi menntanetsins og afhenda Kennara- háskólanum það til umsjónar. Nú væri um 90% skóla á íslandi tengt alnetinu gegnum menntanetið og það væri mun hærra hlutfall en í ná- grannalöndunum. Sighvatur sagði að ekki mætti missa sjónar á aðalatriði málsins, að íslenska menntanetið væri hlutafélag sem hefði stefnt í gjaldþrot. Það hefði menntamálaráðherra leyst með því að veita fyrirtækinu sérstaka þjónustu og kaupa verðmæti af fé- laginu fyrir 21 milljón króna. Þá væri spurning hvað ráðherrann hefði keypt. Fyrir lægi að búnaður, sem keyptur var, væri 9-9,5 milljóna króna virði, þannig að verið væri að kaupa eitthvað annað fyrir 10-11 milljónir, svo sem nafn, viðskiptavild, hugbúnað, sambönd, kennslustofn og viðskiptasambönd við skóla, eins og segði í kaupsamningi. Björn Bjarnason sagðist þeirrar skoðunar að 21 milljón væru ekki miklir peningar fyrir þá hagsmuni sem voru í húfi. Um 300 manns stunduðu fjarnám gegnum netið. Ef umrædd starfsemi Islenska mennta- netsins hefði lagst niður, hefði ríkis- sjóður lent í mun meiri útgjöldum við að tryggja þjónustu við þessa nemendur og skólakerfið sem tengist netinu gegnum fyrirtækið. ELDUR kom upp í risi Báru- götu 19 um kl. 2.30 í fyrri- nótt. Þegar slökkvilið kom að húsinu, sem er kjallari, tvær hæðir og ris, logaði út um glugga á risinu. I fyrstu var talið að maður væri lokaður þar inni og brutust reykkafar- ar inn til Ieitar. Herbergi í ris- inu reyndust hins vegar mann- laus. Eldurinn var fljótslökkt- ur, en allnokkrar reyk- og vatnsskemmdir urðu á húsinu. Það er í eigu ríkisins, en Geð- vernd hefur haft þar aðstöðu og búa nokkrir einstaklingar þar á vegum félagsins. Að sögn slökkviliðsins lék grunur á að kveikt hefði verið í her- bergi í risi, en rannsókn á elds- upptökum er í höndum Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Skoðanakönnun BB — Funklistinn stóreykur fylgi sitt ísafirði. Morgunblaðið. FUNKLISTINN, listi framhalds- skólanema á ísafirði, fær tvo menn | I kjörna í bæjarstjórn hins nýja sam- j einaða sveitarfélags á norðanverðum i Vestfjörðum, ef niðurstaða kosning- j anna, sem fram fara á laugardag, I verður í líkingu við skoðanakönnun j blaðsins Bæjarins besta á ísafirði, i sem gerð var á föstudag og birtist j í blaðinu í dag. 10% af kjörskrá spurð og 80% svöruðu Líkt og í fyrri könnun blaðsins, sem gerð var fyrir tveimur vikum, var hringt í 316 manns, sem svarar til rúmlega 10% af kjörskrá miðað við 1. desember sl. Mun betri svörun var í könnuninni á föstudag en í fyrri könnun biaðsins, eða 80% á móti 64%. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni fær Alþýðuflokkurinn 7,60% atkvæða og engan mann kjörinn, Framsóknar- flokkurinn fær 8,80% atkvæða og einn mann kjörinn, Sjálfstæðisflokk- urinn 46,40% og sex menn kjörna, Funklistinn 17,60% og tvo menn kjörna og F-listi, Óháðra, Kvenna- lista og Alþýðubandalags, 19,60% og tvo menn kjörna. Flestir vilja Isafjarðarbæ Samhliða kosningunum á laugar- dag fer fram skoðanakönnun á með- al kjósenda um nafn á hið nýja sam- einaða sveitarfélag. í könnun blaðs- ins, þar sem 86% aðspurðra tóku afstöðu, völdu 52,944% nafnið ísa- fjarðarbær. Næstflest atkvæði fékk^ Eyrar- byggð, 24,63% atkvæða, þá ísafjarð- arbyggð, 11,39%. Morgunblaðið/Júlíus Meirihluti félagsmálanefndar Alþingis leggur til breytingar á frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur Forseti ASÍ segir breyt- ingar á frumvarpinu engu máli skipta Meirihluti félagsmálanefndar Alþingis kynnti í fyrradag forystu verkalýðshreyfingarinnar tillögur um breytingar á stjórnar- frumvarpi til laga um breytingu á lögum frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands ---3»------------ ~ ~-------------- Islands, segir breytingartillögumar vera minniháttar og aldrei verði fallist á lyktir málsins með þessum hætti, MEÐ breytingum meirihluta fé- lagsmálanefndar á frumvarpinu er m.a. felld úr frumvarpinu 1. grein þess um stofnun vinnustaðafélaga hjá fyrirtækjum með að lágmarki 250 starfsmenn og um að félags- svæði stéttarfélags megi aldrei vera minna en eitt sveitarfélag. Lagastofnun Háskóla íslands hefur bent á það í áliti um hvort lagafum- varpið bryti í bága við stjórnarskrá og þjóðréttarsamninga að álitamál sé hvort bann við því að félags- svæði stéttarfélags sé minna en eitt sveitarfélag samrýmist alþjóða- sáttmálum um félagafrelsi eins og þeir hafi verið túlkaðir, og ekki sé öruggt að áskilnaður um 250 manna lágmarksfjölda til að stofna vinnustaðafélag standist. í stað þessarar greinar frum- varpsins er í tillögum meirihluta félagsmálanefndar tekin inn máls- grein í 2. grein frumvarpsins þar sem segir að standi fleiri stéttarfé- lög að gerð kjarasamnings, vinnu- staðasamnings, vegna félags- manna á sama vinnustað, skuli hann borinn sameiginlega undir atkvæði allra félagsmanna sem hann taki til og ráði meirihluti nið- urstöðu. Lágmarksþátttaka í at- kvæðagreiðslum samræmd Önnur aðalbreyting á frumvarp- inu er sú að í því hefur verið sam- ræmt hver lágmarks- þátttaka í atkvæða- greiðslum þurfi að vera og er nú í öllum tilfellum miðað við fjórðung at- kvæðisbærra félags- manna. Þannig var í frumvarpinu gert ráð fyrir að kja- rasamningur gilti nema hann væri felldur við leynilega atkvæða- greiðslu með meirihluta greiddra atkvæða og minnst fimmtungi at- kvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá, en nú er miðað við fjórðungs þátttöku af atkvæða- eða félagaskrá. Varðandi ákvörðun um heimild til vinnustöðvunar stétt- arfélags var í frumvarpinu kveðið á um þátttöku a.m.k. fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna, og þegar vinnustöðvun er einungis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna á tilgreind- um vinnustað var gert ráð fyrir að helmingur atkvæðisbærra manna þyrfti að taka þátt í at- kvæðagreiðslu og meiri- hluti að styðja tillögu um vinnustöðvun. Jafnframt er sú breyting gerð að samninganefnd eða til þess bærum fyrirsvarsmönnum samn- ingsaðila verður heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun í 28 sólar- hringa án samþykkis gagnaðila í stað 14 sólarhringa eins og kveðið var á um í frumvarpinu, og til- kynna beri frestunina með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara í stað eins sólarhrings fyrirvara eins og sagði í frumvarpinu. Ákvæði um sameiginlega miðlunartillögu tekið út í frumvarpinu var í kafla um sáttastörf í vinnudeilum kveðið á um að sáttasemjara væri heimilt að leggja miðlunartillögu sameigin- lega undir félög jafnvel án þess að þau ættu í kjaradeilu, og sameigin- iegt atkvæðamagn réði úrslitum um samþykkt tillögunnar eða synj- un. Þetta telur Lagastofnun HI fara í bága við samþykktir Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar og ákvæði frumvarpsins um samþykkt miðlunartillögu geti ekki talist samrýmast rétti manna til frjálsra samninga samkvæmt alþjóðasátt- málum. Samkvæmt tillögum meiri- hluta félagsmálanefndar hefur þetta nú verið tekið út úr frumvarp- inu og ákvæðijaganna frá 1938 látið standa, að öðru leyti en því að í frumvarpinu er haldið þeim skil- yrðum sem sáttasemjari þarf að uppfylla til að geta lagt fram miðlun- artillögu. Þá leggur meirihluti nefndarinnar til að ef tvö eða fleiri félög eða fé- lagasambönd eigi saman í deilu geti sáttasemjari borið fram eina miðlunartillögu er jafnvel taki til allra deiluaðila og skuli atkvæða- greiðsla um hana fara fram í sam- einingu hjá þeim félögum eða sam- böndum sem tillagan nær til, og sameiginlegt atkvæðamagn ráða úrslitum um samþykkt eða synjan. Tillögurnar breyta engum grundvallaratriðum Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundi með félagsmálanefnd í fyrrakvöld hefði_ formönnum lands- sambanda ASÍ og formönnum stærstu aðildarfélaganna verið kynntar breytingartillögur meiri- hluta nefndarinnar, en einstakar breytingartillögur hefðu ekki verið ræddar þar sem ASÍ teldi þær ekki skipta máli þegar litið væri til málsins í heild. „Línan var ein að þessar breyt- ingartillögur meirihlutá nefndar- innar breyttu engum grundvallar- atriðum. Aðalmálið væri eitt og hið sama; að við vildum komast að að ræða málið við gagnaðila okkar og við féllumst aldrei á lyktir málsins j með þessum hætti eins og nefndin er að leggja til,“ sagði Benedikt. „Þarna virðast menn vera fyrirfram ákveðnir í því að hlaupa á vegginn og sjá hvað gerist svo. Meirihluti j nefndarinnar virðist hafa fyrirmæli um það.“ Benedikt sagðist ekki vera viss um að nein sérstök viðbrögð yrðu við þessum breytingartillögum meirihluta félagsmálanefndar en málið yrði þó skoðað bet- ur ef frumvarpið kæmi á þennan hátt frá félags- málanefnd. „Menn hafa sagt eins og m.a. kemur fram í samþykkt sam- bandsstjórnarfundar Verkamannasambandsins í gær [mánudag], að þetta verði auðvitað stórmál til trafala þegar kemur að því að samningar losni næst,“ sagði Benedikt. Þátttöku fjórðungs félagsmanna krafist Hlaupa á vegginn og sjá hvað gerist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.