Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ALLIR verðlaunahafarnir samankomnir. Gróska í nýsköpun og upp- finningum unga fólksins VERÐLAUNAAFHENDING í fimmtu Nýsköpunarkeppni grunnskólanema fór fram í Ráð- húsi Reykjavíkurborgar sl. laugardag. Fyrstu verðlaun fyr- ir uppfinningu hlaut Halldór R. Halldórsson úr Melaskóla fyrir barnalæsingu á krana og fyrstu verðlaun fyrir hönnun hlaut Sunna Jónatansdóttir úr Foldaskóla fyrir trjástand. Önnur verðlaun fyrir upp- finningu hlaut Úlfar Óli Sævars- son úr Foldaskóla fyrir pró- sentustilli og önnur verðlaun fyrir hönnun hlaut Jökull Finn- bogason úr sama skóla fyrir kertadagatal. Þriðju verðlaun fyrir uppfinningu fékk Árni B. Guðjónsson úr Foldaskóla fyrir ruslatunnuhaldara og þriðju verðlaun fyrir hönnun hlutu Arnar L. Gunnarsson, Páll Ás- grímsson, Heiðar L. Eyjólfsson og Kjaran Sveinsson úr Folda- skóla fyrir skólaklemmu. Fyrirtæki veittu 75.000 kr. í Trjástandur, kertadagatal, prósentustillir, skólaklemma, barnalæsing, tunnuhaldari og garðþræll fyrstu verðlaun, 35.000 kr. í önnur verðlaun og 25.-26.000 kr. í þriðju verðlaun. Tækni- skóli íslands verðlaunaði Andra Ólafsson, Grunnskólanum A- Landeyjum, með verkfærum fyrir tæknilegt innsæi í tengsl- um við uppfinningu hans „Garð- þrællinn". Vaxandi áhugi Guðrún Þórsdóttir, kennslu- fulltrúi og umsjónarmaður Ný- sköpunarkeppninnar frá upp- hafi, sagði til marks um vaxandi áhuga á keppninn að í fyrstu keppnina hefðu borist 75 tillög- ur. Nú hefðu hins vegar borist 967 tillögur frá 9 til 12 ára nem- endum úr 25 grunnskólum. Sér- stök matsnefnd fer yfir allar tillögurnar, skrifar umsagnir og velur úr tillögur fyrir dóm- nefnd. í dómnefndinni velja svo fulltrúar úr atvinnulífinu verð- launatillögur. Guðrún sagði að á vegum Samtakáiðnaðarins væri farið yfir tillögurnar í því skyni að athuga hvort um álitlega fram- leiðsluvöru væri að ræða. Eftir að tillögur hef ðu verið valdar með tilliti til þess hvort varan væri markaðsvæn, þörf væri fyrir hana og framleiðslan væri einföld hefðu samtökin styrkt fyrirtæki til áframhaldandi þró- unarvinnu vegna hennar. „Ég get nefnt að Gull og silf- ursmiðjan Erna er farin að framleiða 50 kökuklemmur úr keppninni í fyrra samkvæmt pöntun frá borginni. Með kökuklemmunni er komið í veg fyrir að hrynji úr kökusneiðum við kökuskurðinn. Umsögn Blindrafélagsins um kökuklemmuna er að hún sé hið besta hjálpartæki og fer hún í hjálpartækjabanka blindra. Aðrar framleiðsluvörur úr keppninni eru beltisklemma og ruslafata," sagði Guðrún. Guðrún sagði að Gísli Þor- steinsson væri burðarstoð ný- sköpunarinnar í móðurskóla greinarinnar í Foldaskóla. Reynslan í skólanum sýndi að kennslan hefði mikið gildi fyrir nemendurna og hálpaði þeim að glíma við ýmsar þrautir. Al- mennt hefði keppnin svo sannað gildi sitt fyrir hagnýtar og ein- faldar lausnir á algengum vandamálum. ÍTR heldur nám- skeið í nýsköpun fyrir grunn- skólanemendur í Reykjavík. ZiSia píanókvarbcbbinn IMýr listdansstjóri Dansflokksins Byrjunin á einhverju nýju Miðasalan opin Bankastræti 2 sími: 552 8588 Morgunblaðið/Ásdís SVEINN Hannesson frá Samtökum iðnaðarins með Sunnu Jónat- ansdóttur og Halldóri R. Halldórssyni. Þau fengu fyrstu verð- laun fyrir hönnun og uppfinningu. HINN 1. ágúst næstkomandi tekur Katrín Hall við stöðu listdans- stjóra við íslenska dansflokkinn. Katrín tekur við stöðunni af Maríu Gísladóttur sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin fjögur ár. Katrín Hall hóf list- dansnám í Ballettskóla Eddu Scheving 8 ára gömul. „Ég fór svo hina hefðbundnu leið í gegn- um listdansskóla Þjóð- leikhússins og sótti námskeið erlendis á sumrin, meðal annars í New York og Köln. Ég var á hálfum samning hjá íslenska dans- flokknum árin 1983 og 1984 á meðan ég tók stúdentinn í Menntaskólanum í Reykjavík. Síðan var ég á fullum samningi til ársins 1988 þegar ég hélt til starfa sem sólódansari við Tanzforum í Köln í Þýskalandi, en þar hef ég verið síðan." - Hvernig hefur þér líkað dvölin í Þýskalandi og hvernig standa Þjóðverjar í dansiistinni? „Mér hefur liðið vel í þýska- landi. Dansflokkurinn minn hefur reyndar fengið að finna nokkuð fyrir niðurskurði þýska ríkisvaldsins til lista síðustu árin. Það vill reyndar oft verða þannig að listdansinn verði út- undan þegar peningar eru ann- ars vegar. Á tímabili jusu Þjóð- verjar fjármunum í listir hyers konar en nú hefur niðurskurð- urinn verið svo mikill að ýmsir frægir dansflokkar hafa lagt upp laupana. Dönsurum í Tanz- forum hefur fækkað úr 24 í 10 en starf flokksins er hins vegar blómlegt. Hvað varðar stöðu listdans í Þýskalandi yfirleitt þá er hún góð. Þjóðverjar hafa fram til þessa ekki takmarkað fjölda erlendra dansara í dansflokkum sínum eins og til dæmis Hol- lendingar gerðu á sínum tíma og gera sjálfsagt enn. Vegna þessa er auðvitað mikið streymi góðra dansara í gegnum Þýska- land og samkeppnin hörð. En að vissu leyti hefur sparnaður- inn líka orkað hvetjandi; litlir sjálfstæðir flokkar af ýmsum gerðum hafa blómstrað. Þetta hefur reyndar verið að gerast í Skandinavíu, Frakklandi og Englandi líka og yonandi getur þetta átt við um ísland einnig þó svo að hér á landi geti fjár- hagslegur stuðningur við flokkinn varla verið minni. Það er vitanlega mikilvægt að efla og styrkja __ eina starfandi dans- flokk landsins en það sem hann hefur vantað er langtíma mark- mið og að honum sé mörkuð ákveðinn listræn braut. Ég hef fulla trú á að hægt sé að finna flokknum spennandi farveg. Katrín Hail ?Katrín Hall er fædd 30.5 1964 í Reykjavík. Hún Iauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík árið 1984. Hún stundaði ballettnám í Ballettskóla Eddu Scheving og Listdans- skóla Þjóðleikhússins. Hún sótti sumarnámskeið í list- dansi í New York, Köln og Dresden. Hún var dansari við íslenska dansflokkinn árin 1982 til 1988. Frá árinu 1988 hefur hún svo verið sólódans- ari við Tanzforum í óperuhús- inu í Köln í Þýskalandi. Sam- býlismaður Katrínar er Guð- jón Pedersen leikstjóri og eiga þau 5 ára son að nafni Frank Fannar. vil gera dansflokkinn sýnilegri um sinnum í viku. Auk þess sem manni finnst maður aldrei vera nógu góður, að maður þurfi alltaf að vera að bæta sig á einhverju sviði." - Hvernig finnst þér að vera á leiðinni heim? Hefur þú kannski verið með heimþrá? „Það eru vissulega blendnar tilfinningar tengdar því að koma heim. Ég er að fara úr toppstöðu þarna úti og sjálf er ég í mjög góðri æfingu. En það er líka spennandi verkefni sem tekur við hérna, ég lít á það sem byrjun á einhverju nýju. Ég veit að það verður engu breytt hjá íslenska dansflokkn- um í einni hendingu en ég hef trú á að hægt sé að breyta ýmsu. Eitt af takmörkum mín- um myndi verða að færa list- dansinn nær almenningi, gera _______ dansflokkinn sýni- legri í íslensku menn- ingarlífi. Það er enginn vafi að mér hefur liðið vel " úti og ég hef ekki þjáðst af heimþrá. En einhvern tímann kemur að tímamótum. Ég hef verið svo heppin að hafa nóg að gera og ég hef þroskast og þróast í minni listgrein. Ég gæti auðveldlega dansað í þó Hefur þetta verið erfiður nokkur ár í viðbót en af hverju tími úti? „Þetta hefur vissulega verið erfitt en líka skemmtilegt. List- dans er mjög krefjandi list- grein, bæði andlega og líkam- lega. Það getur verið mikið álag fylgjandi því að bera uppi sýn- ingu fyrir 1.500 manns nokkr- ekki að hætta ánægður og góð- ur á toppnum í stað þess að bíða eftir því að leiðin liggi nið- ur á við. Samt er það í raun- inni ekki rétt að tala um að ég sé að hætta í dansinum; nú tek- ur bara við nýtt skeið, þetta er byrjunin á einhverju nýju."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.