Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR , -' — . 4 '""*' "^'^w^^WI^BBm '*-.".... *¦ . w föfe^ " '" -" : : - l'r ym&^''-'*"-'-" ¦ ""^ v'" ¦—..^ ¦¦»¦-—,, ¦''¦¦' *HL. ¦.-,.. iBfid jj^R'.;. .¦....: .,„ ~ ~T*—¦ -.¦¦i-^TT^ ¦¦;¦;: "^ ~1__*'------ . -~ ¦ :::¦::;¦: '.*"-. - ' - ::rl ES«i' E^^K-í^iíll"--.*- ' v"= *- **" -¦'~~' **"- " •***" ¦*** - -....;¦' . |KjLí.'-.::.. -.;.._. *-* -*«s£ ' - -, ¦ ^ -..- » _** ¦' ¦ —¦ -'-^- ¦ **-* ¦ se-— , ' . ¦<*&&¦;- ,*>*Z":-¦&¦<*¦'.-¦.¦¦¦¦¦„, -•"¦•;, -.¦:¦' •*"^2£, LAX hefur gripið fluguna í Svalbarðsá og veiðikonan þiggur aðstoð við að komast til fastalandsins. ERU ÞEIR AÐ FA'ANN? Opni markaðurinn teygir sig í Þistilfjörðinn FLESTIR stangaveiðimenii þekkja Þistilfjarðarárnar svokölluðu aðeins af afspurn. Bæði er, að flestir eru þeir búsettir á suðvesturhorninu og þar af leiðandi langt í Þistilfjörð og eins hitt, að þessar ár hafa áratugum saman verið meira og minna iokaðar öðrum en útlendingum utan fámenns hóps innlendra veiðimanna sem leigt hafa Sandána um langt árabil, Stangaveiðifélagið Þistlar. Nú er að verða breyting á þessu. Árnar sem um ræðir eru frá vestri til austurs: Svalbarðsá, Sandá, Hölkná og Hafralónsá ásamt Kverká. Allar eiga sér langa sögu og yfirleitt leyfðar þar 3-4 stangir. Oft er talað um Ormarsá og Deildará í sömu andrá, en þær eru á Melrakkasléttu og jafn lokaðar og fyrrum. Dulúð hefur hvílt yfir umræddum Þistilfjarðarám og menn gjarnan vit- að það helst að óvíða er laxinn vænni og óvíða eiga menn meiri möguleika á að setja í alvöru stórlax, þ.e.a.s. lax á bilinu 20 til 30 pund. EIGNASALAN r 551-9640 £.551-9191 - fax 551-8585 INGÖLFSSTRÆTI12-101 REYKJAVfiC. HÖFUM KAUPANDA Fjárst. kaupandi óskar eftir góðri 4ra herb. íb. í Fossv. með eða án bílsk. Bein kaup, engin uppitaka. ATVríÚSN. ÓSKAST Okkur vantar ca 60-100 fm húsnæði í austurbae f. tannlæknast. (æskil. í Múlahv.). Traustur kaupndi. HÖFUM KAUPANDA að góðri sérh. í vesturb. Æskil. stærð 120-160 fm. Góð útb. i boði f. rétta eign. HÖFUM KAUPANDA að 3ja herb. íb. í nágr. v. Skólavholtið. Mætti þarfn. standsetn. Góð útb. í boöi. Einnig góð 3ja herb. i Þingh. Æskii. að áhv. séu hagst. langtlán. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja-5 herb. ris- og kji'b. Mega í sum- um tilf. þarfn. standsetn. Góðar útb. geta verið í boði. HÖFUM KAUPANDA að stóru húsi með a.m.k. 10 herb. sem gæti hentað fyrir gistihrekstur. Æskil. staðsetn. er miðsv. í borginni. HÖFUM KAUPANDA að góðu einbhúsi í Þingholtunum eða nágr. Einníg vantar okkur vegl. einbhús í nágr. Skólavhottsins, t.d. Sjafnarg., Fjölnisv., Bergst.str. Fjársterkir kaup- endur. HÖFUM KAUPENDUR að góðum 3ja og 4ra herb. íb. ( Breið- holti og Grafarv. Góðar útb. geta verið í boði. SEUENDUR ATH. Okkur vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá. Það er mikið um fyrirspurnir þessa dagana. Magnús Einarson, lögg. fastsali. Fiskifræðingar segja svæðið á nyrstu mörkum hins byggilega heims laxins og því séu sveiflur oft miklar í veiði og þekkja menn það vel hér á landi. Einkum sveiflast Vopnafjarð- arárnar tii, en svæðið allt á norðaust- urhorninu fylgir með. Menn taka e.t.v. betur eftir sveiflunum í Vopna- fírði, því þar veiðist meira magn af laxi, enda árnar þar lengri og notað- ar fleiri stengur. Svalbarðsá var eiginlega fyrst opnuð, fyrst með leigu Jónasar Sig- urðssonar fyrir þremur árum og nú hefur Jörundur Markússon, fyrrum leigutaki Svartár, farið í spor hans og leigt ána til sjö ára frá og með komandi sumri. Reyndar er Sval- barðsá eina Þistilfjarðaráin sem er alfarið á almennum markaði. Hafral- ónsá, leigð af Svisslendingnum Doppler, er opin vor og haust og sem fyrr er lokaður klúbbur um Sandá. Jörundur segir að hann hafi orðið var við mikinn áhuga íslenskra stangaveiðimanna, menn hringi og spyrji og margir hafi pantað veiði- leyfi, en samt fínni hann fyrir því að menn væru „varla búnir að upp- götva svæðið," eins og hann komst að orði. „Menn eru forvitnir og spenntir, ekki síst vegna stórlaxaorðsporsins, en setja fyrir sig fjarlægðina frá höf- uðborgarsvæðinu," segir Jörundur. Horfur á veiði í þessum landshluta fyrir komandi sumar eru góðar að mati fiskifræðinga. Prýðilegar göngur smálaxa voru í fyrra og þar af leið- andi má búast við góðum stórlaxa- göngum í sumar. Sigurður Guðjóns- son, deildarstjóri hjá Veiðimálastofn- un, sagði í samtali við Morgunblaðið að góður stofn gönguseiða hefði farið úr ám um allt land síðasta sumar. ---------» ? ?---------- Röng mynd ÞAU leiðu mistök urðu í auglýsingu frá Samskipum í Morgunblaðinu í gær að þar birtist mynd af Kristjáni Pálssyni Alþing- ismanni í stað myndar af nafna hans, sölustjóra fyrirtækisins. Morgunblaðið biðst afsökunar á að þessar myndir víxluðust og von- ar að hlutaðeigandur hafi ekki beðið óþægindi af. Krislján Pálsson Einbýli/raðhús óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir góðu einb- eða raðhúsi í vest- urb. eða á Seltjnesi. Fleiri staðir koma til greina. Verðhug- mynd 14-17 millj. Góð útb. í boði. Bein kaup, engin uppítaka. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s.551 9540 og 551 9191. Umskipti í rekstri Neytendasamtakanna SAMKVÆMT rekstrarreikningum Neytendasamtakanha varð hagnað- ur af rekstri þeirra á 16 mánaða tímabili fram til ársloka 1995 3,3 milljónir króna og hafði þá tekizt að snúa við tapi á rekstri samtak- anna undanfarin ár, sem var 58 þúsund krónur árið áður og rúmar 3 milljónir króna á árinu 1992 til 1993. Reikningsár við uppgjör reikninga Neytendsasamtakanna var að sögn Júlíu Hannam, fráfarandi fjármála- stjóra Neytendasamtakanna, miðað við september áður, en hefur nú verið breytt og er miðað við alman- aksárið. Stjórn samtakanna greip á reikningsárinu 1993 til 1994 til að- gerða og tókst þá þegar að ná nokkr- um árangri. ¦ Árangur náðist með áframhald- andi niðurskurði, sem grípa varð til, og nú hefur tekizt að ná fullu valdi á fjárhag samtakanna og er hann í mjög góðu jafnvægi nú, þannig að unnt er að hefja nýtt uppbygginga- starf í þágu neytenda í stað niður- skurðarins undanfarin ár. Samkvæmt efnahagsreikningi 31. 12. 1995 nam hagnaður Neyt- endasamtakanna á árinu 1995 tæp- lega tveimur milljónum króna og voru bankainnstæður samtakanna þá tæplega 1.750 þúsund krónur, borið saman við tæplega 1.800 þús- und króna tap á árinu 1994 miðað við uppgjör 31. ágúst og bankainn- stæður rúmlega eitthundrað þúsund krónur. Á árinu 1993 nam tapið hins vegar rúmum 2,2 milljónum króna miðað við 31. ágúst 1993 og þá voru bankainnstæður rúmar 715 þúsund. Júlía Hannam sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þrátt fyrir fækkun félaga Neytendasamtak- anna vegna bágrar fjárhagsstöðu heimila í landinu, hafi tekizt með aðhaldi og góðri fjármálastjórn að vinna bug á halla fyrri reikningsára og því sé fjárhagurinn í góðu jafn- vægi. I Morgunblaðinu í gær á bls. 10 var frétt um halla á rekstri Neyt- endasamtakanna. Sú frétt var byggð á skýrslu, sem lá fyrir aðal- fundi samtakanna, þar sem fram kom, að við upphaf starfsárins 1995, hafí halli samtakanna verið um fjórar og hálf milljón króna. Ljósmynd: Árbók Fí/Jón Karl Snorrason STAGLEY á Breiðafirði. Þar lagðist búseta af í byrjun nítjándu aldar en nú hefur eyjan verið auglýst til sölu. ~ ffft f Sáfker Hrólfsklettur 0 Suðausturhluti Flateyjarer í eigu ríkisins Hluti Flateyjar og Stagley á Breiðafirði auglýst til sölu Vilja laga fjárhag hreppsins HREPPSNEFND Reykhólahrepps hefur nú formlega samþykkt að auglýsa til sölu Stagley og eignar- hluta sinn í Flatey á Breiðafirði. Er þetta liður í aðgerðum til að rétta við fjárhag sveitarfélagsins. Ríkið er aðaleigandi Flateyjar en Reykhólahreppur á þar einnig talsvert land. Þórður Jónsson odd- viti Reykhólahrepps og Guðmund- ur H. Ingólfsson sveitarsljóri fóru nýlega út í Flatey til að kanna ástand eignarhlutans. I greinar- gerð um sölu landsins sem oddvit- inn flutti á hreppsnefndarfundi kemur fram að umgengni er slæm og telur hann aðkallandi að hreinsa til á svæðinu sem telst eignarhluti Reykhólahrepps. Fi'íim kemur að fjármunir til þess eru ekki fyrir hendi hjá hreppn- um. Einnig fylgi því mikill kostn- aður að útbúa byggingarlóðir samkvæmt deiliskipulagi sem sveitarfélagið hefur látið gera. Eignarhluti hreppsins verður seldur í einu lagi með áföllnum skipulagskostnaði eða í hlutum samkvæmt staðfestu skipulagi. Verðmæt eign Um 40 eyjar og hólmar heyra til Flateyjar. í eyjunni hefur verið búið frá því á landnámsöld og þar var kauptún fram á þessa öld. Á sjöunda áratugnum voru eigendur Flateyjarjarðarinnar orðnir fjöl- margir og voru horfiir á að bú- skapur legðist þar af. Flateyjar- hreppur lét taka jörðina eignar- námi en ríkið gekk síðan inn í kaupin og er eigandi eyjarinnar að undanskildum hluta sem sveitarfélagið, sem nú er Reyk- hólahreppur, og einstaklingar eiga. Jörðinni var skipt milli tveggja bænda og hefur sú skipan haldist síðan. Guðmundur H. Ingólfsson sveit- arstjóri segir að hreppurinn vi^'i helst sel j;t land sitt í heilu lagi. Hann segist ekki vera búinn að gera sér hugmyndir um verð en þetta sé verðmæt eign og ljóst að hún verði ekki seld nema fyrir gott verð þannig að salan geti orðið til að létta á fjárhagsvanda hreppsins. Ógnvænlegir erfiðleikar með búsetu Guðmundur telur að auðvelt verði að se^ja Stagley, enda hafi þegar borist nokkrar fyrirspurnir um kaup á henni. Stagley er lítil eyja sunnan við miðjan Breiða- "Tröllendi o U cV 's ,J: U 1000m fjórð, 2-3 sjómílur suðvestur af Bjarneyjum, og lengst frá fasta- landi af þeim eyjum sem búið hef- ur verið í á Breiðafirði. Byggð lagðist af í Stagley í upphafi nílj- ánu aldar. Um miðja þessa öld keypti Flateyjarhreppur eyjuna af Reykhólakirkju og hún komst síðan í eigu Reykhólahrepps við sameiningu sveitarfélaganna. Fólkið í Stagley byggði afkomu sína á sjávarafla enda stutt á mið- in. En erfiðleikarnir á búsetu þar hafa verið ógnvænlegir á margan hátt, að því er fram kemur í frá- sögn Eysteins G. Gíslasonar í Ar- bók Ferðafélags íslands: „Brimið og lendingarleysið hindruðu sjó- sðkn nema f stillum og ládeyðu og ollu algjðrri einangrun íbúanna langlíniiiiii saman. Vatnsskortur fyrir búfé og heimili gat verið til vandræða en við þetta bættist svo andstaða annarra hreppsbúa gegn búsetu í Stagley. Sá grunur lék á að Stagleyjarbændur dræpu æðar- fugl hundruðum saman í Stagleyj- argjögri þar sem hann hópast saman og leitar sér skjóls í vetrar- veðrum." Eftir að Flateyjarhrepp- ur eignaðist Stagley var hún höfð til beitar fyrir sauðfé um alllangt árabil. Gekk það í eynni árið um kring og varð rokvænt, að sögn Eysteins, enda Stagley nú með feitustu eyjum í Breiðafirði og laus við alla flæðihættu. Mikið fuglalíf er í Stagley. Reykhólahreppur á fleiri eyjar og liólnia og eignarhluta í eyjum. Guðmundur Ingólfsson segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að auglýsa fleiri eyjar til sölu, fyrst vildu menn sjá hvernig gengi með sölu á Flatey og Stagley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.