Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dæmt í máli fyrrum sölustjóra Áburðarverksmiðju Fyrirvaralaus uppsögn án launa var heimil HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Áburðarverksmiðju ríkis- ins af kröfum fyrrverandí sölustjóra fyrirtækisins, sem jafnframt var umsjónarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna verksmiðjunnar. Mað- urinn taldi sig eiga rétt á 887 þús- und króna bótum eftir að hann var tekinn af launaskrá áður en upp- sagnarfrestur var liðinn. Fyrirtækið taldi manninn hafi brotið svo af sér í starfi að réttlætt hafi fyrirvara- lausa uppsögn án bótaskyldu. Ætlaði í samkeppni Stjórn fyrirtækisins greip til upp- sagnar 24. október 1994 eftir að hafa fengið spurnir af því að maður- inn hefði um skeið staðið í samn- ingaumleitunum við erlenda áburð- arframleiðendur með eigin innflutn- ing í huga. Lögvarinn einkaréttur Áburðarverksmiðjunnar til inn- flutnings á áburði féll niður 1. jan- úar 1995. Daginn eftir uppsögnina vaknaði grunur um ólögmætar ráðstafanir mannsins á meira en hundrað millj- ónum af peningum lífeyrissjóðs starfsmanna til ólöglegra skulda- bréfakaupa. Ðæmdur í 12 mánaða fangelsi Vegna þeirra viðskipta, sem Hæstiréttur hefur að hluta heim- fært undir fjárdrátt, hefur maður- inn verið dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar, þar af 9 mánuði skilorðsbundið. . Þremur dögum eftir uppsögn sína, 27. október 1994, birti maður- inn auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem skorað var á áburðarkaupendur að bínda ekkí hendur sínar við kaup á áburði vorið 1995 vegna fyrirætl- ana mannsins um að flytja inn áburð og bjóða á lægra verði en Áburðarverksmiðjan hafði áður gert. Tekinn af launaskrá eftir auglýsingu í framhaldi af þessu skrifaði Áburðarverksmiðjan manninum bréf 1. nóvember 1994 þar sem honum var tilkynnt að frá og með þeim degi væri hann tekinn af launaskrá og að fyrirtækið áskildi sér rétt til skaðabóta úr hendi hans. Maðurinn mótmælti riftun „á því sem hann . kallaði starfslokasamn- ingi," eins og segir í dóminum og gerði kröfu um laun í uppsagnar- fresti, samtals 887 þúsund krónur, eða 295.945 krónur fyrir hvern þriggja mánaða í uppsagnarfresti hans. í niðurstöðum Gretu Baldurs- dóttur héraðsdómara segir að al- menn skilyrði brottreksturs séu þau að vanefndir starfsmanna á ráðn- ingarsamningi séu verulegar, ann- aðhvort vegna ásetníngs eða stór- kdstlegs gáleysis. Með tilliti til trún- aðarbrots mannsins og refsiverðrar háttsemi þykja sakir hans það mikl- ar og brot hans í starfi svo verulegt að réttlætt hafi riftun á ráðningar- samningi hans án fyrirvara. Því hafi forsendur fyrir uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara verið brostnar. Maðurinn hafi fyrirgert rétti til að fá greidd laun í uppsagn- arfresti. Auk þess sem kröfum var hafn- að var sölustjóranum fyrrverandi gert að greiða Áburðarverksmiðj- unni 170 þúsund krónur í máls- kostnað. Sturla lenti í þriðja sæti Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson Hollvinasamtök Háskólans stofnuð ÍSLANDSMEISTARINN í mat- reiðslu, Sturla Birgisson, mat- reiðslumeistari í Perlunni, lenti í 3. sæti í fyrsta Norðurlandameistara- móti einstaklinga í matreiðslu sem fram fór í Álasundi í Noregi dagana 2.-4. maí. Fulltrúi Norðmanna, Trond Moi, lenti í 2. sæti en full- trúi Svía, Rikard Nilson, er Norður- landameistari í matreiðslu 1996. Jakob Magnússon, veitingamað- ur á Horninu og forseti Klúbbs matreiðslumeistara á íslandi, er forseti norrænu samtaka mat- reiðslumeistara en Friðrik Sigurðs- son, hótelstjóri á Hótel Hvolsvelli, er ritari norrænu samtakanna. Jak- ob var einn af sex dómurum í mót- inu. ísólfur Gylfi Pálmason, alþingis- maður, var þátttakandi íslands í pallborðsumræðum ásamt Jakobi Magnússyni og öðrum fulltrúum Norðurlandanna en efni pallborðs- umræðnanna var: Er matur menn- ing? UM HELGIN A var ákveðið í Odda, húsi félagsvisindadeildar og viðskiptadeildar Háskóla ís- lands, að stofna Hollvinasamtök Háskólans. A fundinum var k. jör- in stjórn samtakanna og er hún og þannig skipuð: Sigmundur Guðbjarnason, prófessor formað- ur, Guðrún Erlendsdóttir hæsta- réttardómari, Skúli Helgason, dagskrárgerðarmaður, Friðrik Pálsson forstjóri og Lára Mar- grét Ragnarsdóttir alþingismað- ur. Sigríður Stefánsdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna. Formlegur stofnfundur samtak- anna verður 17. júní næstkom- andi og skoðast allir, sem skrá sig sem stofnaðila fram að þeim degi til stofnfélaga samtakanna. A myndinni, sem tekin er að Ioknum fundinum má sjá nokkra hollvini Háskóla íslands, frá vinstri, Víking Arnórsson, Þor- björn Karlsson, Margréti Þor- valdsdóttir, Pál Gíslason, Svein- björn Björnsson, Ólaf Bjarnason, Eddu Guðmundsdóttur og Árna Björnsson. ? ? ? Tveir 11 ára stálu áfengi TVEIR ellefu ára drengir voru staðnir að því að stela áfengisflösku í Perlunni á sunnudag. Drengirnir voru færðir á lóg- reglustöð og sóttir þangað af for- eldrum sínum. Lögreglan hefur nú tekið upp þau vinnubrögð, að þegar þarf að hafa afskipti af börnum og unglingum vegna hnupls eða annarra þjófnaða er viðkomandi færður á lögreglu- stöð og síðan haft samband við yfirvöld barnaverndarmála; Þjóðminjaráði og fv. starfsmanni safns stefnt fyrir ærumeiðingar HJÓNIN á Miðhúsum í Egilsstaða- hreppi, Hlynur Halldórsson og Edda Kr. Björnsdóttir, hafa stefnt Vil- hjálmi Erni Vilhjálmssyni, fornleifa- fræðingi, og þjóðminjaráði, fyrir hönd Þjóðminjasafns íslands. Til- efnið er ómerking ærumeiðandi ummæla um fund silfursjóðs í landi hjónanna 30. ágúst 1980. Einnig er farið fram á greiðslu skaðabóta, vaxta og málskostnaðar. í stefnunni er krafist ómerkingar á átta ummælum í bréfi Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar, sem þá var starfsmaður Þjóðmínjasafnsins, til dr. James Graham Campbell, próf- essors við Lundúnaháskóla^ sem dagsett er 27. febrúar 1994. í bréf- inu dregur Vilhjálmur Örn í efa að hjónin á Miðhúsum hafi sagt satt og rétt frá fundi silfursjóðs í landi sínu 14 árum áður og biður prófess- orinn að koma til landsins og skoða harm. I stefnunni segir ennfremur að bréf Vilhjálms hafí orðið tilefni blaðaskrifa. „Hinn 25. júní 1994 og vikurnar á eftir birtust í helstu fjölmiðlum landsins ásakanir á hendur [hjónunum] þess efnis að þau hefðu blekkt [Þjóðminjasafnið] og alla þjóðina á sínum tíma með fundi silfursjóðsins." „Svik af ásettu ráði" Hinn 11. júní 1994 skrifaði dr. James Graham Campbell skýrslu um Miðhúsasilfrið þar sem segir að athugun hans leiði til „skynsam- legs vafa um uppruna". Bendi það til þess að Þjóðminjasafnið „hafi verið beitt svikum af ásettu ráði". Árið 1995 kannaði danska Þjóð- minjasafnið silfrið og var niðurstað- an sú að sjóðurinn væri í heild ósvik- inn vikingaaldarsjóður, með einni undantekningu, hring nokkrum sem talinn var geta verið yngri. Hínn 30. júlí 1995 ritaði þjóð- minjaráð menntamálaráðuneyti bréf þar sem greint er frá niðurstöð- unum og sagt að „rannsókn sjóðsins gefi ekki tilefni til að álykta að blekkingum hafi verið beitt í tengsl- um við fund hans" segir ennfremur í stefnunni. Þá segir að þjóðminjaráð hafi sent hinum stefndu samhljóða bréf sama dag, en að hjónunum á Mið- húsum hafi ekki verið send afsökun- arbeiðni. Auk þess hafi Vilhjálmur Örn og fleiri honum sammála ve- fengt niðurstöðu danska Þjóðminja- safnsins í fjölmiðlum eftir þetta og haldið fram að skýrsla dr. Grahams Campbell væri enn í fullu gildi. Ekki hægt að af má sögulegar heimildir Kröfur hjónanna um ómerkingu ummæla og bótagreiðslur af hálfu hinna stefndu eru byggðar á því að í þeim felist aðdróttanir þess efnis að þau hafi vísvitandi beitt blekk- ingum; komið silfrinu fyrir sjálf, kallað til fornleifafræðinga frá Þjóðminjasafni íslands og sagt rangt frá um fundinn. „Ekki er vafi á því að aðdróttun þessi að [hjónunum á Miðhúsum] er virðingu þeirra til hnekkis... Að sjálfsögðu mun aldrei takast að afmá þessar sögulegu heimildir..." segir jafn- framt í stefnunni. Málið hefur verið þingfest og hafa stefndu, Vilhjálmur Örn Vilhjálms- son og þjóðminjaráð, nokkurra vikna frest til að skila greinargerð. Athugasemdir Tómasar I. Olrich í skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum Gjald á auglýsingatekjur RÚV renni til dagskrárgerðar einkastöðva I SKÝRSLU starfshóps um end- urskoðun á útvarpslögum gerir Tómas I. Olrich, alþingismaður og einn nefndarmanna, fyrirvara við tillögu nefndarinnar um að Ríkisútvarpið dragi sig út af aug- lýsingamarkaðinum. Leggur riann til að samkeppnisstaða einkarekinna sjónvarps- og út- varpsstöðva verði bætt með því að leggja sérstakt gjald á auglýs- ingatekjur RÚV sem renni til dagskrárgerðar á vegum einka- rekinna ljósvakamiðla, og að stofnaður verði sérstakur sjóður til að styrkja innlenda dagskrár- gerð. í athugasemdum Tómasar Inga segir hann að ef það skref verði stigið að takmarka eða af- nema rétt Ríkisútvarpsins til að selja auglýsingar verði sú ráð- stöfun að þjóna einhverju öðru og meira hlutverki en að bæta rekstrarmöguleika einkastöðv- anna. „Það getur þótt ákjósanlegt markmið í sjálfu sér að bæta rekstrarstöðu þessara stöðva, en sú ráðstöfun hefur ekki sérstakt íslenskt menningargildi, nema tryggja megi með einhverjum hætti að það svigrúm, sem skap- ast, verði nýtt til innlendrar dag- skrárgerðar. Vitað er að metnað- ur einkastöðvanna er misjafn- lega mikill. En einsýnt er að það er ekki mikill fengur í því að styrkja stöðu sjónvarpsstöðvar á auglýsingamarkaði, sem hefur naumast annan metnað en sýna erlent textað efni og selja aug- lýsingar. Það hlýtur að vera akk- ur í því einkum að veita þeim svigrúm sem sýna raunveruleg- an áhuga á innlendri dagskrár- gerð," segir hanft í athugasemd- um sínum. Telur ekki rétt að af nema auglýsingar í RÚV Tómas Ingi segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að rétt sé að afnema auglýsingar í Ríkisút- varpi/sjónvarpi. Hins vegar telji hann rétt að samkeppnisstaða einkarekinna sjónvarpsstöðva verði bætt með því að leggja sér- stakt gjald á auglýsingar í Ríkis- útvarpi/sjónvarpi og veita þannig fjármunum til dagskrárgerðar í einkareknum Ijósvakamiðlum og á vegum sjálfstæðra framleið- enda dagskrárefnis. Hann telur að því takmarki að skapa svigrúm fyrir þá einka- miðla, sem vilja sinna innlendri dagskrárgerð verði best þjónað með starfsemi dagskrárgerðar- sjóðs, sem fjármagnaður yrði annars vegar af gjaldi á auglýs- ingar og hins vegar af sérstökum beinum opinberum framlögum. Hlutverk sjóðsins verði annars vegar að veita viðurkenningar fyrir vel unnin verk, en hins vegar að styrkja verkefni í vinnslu eða á frumstigi vegna þeirra hugmynda sem þar liggi að baki. Innflutningsgjöld á hljóðvarps- og sjónvarpstæki Hvað varðar innstreymi í dag- skrárgerðarsjóðinn segir Tómas Ingi æskilegt að þar verði úm tvenns konar fjármagn að ræða. Annars vegar er um að ræða beinan opinberan stuðning, og kæmi þar til greina einhvers kon- ar innflutningsgjald á hljóðvarps- og sjónvarpstæki ef slíkt gjald teldist standast lagaramma og alþjóðlega samninga. Á hinn bóg- inn væri um að ræða að lagt yrði gjald á auglýsingasölu ljós- vakamiðla, og væri þeirri gjald- töku þannig háttað að hún jafn- aði stöðu einkarekinna ljósvaka- miðla og tæki sérstakt tillit til þess hve háðar einkareknar hljóð- varspsstöðvar eru auglýsinga- tekjum. „Dagskrárgerðarsjóðurinn veitti viðurkenningarstyrki og framleiðslustyrki einkareknum ljósvakamiðlum og sjálfstæðum framleiðendum dagskrárefnis. Með þessum hætti væri komið upp tæki til að jafna aðstöðumun á ljósvakanum, virkja betur þekkingu og færni sem þjóðin býr yfir á sviði menningar og lista í víðasta skilningi þess hug- taks, styrkja innlenda dagskrár- gerð og greiða götu þeirra einka- rekinna ljósvakamiðla, sem sýndu metnað í dagskrárgerð," segir Tómas Ingi Olrich í at- hugasemdum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.