Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 13 Stöð 3 hefur einkaleyfi á leik Manchester United og Liverpool Akureyringar ætla að sj á leikinn GÍFURLEGUR áhugi er á lands- byggðinni fyrir úrslitaleik ensku knattspyrnuliðanna Manchester United og Liverpool í bikarkeppninni sem fram fer á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á laugardag. Stöð 3 hefur sýningarrétt á leiknum hérlendis en stöðin næst aðeins á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni. Samkvæmt því sem Morgunbiaðið kemst næst er víða um land unnið á því að koma upp tæknibúnaði til að ná leiknum í gegnum gervihnatta- disk. Á Akureyri hafa nokkrir aðil- ar unnið að því að ná útsending- um norsku ríkisstöðvarinnar NRK, sem sendir leikinn út. Það eru því allar líkur á að hægt verði að horfa á leikinn á einum þremur stöðum í bænum, í Golf- skálanum að Jaðri, KA-heimil- inu og í Borgarbíói. Ólöglegt athæfi Úlfar Steindórsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 3, segist vel skilja það að íbúar landsbyggð- arinnar hafi áhuga á leiknum á laugardag. Hins vegar sé Stöð 3 með einkarétt á leiknum hér- lendis og því sé um ólöglegt at- hæfi að ræða, ef unnið er að því að sýna leikinn með áðurnefnd- um hætti t.d. á Akúreyri. „Við eigum mjög erfitt með að verj- ast þessu en það ejr jafnólöglegt fyrir það,“ segir Úlfar. í Borgarbíói verður leikurinn sýndur á breiðtjaldi á vegum sportklúbbs verslunarinnar Joe’s og Borgarbíós. Til að eiga aðgang að leiknum þurfa menn að vera í sportklúbbnum og það geta allir orðið gegn gjaldi. KA-menn hafa unnið að því að ná útsendingum NRK og einnig kylfingar að Jaðri og samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst verður leikurinn sýndur á báðum stöðum. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að Dalvíking- ar ætla að sýna leikinn í beinni útsendingu í Víkurröst. For- svarsmenn Þórs voru einnig að huga að því að ná útsendingunni en þótti kostnaðurinn of mikill fyrir aðeins einn leik. Morgunblaðið/Kristján ÚRSLITALEIKURINN í ensku bikarkeppninni verður sýndur í beinni útsendingu á a.m.k. þremur stöðum á Akureyri. I gær var unnið að því að koma fyrir búnaði í Borgarbíói þar sem leikurinn verður sýndur á breiðljaldi. Á myndinni eru f.v. Ragn- ar Þór Ragnarsson starfsmaður Joe’s, Jón M. Ragnarsson versl- unarstjóri og Daggeir Pálsson. Óvíst hvenær Stöð 3 kemur norður Úlfar Steindórsson segir að enn sé ekki ljóst hvenær Akur- eyringar og nærsveitamenn eigi þess kost að sjá Stöð 3. „Við erum að bíða eftir því hvað Póstur og sími ætlar að gera. Þar hefur verið talað um að ljós- leiðari verði tengdur inn í hvert hús en á meðan ekki er ljóst hvernig stofnunin hyggst standa að því, erum við í biðstöðu. Það hafa þó ýmsir möguleikar verið til skoðunar." Frystihúsi ÚA á Grenivík lokað í sumarbyrjun Á þriðja tug Grenvíkinga til starfa á Akureyri Þriðjungur bæjarbúa á Listasafnið AÐSÓKN að sýningum Lista- safnsins á Akureyri í apríl, Konan og nekt hennar, mód- elmyndir eftir Gunnlaug Blöndal og Stálkonan, ljós- myndir af vaxtarræktarkon- um eftir bandaríska ljós- myndarann Bill Dobbins sló öll aðsóknarmet en um 5.000 manns sóttu sýninguna. Þar af sóttu um 1000 manns sýn- inguna utan almenns sýning- artíma, hópar skólafólks, ferðamanna og áhugafólks. Á ÞRIÐJA tug Grenvíkinga, starfs- menn frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa, ætla að starfa við sumarafleysingar í frystihúsi ÚA á Akureyri eftir að frystihúsinu á Grenivík verður lokað vegna hráefn- isskorts í byijun júni. Friðrik Karlsson, verkstjóri hjá ÚA, sagði að enn væri ekki búið að útfæra á hvern hátt fólkið yrði flutt milli staðanna, hvort það færi á einkabílum eða boðið yrði upp á eins konar hópferðir. Áætlað er að frysti- húsi ÚA á Grenivík verði lokað 1. júní næstkomandi og er það gert vegna hráefnisskorts. Sagði Friðrik að enn væri verið að vinna að því að tryggja hráefni til vinnslunnar. Mun fleiri verða að vinna í frysti- húsi ÚA í sumar en venja er til, en þegar er búið að tryggja tæplega 80 skólanemum atvinnu í vinnslunni í sumar og síðan bætast Grenvíking- amir við þannig um 110 manns kom inn til afleysinga í sumar. Allt þetta fólk hefur reynslu af störfum í frysti- húsi, en Friðrik sagði að venjan væri sú að þjálfa á hveiju sumri hóp nýliða, um 30 manns. I næstu viku verður skoðað hversu stóran hóp nýliða verður hægt að þjálfa nú þar sem svo margt fólk verður að störf- um í frystihúsinu í sumar. Gunnar Jónsson ráðinn sveitarstjóri í Hrísey GUNNAR Jónsson, skrifstofustjóri hjá Endurskoðun Akur- eyri, hefur verið ráð- inn sveitarstjóri Hrís- eyjarhrepps. „Mér líst vel á að starfa í Hrísey og hlakka til að takast á við þetta verkefni sem ég tel vera mjög spennandi. Það er gott að breyta um starfsvettvang öðru hverju,“ sagði Gunn- ar. Gunnar tekur formlega við starfinu 1. júlí næstkomandi, en Jónas Vigfússon lætur af störfum sveitarstjóra á föstudag, 10. maí. Gunnar er fæddur á Akureyri árið 1950 og hefur lokið prófi frá Versl- unarskóla íslands. Gunnar hefur að mestu leyti starfað á Akureyri við bókhald og kennslu. Þá hefur hann haft nokkur af- skipti af sveitar- stjórnarmálum, m.a. verið formaður æskulýðsráðs Akur- eyrarbæjarí'tvö kjör- tímabil og formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs auk þess að sitja í skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri. Eiginkona Gunn- ars er Svanhildur Daníelsdóttir kennari og eiga þau tvo syni, Daníel og Sigurð Þorra. \ Gunnar Jónsson Ráðstefna um matvælaiðnað RÁÐSTEFNA um matvælaiðnað í Eyjafirði var haldin á Hótel KEA í gær. Þar voru flutt fjórtán erindi um stöðu matvælaiðnaðar, Eyja- fjörð sem matvælasvæði, erlenda fjárfestingu í matvælaiðnaði og markaðinn og um framleiðsluum- hverfi. Matvælaiðnaður er mjög mikilvæg atvinnugrein í Eyjafirði en allt að 2.700 ársverk eru í greininni og heildarveltan nemur um 20 milljörðum króna á ári. • • Ongulsstaðir III í Eyjafjarðarsveit Fjörutíu kúa fjós verður gisti- heimili Eyjafjarðarsveit - Verið er að leggja lokahönd á breytingar á fjörutíu kúa fjósi og hiöðu í gisti- heimili á bænum Öngulsstöðum III í Eyjafjarðarsveit. Á gisti- heimilinu verða tólf tveggja manna herbergi með baði ásamt veitingaaðstöðu fyrir gesti. Það eru hjónin Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Krístín Brynj- arsdóttir ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Sveinu Björk og Gunnari Val Eyþórssyni, sem standa að þessum framkvæmd- um. Til viðbótar er einnig þriggja herbergja íbúð með sérinngangi sem hefur verið í rekstri síðast- liðin þijú ár. Fyrstu gestirnir eru bókaðir 8. júní og eru bókanir fyrir sum- arið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir að sögn þeirra Jóhannesar og Gunnars. Síðar í sumar er fyrirhugað að opna vísi að hús- dýragarði á staðnum og þar verður einnig komið upp búvéla- Morgunblaðið/Benjamín JÓHANNES Geir Sigurgeirs- son og tengdasonur hans, Gunnar Valur Eyþórsson. safni og handverksstofu. Áhersla verður lögð á fjölbreyttar göngu- leiðir, m.a. upp á Staðarbyggðar- fjall en þaðan er gott útsýni. Þeir Jóhannes og Gunnar sögðu að um væri að ræða al- hliða ferðamannastað þar sem saman færi góð aðstaða og af- þreying fyrir jafnt dvalargesti sem aðra. Fundur um konur og íþróttir JAFNRÉTTISNEFND og íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar efna til opins fundar um konur og íþróttir í kaffiteríu íþróttahallar- innar fimmtudaginn 9. maí kl. 17. Gestir fundarins verða Þorlákur Helgason, sem kynnir niðurstöður könnunar um viðhorf almennings til kvennaíþrótta, Unnur Stefáns- dóttir nefndarmaður í ÍSÍ, m.a. í umbótanefnd um kvennaíþróttir, sem kynnir starfsemi nefndarinn- ar, Ingveldur Bragadóttir, sem kynnir þróunarverkefni, sem hún vinnur að eftir niðurstöðum könnunar um brottfall stúlkna úr íþróttum, og Ragnheiður Runólfs- dóttir, sem ræðir m.a. um aðstæð- ur kvenna til íþróttaiðkunar að eigin vali. Akureyri er þátttakandi í til- raunaverkefni sem ætlað er að vinna gegn brottfalli stúlkna úr íþróttum. Verkefnið hófst um ára- mótin og mun standa yfir í eitt til tvö ár. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstyrk- inganámskeið karla SKYNJAÐU styrk þinn er yfir- skrift sjálfsstyrkinganámskeiðs fyrir karla sem haldið verður á Ákureyri dagana 12. til 16. maí. Ix*iðbeinendur eru sálfræðingamir Ásþór Ragnarsson og Kristján Magnússon. Helstu efnisþættir eru: karl- mannsímynd, hlutverk, fyrirmynd, kröfur umhverfísins til karla, sam- skipti og samstaða karla og sam- skipti kynja og jákvæðar og nei- kvæðar hliðar karlmennsku. Umsóknum, en eyðublöð fást hjá ritara jafnréttisfulltrúa Akur- eyrarbæjar, þarf að skila fyrir 8. maí næstkomandi. Innritun í sum- arbúðir hafin INNRITUN í sumarbúðir KFUM og KFUK við Hólavatn í Eyjafirði stendur nú yfir en í sumar verða 6 dvalarflokkar í sumarbúðunum. Tveir flokkanna verða fyrir drengi og þrír fyrir stúlkur. Einnig verð- ur unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur í júlí. Starfsemin hefst 7. júni næstkomandi. Hólavatn er í innanverðum Eyjafirði og hefur vatnið upp á marga skemmtilega kosti að bjóða, bátsferðir, stangveiði og baðstrandariíf á heitum dögum. Kvöldvökur eru fastur liður og ýmsar íþróttir stundaðar. Börnin fá að fara í heimsókn á bóndabæ og kynnast störfum þar. Innritun í sumarbúðirnar fer fram í félagsheimili KFUM og KFUK i Sunnuhlíð á Akureyri á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17.30 til 18.30. Anna Ingólfs- dóttir, Astrid Hafsteinsdóttir og Hanna Stefánsdóttir veita nánari upplýsingar. Skúli Gautason með nýja hljómsveit LEIKARINN Skúli Gautason hef- ur einnig verið nokkuð fyrirferða- mikill á tónlistarsviðinu á Akur- eyri og nú hefur hann stofnað nýja hljómsveit, sem fengið hefur nafnið Rjúpan. Skúli spilar á gítar og syngur en með honum eru þeir Friðþjófur Sigurðsson, sem leikur á bassa, og Karl Olgeirsson, sem þenur harmonikkuna. Rjúpan er með fjölbreytt lagaval, bæði hugljúf en hvöss, dálítið meir en þó bragðmikil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.