Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 15 VIÐSKIPTI Horfur á auknu framboði á hlutabréfum í ár Rúmir 6 milljarðar í hlutafjárútboðum HORFUR eru á því að hlutafjárút- boð verði ríflega tvöfalt hærri að söluvirði í ár heldur en á síðasta ári. Árið 1995 námu hlutafjárút- boð fyrirtækja og hlutabréfasjóða um 2,9 milljörðum að söluvirði, en samkvæmt úttekt Landsbréfa eru horfur á því að hlutafjárútboð í ár verði tæplega 6,4 milljarðar að söluvirði. I nýjasta fréttabi'éfi Landsbréfa er því spáð að þetta aukna framboð muni auka talsvert á jafnvægi á hlutabréfamarkaði, en verð muni þó hækka áfram. Bent er á að eftirspurn hafi verið mikil eftir hlutabréfum að undanförnu, m.a. vegna þess að hlutabréfasjóðir hafi verið að koma því fé sem þeir tóku inn um síðustu áramót í ávöxtun. Reikna megi með því að um helmingur þeirra 1.500 milljóna sem þá komu inn renni í hlutabréfakaup. 5-7 milljarða þarf til að fullnægja eftirspurn Landsbréf reikna með því að eftirspurn eftir hlutabréfum muni áfram vera mjög mikil eða á bilinu 5-7 milljarðar á þessu ári. Þar er bent á, auk hlutabréfasjóða, aukna eftirspurn einstaklinga, fagfjár- festa og lífeyrissjóða. Við þessar aðstæður sé því eðliiegt að fyrir- tæki fari að hugsa sér til hreyf- ings í hlutafjárútboðum. I með- fylgjandi töflu má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem reiknað er með að Hlutafjárútboð 1996 Félag Nafnv&rð Borgey milljónir króna Þormóður rarnmi Plastprent jslenski fjársjóðurinn Islenski hlutabréfasj. Siáturfélag Suðurlands Ólíuféiagið Þröunarfélag íslands Haraldur Böðvarsson ýinrisiústöðin íslenskar sjávarafurðir Kaupfélag Skagfírðinga Flugleiðir Ehf. Alþýðubankans Marel Arnes Samvinnuferðir/Landsýn Tæknival Síldarvinnslan Grandi SR Mjöl Skagstrendingur SIF ÚA______: Samfate 60 100 30 50 100 65 11 43 150 400 100 200 250 300 25 130 72 20 48 150 120 50 122 150 Aætíað söíuverð milljónirkrána 75 375 100 70 165 98 70 50 450 500 300 200 700 400 200 150 140 60 270 500 300 250 350 570 Aætluð tímasetning 6.343 Lokið lokið Lokið Yfirstandandi Yfirstandandi Yíirstandandi Vor Vor Vor Vor Vor Haust Haust Haust Haust Haust Haust Haust g Haust 35 Haust |j Haust | Haust S Haust ^ _______Haust .§ muni auka hlutafé sitt á þessu ári. Landsbréf benda einnig á að stórir hlutabréfapakkar kunni að koma inn á markaðinn síðar á þessu ári. Þar er m.a. bent á hluta- bréf Akureyrarbæjar í ÚA, sem eru um 2 milljarðar að söluvirði, og hlut ríkis og Reykjavíkurborgar í Jarðborunum, sem gert er ráð fyrir að verði seldur á árinu. Auk þess kunni fleiri fyrirtæki að fara út í hlutafjárútboð síðar á árinu. Landsbréf reikna þó með því að eftirspurn verði áfram meiri en framboð og hlutabréfaverð fari því enn hækkandi fram eftir ári. Óvissa um lögmæti frumvarps um vömgjald Svar Eftirlitsstofn- unar EFTA óljóst VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis segir ekki liggja ljóst fyrir hvort að núverandi frumvarp um breytingar á vörugjaldi fullnægi þeim kröfum sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hafí gert á sínum tíma. Hins vegar sé ljóst að afgreiða verði þetta mál á Alþingi í vor, enda liggi kæra fyrir EFTA-dómstólnum vegna máls- ins. Vilhjálmur segist því reikna með því að nefndin muni afgreiða það frá sér í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu. Eins og fram kom í Morgunblað- inu sl. laugardag, telur Félag ís- lenskra stórkaupmanna, sem kærði núgildandi kerfi til ESA á sínum tíma, að þær breytingar sem frum- varpið feli í sér dugi ekki til að mæta kröfum ESA, og í sumum til- fellum sé jafnvel gengið lengra í mismunun milli innlendra og er- lendra framleiðenda. Ekki hægt að bíða úrskurðar í prófmáli Þá hafa Samtök iðnaðarins og VSÍ einnig lýst yfir óánægju sinni með frumvarpið, en þó fyrst og fremst þá liði sem snúa að fjármögn- un ríkissjóðs á því tekjutapi sem hann verður fyrir vegna þess. Efnahags- og viðskiptanefnd Gjaldeyrisstaða Seðla- bankans styrkist GJALDEYRISSTAÐA Seðla- bankans styrktist um 6,6 millj- arða króna nettó í apríl. Gjald- eyrisforði bankans jókst um rúma 5,2 milljarða króna en er- lendar skuldir hans lækkuðu um liðlega 1,3 milljarða. Þessi mikla aukning á gjaldeyrisforðanum skýrist að stórum hluta af er- lendri lántöku ríkissjóðs í apríl, að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Andvirði lánsins var að hluta til varið til endurgreiðslu ann- arra lána í apríl og afgangnum verður varið til hins sama í maí- mánuði. Að frátöldu þessu láni hefur gjaldeyrisstaða bankans styrkst um 1,8 milljarða króna í apríl og samtals um 9,2 milljarða króna frá því í ársbyrjun, en gjaldeyrisstaða bankans var þá óvenju slök. Þá hafa net ó kröfur Seðlabankans á ríkissjóð og ríkis- stofnanir lækkað um 7 milljarða í apríl og samtals um röska 12 milljarða frá áramótum. Grunnfé bankans hefur lækkað um 1,2 milljarða frá ársbyrjun og er það svipað og á síðasta ári. sendi ESA fyrirspurn um málið en svar stofnunarinnar var, að sögn Vilhjálms, hvorki fugl né fiskur. Hins vegar hafi nefndin fengið sent afrit af beiðni um forúrskurð Evr- ópudómstólsins í svipuðu máli, sem ítalskur dómstóll hefur til meðferðar vegna vörugjaldskerfisins þar í landi, en það kerfi sé mjög áþekkt hinu íslenska. „ítalski dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að vörugjaldskerf- ið sem slíkt brjóti ekki í bága við reglur Evrópusambandsins, en leitar eftir forúrskurði um tvö atriði. í fyrsta íagi er þar um að ræða mis- munandi fjárhæð gjaldsins eftir því hvort varan er erlend eða innlend og í öðru lagi er óskað eftir úr- skurði um lögmæti mismunandi inn- heimtuaðferða." _, Vilhjálmur segir að síðara atriðið se nokkuð sambærilegt því ákvæði frumvarpsins að leggja vörugjaldið á á söiustigi hjá innlendum framleið- endutn, en á innflutningsstigi hjá innflytjendum. Hann segist telja að í því kerfi felist nokkur mismunun, en hins vegar sé ljóst að nefndin muni ekki getað beðið úrskurðar Evrópudómstólsins í þessu máli. Það mál gefi henni hins vegar hugmynd um hver álitamálin séu og hvað beri að varast í þessu máli ef menn vilji vera alveg öryggir um lögmæti frumvarpsins. „Að mínu mati er þessi mismunun byggð á nokkuð hæpnum forsendum, en það næst ekki samstaða um aðrar leið- ir," segir Vilhjálmur. TVÖFALDUR POTTUR i víkirtg<*lottótwMl Hvað mundir þú gera ef þú ynnir lOO milljónir á miðvikudaginn? IT' 77/ mikils að vinna! ílslenskA NGetspá/ Alla miðvikudaga fyrír kL 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.