Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 15 Horfur á auknu framboði á hlutabréfum í ár Rúmir 6 milljarðar í hlutafjárútboðum Hlutafjárútbo ð 1996 ; Félag Nafnverð Áætlað söluverð Áætluð tímasetning Boraev milliónir króna 60 75 Lokið | Þormóður rammi 100 375 Lokið Plastprent 30 100 Lokið íslenski fjársjóðurinn 50 70 Yfirstandandi I Islenski hlutabréfasj. 100 165 Yfirstandandi | Sláturfélag Suðurlands 65 98 Yfirstandandi f Olíufélagið 11 70 Vor Þróunarfélag íslands 43 50 Vor | Haraldur Böðvarsson 150 450 Vor Vinnslustöðin 400 500 Vor íslenskar sjávarafurðir 100 300 Vor Kaupfélag Skagfirðinga 200 200 Haust i Flugleiðir 250 700 Haust Ehf. Alþýðubankans 300 400 Haust Marel 25 200 Haust Ámes 130 150 Haust I Samvinnuferðir/Landsýn 72 140 Haust Tæknival 20 60 Haust ^ Síldarvinnslan 48 270 Haust ^ Grandi 150 500 Haust | í| SRMiöl 120 300 Haust ■§ Skagstrendingur 50 250 Haust 5 Í SIF 122 350 Haust £ ÚA 150 570 Haust E ; Samtals milljónir króna 6.343 11 HORFUR eru á því að hlutafjárút- boð verði ríflega tvöfalt hærri að söluvjrði í ár heldur en á síðasta ári. Árið 1995 námu hlutafjárút- boð fyrirtækja og hlutabréfasjóða um 2,9 milljörðum að söluvirði, en samkvæmt úttekt Landsbréfa eru horfur á því að hlutafjárútboð í ár verði tæplega 6,4 milljarðar að söluvirði. I nýjasta fréttabréfi Landsbréfa er því spáð að þetta aukna framboð muni auka talsvert á jafnvægi á hlutabréfamarkaði, en verð muni þó hækka áfram. Bent er á að eftirspurn hafi verið mikil eftir hlutabréfum að undanförnu, m.a. vegna þess að hlutabréfasjóðir hafi verið að koma því fé sem þeir tóku inn um síðustu áramót i ávöxtun. Reikna megi með því að um helmingur þeirra 1.500 milljóna sem þá komu inn renni í hlutabréfakaup. 5-7 milljarða þarf til að fullnægja eftirspurn Landsbréf reikna með því að eftirspurn eftir hlutabréfum muni áfram vera mjög mikil eða á bilinu 5-7 milljarðar á þessu ári. Þar er bent á, auk hlutabréfasjóða, aukna eftirspurn einstaklinga, fagfjár- festa og lífeyrissjóða. Við þessar aðstæður sé því eðlilegt að fyrir- tæki fari að hugsa sér til hreyf- ings í hlutafjárútboðum. í með- fylgjandi töflu má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem reiknað er með að muni auka hlutafé sitt á þessu ári. Landsbréf benda einnig á að stórir hlutabréfapakkar kunni að koma inn á markaðinn síðar á þessu ári. Þar er m.a. bent á hluta- bréf Akureyrarbæjar í ÚA, sem eru um 2 milljarðar að söluvirði, og hlut ríkis og Reykjavíkurborgar í Jarðborunum, sem gert er ráð fyrir að verði seldur á árinu. Auk þess kunni fleiri fyrirtæki að fara út í hlutafjárútboð síðar á árinu. Landsbréf reikna þó með því að eftirspurn verði áfram meiri en framboð og hlutabréfaverð fari því enn hækkandi fram eftir ári. Óvissa um lögmæti frumvarps um vörugjald Svar Eftirlitsstofn- unar EFTA óljóst VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis segir ekki liggja ljóst fyrir hvort að núverandi frumvarp um breytingar á vörugjaldi fullnægi þeim kröfum sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hafi gert á sínum tíma. Hins vegar sé ljóst að afgreiða verði þetta mál á Alþingi í vor, enda liggi kæra fyrir EFTA-dómstólnum vegna máls- ins. Vilhjálmur segist því reikna með því að nefndin muni afgreiða það frá sér í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu. Eins og fram kom í Morgunblað- inu sl. laugardag, telur Félag ís- lenskra stórkaupmanna, sem kærði núgildandi kerfi til ESA á sínum tíma, að þær breytingar sem frum- varpið feli í sér dugi ekki til að mæta kröfum ESA, og í sumum til- fellum sé jafnvel gengið lengra í mismunun milli innlendra og er- lendra framleiðenda. Ekki hægt að bíða úrskurðar í prófmáli Þá hafa Samtök iðnaðarins og VSÍ einnig lýst yfir óánægju sinni með frumvarpið, en þó fyrst og fremst þá liði sem snúa að fjármögn- un ríkissjóðs á því tekjutapi sem hann verður fyrir vegna þess. Efnahags- og viðskiptanefnd sendi ESA fyrirspurn um málið en svar stofnunarinnar var, að sögn Vilhjálms, hvorki fugl né fiskur. Hins vegar hafi nefndin fengið sent afrit af beiðni um forúrskurð Evr- ópudómstólsins í svipuðu máli, sem ítalskur dómstóll hefur til meðferðar vegna vörugjaldskerfisins þar í landi, en það kerfi sé mjög áþekkt hinu íslenska. „ítalski dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að vörugjaldskerf- ið sem slíkt brjóti ekki í bága við reglur Evrópusambandsins, en leitar eftir forúrskurði um tvö atriði. I fyrsta lagi er þar um að ræða mis- munandi fjárhæð gjaldsins eftir því hvort varan er erlend eða innlend og í öðru lagi er óskað eftir úr- skurði um lögmæti mismunandi inn- heimtuaðferða." Vilhjálmur segir að síðara atriðið sé nokkuð sambærilegt því ákvæði frumvarpsins að leggja vörugjaldið á á sölustigi hjá innlendum framleið- endum, en á innflutningsstigi hjá innflytjendum. Hann segist telja að í því kerfi felist nokkur mismunun, en hins vegar sé ljóst að nefndin muni ekki getað beðið úrskurðar Evrópudómstólsins í þessu máli. Það mál gefi henni hins vegar hugmynd um hver álitamálin séu og hvað beri að varast í þessu máli ef menn vilji vera alveg öryggir um lögmæti frumvarpsins. „Áð mínu mati er þessi mismunun byggð á nokkuð hæpnum forsendum, en það næst ekki samstaða um aðrar leið- ir,“ segir Vilhjálmur. Gjaldeyrisstaða Seðla- bankans styrkist GJALDEYRISSTAÐA Seðla- bankans styrktist um 6,6 millj- arða króna nettó í apríl. Gjald- eyrisforði bankans jókst um rúma 5,2 milljarða króna en er- lendar skuldir hans lækkuðu um liðlega 1,3 milljarða. Þessi mikla aukning á gjaldeyrisforðanum skýrist að stórum hluta af er- lendri lántöku ríkissjóðs í apríl, að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Andvirði lánsins var að hluta til varið til endurgreiðslu ann- arra lána í apríl og afgangnum verður varið til hins sama í maí- mánuði. Að frátöldu þessu láni hefur gjaldeyrisstaða bankans styrkst um 1,8 milljarða króna í apríl og samtals um 9,2 milljarða króna frá því í ársbyijun, en gjaldeyrisstaða bankans var þá óvenju slök. Þá hafa net ,ó kröfur Seðlabankans á ríkissjóð og ríkis- stofnanir lækkað um 7 milljarða í apríl og samtals um röska 12 milljarða frá áramótum. Grunnfé bankans hefur lækkað um 1,2 milljarða frá ársbyrjun og er það svipað og á síðasta ári. Hvað mundir þú gera ef þú ynnir lOO milljónir á miðvikudaginn? r Til mikils að vinna! (slensk Getspá XVÖFALDUR pottur t Víkingalottómu! £3 Alla miðvikudaga fyrirkl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.